Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 Sinnhoffer- kvartettinn í Bústaðakirkju Tónlist Ragnar Björnsson Ein besta óperuhljómsveit sem undirritaður hefur heyrt er Bæverska óperuhljómsveitin í Múnkaþverá, öðru nafni Múnchen. Sinnhofer- kvartettinn samanstendur af með- limum þessarar ágætu hljómsveitar og um leið leiðandi menn þar í sveit. Hér er því um „topp”-tónlistarmenn að ræða og engin furða þótt útkom- an verði eftirminnileg. Þessir lista- menn eru Ingo Sinnhofer, 1. fiðla, Aldo Volpini, 2. fiðla, Roland Metzig- er, lágfiðla og Peter Wöpke, selló. Sinnhoffer-kvartettinn hefur áður, og oftar en einu sinni, gist okkur og m.a. flutt okkur „List fúgunnar” eft- ir J.S. Bach og var það viðburður í okkar menningarlífí. Að þessu sinni flutti kvartettinn okkur tvo kvartetta Beethovens og þá í meira lagi ólíka í allri gerð. Þann fyrri í D-dúr op. 18 nr. 3, sem Beethoven skrifar tæplega Jjrítugur og þann síðari í cís-moll, op. 131, samin ári eftir andlát B., sem sagt einn af þeim 6 síðustu, sem lengi þóttu tormeltir og fengu um sig hinar ýmsu umsagnir. í D-dúr-kvartettinum treður Beet- hoven fáar nýjar brautir, hann skrif- ar í stíl Haydens, tónlistin líður áfram tær og eðlileg, án mikilla andstæðna og kannski er Beethoven hér að skrifa sig frá áhyggjulausum æskuárum. Þeir félagar fluttu kvart- ettinn án sjáanlegra mikilla átaka, tónlistin fékk að fljóta eðlilega fram og tala sínu eigin máli. Hraðaval fannst manni í upphafí nokkuð var- færnislegt, en við lok prestokaflans runnu tempóin saman í sannfærandi heild. Fallegur flutningur þrátt fyrir e.t.v. örlítil óhreinindi í tónmyndun á stundum. í cís-moll-kvartettinum brýtur Beethoven allar fyrrverandi formreglur um kvartett, eða sinfón- ískan „sats”. Kontrapunktur þræðir saman sjö þætti þessa magnaða verks, skrifaður af heilsulitlum manni, sem berst gegn grimmustu örlögum sem tónlistarmann geta hent, heyrnarleysi. Finna má í gegn um allan kvartettinn þessa baráttu Beethovens við heyrnarleysið og jafnvel einskonar bæn um miskunn. Auðvelt er ekki að koma öllum þess- um þáttum til skila, til áheyrenda, en það gerði Sinnhoffer-kvartettinn að þessu sinni á áhrifamikinn hátt og hefðu tónleikagestir sannarlega mátt standa á fætur í lok þessa fiutn- ings og sýna þannig þakklæti sitt. En kannski er sannastur flutnignur- inn oft sá sem ekki þarf að hrópa „bravó” fyrir. Sessa eftir Málfríði Einarsdóttur. Smámyndasafn. Úr ýmsum áttum. Saumað 1950—55. Afmælissýning List og hönnun Bragi Ásgeirsson í tilefni af 40 ára afmæli verslun- ar Heimilisiðnaðarfélagsins stend- ur um þessar mundir og fram til 26. október yfir sýning í húsakynn- um verslunarinnar í Hafnarstræti 3. Sýningin _ber heitið „Veggteppi og sessur — Islensk strammaskáld” og má nokkurn veginn spá út frá nafngiftinni hvað til sýnis er. En svo sem segir í kynningu er hér um að ræða útsaumuð teppi og ofin og allt eftir eigin hugmyndum, alls konar sessur sem eru unnar bæði eftir eigin hugmyndum og annarra og ná yfir tímabilið frá aldamótum og til dagsins í dag. Sessurnar gegna mikilvægu hlutverki og eru enda fjölmargar Trú, von og kærleikur. -Kor. 1,—13. Veggteppi með gamla kross- saumnum eftir Kristrúnu Benediktsson. Gert á árunum 1941—42. * Operukynn- ing í Keflavík TÓNLISTARFÉLAG Keflavíkur og nágrennis boðar mánudaginn 21. október kl. 20.30 til aðalfund- ar í sal Tónlistarskólans í Kefla- vík. Á fundinum ætla söngvarar frá íslensku Óperunni, þau Sig- rún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Bergþór Pálsson að syngja nokkrar aríur og dúetta úr