Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 Þú verður að slaka á vinur minn ... Skiptir ekki máli. Þurfti hvort sem er að fara á lapp- ir ... Landráð Alþýðuflokksmanna vegna Heiðarfjallsmálsins Til Velvakanda. Nýlega var sagt frá því í ríkissjón- varpinu að landeigandi á Langa- nesi, nánar tiltekið á eða við Heiðar- fjall, þar sem meint er að sorphaug- ar Bandaríkjahers séu, hafi í bréfi boðið landið til frekari sorpurðunar. Fjallað var um þetta hvað virtist saklausa bréf, á óeðlilega neikvæð- an hátt hvað landeigandann snerti í hlutlausum ríkisíjölmiðli miðað við t.d. þá umljöllun sem ólöglegur samningur Alþýðuflokksráðherra sem yfirmanns varnarmálaskrifstof- unnar og bandaríska flotans virðist hafa fengið í þessum sama ijöl- miðli. í þessum samningi, dags. 30. júní 1970 (birtur í dagbl. sl. sumar) afsalar utanríkisráðherra, sem æðsti yfirmaður utanríkisráðuneytisins, öllum skaðabótarétti allra íslenskra þegna á hendur Bandaríkjunum, yfirmönnum þeirra og erindrekum vegna landsvæðisins á Heiðarfjalli. Hér virðist vera um hreint og beint landráð að ræða, en þetta er annað mál. Sá sem skrifar þessar línur kom á Heiðarfjall fyrir rúmum áratug og flóði þá draslið bókstaflega út af ijallinu. í fljótu bragði lítur þessi hug- mynd landeigandans e.t.v. ekki svo vel út en þegar á allt er litið er þessi hugmynd hans sennilega nokkuð vel ígrunduð og hugsuð fram í tímann og langt frá því að vera fjarstæðukennd. Hér með er lagt til að könnuð verði sameiginleg sorpförgun við Heiðarijall. Islendinga vantar til- fínnanlega stað þar sem hægt er að koma fyrir úrgangi þeirra í fram- tíðinni. Langbest væri að koma hon- um skipulega fyrir á einum stað í Hverjir stjórna auglýs- ingaherferð bændanna? Til Velvakanda. Eg get ekki lengur orða bundist út af auglýsingum sem birzt hafa í sjónvarpinu nú um nokkurn tíma. Þetta eru auglýsingarnar um lambakjötið okkar sem er eitthvert besta kjöt sem framleitt er í heimin- um. Þessar auglýsingar eru fram- anaf ágætar og er reyndar auðvelt að fá vatn í munninn, svo vel er þessu kjötmeti lýst. En þá kemur áfallið. Skermurinn verður svartur og í tveimur línum neðst á skjánum stendur: Samstarfshópur um sölu lambakjöts. Er þetta þ'að sem skiptir máli? Ég verð að segja eins og er að ef þetta virkar á aðra landsmenn eins og mig þá er skiljanlegt af hveiju kjötið selzt svona illa. Ég kaupi mér heldur svín eða 30 ára gamlan hest til að japla á heldur en lamba- kjötið okkar góða. Já það er margt sem þarf að aðgæta í nærveru sálna. Guji SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS staðinn fyrir að dreifa sorpbrennslu og sorphaugum út um allar jarðir, íslendingum og landi til mikils ósóma, m.a. í augum ferðamanna sem hingað koma vegna sögusagna um hreint og ómengað ísland. Það er ekki auðvelt að finna eins heppi- legan stað og við Eiðisvík á Langa- nesi í þessu skyni. Þarna er dal- verpi inn af víkinni, allt á sama vatnasvæði og auðveldlega væri hægt að fylgjast með því sig- og afrennslisvatni sem kæmi frá sorp- eða öskuurðun á svæðinu. Staðurinn er afskekktur á hjara veraldar en samt í góðu vegasam- bandi og sambandi við sjó. Eftir því sem landeigendur hafa sagt verður staðurinn hvort eð er ekki notaður til matvælaframleiðslu eða annars í nánustu framtíð vegna sorphauga her'sins fyrir ofan vatnsból og er því lítill skaði skeður þótt hann yrði lagður undir allsheijar sorpeyðing- arstöð. Til að tryggja betri rekstrar- grundvöll mætti vel hugsa sér að flytja inn einhvern úrgang frá ná- grannaþjóðum sem