Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 Ottast hrun í íslenskri grænmetisframleiðslu - segir formaður Sambands garðyrkjubænda KJARTAN Ólafsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segist óttast að verði ekki aukning í framleiðslu papriku hér á landi á næsta ári, þá hafi það í för með sér skort sem mætt verði með innflutningi, og það myndi leiða til verðsamanburðar við íslenska grænmetisframleiðslu. „Ég held að aidrei ríði meira á að grænmet- isframleiðendur standi saman en einmitt á næsta ári, en að öðrum kosti óttast ég að algjört hrun geti orðið í þessari grein, sem endaði með stjórnlausri afsetningu afurðanna og stjórnleysi varð- andi innflutning,” sagði hann. Þetta kom fram á haustfundi Sam- bands garðyrkjubænda sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Kjartan vék að þeirri óvissu sem garðyrkjubændur hefðu búið við varðandi samningaviðræður um Evrópskt efnahagssvæði, en í ljós hefði komið að allan síðastliðinn vetur hefði garðyrkjan verið notuð sem skiptimynt milli Evrópubanda- lagsins og EFTA í samningaviðræð- unum, og á þessari stundu væri garðyrkjubændum ekki ljóst hver staða þeirra mála væri. Hann sagði að sú staðreynd ætti að vera öllum ljós að flestar afurðir garðyrkjunnar hér á landi væru á hærra verði en hliðstæðar vörur á mörkuðum í Evrópu, en hafa yrði í huga að hér á landi hefði garðyrkj- an ekki notið neinnar opinberrar fyrirgreiðslu. Greinin hefði þó notið innflutningsvemdar, sem út af fyrir sig hefði þó ekki aukið samkeppnís- hæfni garðyrkjubænda eins og kannski hefði verið æskilegt fyrir neytendur, og heldur ekki verið hvati til þess að stjómvöld sköpuðu þessari starfsgrein sambærileg starfsskilyrði og væru hjá sam: keppnisaðilum okkar í Evrópu. „í mínum huga er komið að þeim tíma- punkti nú að stjómvöld verði að gera það upp við sig hvort garðyrkj- an er á setjandi fyrir þjóðfélagið,” sagði hann. Kjartan sagði að þeim sem þekktu til garðyrkjunnar ætti að vera fullljóst að betur væri hægt að gera hvað varðar afurðaverð ís- lenskra garðyrkjubænda. Nefndi hann í því sambandi endurgreiðslu gamla söluskattsins sem væri í öll- um fjárfestingum garðyrkjunnar, niðurfellingu tolla og aðflutnings- gjalda af rekstrarvörum, og að komið yrði á eðlilegum raforkutöxt- um til búgreinarinnar. Þá væri einn- ig nauðsynlegt að lækka milliliða- kostnaðinn, sem í mörgum tilfellum væri of hár. VEÐUR í DAG kl. 12.00 Hejmikl: Veöurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 19. OKTOBER YFIRLIT: Yfir íslandi og hafinu sunnan og vestan af landinu er 1036 mb hæð sem mjakast suðaustur. Um 700 km suðsuðaustur af Hvarfi er heldur vaxandi 1010 mb lægð sem mun hreyfast aust- norðaustur. SPÁ Vestlæg eða suðvestlæg átt, víðast gola eða kaldi en stinnings- kaldi á stöku stað norðvestantil á landinu. Skýjað á Suðvestur- og Vesturlandi og smáskúrir eða súld öðru hverju. Bjart veður að mestu á Norður-, Austur- og Suðausturlandi. Smám saman hlýnar í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Vestlæg eða suðvestlæg átt og hlýnandi veður. Súld eða rigning öðru hverju sunnanlands og vestan en þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Haifskyjað Skýjað Alskyjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / ■# ■* * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V El ~ Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —[- Skafrenningur Þrumuveður %'n / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 0 léttskýjað Reykjavík 2 Orkoma í grennd Bergen 8 skýjað Helsinki 10 skýjað Kaupmannahöfn 11 skúr Narssarssuaq 8 skýjað Nuuk 5 skýjað Osló 10 skýjað Stokkhólmur 9 skýjað Þórshöfn 4 skýjað Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 10 skúr Barcelona 21 léttskýjað Berlfn 11 skýjað Chicago 10 léttskýjað Feneyjar 17 þokumóða Frankfurt 9 skýjað Glasgow 8 skýjað Hamborg 10 skúr London 9 alskýjað Los Angeles 16 