Morgunblaðið - 19.10.1991, Page 7

Morgunblaðið - 19.10.1991, Page 7
Könnim á aðdráttarafli mið- bæjarins o g Kringlunnar SKYRSLA um könnun á aðdráttarafli miðsvæða, það er miðbæjar Reykjavíkur og Kringlunnar hefur verið lögð fram til kynningar í borgarráði. Þar kemur meðal annars fram að þróun í miðbænum sé sú sama og í erlendum borgum og að aðdráttarafl Kringlunnar sé meira en gert var ráð fyrir í aðalskipulagi Reykjavíkur. Styrkveiting til 2ja fiskeldisfyrirtækja: Alveg forkast- anleg ákvörð- un Byggða- stofnunar - segir Björn Baldvins- son, formaður LFH BJORN Baldvinsson formaður Landssambands fiskeldis-og haf- beitarstöðva segir að styrkveiting Byggöastofnunnar til tveggja fiskeldisstöðva sé alveg forþast- anleg ákvörðun. „Eg hef rætt þetta mál við meðlimi stjórnar okkar og það er þungt í þeim hljóðið,” segir Björn. „Það sem menn sjá mest athugavert við þessa ákvörðun er að hún mis- munar fyrirtækjum í greininni.” Sem kunnugt er af fréttum ákvað Byggðastofnun að styrkja Miklalax um 113 milljónir króna og Silfurlax um 25 milljónir króna nýlega þrátt fyrir ákvörðun stjórnvalda um að fleiri lán eða styrkir yrðu ekki veitt- ir fiskeldisfyrirtækjum hérlendis á þessu ári. Björn segir að hann skilji ekki þau vinnubrögð sem Byggða- stofnun viðhafði í málinu því fyrir liggur að staða fiskeldisins hefur ekkert breyst frá því stjórnvöld lok- uðu fyrir frekari fyrirgreiðslur til fiskeldisins. I máli Björns kemur fram að stjórn Landssambands fiskeldis-og hafbeitarstöðva muni halda fund á næstu dögum þar sem farið verið yfir stöðu mála og hann á einnig von á að þessi ákvörðun Byggða- stofnunar komi þar til umræðu. Neytendamáladeild Verðlags- stofnunar: Málum fjölg- ar stöðugt STÖÐUGT fleiri mál koma til kasta neytendamáladeildar Verðlagsstofnunar. A síðata ári voru 90 mál skráð hjá deildinni en það sem af er þessu ári hafa verið skráð 120 mál. Neytendadeildin fær til at- hugunar mál sem varða órétt- mæta viðskiptahætti og í nýút- komnu upplýsingariti Verðlags- stofnunar eru rakin nokkur dæmi þar sem villandi upplýs- ingar um vöru eru gefnar í aug- lýsingum. Þjóðviljinn: Sóttumfram- lengingu á greiðslustöðv- un til áramóta BJARKI hf., útgáfufélag Þjóðvilj- ans, sótti í gær um framlengingu á greiðslustöðvun blaðsins til ára- móta en því var veitt greiðslu- stöðvun til tveggja mánaða 21. ágúst síðastliðinn. Greiðslu- stöðvunarfrestinn hafa aðstand- endur Þjóðviljans notað til að hag- ræða í rekstri og hugðust þeir afla 2.000 nýrra áskrifenda að biaðinu. Að sögn Hails Páls Jónss- onar framkvæmdastjóra hafði te- kist að safna 1.400 nýjum áskrif- endum í gær. Hallur Páll sagði að jafnhliða þessu væru í gangi viðræður um stofnun nýs blaðs eftir áramót af hálfu útgáfufyrirtækja Þjóðviljans og Tímans. „Þær eru ekki komnar lengra en að vera á könnunarstigi og engar ákvarðanir fyrirséðar á næstu dögum. Það er dálítið yfir- gripsmikið og flókið mál en bæði blöðin hafa tíma framundir áramót til að skoða það,” sagði hann. Þjóð- viljamenn vænta þess að fá svar á mánudag hvort greiðslustöðvun blaðsins verður framlengd. