Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991
25
Ráðstefna um votverk-
um heys í rúlluböggum
Hvannatúni, Andakíl.
BUTÆKNIDEILD rannsóknarstofnunar Landbúnaðarins á Hvan-
neyri undibýr ráðstefnu á vegum Félags norrænna búvísindamanna
sem verður haldinn í Hveragerði 24. og 25. október. Yfir 80 þátttak-
endur hafa boðað komu sína þar af eru tæplega helmingur erlend-
ir gestir.
Á ráðstefnunni fjalla norrænir
vísindamenn um flesta þætti er
varða votverkun heys í rúllubögg-
um og gestafyrirlesari frá Wales
segir almennt frá þróun og tækni
í votheysverkun. Framlag íslend-
inga verður í þremur erindum:
Bjarni Guðmundsson kennari á
Hvanneyri mun tala um rúllu-
baggavothey, verkun þess og fóð-
urgildi, Sigurður Sigurðarson dýra-
læknir á Kddum veltir þeirri spurn-
ingu upp hvort verkunaraðferðin
hafi áhrif á heilsu búfjár og Grétar
Einarsson deildarstjóri bútækni-
deildar RALA mun skýra frá þróun
aðferðarinnar á íslandi sl. ár.
Grétar Einarsson er aðalstjórn-
andi ráðstefnunnar. Hann sagði í
samtali við Morgunblaðið að á
þessu sumri hafi verið verkað vot-
hey í á milli 650-700 þúsund rúll-
ur. Ætla má að á þessu ári sé verk-
að nærri fimm sinnum meira vot-
hey en fyrir 9 árum þegar fyrstu
rúllumar litu dagsins ljós. í fyrra
var 77% af votheyinu verkað í rúll-
ur hjá um 86% bænda. Sænskir
bændur kunna einnig vel að meta
rúllumar því að þar var pakkað
votheyi í um 2 milljónir rúllur í
sumar.
Raddir hafa heyret manna á
milli að bændur séu stórtækir í
vélakaupum sem þarf til verkunar
en Grétar bendir á tölur um inn-
flutningsverðmæti heyverkunar-
tækja sl. áratug. Þar kemur fram
að heildarkaup bænda hafa ekki
aukist heldur staðið í stað að krónu-
tölu, innflutningur annnarra hey-
vinnuvéla hefur stórminnkað. Grét-
ar telur að margt bendi til þess að
umrædd tækni bæti fóðuröflunina
og leiði til lægri framleiðslukostn-
aðar.
D.J.-
■ KK-BAND heldur tónleika tvö
næstu sunnudagskvöld í veitinga-
húsinu L.A. Café, Laugavegi 45.
KK-bandið skipa Kristján Krist-
jánsson og Þorleifur Guðjónsson
en sérstakir gestir þeirra þessi kvöld
verða Leo Gillespie, farandsöngv-
ari, ljóð- og tónskáld og Mick M.,
látbragðsleikari og stjónhverfínga-
maður.
Morgunblaðið/Bjöm BlÖndal
Félagar í Leikfélagi Keflavíkur sem taka þátt í revíunni Fréttaveita
Suðurnesja sem félagið sýnir um þessar mundir í tilefni af 30 ára
afmælinu í Félagsbíói í Keflavík.
Leikfélae: Keflavíkur 30 ára:
Sýnir revíuna Frétta-
veita Suðurnesja í til-
efni af afmælinu
Keflavík.
LEIKFÉLAG Keflavíkur frum-
sýndi um síðustu helgi revíuna
Fréttaveita Suðurnesja eftir Ómar
Jóhannsson í leikstjórn Andrésar
Sigurvinssonar. Um 50 leikarar
koma fram í sýningunni sem fékk
ákaflega góðar móttökur. Þetta
er önnur reyían sem Leikfélagið
sýnir eftir Ómar, en fyrir tveim
árum sýndi félagið Við kynntumst
fyrst í Keflavík við feyki góðar
vinsældir.
