Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 BOÐAÐ TIL RAÐSTEFNU UM FRIÐ I MIÐAUSTURLÖNDUM Sovétríkin o g Isra- el taka upp stjóm- málasamband á ný Moskvu. Reuter. SOVETMENN hafa ákveðið að taka upp stjórnmálasamband við Israel eftir 24 ára hlé. Talið er að þetta sé einkum gert til að tryggja að Sovétríkin verði ekki utanveltu í friðarviðleitninni í Miðausturlöndum sem nú er komin á mikinn skrið. samband við ísrael tryggja áhrif sín á hugsanlega friðargjörð. Háttsettur vestrænn stjórnarer- indreki í Moskvu sagði í gær að ólíklegt væri að Sovétmenn myndu fá mikla efnahagsaðstoð frá Israel í kjölfar þessarar ákvörðunar. Hins vegar gætu þeir veitt tækni- lega ráðgjöf. Maslov vakti athygli á því að Israelar hefðu þegar tek- ið upp samstarf við Sovétlýðveldið Uzbekístan þar sem þeir aðstoða við bómullarrækt. Einnig væri hugsanlegt að sovéskir gyðingar sem flust hafa til ísrael sneru tímabundið aftur til að aðstoða við uppbyggingu í Sovétríkjunum. Undanfarin tvö ár hafa 325.000 gyðingar flust frá Sovétríkjunum til ísraels. Talið er að um miðjan þennan áratug verði fjórði hver Israeli af sovéskum uppruna. Þeg- Sjálfstjórn Palestínumanna á hemumdu svæðunum innan árs Bandarískur embættismaður segir enn hættu á að friðarviðleitnin fari út um þúfur Reuter Utanríkisráðherrar Sovétríly'anna og ísraels, Borís Pankín (t.v.) og David Levy (t.h.) lyfta glösum í til- efni af stjórnmálasambandi ríkjanna sem komið hefur verið á eftir 24 ára hlé. Alexej Maslov, háttsettur emb- ættismaður í Miðausturlandadeild sovéska utanríkisráðuneytisins, segir að þetta skref sé nauðsyn- legt til að friðarráðstefnan um Miðausturlönd, sem haldin verður í Madrid um mánaðamótin, beri árangur. Einnig vilji Sovétríkin með því að taka upp stjórnmála- Jerúsalem. Reuter. EITT helsta markmið samningaviðræðna araba og ísraela sem hefjast í Madrid 30. október næstkomandi verður að koma innan árs á fót timabundinni sjálfstjórn Palestínumanna á hernumdu svæðunum. Kom þetta fram í máli háttsetts bandarísks embættis- manns í Jerúsalem í gær er hann skýrði fréttamönnum frá markmið- um friðarráðstefnunnar í Madrid og þeirra viðræðna sem sigla í kjölfarið. Hann vildi ekki láta nafns síns getið en sagði að þótt send hefðu verið út formleg boð á ráðstefnfæri út um þúfur. T.d. ætti ísraelska ríkisstjórnin eftir að fjalla um málið. Embættismaðurinn sagði að sem nú færu í hönd. markmiðið um sjálfstjórn væri i boðsbréfínu sem Bandaríkin og Sovétríkin hefðu sent í gær til ara- baríkja, ísraels og Palestínumanna. Palestínumenn hefðu farið fram á þetta og ísrealar hefðu loks látið undan þrýstingi og fallist á að þetta yrði opinbert markmið viðræðnanna Ehnfremur segir í boðsbréfínu að samningaviðræður um framtíð Vesturbakkans og Gazasvæðisins hefjist á þriðja ári millibilsskeiðs sem standa mun í fimm ár. Þar segir einnig að markmið ráðstefn+ unnar sé „raunverulegur friður, EFTIRMENNTUN BÍLGREINA NÁMSKEIÐ Plaslviðgerðir - plastsuða - líming á stáli Á námskeiðinu er kennd greining plastefna og viðgerðar- möguleikar hinna ýmsu plastgerða. Kenndar límingar og límsamskeytun, ásamt vali límefna. Kennd suða með heitu lofti, ásamt vinnslu suðusamskeyta. Formun mjúkra plastgerða með heitu lofti. Ennfremur er kennd líming á stáli og efnisnotkun því fylgjandi, gerðir límsamskeyta og styrking þeirra. Kennd meðferð og notkun efna sem nota þarf við grein- ingu, límingu og um þau fjallað útfrá öryggissjónarmiði og heilsufari. Námskeiðið er ætlað bifreiðasmiðum, bílamálurum og bifvélavirkjum, sem starfa að viðgerðum á yfirbyggingum bifreiða. Lengd námskeiðs: 20 tímar Námskeiðið hefst fimmtudaginn 31. okt. nk. kl. 10-18, föstudag 1. nóv. 10-18 og laugardag 2. nóv. kl. 9-16. ÞÁTTTAKA TILKYNNIST í SÍMA 813011 FYRIR 29. OKTÓBER NK. ÞÁ TTTÖKUGJALD ER KR. 6.500,- sannur friður og sættir”. ísraelar höfðu krafíst þess að þar segði að stefnt skyldi að friðarsamningum milli þeirra og arabaríkja. Því hefði verið hafnað. Stefnt er að því að friðarráðstefn- an í Madrid standi í þijá daga og að þátttakendur verði utanríkisráð- herrar þeirra ríkja sem hlut eiga að máli. George Bush Bandaríkja- forseti og Míkhaíl Gorbatsjov Sovét- forseti munu setja ráðstefnuna. Bandaríkin hafa óskað þess að hún verði haldin fyrir opnum tjöldum en það hefur ekki verið ákveðið. Hver sendinefnd mun flytja fram- söguræðu þar á meðal Palestínu- menn sem eiga sæti í jórdönsku