Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 19 Tillögur um breytingar á Verðbréfaþingi íslands: Fyrirhugað að selja aðgang að upplýsingakerfi þingsins SAMKVÆMT tillögum vinnuhóps, sem unnið hefur að undirbúningi breytinga á Verðbréfaþingi íslands byggðum á skýrslu Enskilda Corp- orate Finance frá því í sumar, er gert ráð fyrir að fjárhagslegt sjálf- stæði Verðbréfaþingsins verði tryggt með aðildargjöldum þingaðila og útgefenda skráðra hlutabréfa og skuldabréfa, og fyrirhugað er að selja aðgang að upplýsingakerfi þingsins. Til að efla starfsemi Verðbréfaþingsins er gert ráð fyrir því að ráðnir verði tveir til þrír starfsmenn, sem sjái um daglegan rekstur þingsins, og að það flytji úr Seðlabanka íslands í annað húsnæði á árinu 1992. stærri kaupenda og einn fulltrúi smærri kaupenda. Stefnt er að því að nauðsynlegum breytingum á upp- lýsingakerfi og reglum þingsins verði lokið í febrúar á næsta ári og þá verði kjörin ný stjórn, en samráð hefur verið haft við Enskilda Corpor- ate Finance um þær breytingar sem í undirbúningi eru. Morgunblaðið/Þorkell Elín Magnúsdóttir, myndlistakona, við eitt verka sinna. Markmið að mála af ein- lægni og algjörlega frjálst Enskilda Corporate Finance skil- aði í sumar tillögum um það hvernig efla mætti verðbréfamarkaðinn á íslandi og hvaða breytingar væri æskilegt að gera á Verðbréfaþingi íslands. Seðlabanki íslands, Versl- unarráð íslands og Iðnþróunarsjóður stóðu að þessu verkefni með En- skilda. Að því loknu var skipaður vinnuhópur sem unnið hefur að und- irbúningi breytinga, en í honum eru þeir Eiríkur Guðnason, Seðlabanka Islands, Þorkell Sigurlaugsson, Eim- skip, Sigurður B. Stefánsson, Verð- bréfamarkaði íslandsbanka hf., og Davíð Björnsson, Landsbréfum hf. Vinnuhópurinn hefur nú skilað til- lögum um hvemig koma megi fyrstu atriðum Enskilda-skýrslunnar í framkvæmd. í tillögunum er mælt með því að ráðist verði í að endurbæta upplýs- ingakerfi Verðbréfaþings svo að upplýsingar um verð og magn við- skipta verði aðgengilegar. Auknar og réttar upplýsingar séu forsenda þess að öflugur og öruggari mark- aður með verðbréf myndist, og því ÞJOÐLEIKHUSIÐ frumsýnir á næstunni leikritið Himneskt er að lifa eftir bandaríska höfund- inn Paul Osborne. Flestir reynd- ustu leikarar Þjóðleikhússins koma fram í sýningunni, auk tveggja af yngri kynslóðinni, og telst mönnum til að leikararnir níu í sýningunni hafi samtals um 300 ára sviðsreynslu. Þrír af leikendunum hafa starfað hjá Þjóðleikhúsinu frá því það opn- aði árið 1950; þau Róbert Arnfinns- son, Baldvin Halldórsson og Herdís Þorvaldsdóttir. Gunnar Eyjólfsson, Þóra Friðriksdóttir, Guðrún Steph- ensen og Bríet Héðinsdóttir hafa einnig leikið í áratugi. Yngstu leik- ararnir eru Edda Heiðrún Backman og Jóhann Sigurðarson. Að sögn Sigríðar Margrétar Guðnadóttur leikhúsritara fjallar Himneskt er að lifa um líf tveggja fjölskyldna í amerískum smábæ. Á yfírborðinu virðist tilvera þeirra hversdagsleg, en tilfinningalífið er ekki jafnkyrrlátt. Leikritið var skrifað 1939 og hlaut ágætar við- tökur, en er það var fært upp að nýju 1980 sló það fyrst í gegn fyr- ir alvöru og þótti bezta leikritið á Broadway í New York það árið. „Það má segja að leikritið hafí ver- ið mjög langt á undan sinni samt- íð,” sagði Sigríður Margrét. Höf- undurinn, Osbome, er einkum sé fyrirhugað að daglegnm upplýs- ingnm um hlutabréfaviðskipti á Verðbréfaþingi íslands verði komið á framfæri við fjölmiðla. Reglur Verðbréfaþingsins miða að því að nauðsynlegum upplýsingum um út- gefendur verðbréfa, t.d. hlutafélög, verði safnað á einn stað, og verði þær aðgengilegar fyrir þá sem áhuga hafa, en vonast er til þess að hlutafélög muni almennt leita eftir skráningu á hlutabréfum á Verðbréfaþingi íslands. Gert er ráð fyrir því að hlutabréf á þinginu verði skráð á einn lista, sem þó verði að- greindur þannig til glöggvunar fyrir almenning, að merkt verði sérstak- lega þau fyrirtæki sem hafa mark- aðsvirði eigin fjár yfír einn milljarð króna og hafa umtalsverða dreifíngu hlutaijáreignar. Vinnuhópurinn mælir með því að stjórn Verðbréfaþings verði skipuð sjö mönnum í stað fimm í dag. For- maður verði skipaður af Seðlabanka Islands, tveir fulltrúar verði frá öðr- um þingaðilum, tveir fulltrúar skráðra fyrirtækja, einn fulltrúi þekktur fyrir kvikmyndahandrit sín, en hann skrífaði til dæmis handritið að myndinni East of Eden. Himneskt er að lifa verður frum- sýnt 26. þessa mánaðar. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. SJÖTTA einkasýning Elínar Magnúsdóttur, myndlistakonu, verður opnuð í Gallerí List Skip- holti 50b í dag. Elín stundaði nám í Myndlista- og handiðaskóla ís- lands en einnig í Enschede og Gerrit Rietved akademíunum í Amsterdam. I Gerrit Rietved akademíunni lagði hún stund á leikmynda- og búningahönnun en útskrifaðist þaðan sem málari 1987. Á sýningunni eru 22 verk sem unnin eru með blandaðri tækni (olíu, akríl og vatnslitum). Henni lýkur 3. nóvember. „Myndir mínar eru yfirleitt fíg- úratívar. Mér finnst gaman að taka fyrir hinar ýmsu manngerðir og stemmningar fólks. Eg túlka hinar ýmsu hliðar mannlífsins og legg áherslu á að björtu hliðarnar og gamansemin komi fram í myndun- um. Hugmyndirnar koma jöfnum höndum úr mannlífinu og fantasíum úr mínu eigin höfði en myndirnar sveiflast á milli þess að vera realísk- ar og abstrakt. Drættir úr teikning- unni fara saman við litameðferð,” segir Elín um myndir sínar. I myndunum á sýningunni segist Elín leitast við að fara nýjar leiðir í efnismeðferð og lit. Þær séu róm- antískar næturstemmningar. „Ég mála mikið konur. Myndirnar tengj- ast hugmyndinni um femme fatale. Ég túlka konu sem er slétt og felld á yfirborðinu en byrgir inn í sér villidýr. Stundum sýnir konan á sér aðra hlið og villidýrið, sem getur verið kynlíf eða erótík, brýst út. Konan er mystísk. Kannski er ég að fjalla um draum sem verður að veruleik,” segir Elín. Hún segist upplifa myndirnar í gegnum hjarta og tilfínningar. Rök- hugsun komi þar ekki nærri. Ytri raddir segir hún að trufli sig. „Helst vildi ég loka mig algjörlega frá hversdagsleikanum og máia en auð- vitað eru myndlistarmenn ekkert öðruvísi en annað fólk og þetta ekki hægt,” segir Elín. Hún hefur búið nokkur ár í Hol- landi en aðspurð segist hún reikna með að lifa og starfa á íslandi í nánustu framtíð. Hér sé gott að búa og íslendingar mótttækilegir fyrir myndlist. Hvað þróun í verkum hennar varði segir hún að meira Upphaflega undirrituðu Geir Hallgrímsson, þáverandi borgar- stjóri í Reykjavík, og Stephen Juha, borgarstjóri í Winnipeg, vinabæja- samninginn sem hefur nú verið í gildi í tuttugu ár. Samningurinn hefur miðað að því að efla sam- skipti borganna á sviði mennta-, menningar-, iðnaðar- og efnahags- máia auk þess að stuðla að gagn- beri á bjartsýni og kyrrð í myndun- um en áður. Hún haldi áfram lita- könnun sinni en reikni ekki með að henni endist aldur til að skoða alla liti og tóna því þeir séu óendan- lega niargir. kvæmum skilningi og vináttu íbú- anna. Með undirrituninni nú árétta borgarstjórarnir í Winnipeg og Reykjavík, fyrir hönd íbúa beggja borganna, einlægan vilja sinn og ásetning um að framfylgja hér eftir sem hingað til þeim markmiðum sem um er getið í áðurnefndum vinabæjasamningi. [h1 hekla hf. kynnir stórsýningu á notuðum bílum á landsbyggðinni. Tugir uppítökubíla til sýnis þessa helgi hjá eftirtöldum umboðsaðilum: Bílanesi Bflasölu . NJarðvík Selfoss s. 92-15944 s. 98-21655 Opið laugardag 10-18 og sunnudag 10-16 Góðir bílar á góðu verði, greiðslukjör við allra hæfi Gríptu gæsina meðan hún gefst! Þjóðleikhúsið sýnir Himneskt er að lifa: Níu leikarar með 300 ára sviðsreynslu Markús Örn Antonsson og William Norrie. Reykjavík - Winnipeg: Vinabæjasamning- ar undirritaðir I TILEFNI af heimsókn William Norrie, borgarsljóra í Winnipeg til Reykjavíkur í síðustu viku, undirrituðu hann og Markús Örn Antons- son, borgarstjóri, endurstaðfestingu á vinabæjasamningi borganna. Athöfnin fór fram 12. október sl. í Höfða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.