þokumóða Lúxemborg 6 súld Madríd 15 mistur Malaga 24 léttskýjað Mallorca 22 skýjað Montreal 6 skýjað NewYork vantar Orlando vantar Paris 11 skýjað Madeira 22 léttskýjað Róm 21 skýjað Vfn 12 skýjað Washington 7 léttskýjað Winnipeg +5 alskýjað Morgunblaðið/Sverrir Borgarsijóri í kynnisferð Markús Öm Antonsson borgarstjóri hefur að undanfömu haldið fundi með íbúasamtökum í hverfum borgarinnar og kynnt sér þau málefni, sem efst eru á baugi á hveijum stað. Í Grafarvogshverfí var farið í vettvangskönnun áður en komið var við í Fjörgyn, félagsmiðstöð ungl- inga í hverfínu en þar skemmtu stúlkurnar sér við að saga út í tré. Umhverfismálaráðherra um kæru Náttúruverndarráðs: Oviðunandi að skálar séu reistir hvar sem er EIÐUR Guðnason umhverfismálaráðherra, segir að enginn geti unað því að skálar séu reistir á hálendinu, nánast hvar sem er en Náttúruverndarráð hefur sent ráðuneytinu kæru vegna fjalla- skála sem reistir hafa verið í óleyfí við Tjaldafell norðan við Skjaldbreið. Eiður sagði, að fyrstu drög að löggjöf um skipulags og bygginga- mál á hálendinu lægju fyrir í ráðu- neytinu og að stefnt væri að því að Alþingi fengi hana fljótlega til meðferðar. „Ég gerði byggingar á hálendi að sérstöku umtalsefni á ferðamálaráðstefnunni sem nýlega var haldin,” sagði Eiður. „Þetta sýnir nauðsyn þess að á þessum málum verði tekið. Það getur eng- inn unað því að svona skálar séu reistir hvar sem mönnum dettur í hug svo nauðsynlegir sem þeir kunna ef til vill að vera ferðafólki á sumum stöðum í einstaka tilvik- um. Þetta sjá allir og á ekki að þurfa að hafa um það mörg orð. Það verður að ná utan um þetta því við viljum auðvitað hafa stjórn á-þessum málum og við tökum svona mál mjög alvarlega hér.” Möguleikar á lesta- eða sporvagnasam- göngnm kannaðir BORGARSTJÓRN samþykkti samhljóða á fundi sínum í fyrrakvöld að fela embætti borgarverkfræðings að kanna möguleika á því að koma á lesta- eða sporvagnasamgöngum í Reykjavík eða á öllu höfuð- borgarsvæðinu. Stefnt er að því að niðurstöður liggi fyrir innan þriggja ára. Fyrirhugað er að gera frumat- hugun til að kanna hvaða mögu- leikar komi helst til álita svo og grófa áætlun um stofn- og rekstr- arkostnað fyrir álitlegustu kost- anna. Ennfremur verður gert mat á því, hve mikið muni sparast með minni notkun einkabíla, sem þetta fyrirkomulag myndi hafa í för með sér. Að frumathuguninni lokinni verður tekin ákvörðun um, hvort ástæða sé til að halda málinu áfram með því að gera nákvæm- ari könnun eða taka frá svæði og gera aðrar ráðstafanir í skipulagi til ,áð halda opnum möguleikum á desta- eða sporvagnasamgöngum. Jafnframt verður kannað hvort byggðasamlag um almennings- vagnaþjónustu, önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, fyrirtæki þeirra eða einkafyrirtæki sýni því áhuga að taka þátt í könnuninni. Stefnt er að því að niðurstöður liggi fyrir áður en næstu endur- skoðun aðalskipulags Reykjavíkur lýkur árið 1994. Fyrir fundi borgarstjómar í fyrrakvöld lá tillaga frá borgarfull- trúum minnihlutans um_ að. kann- aðir yrðu möguleikar á að koma á lesta- eða sporvagnasamgöngum í Reykjavík. Borgarstjórnarflokk- ur Sjálfstæðisflokks bar fram breytingatillögu þar sem auk þess var kveðið á um að gerð yrði fru- mathugun áður en frekari ákvarð- anir varðandi málið yrðu teknar. Svo breytt var tillagan samþykkt samhljóða á fundinum. ------♦ ♦ ♦--- Byggingavísitala: 2,2% hækkun á 3 mánuðum Byggingavísitalan hefur hækkað um 0,5% síðustu þrjá mánuði, sem samsvarar 2,2% verðbólgu á heilu ári. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hins veg- ar liækkað um 8,1%. Byggingarvísitalan, sem Iíag- stofan hefur reiknað fyrir október, reyndist vera 187,3 stig eða 0,2% hærri en í september. Þessi vísitala gildir fyrir nóvember 1991. Sam- svarandi vísitala miðuð við eldri grunn er 599 stig_____

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.