Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Dauðinn í umferð- inni Við leiðum hugann alltof sjáldan að því, hvað um- ferðin tekur hrikalegan toll í mannslífum, varanlegum meiðslum einstaklinga og eign- atjóni. Á næstliðnum tíu árum hafa um tvö hundruð og fjöru- tíu einstaklingar látið lífið í umferðarslysum hér á landi, það er um tuttugu og fjórir á ári hveiju, tveir í mánuði hverjum. Þetta er hrikalegur veruleikinn, sem við okkur blasir og við verð- um að bregðast við. Enginn veit hver fyllir þenn- an flokk fallinna í umferðinni næstu mánuði; hvetjir þurfa að lifa með sorginni eftir látinn ástvin; hveijir þurfa að lifa með vitundinni um það að hafa vald- ið ótímabærum dauða annars manns. Hitt getur hver og einn sagt sér sjálfur, að það er of seint að sýna aðgát eftir á, þeg- ar skaðinn er skeður. Það á jafnt við um hjólandi eða gangandi vegfarendur sem ökumenn. Á fyrstu níu mánuðum líð- andi árs hafa orðið sautján dauðaslys í umferðinni, þar sem nítján einstaklingar létu lífið. Á þessum sömu níu mánuðum hafa fimm hundruð fimmtíu og átta umferðarslys leitt til meiðsla á fólki. Eitt hundrað sextíu og tveir úr þeim hópi töldust mikið slasaðir. Á þessum sama tíma hefur lögreglan skráð yfir tvö þúsund og sex hundruð umferðarslys, sem leiddu til meira eða minna eign- atjóns. Og vitað er að fjöldi umferðarslysa af þessu tagi kemur aldrei til skráningar. Umferðin heldur því áfram að taka sinn toll. Og hann bitn- ar hvað grimmast á ungu fólki. Árið 1989 töldust 14,8% íslend- inga á aldursskeiðinu 16 til 24 ára. Þessi 14,8% hópur átti 37,5% af slösuðum í umferð það árið. í síðastliðnum september- mánuði einum voru tuttugu og fímm einstaklingar á aldrinum 17—20 ára í hópi slasaðra, sam- kvæmt upplýsingum frá Um- ferðarráði. Það þarf ekki hvað sízt að ná til þessa aldurhóps með fyrirbyggjandi fræðslu. Raunar á þessi fyrirbyggjandi fræðsla erindi til allra aldurs- hópa. En máski fyrst og fremst til yngstu og elztu ökumann- anna. Slysatíðnin er mest á orlofs- og sumarmánuðum, þegar flest- ir leggja veg undir hjól. En al- varlegustu slysin eiga sér ekki síður stað á haustin, þegar myrkur leggst yfir láð og akst- ursskilyrði verða á stundum miður góð. Og hvergi er meiri aðgátar þörf en í grennd við barnaheimili og skóla, einkum barnaskóla, þar sem yngstu borgararnir eru á ferð. A næstliðnum áratug, 1981— 1990, fjölgaði ökutækjum í umferðinni um langleiðina í fjör- utíu þúsund. Nú eru yfir 135.000 ökutæki í umferðinni, rúmlega eitt ökutæki á hveija tvo landsmenn. Á þéssum ára- tug óx og bifreiðaeign yngstu ökumannanna umtalsvert. Breytt aldursskipting þjóðar- innar leiðir og líkur að því, að fjöldi fullorðinna ökumanna hafi aukizt hlutfallslega. Dauðaslys- um í umferðinni, sem vissulega eru enn allt of morg, hefur þó ekki ijölgað á þessu árabili, þrátt fyrir stóraukna umferð. Það sýnir, svo ekki verður um villzt, að fyrirbyggjandi aðgerð- ir og fræðsla hefur borið árang- ur. Þar koma ýmsir til sögunn- ar: Umferðarráð, Slysavarnafé- lagið, lögreglan, skólar, skátar og ýmsir hópar áhugafólks um bætta umferð. Sem og aðgerðir sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu til að mæta sívaxandi umferð og ný löggjöf, m.a. um bflbelti, ljósanotkun o.fl. En betur má gera í þess efnum ef duga á til að draga að ráði úr umferðarslysum. Mikilvægt er að