„Þetta er ákaflega metnaðarfull
sýning, Keflvíkingar eiga á að skipa
bæði góðu og hæfíleikamiklu áhuga-
leikhúsfólki og ég man ekki eftir að
hafa kynnst jafnmiklum áhuga og
eljusemi og hjá þessum hópi,” sagði
Andrés Sigurvinsson leikstjóri. Andr-
és sagði að æfíngar hefðu hafist í
byijun september og hefðu þær stað-
ið nær óslitið fram að frumsýningu.
Miklu máli skipti í hópi sem þessum
sem að hafa eldri og reyndari leikara
með sem gætu miðlað af reynslu
sinni til þeirra sem styttra væru
komnir á leiklistarbrautinni.
Þetta er afmælissýning hjá Leikfé-
lagi Keflavíkur sem á 30 ára af-
mæli um þessar mundir, en Leikfé-
lagið var endurvakið fyrir um 4 árum
eftir að engin starfsemi hafði verið
á vegum þess um nokkurra ára skeið.
Sýningar eru í Félagsbíói og verða
sýningar í kvöld, laugardag, og á
Andrés Sigurvinsson leikstjóri
og Ómar Jóhannsson höfundur
revíunnar.
morgun, sunnudag. Fimm manna
hljómsveit, skipuð nemendum úr
Tónlistaskóla Keflavíkur, flytur tónl-
ist undir stjóm Veigars Margeirsson-
ar, leikmynd gerði Smári Sævarsson,
búninga annaðist Hjördís Árnadóttir,
Egill Árnason er ljósameistari og
myndband annast Friðrik Friðriks-
son.
-BB
Morgunblaðið/jt
Frá barnaskóla í Ríó de Janeiro. í stórborgunum eru tugþúsundir barna á götunni en þessi börn
fá stuðning til að stunda skóla.
Norrænt dagsverk haldið 24. október:
Nærri 10 þúsund nemar afla
fjár fyrir ungmenni í Brasilíu
HÁTT í 10 þúsund framhalds-
skólanemendur munu taka
þátt í svonefndu norrænu
dagsverki sem haldið verður
í fyrsta sinn á íslandi hinn 24.
október næstkomandi. Fram-
haldsskólanemar munu þá
taka sér frí frá hefðbundnu
skólastarfi og leita eftir vinnu
til að afla fjár til að styðja
ungmenni í Brasilíu til náms,
auk þess sem nemendur fræð-
ast um þriðja heiminn, einkan-
lega Brasilíu. Norrænt dags-
verk er að þessu sinni haldið
á öllum Norðurlöndunum á
sama tíma og rennur söfnun-
arféð til samtaka í Brasilíu
sem hafa það að markmiði að
bæta menntunarmöguleika
ungmenna í landinu.
-Lokaundirbúningur stendur
nú yfir en fulltrúar frá Iðnnema-
sambandinu, Bandalagi ís-
lenskra sérskólanema og Félagi
framhaldsskólanema hafa skipu-
lagt dagsverkið og notið fullting-
is fulltrúa Hjálparstofnunar
kirkjunnar en kirkjuhjálpar-
stofnanirnar hafa tekið að sér
að sjá um samskiptin við samtök-
in í Brasilíu og ábyijast að fjár-
munir muni komast til skila í þau
verkefni sem þeim er ætlað, seg-
ir Kristinn H. Einarsson fram-
kvæmdastjóri Iðnnemasam-
bandsins sem sæti á í fram-
kvæmdanefnd.
Stöðug fundahöld
Kristinn segir að síðustu vik-
umar hafí verið stöðug funda-
höld í skólum til að upplýsa nem-
endur og kennara um verkefni
dagsins og segir hann áhuga
mikinn í öllum þeim 15 fram-
haldsskólum sem þegar hafa til-
kynnt þátttöku. Eru það skólar
í Reykjavík og nágrenni og víða
úti á landi, m.a. Akranesi, Akur-
eyri, Egilsstöðum og Selfossi.
