Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991
17
Opinber rekstur/
einkarekstur
eftirHörð
Vilhjálmsson
Frétt í síðasta sunnudagsblaði
Morgunblaðsins, 13. þ.m., varð mér
tilefni til eftirfarandi hugleiðinga.
Fyrirsögn fréttarinnar er,
orðrétt:„Athugað hvort megi breyta
deildum RÚV í hlutafélag - segir
menntamálaráðherra.”
Um þetta er vitnað í „Stefnu-
og starfsáætlun ríkisstjórnarinnar.”
Forsætisráðherra var spurður á
blaðamannafundi hvað þetta
merkti. Hann svaraði: „Þetta gæti
þýtt að kannað verði hvort skipa
megi vissum þáttum frá útvarpinu
og breyta þeim í hlutafélög, en þetta
er laust orðað.”
Ríkisútvarpið hefur frá upphafi
verið eitt stærsta almenningshluta-
félag landsins og umræðan undanf-
arin misseri um réttarstöðu þess
eða félagsform fínnst mér hafa ein-
skorðast við umbúðir fremur en
innihald.
Þar hefur mikið borið á einhvers
konar pólitískri trú ungra manna á
tiltekið rekstrarform. Trú byggist
meira á tilfinningum en rökhyggju.
Skrif þessara manna hafa því miður
ekki borið vitni um þekkingu þeirra
eða reynslu af raunverulegum
rekstri fyrirtækja.
Að mínu áliti er það ekkert lög-
mál að félag í einkarekstri sé betur
rekið en fyrirtæki í ríkiseign. Sjálf-
ur hefi ég látið þau orð falla, að
ég hefði ekki ráðið mig til ábyrgðar-
starfs hjá ríkisfyrirtæki, ef ég hefði
álitið að þar ríktu aðrar grundvall-
arreglur um rekstur en hjá einka-
fyrirtæki. Þessa skoðun tel ég mig
geta staðfest sem rétta eftir að
hafa unnið í einkarekstri meirihluta
starfsævinnar og nálega 14 síðustu
árin hjá Ríkisútvarpinu.
Á þriðja áratug hefur fyrsta laga-
grein um ríkisútvarpið hljóðað svo:
„Ríkisútvarpið er sjálfstæð stofnun
í eigu islenska ríkisins. ”
Þessari upphafssetningu út-
varpslaga er ætlað að tryggja sem
verða má það markmið, að Ríkisút-
Kaffisala -
Senn líður að því að Kvenfélag
Neskirkju minnist hálfrar aldar af-
mælis. Nær alla tíð frá því að söfn-
uðurinn var stofnaður hafa konurn-
ar í kvenfélaginu verið að verki við
ýmsa þætti þess, sem kallast safn-
aðaruppbygging í samtímanum,
hafa léð því krafta sína að efla innra
starf með margvíslegu móti og í
annan stað prýtt helgidóminn grip-
um og gagnsmunum af ýmsum
toga. Vandséð er hvernig tekist
hefði, ekki aðeins í Nessöfnuði,
heldur vítt um land, að gegna safn-
aðarstarfi og halda helgidómnum í
góðu horfi til þjónustu, án þrot-
lausra starfa, íjáröflunar, fórnfúsr-
ar liðsmennsku kvenfélagskvenna.
Saga kirkjukvenfélaganna er svo
mikil og merk í kristnihaldi um
langan veg að rík ástæða væri til
að skrá og varðveita slóð þess kynd-
ilburðar í kirkjum landsins. Tilefni
þessara orða er annars að minna á
árlegan kaffisöludag og basar
Kvenfélags Neskirkju, sem ber upp
á næsta sunnudag.