stórefla um- ferðarfræðslu, fyrst og fremst í skólum, en jafnframt í fjölmiðl- um, ekki sízt í hljóðvarpi og sjónvarpi. Það er og morgun- Ijóst, að ríki og sveitarfélög eiga kostnaðarsöm verk fyrir hönd- um í skipulags- og vegamálum, svo vegakerfið beri vaxandí umferðarþunga. Þyngst vegúr þó. hið almenna viðhorf fólks í umferðinni; sá umferðarþroski, sem við ræktum með okkur sem einstaklingar. Með öðrum orð- um, að aka samkvæmt settum reglum og eftir aðstæðum hveiju sinni, og sýna náungan- um tillitssemi ög háttvísi, und- antekningalaust. Engum liggur heldur svo mikið á,,að hann megi ekki vera að því að lifa lengur. Og þáð er of seint að sýna aðgát eftir á, þegar skað- inn er skeður. Ef við höfum þetta í huga, hvert sinn sem við 'setjumst undir stýri, erum við virkir þátttakendur í þeirri við- leitni, að víkja dauðanum úr umferðinni. + Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins: Ríkisvaldíð hefur hald- ið uppi háu vaxtastigi - sagði Davíð Oddsson - Arangnr í fjárlagagerð hefði mátt vera meiri Morgunblaðið/Sverrir Einar Oddur Kristjánsson, formaður vinnuveitendasambands Islands, og Kjai-tan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ráðg- ast hér fyrir fundinn. Einar Oddur flutti flokksráðinu „svarta tölu” um efnahags- og kjaramál siðdegis í gær. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins kom víða við í ræðu sinni á flokks- ráðsfundi Sjálfstæðisflokksins á Hótel Sögu í gær. Hann gagn- rýndi ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar harðlega og sagði að allar hennar ákvarðanir hefðu kynt undir háum vöxtum hér á landi. Forsætisráðherra boðaði að hér þyrfti að reka farsæla byggðastefnu sem efldi byggða- kjarna, sem ynni að sameiningu sveitarfélaga og gerði byggðirnar vítt og breitt um landið færar um að axla sameiginlega þjónustu og , gerði fyrirtækjum út um landið kleift að stækka og eflast og koma á hagræðingu. Finna yrði úrræði til að hjálpa fólki til að finna sér búsetu annars staðar, ef það byggi í tilteknum byggðum sem tæpast ættu lengur rétt á sér. í upphafi ræðu sinnar sagði for- sætisráðherra að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, sem varað hefur í fímm og hálfan mánuð, hefði verið far- sælt og gott og hann ætti ekki á von á öðru en það yrði það áfram. Rætt hefði verið að þessi ríkisstjórn hefði fengið færri hveitibrauðsdaga, en nokkur önnur ríkisstjóm. Það mætti vel vera satt, en hann hefði oft tek- ið eftir því, að þeir sem tækju út stærri skammt af hjónasælu og brúð- kaupsdögum í upphafi en hæfilegt teldist, sætu í heldur lakara hjóna- bandi eftir það. „Ég býst við því, að því harðar sem þessi stjórn gengur fram og því færri sem hinir fyrstu friðardagar hafi reynst, því betur endist sambúð hennar við þjóðina,” sagði Davíð Oddsson. Forsætisráðherra sagði að ríkis- stjórnin hefði gert allt það sem hún ætlaði sér að gera á iyrsta hálfa árinu. Davíð vék að Hvítu bókinni og sagði þá m.a.: „Víst er hvíta bók- in orð og ekkert þeirra nýtt af nál- inni ... en fái þessi orð varanlega merkingu í verkum sem stjórnin kemur fram með stuðningi sinna manna á Alþingi, þá hafa tímamót orðið í íslenskum stjómmálum.” Forsætisráðherra gagnrýndi harð- lega fyrri ríkisstjóm, verk hennár og viðskilnað í ræðumii. „Fjármála- ráðherrann fyrrverandi, Ólafur Ragnar Grímsson, sem jafnan er uppsigað við