Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 12 Alls staðar annars stað- ar — en ekki í Reykjavík eftir Guðrúnu Agústsdóttur ' í Reykjavík er einkabílum að fjölga. I Reykjavík er dregið úr al- mannasamgöngum. í Reykjavík er varið milljörðum króna árlegaí þjónustu við einkabíl-. inn. I Reykjavík má ekki einu sinni kanna hvort almenningssamgöngur eru heppilegar né nýjar leiðir í umferðarmálum. Alls staðar annars staðar er unn- ið að því að auka almenningssam- göngur. Alls staðar annars staðar skilja menn samhengi umferðarstefnu og umhverfisverndar. í Bretlandi hafa. íhaidsmenn séð að einkavæðing strætisvagna skilar ekki árangri. Það sem hér fer á eftir er niður- staðan af grein minni sem skrifuð er eftir tillöguflutning í borgar- stjórn þar sem meirihlutinn sýndi sem fyrr skilningsleysi og hroka gagnvart nútímalegum sjónarmið- um_í umferðarmálum. Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti ég tillögu um að láta taka saman þær upplýsingar sem fyrir liggja og gera víðtæka úttekt á þróun umferðar í borginni sl. 15 ár í samvinnu við þá sem þessi mál snerta. Á grundvelli þeirrar niður- stöðu sem könnunin birti yrði svo hannað nýtt umferðarkerfi fyrir borgina. Tillaga um að kanna f tillögunni var gert ráð fyrir því að eftirfarandi atriði yrðu könnuð: 1. Beinn kostnaður borgar og ríkis við aukna umferð í borginni. 2. Kostnaður almennings vegna aukinnar umferðar, það er kostnað- ur við viðgerðir, innkaup, trygging- ar o.s.frv. 3. Kostnaður tryggingafélaga á sama tíma, þar sem tilgreint verði m.a. hvernig tjón hafa orðið bæði á fólki og munum, þar með taldar bifreiðar. 4. Slysatíðni í umferð sérstak- lega ár fyrir ár á þessum tíma eft- ir því hvort um er að ræða dauða- slys eða önnur slys. í öðru lagi var lagt til að gerð yrði samanburðarathugun á notkun -einkábíla annars vegar og almenn- ingssamgöngum hins vegar. Þar yfði gerður samanburður á um- hverfisforsendum ogfjárhagslegum forsendum saman og í senn. Metinn yrði kostnaður fyrir borg og aðra opinbera aðila annars vegar og fyr- ir almenning hins vegar; bæði beinn og óbeinn kostnaður. Á grundvelli þessarar samanburðarathugunar yrði svo tekin ákvörðun um nýtt umferðarskipulag fyrir Reykjavík, en lagt var til að könnun þessari yrði lokið fyrir árslok 1992. í þriðja lagi var lagt til að unnið yrði að sérstökum þróunarverkefn- um á vegum Strætisvagna Reykja- víkur í því skyni að auðvelda könn- un þá sem um getur í tillögunum tveimur. Þannig yrði gerð tilraun með mismunandi ferðatíðni vagna í takmörkuðum hlutum borgarinnar og vetraráætlun sl. árs tekin upp og gildi frá 1. nóvember. Hroki og vanþekking Á borgarstjórnarfundinum 3. okt. sl. tók formaður Umferðar- nefndar Reykjavíkurborgar, Har- aldur Blöndal, að sér að svara tillög- unni fyrir hönd sjálfstæðismeiri- hlutans. Það gerði hann með stuttri ræðu og svofelldri bókun: „Sú tillaga er hér er til umræðu er dæmigerð sýndartillaga. í 1. kafla tillögunnar er lagt til í fyrsta og öðrum tl. að safnað verði saman sagnfræðilegum upplýsingum, sem m.a. fást í Árbókum Reykjavíkur. I þriðja og fjórða tl. er síðan óskað rannsókna á slysatíðni í umferð og hlutfalli slysa og munatjóna. Verið er að vinna þessa rannsókn fyrir Umferðarnefnd Reykjavíkur og má vænta niðurstöðu í nóvember nk. I. kpfli tillögunnar er því óþarfur og er vísað frá. í II. kafla tillögunn- ar er lagt til, að láta gera saman- burðarathugun á „notkun einkabíla og almenningssamgangna”, svo að notað sé orðalag tillögunnar. Slík athugun er eðlilegur hluti af vinnu við skipulag borgarinnar, enda hluti af skipulagsforsendum. Er einlægt unnið að slíkum athugunum eftir því sem tilefni gefst. II. kafli tillög- unnar er því óþarfur og er vísað frá.” Þessi frávísunartillaga formanns Umferðarnefndar Reykjavíkur kom mjög á óvart, þótt fulltrúar minni- hlutans séu orðnir ýmsu