Töfr- aflautunni en eins og flestum er kunnugt standa sýningar á þess- ari frægu óperu Mozarts nú yfir. Að óperukynningunni lokinni eða um kl. 21.00 hefst svo aðalfundur- inn og verða þar á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf, kosning nýrrar stjórnar, árgjald ákveðið og önnur mál. Öllum Suðurnesjamönnum er heimill aðgangur að Óperukynning- unni, sem er ókeypis, og einnig er fólk velkomið á aðalfundinn. (Fréttatilkynning) 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Góð eign - þrjár íb. - verkstæði Vel byggð og vel með farin húseign á vinsælum stað i austurborginni kjallari og tvær hæðir með þremur íbúðum, 2ja, 3ja og 4ra herb. Enn- fremur fylgir verkstæði 45 fm. Teikning og nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Endurbyggð sérhæð við Stigahlíð Glæsileg neðri hæð um 140 fm. Tvöföld stofa, 3 svefnherb., 1 forstofu- herb. með snyrtingu. Góður bílsk. 28 fm. Stórt föndur- og geymsluherb. í kjallara. Eignaskipti möguleg. Stór og góð - laus strax 4ra herb. íbúð, 65,3 fm á 1. hæð við Arahóla. Nýlegt parket. Sér- þvottahús. Geymslu- og föndurherb. I kjallara. Frábært útsýni yfir borgina og nágr. Skammtfrá sundlaugunum í Laugardal 4ra herb. góð íbúð á 2. hæð við Kleppsveg. Nýtt eldhús, nýtt bað, nýtt parket. Risherb. fylgir með snyrtingu. Góð endurn. sameign. hluta af útborgun má greiða á 2 árum. Á vinsælum stað í Mosfellsbæ 5 herb. efri hæð 122 fm í tvíbýlishúsi í smíðum. Allt sér. Góður bílskúr. Við Hraunbæ með sérinngangi 2ja-3ja herb. íbúð á neðri hæð. Nýtt bað. Góð innrétting. Verönd. Ágæt sameign. Laus strax. Verð aðeins kr. 5,3 millj. Teigar - tún - nágr. Leitum að 4ra-5 herb. íb., helst með sérinng. og bílsk. Fjársterkur kaupandi. Ódýrar íbúðir Nokkrar ódýrar litlar íbúðir í gamla bænum. Ennfremur sérbýli í Skerja- firði með húsnláni kr. 3,0 millj. Nánari uppl. á skrifst. sérbýli í Skerjaf. ALMENNA Leitum að góðu tvíbýlishúsi FASTEIGHASAIAH í borginni eða Kópavogi. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 íttaffiGsö máD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Það er óhætt að fullyrða, að hefði íslenzka nokkurn tíma hætt að vera skapandi bókmál, hefði málfar alþýðu aldrei beðið þess bætur. Og hefði íslenzk ljóðagerð nokkurn tíma niður fallið, þótt eigi hefði verið nema um hálfrar aldar skeið, og risið síðan upp aftur fyrir aðkomin áhrif, er ósennilegt, að stuðla- setningin hefði átt sér viðreisn- arvon — þetta forna einkenni allrar germanskrar ljóðlistar, sem vér erum nú einir um að varðveita. En tungan varðveitt- ist einmitt bezt í hinum föstu stuðla skorðum dýrra hátta, þar sem ekki mátti orðinu halla, og varla einn stafkrókur undir lok líða, fremur en í lögmálinu, svo að ekki raskaðist kveðandi. (Sigurður Nordal í ritgerðinni Samhengið í íslenskum bók- menntum.) ★ Komið var síðast að va-stofn- um í karlkyni. Þeir voru ekki margir. Helst er að telja: hjör(r) (=sverð), hör(r) (=línþráður), már, víxlmyndirnar sjár, sjór, sær, spör(r) og söngur. Hér flokkast einnig Týr (bæði sér- heiti og samheiti=goð) og karl- mannsnafnið Sigtryggur. Ýmislegt er hér að athuga, en við skulum fyrst sjá gamla beygingu: Eintala: hjörr-hjör- hjörvi-hjörs; flt: hjörvar- hjörva-hjörum-hjörva. Þetta orð er ekki lengur hluti daglegs máls, þannig að samanburður við nútímann verður óhægur. Vafalítið myndum við þó sleppa vi-endingunni í þgf. et. og trú- lega bæta það upp með því að hafa v í þgf. ft. *hjörvum. Ef við erum að tala um söng í flt., söngva, myndum við gleðjast af fögrum söngvum. Best sést á eignarfallinu sjáv- ar að