staðreyndir og hefur aldrei átt náin samskipti við sann- leikann, hafði haldið því fram, að mikil siðbót héfði orðið í ríkisfjármál- um og þar væri staðan önnur og betri en fyrr. Það kom á daginn að fullyrðingar hans, um ríkissjóðshall- ann á þessu ári, vora hjóm eitt. Á fáeinum mánuðum stefndi fjögurra milljarða króna halli í þrefalt hærri tölu. Ríkissjóður hafði vegna gegnd- aríausrar ásóknar í sparifé lands- manna kallað fram miklar vaxta- hækkanir sem enn voru duldar þegar ríkisstjórn okkar kom að en óhjá- kvæmilegt reyndist að skrá í réttar stærðir eftir að hún hafði tekið við völdum, ” sagði Davíð. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að allar ákvarðanir ríkisstjórn- ar Steingríms Hermannssonar hefðu kynt undir háum vöxtum, og í raun væri það ríkisvaldið, sem verið hefði drýgst við að halda uppi háu vaxta- stigi á íslandi. „Segja má, og það með nokkrum sanni, að árángur ríkisstjómarinnar í fjárlagagerð hefði mátt vera meiri,” sagði Davíð er hann ræddi fjárlaga- gerðina. Nú hefði sú leið hins vegar verið valin að fela ekki stóran hluta fjárlagavandans. í annan stað hefði það gerst örfáum vikum fyrir kosn- ingar, að tveir ráðherrar skrifuðu undirbúvörasamningsem skuldbind- ur ríkissjóð um tugi milljarða króna. „Þáð er í rauninni dæmalaust að í landinu skuli vera lög, sem gefa ráð- herram svo frjálsar hendur til að skuldbinda þjóðina langt fram í tím- ann,” sagði forsætisráðherra. Auk þess sagði Davíð að óhjá- kvæmilegt hefði verið fyrir Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra að taka mið af þeirri stöðu fiskistofn- anna sem hann var upplýstur um í sumar og þær ákvarðanir, sem hann Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins flytur flokksráði, æðstu stofnun Sjálfstæðisflokksins á milli lands- funda, ræðu sína. hefði hlotið að taka, leiddu til þess, að samdráttur yrði m.a. í tekjum ríkissjóðs. Þar skakkaði á annan milljarð króna. Forsætisráðherra vék að kjara- málum og sagði að í raun hefðum við öll þegar notið árangurs af fyrsta hluta þjóðarsáttar, sem hefði stöðvað verðbólgu og kaupmáttarhrun. „Og á þessu ári sýna opinberar tölur, að kaupmáttur mun halda og jafnvel aukast nokkuð í flestum tilvikum,” sagði Davíð og kvaðst telja, nú þeg- ar við blasti að verðbólga væri á hraðri niðurleið, vextir færa lækk- andi, en um leið yrði þyngra fyrir fæti á næstunni vegna minnkandi afla, að þjóðarsáttarhugsunin ætti greiða leið að hjörtum og höfðum flestra manna. Forsætisráðherra gerði þjónustu- gjöld að umræðuefni og sagði að ef ekki hefði verið gripið til þess að hækka þau, hefðu skattar orðið að hækka stórlega. Hann sagði það eðli þjónustugjalda að með þeim £ 50 ára afmæli viðskipta- og hagfræðideildar HI: EES-samningnr snýst að litlu leyti um beina hagsmuni sjávarútvegs - sagði dr. Jónas Haralz í ræðu sinni AFMÆLISHÁTÍÐ vegna 50 ára afmælis Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Islands fór fram I Iláskólabíói í gær að viðstöddum fjölda fyrr- verandi og núverandi viðskipta- og hagfræðinemenda og kennara. Jónas H. Haralz, fyrrv. bankastjóri Landsbankans og heiðursdoktor við við- skipta- og hagfræðideild, flutti hátíðarerindi. Þá var Dr. H. Winding Pedersen, prófessor emiritus við heiðursdoktorsnafnbót á hátíðinni. í erindi sínu sagði Jónas að stöðnun í íslenska efnahagslífinu hefði ríkt í langan