vanir. Hún lýsir í fyrsta lagi ótrúlegum hroka og yfirgangi og í öðru lagi og það sem verra er mikilli vanþekkingu. Hvergi er til ítarlegur samanburður á notkun einkabfla og almennings- samgöngum þar sem umhverfisfor- sendur og fjárhagslegar forsendur eru teknar með. Og hvergi eru til útreikningar á því hvað umferð einkabíla kostar borg, aðra opin- bera aðila og almenning og hvað myndi sparast ef tiltekinn hluti þeirra sem nú ferðast með einkabíl- um ferðaðist með almenningsvögn- um. Það er hins vegar ljóst að borg- arstjórnarmeirihlutinn vill alls ekki láta kanna þá hluti sem hér er minnst á, þar sem stefna hans er að ekki skuli á neinn hátt reyna að stjórna umferðarskipulagi borg- arinnar þannig að hluti ferða flytj- ist af einkabíl yfir á almennings- samgöngur. Dæmi um kannanir erlendis Slíkar kannanir hafa verið gerðar víða erlendis, t.d. í Þýskalandi. Þar kom fram að ef einkabílaumferð minnkar um 20% í borg með 100 þús. íbúa, þá minnkar það svæði sem fer undir götur, bílastæði o.s.frv. um 20,5%, eldsneytisnotkun minnkar um 34,7% og loftmengun minnkar um 36,1%. Þetta þýðir að fimmtungi færri yrðu fluttir með einkabílum en þeir væru í staðinn fluttir á milli staða með almenn- ingsvögnum eða á hjólum. í Berlín (vestur) hefur verið gerð- ur samanburður á kostnaði við al- menningssamgöngur og einkabíla, þar sem allt er tekið með, líka umhverfisþátturinn. Niðurstaða er sú að árlegur kostnaður við einka- bflinn er 5.020 milljónir þýskra marka sem varið er til að komast á milli staða í Vestur-Berlín; sam- tals því um 6.500 milljónir marka en markið er nú skráð á 35 ísl. kr. hvert mark. í könnun sem þar hef- ur verið gerð kemur fram að kostn- aður við að flytja hvern einstakling í einkabíl er 75% hærri í einkabíl en með almenningsvögnum. Engin samanburðarkönnun af því tagi sem hér um ræðir hefur verið gerð í Reykjavík og meirihluti Sjálfstæðisflokksins neitar því að láta könnun fara fram! Þriðja hluta tillögunnar var einn- ig vísað frá, m.a. með þeim rökum að hér væri um dæmigerða sýndar- tillögur að ræða. Búið væri að prenta nýja leiðabók fyrir SVR og fráleitt væri að gera tilraun með mismunandi ferðatíðni vagna í tak- mörkuðum hlutum borgarinnar til að auðvelda þá könnun sem beðið var um. Viljum við þessa framtíðarsýn: 120.000 einkabíla árið 2010 En af hverju var þessi tillaga í þremur liðum flutt? í Reykjavík eru fleiri einkabílar á íbúa en víðast hvar annars staðar — í heiminum! Frá árinu 1985 fjölgaði þeim úr 433 á hveija 1.000 íbúa í 500 árið 1990 eða um 15 af hundraði. I nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur sem á að fara að afgreiða núna blasir við þessi hryllingsmynd: „Gert er ráð fyrir því að á árinu 2010 verði bílaeign á höfuðborgar- svæðinu orðin 600 fólksbílar á hveija þúsund íbúa. Áætluð er 50% hækkun á orkuverði. Reiknað er með 195 þúsund íbúum á höfuð- borgarsvæðinu árið 2019, en það er um 41% aukning frá 1990.” Þetta er sú framtíðarsýn sem við okkur blasir og hefði mátt ætla að í aðalskipulagi væri bent á leiðir til að minnka augljós neikvæð áhrif aukinnar einkabílanotkunar. En ekkert slíkt er þar að finna, því miður. Mengun yfir viðmiðunarmörkum Fyrir nokkrum árum var keyptur til borgarinnar bíll til mengunar- mælinga. Hann hefur verið notaður til að mæla mengun í Fossvogi og Safamýri, og þar hefur mengun ekki mælst yfir viðmiðunarmörkum. Nú í september var hins vegar ver- ið að mæla loftmengun á Mikla- torgi og þar hefur komið í ljós að mengun mælist yfir viðmiðunar- mörkum. Á næstunni á svo að mæla mengun við Hlemm, Lauga- veginn og Lækjartorg. Ibúum Reykjavíkur þarf ekki að koma á óvart að mengun er yfir viðmiðun- armörkum, þar sem hún bæði sést og finnst mismikið þó eftir stöðum og veðurfari. Fullyrt er að koldíoxíðútblástur úr bílum sé helsti loftmengunar- þáttur borga og er talinn ríkur þátt- ur í