Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 „Island, ísland, vort ættarland” — selt fyrir þrjátíu silfurpeninga? eftir Dagrúnu Kristjánsdóttur Júdas gekk út og grét beisklega þegar hann áttaði sig á því, hvílíkt illvirki hann hafði gjört með því að selja Krist í hendur ofsóknarmanna hans, fyrir skitna þrjátíu silfurpen- inga. Hann skildi of seint að hann hafði svikið dýrmætustu eign mannkynsins, óafturkallanlega í hendur böðlunum. Júdas naut ekki lengi þessara silfurpeninga, því að hann hengdi sig skjótlega. Góðir Islendingar, ætlum við að selja okkar ástkæru fóstuijörð í hendur ofurvaldi Evrópubandalags- ins, fyrir örlitla ágóðavon á einu sviði — tollfrelsi fyrir fisk? Minnir það ekki ofurlítið á silfurpeningana þrjátíu? Hve langt hrökkva þeir á móti því sem við töpum? Og hveiju töpum við? 1. Sjálfstæði iandsins. Er gleymd sjálfstæðisbarátta Jóns Sigurðsson- ar forseta? Er það gleymt að íslend- ingar hafa aldrei þolað yfirráð ann- arra? Er það gleymt að íslendingar lifðu í eymd og volæði þar til frelsis- baráttan hófst? Jafnvel Danakon- ung þoldu Islendingar ekki sem yfirvald, þó að hann hafi verið sauð- meinlaus, borið saman við ellefu þúsund lagabálka Evrópubanda- lagsins sem enginn veit hvað hafa að geyma og mundi þurfa að fjölga þingmönnum allverulega til að pæla í gegnum þá doðranta til að gá að því, hvað má og hvað má ekki sam- kvæmt þeim. Eins og er, er mörgum þingmanninum og lögfræðingnum all villugjamt um íslenska lagabók- stafinn, þó að ekki bætist við laga- bálkar allra Evrópuþjóða. 2. Fiskinum, sem hingað til hefur verið talin mesta auðlind iandins. Er þorskastríðið gleymt? Er gleymt hversvegna landhelgi og fiskveiðimörk voru færð út hvað eftir annað? Var það gert til skemmtunar eða af nauðsyn? Hafi það verið nauðsyn, er hún þá ekki enn fyrir hendi, getum við frekar nú látið Evrópuþjóðir veiða hvem þann titt sem enn finnst í sjónum við íslandsstrendur? Og til hvers þurfum við tollfríðindi á físk, ef aðrar þjóðir veiða það litla sem eft- ir er, rétt við nefíð á okkur? En ætli að það sé ekki margt fleira sem tapast, sem aldrei er minnst á. Halda ráðamenn þjóðar- innar að íslendingar yfirleitt, séu blindir og heyrnarlausir sauðar- hausar? (ég bið sauðkindina mikil- lega afsökunar að segja svo, því henni eigum við að þakka líf okkar í aldanna rás). Það er nefnilega greinilegt að kokhreystin miðast eingöngu við fisk og aftur físk, hve lengi sem það stendur, ákafinn er svo mikill að koma landinu undir erlend yfír- ráð að ennþá virðist það vera eina hálmstráið fyrir þá sem vilja búa ftjálsir í frjálsu landi, að fiskveiði- heimild verði aldrei leyfð fyrir aðra en íslendinga sjálfa. Allt annað virðist vera aukaatriði í augum þeirra sem hvað ákafastir eru að koma landi og þjóð fyrir kattarnef. 3. Hvað verður um landbúnaðinn? Það mun bæði í senn, flæða inn í landið hræódýrar og mengaðar landbúnaðarvörur, svo að íslenskar vörur hafa engan möguleika í sam- keppni um verð, þó að hollusta þeirra sé margföld á við útlendar búvörur. íslendingar munu taka einni krónu meira í vasann í sparn- aði, með meiri fögnuði, þó mengun og vanheilsa fylgi, — en að borga meira fýrir betri heilsu í hollari mat og stuðla að íslenskri framleiðslu og meiri atvinnu fyrir landsmenn. Ef satt er sem sagt hefur verið munu útlendingar líka geta keypt hér allt upp — bújarðir sem annað og reist þar spúandi verksmiðjur, ef þeim líkar svo að gera. Og hvað verður um þau tíu, fímmtán þúsund manns sem starfa beint og óbeint við búskap, úrvinnslu, dreifingu og sölu? Á þennan þátt er aldrei minnst í sambandi við samninga Jóns Bald- vins. 4. Hvað verður um iðnaðinn og alla þá sem enn starfa við hann? Óheftur innflutningur, hlýtur að kæfa iðnaðinn á sama hátt og land- búnaðinn. 