tíma og litlar horfur væru á bata nema eitthvað sérstakt kæmi til. „Ef tekið er mið af því sem gerst hefur annarsstaðar í heiminum er engin fjarstæða að gera sér í hugar- lund, að ísland geti á einum til tveirn- ur áratugum dregist aftur úr flest öllum löndum Vestur-Evrópu og situr þá á bekk með þjóðum, sem við höfum aldrei áður borið okkur saman við,” sagði Jónas. Kvaðst hann telja óhjákvæmilegt að grípa til róttækra umbóta. Jónas sagði að samningar um Evrópskt Kaupmannahafnarháskóla, sæmdur efnahagssvæði snérust aðeins að litlu leyti um beina hagsmuni sjávarútvegs og annarra útflutningsgreina. „Þeir hagsmunir eru í meginatriðum tryggðir með gildandi viðskiptasamn- ingum og aðild að efnahagssvæðinu myndi í því efni tiltölulega litlu við bæta. Frá íslensku sjónarmiði snýst málið um það hvort landið muni að fullu taka upp þá hætti í viðskipta- og atvinnulífi sem Evrópulöndin hafa komið á,” sagði hann. Oruggan aðgang að fiskimiðum Jónas fjallaði að einnig um íslenska sjávarútvegsstefnu fyrr og nú og fjár- Dr. Jónas H. Haralz. hagsvanda greinarinnar. Sagði hann að búa þyrfti sjávarútveginum traust- ari og heilbrigðari skilyrði en áður en það ætti ekki að gera með ríkisábyrgð- um eða styrkjum. „Það á að gera með því að halda festu í efnahagslífinu, sköttum og afgjöldum í hófi, varast opinbera íhlutun, hvort sem hún er í nafni byggðastefnu eða á öðrum grundvelli. Og síðast en ekki síst með því að veita öryggi fyrir aðgang að fiskimiðum og mörkuðum eftir því sem ytri aðstæður leyfa,” sagði hann. „Að- gangur að fiskimiðum hefur verið tak- markaður með kvótum sem geta gengið kaupum og sölum með tiltölu- lega frjálsum hætti. Þá löggjöf, sem þennan grandvöll myndar, mætti sjálf- sagt bæta með ýmsu móti, einkum með því að útbýta kvótum til lengri tíma og auðvelda kaup þeirra og sölu,” sagði hann. „Þá fyrst þegar rekstur sjávarútvegsins er kominn á nýjan og traustan grundvöll ætti hóflegt af- gjald af veiðileyfum, sem veitt væra til langs tíma, að koma til mála,” sagði F MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTOBER 1991 23 væri reynt að skapa bein tengsl fy'ár- hagslég og hugarfarsleg milli þess sem þjónustunnar nyti og þess kostn- aðar sem við hana væri tengdur. „En ég vek jafnframt athygli á því að aldrei hefur staðið til að breyta svo um í þessum efnum að efnahag þeirra sem lakast standa verði í tví- sýnu stefnt,” sagði Davíð. Forsætisráðherra vék að lyfja- kostnaði í máli sínu og sagði að breytt fyrirkomulag sparaði þjóðinni um einn milljarð króna og á einu kjörtímabili um 4 milljarða króna, sem væri sama upphæð og rikissjóðs- hallinn væri áætlaður á næsta ári. „Og þetta gerist án þess að hag sjúklinga sé stefnt í tvísýnu,” sagði Davíð. Forsætisráðherra vék að viðskiln- aði ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar við sjóðakerfi lands- manna og sagði þá m.a.: „Forðum öflugir sjóðir voru nú illilega gjald- þrota og staða sjóða sem hið opin- bera hefur yfir að ráða var margfalt lakari en tölur höfðu verið gefnar upp um. Segja má að vantað hafi nálægt 5 þúsund milljónir króna upp á að staða sjóðanna væri sú sem reikningar þeirra sögðu fyrir um.” Hann sagði að ríkisstjórnin síðasta hefði fengið 18. janúar sl. skýrslur sem sýndu að 6 þúsund milljónir höfðu tapast af hálfu opinberra sjóða og banka í „fiskeldisævintýrinu einu