gróðurhúsaáhrifum. Helstu sjúkdómar af völdum loftmengunar frá bílum er astmi, bronkítis og heilablóðfall. Hávaði frá bílum er talinn valda ýmsum streitusjúkdóm- um. Farþegi í einkabíl a.m.k. fimm sinnum dýrari Sjálfstæðismeirihlutinn telur að borgin veiji allt of miklu fé til Strætisvagna Reykjavíkur og hefur þess vegna fækkað ferðum á helstu leiðum verulega. Kostnaður borgar- innar í ár skv. Ijárhagsáætlun í rekstur vagnanna er kr. 352 millj- ónir. Hér er auðvitað um mjög háa upphæð að ræða og mikinn kostnað en ekki ef miðað er við beinan kostnað af völdum óheftrar einka- bflanotkunar. Sem dæmi má nefna að skv. ársreikningi fyrir árið 1990 greiðir borgin úr sjóðum sínum eitt þúsund og 800 milljónir í nýbygg- ingu og viðhald gatna og holræsa. Hér er því um að ræða ríflega fimm sinnum hærri upphæð en varið er til strætisvagna Reykjavíkur. Þeir skattborgarar sem aka með einka- bílum eru með öðrum orðum fímm sinnum dýrari en þeir skattborgarar sem ferðast með einkabílum. Þá er ekki talinn með kostnaður við bíla- geymsluhús sem nemur áreiðanlega milljörðum króna auk margvíslegs kostnaðar af öðru tagi. Farþegar Strætisvagna Reykjavíkur greiða því margfalt meira fé með einka- bílanotendum en öfugt. Eins má nefna til að lesendur átti sig á þeim stærðum sem kosta verður til að halda uppi einkabílism- anum, að nú á að byggja brú yfir Grafarvoginn sem mun kosta 3 milljarða kr. samkvæmt kostnað- aráætlun. Þarna er einungis nefnt eitt nýtt umferðarmannvirki. Hvað gera aðrar þjóðir? í Ósló er verið að leggja mikinn hringveg neðanjarðar og var ákveð- ið að leggja skatt á notendur einka- bíia til að aðstoða við fjármögnun mannvirkisins. Ákveðið var að láta 20% af þessum tekjum renna til almenningssamgangna og gerir það Guðrún Ágústsdóttir „Þetta er sú framtíðar- sýn sem við okkur blas- ir og hefði mátt ætla að í aðalskipulagi væri bent á leiðir til að minnka augljós nei- kvæð áhrif aukinnar einkabílanotkunar. En ekkert slíkt er þar að finna, því miður.” á þessu ári um 700—800 milljónir ísl._ kr. í Bergen er verið að gera svipaða hluti. í Stokkhólmi er unnið markvisst að því að minnka einkabílaakstur, sérstaklega í miðborginni. Talað er um að skipta borginni upp í reiti og láta greiða fyrir að fara á einka- bíl inn á svæðið, hækkandi gjald eftir því sem nær dregur miðborg- inni. Allur ágóði af þessum skatti á að renna til uppbyggingar al- menningssamgangna. Svipuð markmið eru á dagskrá í Gauta- borg. í Rotterdam og Haag er unnið eftir áætlun um að tvöfalda almenn- ingssamgöngur fyrir árið 2010. í Grönningen hefur gatnakerfinu verið breytt þannig að þar komast eingöngu strætisvagnar og hjól að miðborginni. I Róm og Flórens er einkabílaum- ferð bönnuð í miðborginni frá kl. 7.30 til 19.30. I Múnchen á að tvöfalda lengd lestarteina fyrir árið 2000. I Berlín eru uppi stórfelldar áætl- anir í almenningssamgöngum. Hið sama má segja um París, Belgrad, Newcastle og í London er unnið að lestartengslum milli Heathrow- flugvallar og miðborgar. (Heimild: Urban Transport 1990.) Bandaríkjamenn eru tilbúnir til að greiða aukaskatta í sínum heimahéruðum til að hjálpa til við að leysa umferðarvandamál. í skoð- anakönnun sem gerð var í Kalifor- níu í fyrrasumar kom í ljós að fólk var tilbúið til að greiða 5 sentum meira á bensínlítrann til að bæta m.a. lestarkerfið. Hið sama er að gerast í mörgum öðrum borgum og fylkjum Bandaríkjanna. Og þar er víða verið að bæta almenningssam- göngur verulega. Má þar nefna Washington DC, Chicago, San Di- ego, Dallas, San Francisco, Seattle, Los Angeles og Atlanta. I Kanada er víða verið að byggja upp öflugar lestar- og strætisvagnaferðir og standa Kanadamenn mjög framar- lega í þessum efnum. Hingað til lands kom sérfræðing- uf sem er að kanna bæjarskipulag og orkunotkun í umferð í 22 bæjum á Norðurlöndum. Hann sagði frá því á fundi