5. Atvinnumöguleikar: Útlendingar munu flykkjast hingað í- atvinnuleit og hver veit hve margir? Hver veit, ef öllum verður fijálst að koma hingað án aðhalds, stunda hér vinnu, stofna fyrirtæki, kaupa jafnvel banka og Dagrún Kristjánsdóttir „ Allir sannir íslending- ar hljóta að mótmæla öllum tilraunum til að koma landinu undir er- lend yfirráð, undir hvaða yfirskini sem það er gert. Við eigxim besta land í heimi, get- um verið okkur nóg með flesta hluti ef ásóknin í hégóma og einskisvert glys og vit- leysu væri ekki allsráð- andi.” hvað sem er — hver veit hvar það endar, og hvaða afleiðingar það hefur? Það þyrfti slyngan sjáanda eins og Nostradamus til að ráða í þá gátu. Óheft streymi útlendinga í atvinnu hér, mundi fljótt segja til sín í versnandi efnahag þjóðarinn- ar, ef ekki hrun á því „velferðar- þjóðfélagi” sem allir vilja. 6. Við munum tapa öllu sem okkur er dýrmætast og kærast. Sjálfstæði á öllum sviðum. Þjóðareinkennum og þjóðararfi. Hreinu og tæru lofti, hreinu landi. Er þetta allt einskis virði í augum þeirra ráðamanna sem vald- ir voru til sjá um heill og hag lands- ins? 7. Lög og dómstólar. íslensk lög gilda ekki lengur, nema ef til vill í málum sauðaþjófa, en þeir em serh betur fer komnir úr tísku eins og fleira. 8. Mun ekki þurfa að greiða skatta til Evrópubandaiagsins? Hver veit hve háar upphæðir það kynnu að verða. 9. Yrði ekki íslendingum gert skyit að gegn herþjónustu eins og öðrum bandalagsríkjum? Hvaða íslendingur mundi vera fús til þess? Ætli að gamanið færi ekki að grána þegar svo væri komið. Við skulum aðgæta það að samn- ingur við Efnahagsbandalagið er að vitturra manna sögn, aðeins fyrsta sporið inn í Evrópubandalag- ið. Getur ekki verið að þessi tilraun íslendinga til að komast í „hefðar- sæti” með hinum „tignunum” verði það mesta og stærsta feigðarspor sem stigið hefur verið frá landn- ámsöld? __ 10. íslendingar sækjast eftir snörunni, á sama tíma og aðrar þjóðir vilja sem óðast losna við hana. Það er óskiljanlegur hugsana- gangur hjá Jóni Baldvin og co. Þeir eru óðir í að verða fyrstir að viðurkenna rétt austantjaldslanda, til frelsis og sjálfstæðis. Á sama tíma eru þeir jafn óðir að koma sínu eigin landi undir ok og vald ríkjasamsteypu svipaðri þeirri sem' þeir hafa fordæmt í tugi ára. Það vita allir sem vilja að litla ísland hefur engan áhrifamátt í því bákni sem Evrópubandalagið er. Það veit heldur enginn í hvaða átt þetta bandalag þróast. Rússum var lofuð velsæld, réttlæti og hamingja á dögum Lenins. Því trúðu of margir, endirinn varð kúgun, þrælkun, fá- tækt, fjöldamorð á saklausu fólki og fleira og fleira. Þetta sá enginn fýrir eða trúði að yrði. Samt gerð- ist það. Jón Baldvin er að reyna að frelsa þetta sama fólk undan því helsi sem það óafvitandi gekkst undir með tilkomu Lenins fyrir sjö- tíu árum, um leið og hann rær öllum árum að hlekkja ísland við Evrópu- bandalagið. Það má með sanni segja að hægri höndina á Jóni Baldvin veit ekki hvað sú vinstri gjörir. Drottin lét meitla