saman”. Skýrslur hefðu verið faldar sem sýndu að ríkisstjórninni hefði verið greint frá því mánuðum fyrir kosningar að Álafoss, sem opinberir sjóðir höfðu lagt út fyrir á þriðja milljarð króna, væri gjaldþrota. Forsætisráðherra sagði að margar af svokölluðum aðgerðum síðustu ríkisstjórnar hefðu verið gerðar í nafni byggðastefnu. „Þannig hefur verið komið óorði á byggðapólitík svo það er nánast orðið skammaryrði. Margir stjórnmálamenn hafa haft tilhneigingu til þess þegar þeir hafa kosið að útbýta fé, jafnvel með ólög- mætum hætti, að vitna til byggða- stefnu í því sambandi. Ekki síst er þetta árátta framsóknarmanna ... Ég hygg að það sé enginn vafi á því að allur þorri þjóðarinnar vill að framfylgt sé farsælli byggðastefnu, ekki byggðastefnu sem hvíli á sjóða- kerfí hér syðra, heldur heilbrigðri byggðastefnu, sem efli byggða- kjama, vinnur að sameiningu sveit- arfélaga og gerir byggðirnar vítt og breitt um landið færar um að axla sameiginlega þjónustu og gerir fyrir- tækjum út um landið kleift að stækka og eflast og koma á hagræð- ingu.” Forsætisráðherra kvaðst oft furða sig á því hvers vegna ýmsar byggð- ir ættu undir högg að sækja, þrátt fyrir að atvinna þar væri meiri en annars staðar á landinu, og þrátt fyrir að meðaltekjur þar væru hærri en almennt sæist. „Við getum nefnt hina fögru Vest- firði, þar sem búa dugmiklir einstakl- ingar. Svo langt sem skýrslur sýna kemur fram að atvinnuástand hefur verið betra þar en annars staðar á landinu. Og nýjustu tölur Þjóðhags- stofnunar sýna að meðaltekjur þar eru hvað hæstar. Það er ekki nóg með að atvinnuleysi sé ekkert á Vestfjörðum, heldur eru þar fleiri hundruð erlendra manna í vinnu... Þrátt fyrir þessa stöðu hefur byggð dregist víðast saman á Vestljörðum og íbúum ekki fjölgað. Óhjákvæmi- legt er að fara nákvæmlega ofan í þessa þætti og skoða hvað er að gerast. Skoða hvort það geti verið að víða um landið sé launum manna og þjónustu á vissum stöðum haldið niðri, vegna þess að fyrirtækin eru óhagkvæm og byggðin of smá. Vegna þess að sameining og ha- græðing hefur ekki átt sér stað og vegna þess að tilteknar byggðir geti tæpast lengur átt rétt á sér, verði að finna úrræði til að hjálpa fólki til að fínna sér búsetu annars staðar á viðkomandi svæði, sem þá mundi eflast,” sagði forsætisráðherra. Undir lok ræðu sinnar vék forsæt- isráðherra að framtíðarhorfum. „ís- land er framtíðarland. Hvar sem við förum og hvar sem við dveljum ... þá blasir við að hvergi er betra að búa sér skjól en í þessu landi ... Við gerum nokkuð úr því nú að á móti blási, en sjáum við hvergi ljós? Jú, við sjáum víða ljós ... Það hefur dreg- ist að taka ákvörðun um nýtt álver á íslandi, vegna þróunar í erlendum lánastofnunum og vegna stöðu ál- verðs í heiminum. Það er þó ekkert sem bendir til annars, á þessu augna- bliki, en að virkjunarframkvæmdir hefjist á næsta ári og álversfram- kvæmdir á árinu þar á eftir,” sagði Davíð. Auk þess sagði hann að nær færðust kostir þess að senda orku um sæstreng til annarra landa, möguleikar á uppbyggingu arðvæn- legs ferðamannaiðnaðar væra óþrjótandi og nýta bæri þá lykilstöðu sem ísland hefði á hnettinum til öflugra viðskipta við markaðssvæðin þijú Ameríku, Asíu og Evrópu. „Þannig eru björt ljós framundan, þó við göngum í gegnum skugga- sund í augnablikinu. Við höldum ótrauð stefnu okkar, æðrumst ekki