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að munur sé á að- dráttarafli miðbæjar Reykjavíkur og Kringlunnar. Jafnframt virðist miðbærinn vera að þróast frá því að hafa gildi fyrir alla borgina til þess að höfða fyrst og fremst til þeirra, sem sækja þangað vinnu, til íbúanna í hverfinu og í nærliggj- andi hverfum. Kringlan virðist hafa aðdráttarafl út fyrir nærliggjandi hverfi og tengist það fyrst og fremst verslun, ekki síst dagvöruverslun. Fram kemur að vettvangskönnun meðal vegfarenda hafi leitt í ljós að aðdráttarafl svæðanna séu ólík og að svo virðist sem miðbærin.n sé að ganga í gegnum sömu þróun og miðbæir erlendis hafa gert. Kringlan virðist hafa meira aðdrátt- arafl heldur en gert er ráð fyrir að borgarhlutamiðstöð hafi í aðalskip- ulagi Reykjavíkur 1984-2004. Hún nær ekki aðeins til íbúa nærliggj- andi hverfa heldur laðar að sér fólk af öllu höfuðborgarsvæðinu og einnig af landsbyggðinni. Erindi fólks í miðbæinn reyndust mun fjölbreyttari en erindi í Kringl- una. „Erindi fólks í miðbæinn voru dæmigerð miðbæjarerindi, marg- breytileg og margir sækja þangað vinnu og valvöruverslun.” Þegar vegfarendur voru inntir eftir því hvað vantaði helst á miðsvæðin tvö fengust þau svör að miðbæinn vant- aði bílastæði, verslun og líf og kom fólk með þær hugmyndir til úrbóta að byggja yfir gangstéttir til að styrkja stöðu hans. Einnig néfndu margir að það vantaði matvöru- verslanir í miðbæinn, en slík verslun þar myndi væntanlega fyrst og fremst þjóna íbúum í nærliggjandi hverfum og þeim sem sækja vinnu í miðbæinn. Viðmælendur virtust almennt vilja íjölbreyttari verslun og þjónustu í Kringluna, það er lík- ara því sem gerist á miðbæjarsvæð- um en í borgarhlutamiðstöðvum.” •V n ____________________7 Svart útlit hjá togara- mönnum á Suðureyri - segir Bergþór Guð- mundsson, kokkur á Elínu Þorbjarnardóttur „ÞAÐ ER svart útlit hjá okkur togaramöniium núna. Með því að semja við Norðurtangann og Frosta fer kvótinn burt úr pláss- inu og heimamenn ráða ekki yfir honum lengur. Það varð að grípa til einhverra ráða, en þessi leið sýnist mér ekki best,” sagði Berg- þór Guðmundsson, sjómaður á Suðureyri. Bergþór hefur verið kokkur á togaranum Elínu Þor- bjarnardóttur í 14 ár. í tilboði Norðurtangans á ísafirði og Frosta í Súðavík um að kaupa fiskiðjuna Freyju og útgerð togarans er gert ráð fyrir að Elín Þorbjarnar- dóttir verði seld, en kvótinn fluttur á skip fyrirtækjanna tveggja. „Það vissu allir hér að eitthvað þurfti að gera til að tryggja atvinnu, en mér líst mjög illa á það að kvótinn fari burt úr plássinu,” sagði Bergþór. „Ef annað skip hefði verið gert út héðan þá hefðum við haldið þessum kvóta. Það er ekki gott útlit hjá togara- mönnum hér. Við vorum tólf heima- menn í áhöfn Elínar. Ég efast um að við fáum pláss á skipum á ísafirði eða í Súðavík, því þar er meira en nóg af mönnum. Ég hef verið á sjó í 22 ár og kokkur á Elínu frá því að hún kom hingað fyrir 14 árum og hefði helst viljað vera hér heima. Ég býst við að ég verði að fara að vinna í frystihúsinu eða leita eitthvað lengra eftir skipsplássi.” Jón Víðir Njálsson, verkstjóri í fiskiðjunni Freyju, sagði að honum litist ekki illa á tilboð Norðurtangatis og Frosta. „Ég vona að þetta verði til þess að hjól atvinnulífsins fari að snúast af fullum krafti á nýjan leik. Það hefur verið mjög erfitt atvinnu- ástand hér undanfarið, en nú verður vonandi haldið uppi fullri atvinnu,” sagði Jón Víðir. TILBOÐSSYNI SIG í DAG ÞRÁÐLAUS SÍMI FRÁ UNIDEN... allt ad helmingi ódýrari en yfirleytt gerist! Vandaður langdrægur sími frá UNIDEN, með möguleikum á allt að 400 m. fjarlægð frá móðursíma. Sjálfvirkt eridurval, 70 númera minni og hægt að velja á milli púls- og tónvals. Langlíf rafmagnshleðsla og auka hleðsla. TILBOÐSVERÐ 39.900 KR. Full verslun af glæsilegum símbúnaði og freistandi tilboðum. Opið í dag frá kl. 10 til 14. Allursímbúnaður er.samþyklctur af Póstiog síma ^ /V) V ot i SÉRVERSLUN ÁRMÚLA 32, MEÐ SÍMÐÚNAÐ SÍMI 686020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.