Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTOBER 1991 fclk f fréttum Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Stjórn FBS Hellu, f.v.: Erlingur Gíslason, Sigurgeir Guðmundsson, Óskar Jónsson, Oddur Þorsteinsson og Kolbrún Björnsdóttir. HELLA Opið hús hjá Flug- björgunar- sveitinni Opið hús var hjá Flugbjörgun- arsveitinni á Hellu sunnudag- inn 6. október í tilefni stofnunar Landsbjargar, landssambands björgunarsveita. Að sögn Óskars Jónssonar, formanns FBS á Hellu, var þetta gert til að kynna sveitina og var aðallega reynt að höfða til yngra fólksins á svæðinu, þar sem sífellt er þörf fyrir nýja starfskrafta við hlið þeirra eldri og reyndari. Aðsókn var ágæt. Hægt var að skoða á myndbandi ýmsar leit- arferðir sem farnar haf verið að undanförnu. Til sýnis voru öll tæki sveitarinnar, sem þykir ágætlega búin. í eigu hennar er m.a. fullkom- inn snjóbíll með lórantæki, sérútbú- inn Unimog-trukkur og Ford Econ- oline-hjálparbifreið útbúin hinum margvíslegu hjálpartækjum. Auk þess á sveitin 4 snjósleða, þar af einn með lórantæki. Að sögn Óskars berast að með- altali um 20—25 útköll og hjálpar- beiðnir ár hvert. I ár hefur verið mest að gera í kringum Heklugosið sl. vetur en þá bárust fjölmargar hjálparbeiðnir frá fólki sem hafði lent í ógöngum við fjallið. Þá var sveitin kölluð út í tvær ferðir á Vatnajökul sl. vor. Framunoan hjá sveitinni, sem er 40 ára um þessar mundir, er fjáröfl- un vegna fyrirhugaðra kaupa á svokölluðum GPS-leiðsögutækjum, en það eru gervihnattamóttakarar sem munu leysa lórantækin af hólmi. Til þessara kaupa mun allur afrakstur hinnar árlegu merkjasölu sveitarinnar renna, en gengið verð- ur í hús um allt Suðurland 2. nóv- ember nk. - A.H. TISKA Vor- og sumar- tískan í djarfari kantinum Þótt vetur sé að ganga í garð, eru tískuhönnuðirnir beggja vegna Atlantsála sem óðast að sýna vor- og sumartískuna. Sýnist ekki veita af að ylja mönnum er kólnar í veðri, enda hefur vor- og sumartískan flest hin síðari ár verið í anda heits loftslags. Stutta tískan hefur haldið velli og styst ef eitthvað er. Þunn, jafn vel gegnsæ, efni eru áberandi, einnig skrautlegir litir og mynstur. Um- fram allt er lögð áhersla á að kvenvöxturinn njóti sín án þess þó að að honum sé þrengt um of. Myndin sem hér birtist er í anda þessa og undirstrikar að hjá ýms- um hönnuðum er tískan að þessu sinni venju frmur djörf. Flíkin sú arna var sýnd á vor- og sumar- tískusýningu ítalans Johns Gall- iano. Er hönnuðir sýna vor- og sumartískuna erujafnan sýndar nokkrar flikur sem þykja ganga nokkuð langt...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.