boðorðin tíu í steintöflu. Það hefur dugað skammt, því að öll eru þau brotin þvers og kruss, þrátt fyrir það. Mennirnir og síst íslendingar láta Nýja testamentið á íslensku í yfir 450 ár eftir Sigurbjörn Þorkelsson Á árinu 1990 voru liðin 450 ár frá því að Nýja testamentið kom fyrst út á íslensku. Það var einstakt þrekvirki sem Oddur Gottskálksson vann með því að þýða NT á ís- lensku við afar frumstæð skilyrði. Þýðing Odds á Nýja testamentinu og útkoma þess er án nokkurs efa einhver mesti viðburður í sögu ís- lenskrar þjóðar. Talið er að Nýja testamenti Odds hafí verið fyrsta bókin sem prentuð var á íslensku. Annar stórviðburður Annar merkur atburður á sér stað í sögu þjóðarinnar árið 1817 en þá var stofnað hér Hið íslenska biblíufélag fyrir tilstuðlan manns að nafni Ebenezer Henderson. Læt ég mér fróðari mönnum eftir að greina frá Ebenezer Henderson og Hinu íslenska biblíufélagi. Hið íslenska biblíufélag, sem nú hefur aðsetur í Hallgrímskirkju, hefur séð til þess að þjóðin eigi Biblíuna á sem skiljanlegustu máii fyrir manninn á hveijum tíma. Er þetta ákaflega mikilvægt og ber að þakka þetta ma. trúföstum stjórnarmönnum og framkvæmda- stjórum HÍB í gegnum tíðina ekki síst þeim mætu mönnum sem setið hafa þar við stjórnvölinn sl. u.þ.b. 40 ár. Á undan sinni samtíð Frá því að Oddur Gottskálksson þýddi Nýja testamentið á íslensku árið 1540 hafa orðið miklar breyt- ingar á öllum högum manna og aðstæðum. Oddur Gottskálksson var lög- maður sem hafði þá þrá í hjarta að koma hinu lifandi orði Guðs á prent svo að alþýða Islands gæti lesið og numið og hlotið ómælandi blessun af. Oddur var langt á undan sinni samtíð því að 359 árum eftir að Oddur þýddi NT á íslensku var stofnað félag kristinna verslunar- manna og sérmenntaðra manna í Bandaríkjunum. Þetta félag er Gídeonfélagið sem hefur frá upp- hafí reynt að ná sínum markmiðum m.a. með því að koma orði Guðs, þ.e. Biblíunni eða einstökum ritum hennar svo sem Nýja testamentinu, „Nú hefur íslensk þjóð alla möguleika til þess að vera handgengin Guðs orði því Nýja test- amenti eða Biblíu ætti að vera hægt að finna á flestum íslenskum heimilum.” sem víðast svo að fólk geti orðið handgengið orðinu. 200.000 eintök á 46 árum Gídeonfélagið breiddist brátt út um heiminn og árið 1945 var slíkt- félag stofnað á íslandi fyrir tilstuðl- an Vestur-íslendings að nafni Krist- inn Guðnason en hann naut aðstoð- ar Ólafs Ólafssonar kristniboða við verkið. Með stofnun Gídeonfélags- ins árið 1945 má segja að enn hafí verið brotið blað í íslenskri sögu. Félagið hófst fljótlega handa við að gefa skólabörnum eintak af Nýja testamentinu auk þess sem Gídeonfélagar hafa komió NT fyrir á hótelherbergjum, við sjúkrarúm Sigurbjörn Þorkelsson og víðar. Gídeonfélagar á íslandi hafa gefið eða komið fyrir um 210.000 eintökum af Guðs orði á þeim 46 árum frá því félagið var stofnað hér, mörgum landanum til mikillar blessunar. Nú hefur íslensk þjóð alla möguleika til þess að vera handgengin Guðs orði því Nýja test- amenti eða Biblíu ætti að vera hægt að finna á flestum íslenskum heimilum. Mikil breyting Á dögum Páls postula var hið prentaða orð ekki til, heldur varð \ segja sér fyrir verkum, jafnvel ekki Guð almáttugan. Það má því segja að þetta greinarkorn mitt sé til- gangslaust vindhögg, vanmáttug tilraun til að opna augu þeirra sem ekkert sjá nema smágróðavon á einu sviði, en