orðið sjár á heima í þess- um flokki, enda ótal samsetning- ar því til staðfestu, svo sem sjáv- ardýr og sjávarútvegur. (Lík- ingasmiðurinn Jónas E. Svafár lét auðvitað hraðfrystihúsin standa við sjávarútveginn). í orðinu már er vi-endingin gamla horfin, og út frá fleir- tölunni mávar hefur verið gerð ný eintala (sjá um áhrifsbreyt- ingu í síðasta þætti), máfur (mávur). Þessi nýmynd er vand- 'ræðabarn á heimili stafsetning- arinnar. Kormákur Ögmundarson fornskáld sagði að Steingerður sú, er hann lagðist á hugi við, hefði verið hörvi glæst (ofan á allt annað), en nú látum við duga að segja að dúkurinn sé úr hör (ekki hörvi). Gott ef það skildist. Enginn maður segir lengur frá Sigtryggvi, heldur Sigtryggi, og þess er að lokum getandi að fleirtalan sem sam- svarar Týr var gjarna letruð tívar, það eru guðir. Þetta er af sömu rót og lat. Deus=guð, gríska Zeus (Seifur) og líklega sama og tökuorðið gamla, díar=guðir. ★ Áslákur austan kvað: Og það var hún Þerneyjar-Stína, syo þunn eftir heimferð frá Kína: hana vantaði einn gráan - hún varð bara að fá ’ann, svo hún veðsetti langömmu sína. ★ Mínar andans stoltu stundir storka vandanum. En skip mitt strandar ávallt undir ólánsgrandanum. (Sigurhjörtur Pétursson, 1916-1971; skammhenda, glæsilag og stímað.) Einhvern tíma minntist ég á það hér í þættinum, að kannski gerði ég mig sekan um ein- hveija málkæki án þess að taka eftir því sjálfur [Utúrdúr: Ég spurði á prófi hvað karlkynsorð- ið vomur þýddi. Svar: „Vomur er maður sem er dauður en veit ekki af því sjálfur.”] Nú hefur maður í Reykjavík verið svo góður að skrifa mér ögn um þetta. Hann vill ekki að ég birti nafn sitt. Helsta aðfinnsluefni hans er ég hefji óhóflega oft málsgreinar á fyrsta-persónu- fornafninu ég. Og ég sem hélt að ég hæfi málsgreinarnar ein- mitt oft á orðinu umsjónarmað- ur! Blindur er hver í sjálfs sín sök. Sami bréfritari mælir með óll.þáttur þeirri gagnlegu reglu að ekki sé haft óþarflega langt á milli for- nafns og nafnorðs eða orðasam- bands sem fornafnið vísar til. Að endingu segir bréfritari: „Rittáknið bandstrik þykir mér of lítið notað. í orðum eins og unglinga-athvarf og ýmsum öðrum löngum orðum og strembnum ætti bandstrik að vera sjálfsagt. Þess vegna gerði ég með vilja hér að framan að rita svo í tilvitnun: eignarfalls- samsetningar. Bandstrik leysir upp stafahröngl!” Bréfritari fær bestu kveðjur fyrir tilskrifið. ★ Þjóðhildur þaðan kvað: Þó Kölska vantaði kol undir pottinn, var karl ekki af baki aldottinn; aurinn varð hann að fá, og í himninura há með harmkvælum tókst að slá Drottin. ★ Það er hressandi og styrkj- andi að sökkva huganum niður í þessi stórfengu, óbundnu ljóð fólksins. Vér erum allir höfundar og um leið hljóðir tilheyrendur þessara sagna, sem bera ein- kenni hvers eins af oss, samein- uð í eitt. Þegar mér leiðist allt annað tek ég þjóðsögur mínar og les þær, þangað til hvers- dagslífið kemur og kallar mig úr þeim heimi, sem enginn trúir að sé til. (Einar Benediktsson í Dag- skrá 1896.) ★ „Geirr hét maðr ríkr ok ágætr í Sogni. Hann var blótmaðr mik- ill ok var af því kallaðr Végeirr. Hann átti sjau börn eða fleiri. Vébjörn hét sonr hans ok Vé- gestr, Vémundur ok Vésteinn, Véleifr ok Véþorn, en Védís dóttir. En er Végeirr andaðist, þá tók Vébjörn forráð bæði fjár ok metorða. Hann helt óvini Hákon- ar Gijótgarðssonar, ok fóru þau systkin af þvi öll til íslands.” (Geirmundar þáttur heljar- skinns í Sturlungu.) Auk þess 'þykir mér gott hversu orðið listhús er að festa sig í málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.