Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 nvrmu BORÐ-, PALL-, KRÓK-, TELJARA- OG GÓLFVOGIR Margar gerðir eða frá 15 kg. að 6000 kg. með mismunandi nákvæmni. Einnig fáanlegar vatnsvarðar (IP65) og með ryðfríum palli. Möguleikar á tengingu við tölvur og prentara. Viðgerðir á allflestum gerðum voga og breytum eldri gerðum voga í rafvogir. HAGSTÆTT VERÐ. LEITIÐ UPPLÝSINGA. OlAflJS OlSlASOí'l & CO. Mf. SUNDABORG 22 SÍMI 91-684800 VOGAÞJÓNUSTA SÍMI 91-686970 flYUNDAI N ALAPRE Hyundai Pinovia 930 9 nála prentari, 10” vals Prenthraði: 216 stafir i venjulegu letri 40 stafir i NLQ gæðaletri Prentar i báðar áttir í taxtaham Prentar grafik i aðra áttina Letur: ROMAN, COURIER. SANS-SERIF Hermir: EPSON FX-86E / IBM / PROPRINTER Prentun fyrir fjórrit Geymir samhangandi pappír þegar prentað er á einstök blöð Hentugur í nótuútskrift og gíróseðla VERD 19.- y t{Gl Z§ ^ A Jj n / & Aó J fj S /illlilíi | TÖLVUR » TÖ LVÍUHIK I R^■ FYLGIHLUTIR I Laugavegi 51 og Kringlunni © 62 47 70 Dómgreind og smekkvísi for- setans Breska dagblaðið The Independent segir í for- ystugrein nú á mánudag að það geti tæpast talist undrunarefni að kven- réttindahópar ýmsir hafi lýst yfir stuðningi við Anitu Hill, lögfræðipró- fessorinn, sem bar fram ásakanir þær, er fyrr voru raktar, á hendur Clarence Thomas. Marg- ir þeirra þingmanna, sem sitja í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, séu ekki annálaðir fyrir djúpa siðgæðisvitund og víðsýni. Blaðið telur einn- ig að annarleg sjónarmið hafi legið til grundvallar þeirri ákvörðun Banda- ríkjaforsejta að tilnefna Thomas. I greiniimi seg- ir: „Þegar George Bush tilnefndi Thomas i emb- ætti hæstaréttardómara kvaðst hann gera það ó þeim forsendum að harni væri „hæfastur allra” til að gegna þessu starfi. Þetta var rakalaus þvætt- ingur. Forseti repúblík- ana tilnefndi lögfræðing, sem naut engrar sér- stakrar virðingar, til að gegna mjög mikilvægu embætti, bæði i lagalegu og stjórnarskrárlegu til- liti, vegna þess að hami var í semi íhaldssamur og hörundsdökkur. For- setinn ákvað þetta til að skapa sem mestan usla í röðum demókrata í öld- ungadeildinni.” Segir síð- an í forystugreinúmi að Bush forseti hafi verið tilbúinn til að grafa und- an virðingu hæstaréttar með því að nýta sér svo viðkvæmt mál sem sam- skipti hörmidsdökkra og hvítra í pólitískum til- gangi. Þetta veki efa- semdir bæði um siðferði forsetans og pólitíska dómgreind lians. Deilt um dómgreind og siðgæði Mál dómarans þeldökka, Clarence Thomas, hefur vakið upp spurningar sem margar þykja snerta sjálfan grundvöll bandarískra stjórnmála og þjóðlífs. Öld- ungadeild Bandaríkjaþings samþykkti með naumum meirihluta að Thomas væri hæfurtil að gegna embætti dómara í hæstarétti 'Bandaríkjanna. Hins vegar töldu 48 af 100 þingmönnum ásakanir þær sem fram höfðu komið um afbrigði- legar hvatir Thomas á kynferðissviðinu, djúpstæða karlrembu hans og ranghug- myndir um eigið ágæti það alvarlegar að þeir lögðust gegn skipun hans. Mái þetta hefur þegar orðið til þess að kalla fram efasemdir um ágæti þess fyrirkomulags sem þróað hefur verið í Bandaríkjunum til að ganga úr skugga um siðferðisþrek, skoðanir og öldungis persónulegar hneigðir þeirra sem tilnefndir eru til hárra embætta. Sú ákvörðun George Bush for- seta að tilnefna Thomas þykir hápólitísk- ur gjörningur og líklegt er talið að mál þetta verði til þess að konur leiti leiða til að auka áhrif sín í bandarískum stjórn- málum. Aðdróttanir, flokkadrættír oglygar Breska dagblaðið The Daily Telegraph segir í forystugrein þann 10. þessa mánaðar að ekki sé ljóst hvort Thomas dómari hafi orðið fómar- lamb skipulegrar ófræg- ingai-herferðar en sagan sýni að ekki sé unnt að útiloka slíkt þar vestra. Að undanfömu hafi það viðhorf verið ríkjandi innan dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, sem lúti stjórn vinstri- demókrata, að nýta beri hvert það tækifæri sem gefist til að ófrægja íhaldsmenn þá sem for- setinn tilnefni. Því hafi það tæpast komið á óvart er Busli forseti ákvað að velja óþekktan dómara. Skoðanir Clarence Thomas séu bandarísk- um vinstri mönnum lítt að skapi en þar sem hann sé bæði hörundsdökkur og af fátækum Georgíu- búum kominn eigi þessi öfl i þinginu erfitt með að skora hugmyndafræði hans á hólm. Þess vegna hafi sú leið verið valin að ýja að meintum yfir- sjónum hans og göllum. Pólitísk áhrif kvenna Bandaiáska dagblaðið The New York Times nálgast mál þetta með öðmm hætti í forystu- grein 11. þessa mánaðar. Blaðið segir að það veki furðu að öldungadeildin hafi þá fyrst fallist á að kanna framkomnar ásak- anir á hendur Thomas dómara er konur hvað- anæva úr Bandarikjun- um tóku að mótmæla meðfcrð málsins. Síðan segir í greininni: „Nú hafa öldungadeildar- þingmennimir trúlega gert sér grein fyrir þeim pólitísku áhrifum sem konur geta haft, gremju þeirra og jafnvel orsök- um heimar.” Blaðið minnir á að mótmæli bandarískra kvenna hafi orðið til þess að dóms- málanefnd öldungadeild- arinnar frestaði at- kvæðagreiðslu um málið til að unnt reyndist að kanna nánar feril og hneigðir dómaraefnishis. Karlamir sem í dóms- málanefndinni sitja hafi I uppliafi ekki séð neina sérstaka ástæðu til að kanna fullyrðingar Anitu Hill um að hún hefði sætt „kynferðislegri áreitni” af hálfu Thomas áður en gengið yrði til atkvæða. En ef til vill megi vænta þess að öld- ungadeildarþingmönn- um sé nú betur ljóst en áður hversu mikið vægi mál sem þetta liafi í hug- um kvenna í Bandaríkj- unum. .: : . Kynntu þér reglulegan spamaö Opið í Kringlunni í dag á milli kl.10 og 16. Sigrún Ólafsdóttir ráðgjafí verður í Kringlunni í dag og veitir upplýsingar um ávöxtun spariíjár. Hægt er t.d. að leggja fé reglulega fyrir með því að fá heimsendan gíróseðil eða með boðgreiðslum á kreditkorti. Dæmi: Sá sem leggur fyrir 10.000 kr. á mánuði á 8,1 milljón eftir 25 ár m.v. 7% raunávöxtun. Verið velkomin! <n> VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.