þó inn komi sjór og endram og sinn- um gefi á bátinn. Rétt eins og ís- lenskir sjómenn, rétt eins og íslensk- ir bændur, rétt eins og sérhver ís- lendingur í þúsund ár, þá skulum við vera því stærri sem meira blæs á móti og við skulum horfa fram á við til fagurrar veraldar framtíðar en ekki festa þuganp, við þau skugg- asund sem við senn komumst út úr,” sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. Brynjólfur I. Sigurðsson deildarforseti afhenti Dr. Gylfa Þ. Gíslasyni og Dr. Olafi Björnssyni, sem störfuðu áratugum saman sem prófessor- ar við viðskiptadeildina, minnispeninga sem slegnir voru í tilefni af afmæli deildarinnar. hann. Sveinbjörn Björnsson rektor háskól- ans flutti ávarp á afmælishátíðinni og Dr. Gylfí Þ. Gíslason prófessor fiutti erindi þar sem hann fjallaði um upp- haf kennslu í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands. Talaði Gylfi einnig um samband stjómmála og hagfræði. Samstarf um nemendaskipti Brynjólfur I. Sigurðsson, deildar- forseti Viðskipta- og hagfræðideildar, fjallaði um nýjungar í deildinni og sagði: „Á síðastliðnu vori var við- skipta- og hagfræðideild boðin þátt- taka í háskólasamstarfi sem danska menntamálaráðuneytið hefur efnt til,” sagði hann. „Um er að að ræða tveggja ára nám á háskólastigi í ut- anríkisverslun eða alþjóðlegri mark- aðsfærslu og fer námið fram í Dan- mörku. Á seinna námsárinu er nem- endum ætlað að dvelja erlendis í fimm vikur. Markmiðið með dvölinni er tví- þætt. I fyrsta lagi eiga nemendur að kynna sér efnahagsmál og þar með atvinnuhætti þjóðar sem dvalið er hjá og sögu hennar og menningu. í öðru lagi að vinna að lokaverkefni sínu. Það er í því fólgið að nemandi velur sér fyrirtæki í Danmörku og vinnur síðan að markaðsrannsókn fyrir fyrir- tæki í einhveiju landi þar sem hann dvelur vikurnar fimm. Viðskipta- og hagfræðideild hefur ákveðið að taka þátt í þessu samstarfi,” sagði hann. Félag íslenzkra iðnrekenda: Hætta virðist á að stöðugleiki í efna- hagslífinu bresti Takmörkun opinberra umsvifa o g lánsfjárþarfar skilyrði fyrir bata FÉLAG íslenzkra iðnrekenda telur að búast megi við meiri umsvifum í efnahagslífinu á næsta ári en þessu, en jafnframt, sé von á meira ójafn- vægi en búizt hefur verið við og stöðugleikinn sé í hættu. FII telur tak-- mörkun opinberra umsvifa mikilvæga forsendu fyrir bata í efnahagsmál- um. I skýrslu, sem iðnrekendur sendu frá sér í gær, segir að viðskiptahalli á árinu stefni í að verða 20 milljarð- ar, sem sé tvöfaldur hallinn á síðasta ári. Þá bendi tölur um veltu og inn- flutning til aukinna umsvifa. Velta í smásöluverzlun hafi verið 5,5% meiri á fyrri hluta ársins en á sama tíma í fyrra og heildarvelta sé 8% meiri að raimgildi. Þetta beri vott um þenslu í þjóðarútgjöldum og vöxt í verzlun, þjónustu og opinberri starfsemi. Aftur á móti sé stöðnun eða samdráttur í sjávarútvegi, almennum iðnaði og stóriðju. FÍI segir að nú stefni í meiri eftir- spurn eftir vinnuafli en í fyrra og útlit sé fyrir 1,3% atvinnuleysi á árinu samanborið við 1,7% í fyrra. Félagið telur þessar vísbendingar benda til að landsframleiðsla muni vaxa á milli áranna 1990 og 1991. „Líklega verður vöxturinn enn meiri en hingað til hefur verið spáð, einkum vegna umsvifa í verzlun og þjónustu,” segir í skýrslunni. „Jafnframt virðist hætta á að stöðugleikinn bresti. Mik- ill