eiga í vandræð- um vegna landrýmis og stelast til að fleygja úrganginum í Atlantshaf- ið eftirlitslaust okkur hér í fiskveiði- þjóðinni til mikils ama. Samtímis væri hægt að koma í veg fyrir ólög- legan útflutning opinberra íslenskra aðila á hættulegum úrgangi til Dan- merkur. Samkvæmt því sem ein- hveijir Hollendingar áttu að hafa sagt er kolólöglegt að flytja úrgang milli landa. Að lokum tvær spurningar til umhverfisráðuneytisins: Hefur ráðuneytið hafið hernað gegn íslenskum þegnum í stað þess að aðstoða þá hvað Heiðarfjallsmál- ið snertir? Hefur ráðuneytið eitthvað látið til sín taka þennan flutning á hættu- legum úrgangi milli landa, þ.e. milli íslands og Danmerkur? Ó.G. HÖGNI HREKKVÍSI „&ZÖP6CMIHN.ER: EkiKI E/NS HRlFIMN." Víkveiji skrifar Yinkona Víkveija þurfti að leita læknis á dögunum og sagði sínar farir ekki sléttar af þeim við- skiptum. Heimilislæknir hennar hefur aðsetur í Heilsugæzlustöð Álftamýrar og hana bráðlá á að ná tali af lækninum. Hún hringdi því í stöðina og var sagt, að Hún gæti fengið viðtal við lækninn að þremur dögum liðnum. Með öðrum orðum, sagði hún, „ég þurfti að vita með þriggja daga fyrirvara, að ég yrði veik og þyrfti að leita læknis”. Að vísu var málinu bjargað með því að læknir á vakt í heilsugæzlu- stöðinni gat litið á þessa vinkonu Víkvetja, en fyrir þá þjónustu þurfti hún að borga, sem hún hefði ekki þurft að gera hjá heimilislækni sín- um. Auk þess sagði hún naumast fullnægjandi, þegar sjúklingur hef- ur heimilislækni, að hann þurfi að leita til læknis, sem liann þekkir ekkert og læknirinn þekkir heldur ekki sjúklinginn. Það hlýtur að vera nauðsynlegt, að sjúklingur geti náð í starfandi heimilislækni sinn sam- dægurs. Raunar þekkir Víkveiji dálítið til slíkra mála úti á landi. Þar er á flestum stöðum unnt að fá viðtöl við heimilislækna samdægurs og þar er sú þjónusta óþekkt, að menn þurfi að bíða í þtjá daga eftir jafn- nauðsynlegri þjónustu sem að ráð- færa sig við heimilislækni sinn. xxx Vegfarandi nokkur, sem kom að máli við Víkveija nýlega, lýsti furðu sinni á þeim þrengingum, sem embætti gatnamálastjóra stendur nú víða fyrir um borgina. Má þar m.a. nefna miðeyju, sem steypt hefur verið á Sóleyjargötu og á eflaust að vera til þess að koma í veg fyrir framúrakstur í götunni. En þrengingin er svo mikil, að stór- ir bílar, svo sem eins og strætis- vagnar, eiga erfitt með að ná beygj- unum inn á götuna úr þvergötum, sem að henni liggja. Slíkar þreng- ingar á götum hljóta að vera mjög tvíræðar frá öryggissjónarmiði, enda hafa vagnstjórar SVR kvartað undan þessum framkvæmdum. Svipaðar framkvæmdir hafa einnig verið á Bústaðavegi. Þar hefur verið þrengt að sama skapi, en breikkun þó átt sér stað, þar sem þvergötur koma inn á Bústaðaveg- inn. Þær breytingar einar sér eru vissulega til bóta og greiða fyrir umferð, en þrengingarnar einar sér eru til vanza og eru líkast til eins- dæmi, alls staðar í veröldinni freista umferðaryfirvöld þess að auka af- kastagetu gatna frá umferðarlegu sjónarmiði, nema í Reykjavík — þar búa menn í raun til umferðarhnúta og flöskuhálsa með slíkum fram- kvæmdum. xxx Víkveiji hefur orðið var við að lesendur blaðsins stöldruðu víð orðið „springur”, sem var í stuttri baksíðufrétt Morgunblaðsins á föstudag. Þar sagði frá því að tveir menn hefðu slasast í togara- höfninni á Akureyri, þegar springur slitnaði og lenti á þeim. Til upplýs- ingar skal þess því getið hér, að springur heitir taugin sem liggur úr stafni skips í land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.