Velunnarar kirkjunnar hafa
löngum fjölmennt að veisluborði
þennan dag og sýnt þannig þakk-
læti sitt fyrir dýrmæt störf félags-
kvenna og vænti ég að svo verði
einnig að þessu sinni, ekki síst nú
um stundir þegar félagið brátt
minnist 50 ára þjónustu í þágu safn-
aðarins. Safnaðarheimilið verður
opið á sunnudaginn kemur klukkan
15 að lokinni guðsþjónustu í kirkj-
varpið starfi af óhlutdrægni að því
höfuðhlutverki að veita almanna-
þjónustu, án þess að sæta óeðlileg-
um afskiptum utanaðkomandi
hagsmunaaðila. Réttsýnir menn
munu telja þetta skynsamlega
stefnumörkun, sem jafnframt legg-
ur stjórnendum Ríkisútvarpsins
mikla ábyrgð á herðar á lýðræðis-
legan hátt.
Eftirlitsaðilar eigenda Ríkisút-
varpsins eru Útvarpsráð um dag-
skrármálefni og Ríkisendurskoðun,
sem eftirlit hefur með íjárreiðum
og rekstri.
Alþingi renndi ekki blint í sjóinn,
þegar það samþykkti stofnun Ríkis-
útvarpsins fyrir 62 árum. Fordæm-
is var leitað til Norðurlanda og
Bretlands, þar sem Ríkisútvarpið
hefur alla tíð átt vinum að mæta.
Alit fram á þennan dag hefur til
dæmis verið litið til breska ríkisút-
varpsins, BBC, sem formóður út-
varpsstarfsemi í almannaþágu í
Evrópu og víðar um heim. Það er
sérstaklega virt fyrir vönduð og
heiðarleg vinnubrögð, og fijálsa
fjölmiðlun, óháða hvers konar utan-
aðkomandi þrýstingi.
Hlutafélag í eigu fárra einstakl-
inga eða Ijölskyldna hefur jafnan
það meginmarkmið að skila sínum
fjárhagslegum arði. Fyrirtæki í eigu
alþjóðar, eins og Ríkisútvarpið,
leggur alian metnað sinn í að veita
sem flestum vandaða þjónustu. Það
er sá arður, sem slík stofnun á að
skila um leið og henni ber að leggja
meiri áherslu á gæði og fjölbreytni
en magn framleiðslunnar.
Ríkisútvarpið í samkcppni
Með lögum nr. 68/1985, sem
gildi tóku í upphafi árs 1986, var
einkaréttur Ríkisútvarpsins afnum-
inn. Lög þessi hafa í höfuðatriðum
reynst mjög vel, enda vann útvarp-
slaganefndin af mikilli kostgæfni
að undirbúningi frumvarpsins.
Helsti galli á lögunum bættist við
í meðferð Alþingis, með Menningar-
sjóði útvarpsstöðva, sem aldrei hef-
ur uppfyllt þær vonir, sem við hann
voru bundnar.
basarhorn
Neskirkja.
unni, sem verður í umsjá séra Fanks
M. Halldórssonar.
Guðmundur Óskar Ólafsson
Við afnám einkaréttar Ríkisút-
varpsins til útvarpsreksturs þótti
sýnt, að auglýsingatekjur þess
myndu stórminnka, þegar fleiri
færu að beijast um sálirnar. Allra
flokka menn voru við setningu út-
varpslagantja sammála um að laga-
breytingin ætti' ekki að draga úr
starfsorku Ríkisútvarpsins. Því var
tekjustofni sem stofnunin hefur
áður notið tímabundið, bætt inn í
útvarpslög, aðflutningsgjöldum af
útvarps- og sjónvarpstækjum og
búnaði til þeirra.
Þegar á fyrsta gildisári útvarp-
slaganna var þessi þáttur þeirra
afnuminn með nýrri iagasetningu.
Þessi lagasetning til breytinga á
útvarpslögunum verður endurtekin
/ 6. sinn nú á jólaföstu, ef það
markmið í fjárlagafrumvarpi nær
fram að ganga. Vonandi breytir
ástand langbylgjumálsins viðhorfi
Alþingis og niðurstöðum.
Við gerð ijárlagatillagna ber okk-
ur útvarpsmönnum að reikna með
þessum tekjum, þ.e. að taka mark
á lögunum.