sendinefndinni. Gert er ráð fyrir að tvíhliða við- ræður embættismanna hefjist innan fjögurra daga eftir að ráðstefnunni lýkur. Ekki hefur verið ákveðið hvar þær fari fram né hver verður dagskrá þeirra. Ekki er heldur Ijóst hvort Bandaríkjamenn taka þátt í viðræðunum en þeir eru reiðubúnir til þess verði óskað eftir því. Embættismaðurinn sagði að enn væri hætta á því að friðarviðleitnin færi út um þúfur. í fyrsta lagi væri ekki fullkomlega ljóst hvaða afstöðu ísraelska ríkisstjómin tæki en líklegt væri að hún ákvæði að samþykkja hugmyndina. í öðru lagi væri palestínska sendninefndin ekki fullskipuð. James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hefði fengið lista í hendur með nöfnum manna sem uppfylla skilyrði ísraela en enn væru sæti laus. I þriðja lagi væri hugsanlegt að Palestínumenn- irnir gæfu út yfírlýsingar um tengsl sín við Frelsissamtök Palestínu (PLO) sem gætu farið fyrir brjóstið á ísraelum. Loks væri hætta á að PLO myndi reyna að spilla friðar- viðleitninni með yfírlýsingum. ar eru matvæli seld með rússnesk- um áletrunum og auglýsingar og sjónvarpsefni þar er iðulega með rússneskum texta. Sovétríkin slitu stjórnmálasam- bandi við ísrael árið 1967 á meðan sex daga stríðið stóð. Þá studdu þeir arabaríki með fé og vopnum. Óll austantjaldsríkin utan Rúmen- ía slitu einnig stjórnmálasambandi við Israel. Þessi ríki hafa nú öll endumýjað tengslin. AnnáJsbrot sáttaumleit- ana í Miðausturlöndum JerúsaJem. Reuter. í MEIRA en 40 ár og þrátt fyr- ir sex styrjaldir hefur stöðugt verið leitað lausna á deilumál- um ísraela og arabískra ná- granna þeirra. Hér á eftir verð- ur stiklað á stóru i þessum til- raunum: ■ I nóvember 1947 samþykkti allsheijarþing Sameinuðu þjóð- anna áætlun um skiptingu lands- ins milli gyðinga og araba og skyldi Jerúsalem lúta alþjóðlegri stjórn. Gyðingar voru mishrifnir af henni en Palestínumenn og ara- baríkin vísuðu henni á bug. Þegar umboði Breta til að fara með stjóm landsins lauk 15. maí 1948 lýstu gyðingar. yfir stofnun Ísraelsríkis en arabaríkin svöruðu með innrás. ■ Þegar ísraelar höfðu unnið sig- ur á Jórdönum, Sýrlendingum og Egyptum í stríðinu 1967 sam- þykkti öryggisráð SÞ ályktun númer 242 þar sem skorað var á Israela að fara af hemumdu svæð- unum og öll ríkin voru hvött til að halda friðinn. Að ályktuninni hefur ekki verið farið en hún er grundvöllur þeirra tilrauna, sem nú eiga sér stað. ■ 21. desember 1973. Að lokinni styrjöld ísraela og araba þetta ár gengust Bandaríkjamenn og Sovétmenn fyrir friðarráðstefnu í Genf undir umsjón SÞ. Egyptar og Jórdaníumenn mættu með þeim fyrirvara, að þeir þyrftu ekki að ræða beint við ísraela, en Sýrlend- ingar sátu heima. ísraelar settu það skilyrði, að fyrst fengju þeir upplýsingar um hermenn, sem saknað væri, en til fyrsta fundar- ins var engum Palestínumanni boðið. Þegar til kom neituðu ara- bar að sitja með ísarelum við hringborð og var borðið þá haft sexstrent og ein hliðin auð, þar sem Sýrlendingar hefðu átt að ' vera. Ráðstefnan var loks sett við hátíðlega athöfn en frestað að því búnu fram yfir þingkosningar í ísraelar. Kom hún aldrei saman aftur. ■ 1974 náðu ísraelar samning- um við Egypta og Sýrlendinga um viðbúnað herjanna við vopna- hléslínuna og drógu einnig her sinn frá nokkrum svæðum. ■ í september 1977 kom Anwar heitinn Sadat, forseti Egypta- Jands, til ísraels og var heimsókn- in undanfari fyrstu friðarsamn- inga milli ísraels og arabaríkis. I 26. mars 1979 undirrituðu Sadat, Menachem Begin, forsætis- ráðherra ísraels, og Jimmy Cart- er, forseti Bandaríkjanna, friðar- samning milli ísraela og Egypta, Camp David-samninginn svokall- aða. Var þar meðal annars kveðið á um sjálfstjórn Palestínumanna þótt ykkert hafí orðið af henni enn. í Washington var undirritað- ur samningur um, að Israelar skyldu skila Egyptum aftur Sinai- skaga, sem þeir tóku 1967. ■ Tilraunir James Bakers, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, til að koma á friðarsamningum milli ísraela og Palestínumanna fóru út um þúfur í febrúar 1990. Var ástæðan sú, að Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, vildi ekki sætta sig við palestínsku fulltrú- ana. Stjórn Shamirs féll skömmu síðar en flokkur hans, Likud-flokk- urinn, myndaði aftur stjórn með stuðningi öfgaflokka heittrúar- manna. ■ í mars 1991 hóf James Baker þær tilraunir, sem nú standa yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.