Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 41 VELVAKANOI SVARAR í SÍMA S91282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Hjól í óskilum í smáíbúðahverfinu liggur Montana 20 tommu hjól í óskil- um. Þeir sem kannast við málið eru beðnir að hafa samband í síma 34764. Moldrok í Grafarvogi Bjöm, íbúi í Reykjarfold í Grafarvogi, hringdi og vildi koma á framfæri fyrirspum til íþróttafélagsins í hverfinu. Hann sagði að íbúarnir í Folda- og Húsahverfinu byggju við stöðugt moldrok frá íþróttavelli sem fé- lagið væri að leggja. Ástandið væri búið að vera óbreytt í nokkra mánuði og húsin væru full af ryki. Sett hefði verið eitt- hvert uppfyllingarefni í völlinn sem fyki allt í burtu. Bjöm vildi spyija forráðamenn íþróttafé- lagsins hvort þetta ætti að vera svona áfram eða hvort íbúamir ættu von á einhverri lausn mála. Sá sem fann töskuna hringi aftur Aðfaranótt 8. októbers sl. tap- aðist svört stór kventaska, að öllum líkindum á Fógetanum. í töskunni var seðlaveski með skil- ríkjum, lyklakippa o.fl. smádót. Sama kvöld og taskan týndist hringdi karlmaður heim til eig- andans, sem þá var ekki kominn heim, og sagðist hafa töskuna. Þessi maður hefur svo ekkert látið í sér heyra en eigandinn biður hann endilega að hafa sam- band sem fyrst aftur. Dýrin hjá Hemma Gunn Guðrún hringdi og vildi koma á framfæri athugasemd við þátt- inn Á tali með Hemma Gunn. Hún sagði hann vera mjög góðan en sér fyndist ekki passa að vera með dýr í lok þáttana. Þau væru umkomulaus og hrædd í þessum sterku ljósum og hún sæi ekki tilganginn að vera með dýr í svona skemmtiþætti. Bjami hafði einnig samband við Velvakanda og vildi mót- mæla notkun á dýrum í þessum þáttum. Hann sagði það ekki viðeigandi að vera með hrædd dýr í þáttum af þessu tagi. Prjónaðir vettlingar Pijónaðir vettlingar töpuðust föstudaginn 4. október á Lang- holtsveginum, sennilega við sölu- turnin við Sunnutorg. Vettling- arnir eru svartir og hvítir að lit. Finnandi vinsamlega hringi í síma 77285. Köttur í óskilum Hálfstálpaður köttur er í óskil- um í Víðigrund í Kópavogi. Þetta er svartur köttur með hvítan háls og hvítar loppur. Hann hef- ur verið í Víðigrundinni í' um vikutíma. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 42599. Poki með sundfötum Guðrún hringdi og sagðist hafa fundið poka með sundfötum á Seljabrautinni. Sundfötin eru fyrir strák á aldrinum tíu til tólf ára. Guðrún er í síma 71481. Hjóli stolið Svörtu TREK-fjallahjóli var stol- ið úr kjallaratröppum Baldurs- götu 31 aðfaranótt laugardags- ins 5. október. Á hjólinu var lás, vafinn svörtu einangrunarlím- bandi. Þeir sem kynnu að hafa séð slíkt hjól í reiðileysi í Þing- holtunum eða nágrenni eru beðn- ir um að láta vita í síma 20118. Sérstök þjónusta Kona hringdi og sagði frá því að sonur hennar hefði keypt sér fótbolta í versluninni Ástund í Austurveri. Þetta hefði verið dýr og fínn bolti og á honum var ársábyrgð. Þegar sonur hennar hafði leikið með boltann í svolít- inn tíma kemur í ljós að hann lekur og ekkert þýðir að pumpa í hann. Þau mæðginin fara þá í verslunina með boltann sem var orðinn talsvert illa útleikinn. Málalyktir urðu þær að drengn- um var afhentur splunkunýr bolti og harmað að hann hefði fengið svo lélegan bolta í upphafí og raun bar vitni. Þau mæðginin vildu koma á framfæri þakklæti til verslunarinnar og sögðu þetta vera einstaka þjónustu. OKTÓBER TILBOÐ 20—40% stgr. AFSLATTUR MIKIÐ ÚRVAL Faxafeni 11, sími 686999 SÉRVERSLUN MEÐ STÖK TEPPI OG MOTTUR SICLINCASKOLINN Námskeið TIL 30 RÚMLESTA RÉTTINDA hefst mánudaginn 28. október og lýkur með prófi 13. desember. Námskeiðsgjald: 18.000 kr (námsgögn ekki innifalin). Semja má um greiðslu. Hjónaafsláttur: 10% Kennt er á mánudags- miðvikudagskvöldum kl. 7-11. Námsefni: Siglingafræði. Alþjóðasigiingareglur. Stöðugleiki fiskiskipa. Fjarskipti og veður. Siglingatæki (ioran, radar, dýptarmælir). Skyndihjálp. Öryggis- og björgunarbúnaður, Eldvarnir og slökkvistarf. Vélin. Öll námsgögn fást í skólanum. Innritun alla daga og kvöld í símum 689885 og 31092. SICUNCASKÓUNN^ ÚLA7 - meölimur i Alþjóðasambandi siglingaskóla, ISSA Mikið úrval af leður hvíldarstólum. Verð frá kr. 29.900,- stgr. HUSGAGNASYNING OPIÐ í DAG KL. 10-16 SUNNUDAG KL. 14-16 Ný sending af borðstofuhúsgögnum í svörtu, hvítu, mahoníog bæsaðri eik. Hagstætt verð. □□□□□□ HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66 HAFNARFIRDI SIMI54I00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.