Allir ættu að sjá, að hreinlegast
væri af löggjafans hálfu að standa
við lögin eða ganga beint í breyt-
ingu á útvarpslögunum sjálfum og
fella umræddan tekjustofn niður,
þótt hér sé að sjálfsögðu mælt með
hinu fyrrgreinda.
Frá setningu núgildandi útvarp-
slaga hafa margir fundið hjá sér
köllun til útgerðar á mið ljósvak-
ans. íslenska útvarpsfélagið hf. reið
á vaðið með rekstri Bylgjunnar, sem
ýtt var úr vör 28. ágúst 1986. Síð-
an kom hver útvarpsstöðin á fætur
annarri en hlutur þeirra flestra hef-
ur reynst lítill.
Islenska sjónvarpsfélagið hf. hóf
starfrækslu Stöðvar 2 hinn 9. okt-
óber 1986 með 5 milljóna króna
hlutafé og hefur nú starfað í 5 ár.
Rekstur sjónvarpsstöðvar er fjárf-
rekt fyrirtæki og er með ólíkindum
að í það skyldi ráðist með framan-
greint eigið fé sem bakfisk í slíkum
rekstri. Þarf engan að undra þótt
staða íslenska útvarpsfélagsins,
eins og það heitir nú, skuli vera
jafn erfið og fram kemur á viðskipt-
asíðu Morgunblaðsins 22. ágúst sl.
Þar er frá því greint, að skamm-
tímaskuldir um síðustu áramót hafi
verið 857,3 milljónir króna og lang-
tímaskuldir 637,7 milljónir króna,
eða skuldir samtals kr. 1.495 millj-
ónir og höfuðstóll neikvæður um
231 milljón króna.
Hitt vekur meiri athygli, að nú
hefur_ sitthvað safnast undir einn
hatt íslenska útvarpsfélagsins: ís-
lenska myndverið hf., Stöð 2, Bylgj-
an og Sýn hf., þriðja sjónvarpsstöð-
in sem rekin er í þjóðfélagi okkar.
Augljóst er, að skuldabaggi sem
nemur nær hálfum öðrum milljarði
króna, tekur dijúgan toll af áskrift-
argjöldum, miðað við vaxta- og lán-
akjör á almennum markaði undanf-
arið.
GEORG JENSEN DAMASK
býður yður velkomin á sýningu, sem verður á vefnaði,
dúkum o.fl.
Laugard. 19. til mánud. 21. okt. kl. 14-19
Ný mynstur og litir
Umboðsm.: A. Ragnheiður Thorarensen,
Safamýri 91.
* jr.rt.-r *.».*.*.* j ».> a i » *.*.» iintti.m
Hörður Vilhjálmsson
„ Að mínu áliti er það
ekkert lögmál að félag
í einkarekstri sé betur
rekið en fyrirtæki í rík-
iseign. Sjálfur hefi ég
látið þau orð falla, að
ég hefði ekki ráðið mig
til ábyrgðarstarfs hjá
ríkisfyrirtæki, ef ég
hefði álitið að þar ríktu
aðrar grundvallarregl-
ur um rekstur en hjá
einkafyrirtæki.”
Samanburður á tekjum
Stöðvar 2 og Sjónvarpsins
Áskriftargjald Stöðvar 2 var kr.
2.380 fyrstu 8 mánuði þessa árs
og hækkaði í kr. 2.590 frá 1. sept-
ember. Meðalverð áskriftar er því
kr. 2.450 á mánuði. Auglýsinga-
tekjur eru hér áætlaðar kr. 220
milljónir. Eftir því sem næst verður
komist er meðalfjöldi áskrifenda í
ár um 40.000.
Samkvæmt þessum forsendum
má áætla tekjur Stöðvar 2 á yfir-
standandi ári, sem hér segir:
Áskriftir 40.000x2.450x12
kr. 1.176,0 millj.
Auglýsingatekjur
kr. 220,0 millj.
Samtals kr. í.376,0 millj.
Lögbundið afnotagjald Sjón-
varpsins í ár er kr. 1.125 á mán-
uði. Hótel, skólar, ýmsar stofnanir
og fyrirtæki greiða hluta gjalds.