Gefið hefur verið út 36 síðna
litprentað rit um Brasilíu og er
verið að dreifa því um þessar
mundir til skólanna. Því fylgja
kennaraleiðbeiningar þar sem
kennurum er bent á hvemig
tengja megi umfjöllun um Brasi-
líu svo til flestum námsgreinum,
hvort heldur er tungumálum,
samfélagsfræði, íþróttum eða
heimilisfræðum. Garðar Gíslason
kennari við M.K. þýddi og stað-
Framhaldsskólanemendur
undirbúa norrænt dagsverk sem
halda á hinn 24. október næst-
komandi.
Gefinn hefur verið út litprent-
aður bæklingur um Brasilíu og
kjör barna' og unglinga þar í
landi.
færði kennsluleiðbeiningamar
og hefur hann verið fram-
kvæmdanefndinni til ráðuneytis
varðandi samskipti við skólana
og hann skipulagði einnig sér-
staka fræðslu um verkefnið á
námskeiði fyrir félagsfræðikenn-
ara sem nýlega var haldið.
-Við höfum ekki sett fram
neinar hugmyndir um árangur i
sjálfri söfnuninni, segir Kristinn
aðspurður, -en nemendur hafa
gefið ímyndunaraflinu lausan
tauminn í undirbúningi sínum
og þeir munu taka til hendinni
á mörgum sviðurri og bjóða fram
margs konar þjónustu sem fyrir-
tæki og einstaklingar geta keypt
24. október. Hins vegar fínnst
okkur ekki síður nauðsynlegt aðs.
fræðslan sem fylgir þessu verk-
efni komist til skila því þá er
tilgangi dagsins náð að miklu
leyti. Vonandi taka menn hins
vegar vel í það að ráða nemend-
ur í eitt dagsverk fyrir tvö þús-
und krónur eða jafnvel hálft og
leggja þannig nokkurn skerf til
aðstoðar ungmennum í Brasilíu.
Við viljum fyrst og fremst að
kraftar okkar beinist að því að
gera þeim llfskjörin bærilegri.
Hægt er að panta framhalds-
skólanema til að vinna dagsverk,
hvort heldur eiga í hlut fyrirtæki
eða einstaklingar og nefnir
Kristinn sem dæmi að menn^
geti fengið aðstoð við glugga-
þvott, garðahreinsun eða hvað-
eina og geti menn haft samband
við skrifstofu norræna dags-
verksins.
Kristinn segir að ríkissjóður
hafí styrkt undirbúning norræna
dagsverksins og nokkur fyrir-
tæki hafí einnig stutt verkefnið.
Þannig kostuðu sparisjóðirnir
t.d. gerð 15 mínútna myndbands
Kristins Siguijónssonar um
Brasilíu sem sýnt var í sjónvarp-
inu nýlega og er nú lánað skólun-
um.
Hjálparstofnanir skila ^
söfnunarfénu
Fjármunir sem safnast verða
sendir til samtaka í Brasilíu sem
kirkjuhjálparetofnanirnar á
Norðurlöndum hafa átt samstarf
við í rúman áratug en þessi sam-
tök eru ýmist kirkjuleg eða
starfa að því að mannréttindi í
landinu séu virt. Fulltrúar hjálp-
arstofnananna sjá um þessi sam-
skipti og fylgjast með verkefnun-
um í Brasilíu. Með þessu á að
tryggja að fjármunir verði notað-
ir í það verkefni sem norrænu"
framhaldsskólasamtökin hafa
valið, þ.e. að styrkja og bæta
menntunarmöguleika barna og
ungmenna í Brasilíu, bæði í stór-
borgum og á þeim landssvæðum
þar sem þjóðflokkar eru hraktir
úr heimkynnum sínum.