að tvær borgir í Kanada hefðu valið ólíkar leiðir í umferðar- málum: I Detroit er minna en 1% ferða um borgina með almenningsfarar- tækjum en í Toronto er hlutfallið yfír 70%. Afleiðingin er sú, að hans mati, að Detroit er dauð borg en Toronto er lifandi borg. Hér á Reykjavík eru 6—7% ferða með almenningsfarartækjum. Alls staðar nema í Reykjavík. AIls staðar virðist það vera höf- uðmarkmið í umferðarskipulagi, sérstaklega í miðborgum, að fækka ferðum einkabíla — nema hér. Bíla- geymsluhús eru höfð fá í miðborg- um og alls ekki reynt að fullnægja þar þörf fyrir bílastæði í miðborg- inni sjálfri og ferðum strætisvagna er fækkað. í blaðinu European er mikil grein um umferðarmál í borgum Evrópu og þar kemur fram. sú skoðun að útvíkkun á gatnakerfi sé ekki svar- ið til lausnar umferðarvandamála — slíkt kalli á enn meiri umferð — ef eitthvað væri ætti að þrengja göt- ur. Það þætti undarleg latína í Reykjavík! í þessari sömu grein segir einnig að bílar hafí lýst yfír stríði á hendur jarðarinnar og það sé stríð sem mannkynið megi ekki láta þá vinna. Reykjavíkurborg, þ.e.a.s. meiri- hluti sjálfstæðismanna, verður að endurskoða stefnu sína í umferðar- málum. Tillaga mín var flutt til þess að við fengjum upplýsingar til að byggja framtíðarskipulag á. Ef í ljós hefði komið að það væri þjóð- hagslega hagkvæmt að stuðla að því að mun fleiri ferðuðust með almenningsfarartækjum einhvers konar, þá hefði verið hægt að fá til liðs við okkur bæði nágranna- sveitarfélögin og e.t.v. ríkisvaldið, sem enn tekur verulega skatta af Strætisvögnum Reykjavíkur. í þessari umræðu má heldur aldr- ei gleyma því að um þriðjungur borgarbúa hefur enga aðra ferða- möguleika en strætisvagna. En það eru aðallega börn og eldra fólk. Minnihlutinn í borgarstjórn flutti tillögu við fjárhagsáætlun fyrir árið 1990 um að leita nýrra leiða í al- menningssamgöngum í borginni. Var þar m.a. minnst á einteinunga sem verið er að gera tilraunir með víða um heim. I þessu sambandi var bent á að í mörgum borgum voru sporvagnar lagðir niður, en verið er að koma þeim á aftur. Þessari tillögu okkar var líka vísað frá. Nú liggur fyrir borgarstjórn önn- ur tillaga um svipað mál. Það verð- ur spennandi að fylgjast með afdrif- um hennar. I umræðu um tillögu mína í borg- arstjórn 3. október sl. skýrði borg- arstjórinn í Reykjavík frá því að verið væri að skipa starfshóp um útboð á akstri Strætisvagna Reykjavíkur. Stórhugur borgar- stjórnarmeirihlutans í almennings- samgangnamálum virtist þannig í því að fækka ferðum SVR og stefna að einkavæðingu þeirra. Engar aðr- ar kannanir má gera, ekki má leita nýrra leiða, — afturhaldssjónarmið ráða því miður ferð. Og skammsýni. Breskur íhaldsmaður harmar einkavæðingu í þessu sambandi er fróðlegt að * 1 lesa viðtal við breskan íhaldsmann, Douglas Smith, en það birtist í Morgunblaðinu 8. október sl. Látum hann hafa síðasta orðið í þessari grein: „Alls staðar í ríkjum Evrópu- bandalagsins verða stjórnvöld að styrkja almenningssamgöngur með fé eigi þær að vera viðunandi. Rök- semd þeirra er að hægt sé að flytja fólk og varning hratt og örugglega milli staða sé eðlilegt að styrkja þessa starfsemi. Allir hagnist á því þegar upp sé staðið að vegakerfíð sé ekki ofnotað. Börn, gamalt fólk og fátækir geta ekki ekið um í eig- in bílum. Við höfum einkavætt sam- göngurnar og uppskerum nú sífellt færri strætisvagnaferðir, hækkandi farmiðaverð... Ég varaði við einkavæðingu í samgöngumálunum en árangurslaust. Nú er ég smeyk- ur um að sumir kjósendur eigi eftir að launa okkur lambið gráa. Fjöldi gamals fólks úti á landsbyggðinni sem kosið hefur íhaldsflokkinn, er mjög háður strætisvagna- og rútu- ferðum. Þessir kjósendur fínna sárt fyrir lélegri þjónustu einkafyrir- tækjanna.” llöfundur er varaborgarfulltrúi Alþýðubandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.