Umreiknað í fullt afnotagjald eru
greiðendur um 70.000.
Afnotagjald Sjónvarps
70.000x1.125x12
kr. 945,0 millj.
Auglýsingatekjur (áætlaðar)
310,0 millj.
Samtals kr. 1.255,0 miHj.
Séu tölur þessar nærri sanni er
ráðstöfunarfé Stöðvar 2 kr. 120
milljónir eða 10% hærra en Sjón-
varpsins.
Þetta kemur eflaust ýmsum á
óvart og verður fróðlegt að sjá at-
hugasemdir, sem við þetta kunna
að verða gerðar.
Á það skal bent, að Sjónvarpinu
eru lagðar ýmsar sérstakar skyldur
á herðar, svo sem uppbygging viða-
mikils dreifikerfis og umfangsmikil
innlend dagskrárgerð, svo nokkuð
sé nefnt.
Menn leggja svo sinn dóm á það
hvað fyrirtækjunum hvoru um sig
verður úr tekjum sínum í þjónustu
við greiðendur. Þessar tölur eru
raktar hér í því skyni að hvetja til
ígrundunar um þau efni.
Útvarpið
Fjárhags- og dagskrárstyrkur
Útvarpsins felst í góðri verkaskipt-
ingu milli Rásar 1 og Rásar 2.
Hlutverk þess er margþætt. Það
leggur mikla rækt við menningar-
skyldur sínar. Það hefur t.d. um
áratugaskeið verið bakhjarl Sinfó-
níuhljómsveitar íslands, sígildrar
tónlistar og leikritaflutnings. Það
hefur flutt hvers konar þjóðlegt
efni bæði til fróðleiks og skemmtun-
ar og mætti svo lengi telja. Frétta-
flutningur Ríkisútvarpsins hefur
ætíð þótt vandaður, auk þess sem
það er veigamikill þáttur í almanna-
vörnum þjóðarinnar. Þá hefur verið
unnið að uppbyggingu landshluta-
stöðva og því starfí verður haldið
áfram.
Rás 2 hefur um árabil notið
langtum meiri hlustunar en nokkur
önnur útvarpsstöð og með því verið
dijúg í tekjuöflun.
Ríkisútvarpið eitt leitast við að
ná til allra landsmanna. Það er eitt
af höfuðmarkmiðum þess, þótt erf-
itt hafi reynst fjárhagslega að ná
dreifingu til allra landsmanna. Þó
er það takmark ekki fjarri en dreifi-
kerfi Ríkisútvarpsins er eins og
best gerist í Vestur-Evrópu um
dreifingu til notenda.
Það hefur lengi verið ósk Ríkisút-
varpsins að mega tengja upphæð
afnotagjaldsins vísitölu framfærslu-
kostnaðar. Á síðasta ári var hækk-
un þess U/2% en i ár 4%. Allir sjá
hvað þetta er fjarri almennum verð-
lagshækkunum, enda erfitt að bæta
þjónustuna við þessar aðstæður.
Hagræðing í starfseminni hefur þó
skilað umtalsverðum árangri.
Þessar stuttu hugleiðingar og
upplýsingar eru settar á blað í þeirri
von að þær verði svolítið innlegg í
umræðu um endurskoðun útvarp-
slaga, þegar í hana verður ráðist.
Líta má á þessar hugsanir sem
stutta kynningu á þeirrri þjóðar-
eign, sem Ríkisútvarpið er. Úndir-
rituðum finnst saga þess merkileg
og ástæða vera til að gaumgæfa
hana áður en lagt er í viðamiklar
breytingar á stofnuninni.
Tilefni þessara skrifa er meðal
annars það sem nefnt var í upphafi
þessa máls.
Höfundur er fjármálastjóri
Rikisútvarpsins.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
GEFÐU DOS TIL HJALPAR!
Á laugardögum söfnum við einnota
umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli
kl. 11.00 og 14.00 og við sækjum.
ÞJÓÐÞRIF
MNMUO tSUMSUU SUlA
kej
UUAWVPTA
nUu
Dósakúlur um allan bæ.