loka augunum fyrir öllu hinum sem tapast. Það er of seint að ætla að forða sér, þegar botnlaust fenið er allt um kring og viðbúið að gleypa mann. Þau tíu atriði, hér að framan, eru samt verð nokkurrar umhugsunar, þó lítið tillit verði tekið til þeirra, en það hafa margir mér meiri og merkari orðið að þola. Allir sannir íslendingar hljóta að mótmæla öllum tilraunum til að koma landinu undir erlend yfirráð, undir hvaða yfírskini sem það er gert. Við eigum besta land í heimi, getum verið okkur nóg með flesta hluti ef ásóknin í hégóma og einskisvert glys og vitleysu væri ekki allsráðandi. Það er hrapallegur misskilningur að halda að allt sé betra í útlöndum. íslendingar eiga að lifa eftir forskrift sem hentar íslenskum aðstæðum. Við erum ekki tugmilljóna þjóð sem getum látið eftir okkur að haga okkur sem slíkar hvað varðar efnahag og fram- kvæmdahraða, — verið eins og út- spýtt hundsskinn um allan heiminn og eytt milljörðum í þann flæking á kostnað þeirra sem rétta eiga fyrir brýnustu nauðsynjum. Okkur kemur ekkert við um það hvernig það er hjá öðrum þjóðum, hvort þær eru hringlandi með öll sín „kerfi”, íslendingar þurfa ekki að hringla öllu á örfárra ára fresti í takt við aðrar þjóðir, það er nefnilega allt of dýrt fyrir svo fámenna þjóð að vera sífellt að breyta með ærnum kostnaði. Aðdáunin á öllu útlendu sýnir aðeins heimsku. Ráðamenn þjóðarinnar hafa lengi ekki snúið sér við, án þess að gá fyrst að því hvemig það sé í útlöndum. Allt er miðað við útlönd. Ég er viss um að ef það tíðkaðist í útlöndum að hafa gjaldmæli á hveiju heimili við allar snyrtingar, þá mundi strax verða uppi fótur og fít á stjórnar- heimilinu að koma því í kring, enda sjálfsagt töluverð gróðalind fyrir ríkið. Ég er löngu orðin leið á þessum samanburði við aðrar þjóðir. Við erum enn íslendingar og eigum enn ísland, besta land í heimi fyrir okk- ar fóstuijörð og þannig viljum við hafa það áfram. Við eigum ekki að selja landið okkar fýrir fáeina silfur- peninga. Höfundur er fyrrverandi húsmæðrakennari. að kunngjöra fagnaðarerindi Guðs um son hans Jesúm Krist munnlega eða skriflega eins og bréf Nýja test- amentisins gefa okkur til kynna. Eftir að prentlistin kom til sögunn- ar snemma á 15. öld var hægt að byija á því að láta prenta Biblíuna í ótal eintökum. Við þetta jukust möguleikarnir á því að koma fagn- aðarerindinu beint til almennings. Eftir því sem lestrarkunnátta fólks í heiminum eykst aukast möguleik- ar á því að útbreiða boðskap Bibl- íunnar. En þótt möguleikarnir aukist, þá nýtast þeir ekki nægjanlega vel ef fjárhagur þeirra sem stuðla að út- breiðslu Biblíunnar er takmarkaður og alls ekki sem skyldi. Island er þriðja landið þar sem Gídeonfélag var stofnað, en nú starfar félagið í 148 löndum í tæp- lega 6.000 félagsdeildum. Gídeon- félagar víða um heim bíða eftir að fá Guðs orð í hendur til þess að geta gefið einhveijum samlanda sínum, en Guðs orð er í fæstum löndum til á hveiju heimili eins og hér á landi. Kristnir íslendingar, sem þekkja mikilvægi þess að Nýja testamentið eða Biblían sé til á hveiju heimili, ættu að leggjast á eitt og gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að sem flestir einstaklingar í heim- inum megi kynnast sannleikanum, sannleikanum sem gjörir menn fijálsa samkvæmt Jóh. 8:31. Höfundur cr frnmkvæmdastjóri Gídeonfélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.