viðskiptahalli, hækkandi raungengi og halli á ríkissjóði ijármagnaður með peningaprentun eru merki um það. Aukin umsvif á þessu ári eru tekin að láni erlendis frá eins og sjá má á miklum viðskiptahalla.” Iðnrekendur rekja viðskiptahallann að hluta til hækkunar raungengis á síðastliðnu ári. „Raungengi á mæli- kvarða Iauna er 7,4% hærra á þriðja ársfjórðungi í ár en á sama tíma fyr- ir ári. Hin mikla aukning innflutnings stafar af hækkun raungengis og vax- andi kaupmætti samhliða minnkandi spamaði. Útlán vaxa hraðar en spam- aður og kynda undir þenslunni,” seg- ir í skýrslunni. FÍI segir að á næsta ári verði sam- dráttur í útflutningstekjum vegna minnkandi afla, lækkandi fiskverðs og áframhaidandi lágs verðs stóriðju- afurða. Búast megi við að eftirspurn- arþensla innanlands gangi til baka, en þrátt fyrir minni innlenda eftir- spum stefni í áframhaldandi mikinn og jafnvel vaxandi viðskiptahalla, vegna þess hvað útflutningstekjurnar minnka hratt. FÍI segir að ýmsir övissuþættir séu í þjóðarbúskapnum. Félagið telut' líklegra að álver verði byggt en ekki, en að ákvarðanir í þeim málum gætu þó dregizt. Iðnrekendur gagnrýna ríkisstjórn- ina fyrir að ganga of skammt í fjárlag- afrumvarpinu og starfsáætlun sinni. Þeir hafna öllum auknum opinberum umsvifum, en setja fram eftirfarandi tillögur um það, sem beri að gera: í fyrsta lagi að jafna stöðugleika. „Stöðugleiki verður einungis tryggður með því að draga verulega úr lánsfjár- þörf hins opinbera. Það verður að draga úr umsvifum ríkisins en það er ekki gert í fjárlagafrumvarpi. Það er ekki nóg að setja fram markmið um hailalausan ríkisbúskap árið 1993, það verður að segja hvemig eigi að náþví markmiði.” í öðru lagi að lækka vexti, senv. gerist með því að draga úr lánsfjár- þörf ríkisins. „Jafnframt verður að hraða því að íslenzkur fjármagns- markaður verði óaðskiljanlegur hluti af alþjóðlegum fjármagnsmarkaði.” I þriðja lagi að bæta samkeppn- isstöðu gagnvart erlendum keppinaut- um. „Þetta þýðir lækkun raungengis, ekki með gengislækkun, heldur með því að kostnaður hækki minna en í samkeppnislöndunum. Það er ekkert svigrúm fyrir almennar launahækkan- ir. Einnig verður að halda öðrum kostnaðarhækkunum í skefjum.” r' í fjórða lagi að jafna starfsskilyrði gagnvart erlendum keppinautum. „Höfuðatriði er að jafna skattakjör með því að afnema aðstöðugjald án þess að aðrir svipaðir skattar verði lagðir á atvinnureksturinn í staðinn. Hér þarf því enn að draga úr opinber- um umsvifum, þ.m.t. umsvifum sveit- arfélaganna.” I fimmta lagi að allar íslenzkar atvinnugreinar taki þátt í alþjóðlegri verkaskiptingu og alþjóðlegri sam- keppni eftir því sem markaðsaðstæður segi til um. „Það verður að afnema ríkisverndaða einokun frá alþjóðlegri samkeppni. Þetta á m.a. við um land- búnaðinn sem fengi nauðsynlega að- lögun að breyttum aðstæðum.” ^ I sjötta lagi að afnema allar sam- keppnishindranir innanlands, ísland sé einn markaður og samkeppni í öll- um atvinnugreinum. „Einnig þarf að koma í veg fyrir að opinber einokunar- fyrirtæki geti velt hvaða kostnaði sem er á almenning og fyrirtæki. Það er óhugsandi að ná verðbólgu á íslandi niður fyrir það sem er í nálægum lönd- um nema gerðar verði sömu kröfur til opinberra einokunarfyrirtækja og til iðnfyrirtækja í óheftri samkeppni.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.