Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991
21
Reuter
„Þýsku ríki” mótmælt
Hugsanlegt er, að Volgu-Þjóðveijar, sem svo eru
kallaðir, afkomendur þýskra bænda, sem Katrín mikla
fékk til að setjast að í Rússlandi á 18. öld, stofni
sitt eigið sjálfstjórnarsvæði og í gær var sett í Moskvu
fyrsta þing þýskættaðra Rússa. Ekki eru þó allir
Rússar hrifnir af hugmyndinni um „þýskt ríki” innan
landamæra Rússlands og var myndin tekin þegar
henni var mótmælt í borginni Krasnojarsk.
Atlantshafsbandalagið:
Sovétmenn treysti ör-
yggi kjamavopna sinna
Taormina. lteuter.
Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) luku
tveggja daga fundi sínum á Sikiley í gær með því að hvetja Sovétrík-
in til að huga vandlega að öryggi kjarnorkuvopnabúrs landsins.
Margir telja að sovéska sambandsríkið muni leysast upp og þá sé
hætta á að vopnin falli í hendur óábyrgra aðila. Aður höfðu ráðherr-
arnir samþykkt að fækka kjarnavopnum bandalagsins um 80% í
samræmi við fyrri yfirlýsingar George Bush Bandaríkjaforseta.
Manfred Wörner, framkvæmdastjóri NATO, sagði á fréttamanna-
fundi að bandalagið þyrfti „um ófyrirsjáanlega framtíð” að ráða
yfir nokkur hundruð kjarnavopnum og sagði Evrópu aldrei geta
orðið kjarnorkuvopnalaust svæði.
„Kjarnorkuvopn hafa verið fund-
in upp og þeirri staðreynd verður
ekki breytt,” sagði Wörner. „Þess
vegna get ég ekki séð fyrir mér að
við getum losnað við öll kjarnavopn
í Evrópu.” Dick Cheney, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna, var
sammála og taldi kjarnavopnin vera
það sem tryggði öryggi bandalags-
ríkjanna þegar öllu væri á botninn
hvolft.
Enn er deilt um yfirstjórn kjarna-
vopnanna í Sovétríkjunum og vilja
Úkraínumenn ráða yfir einhveijum
hluta skammdrægu vopnanna. Auk
þess sem rætt var um sovésku
kjarnorkuvopnin á NATO-fundin-
um var fjallað um framtíð hundraða
ef ekki þúsunda Sovétmanna sem
kunna til verka við smíði slíkra
vopna en horfa nú fram á atvinnu-
leysi vegna takmörkunar vígbúnað-
ar. „Við höfum áhyggjur af því að
fólkið gæti reynt að selja einstökum
Sovétlýðveldum þekkingu sína eða
selja hana til útlanda og afleiðingin
gæti orðið útbreiðsla kunnáttu í
smíði kjarnorkuvopna,” sagði
ónafngreindur embættismaður
NATOl Hann benti á að írakar
hefðu verið langt komnir með smíði
kjarnavopna og bætti við: „Ráði
ríki yfir nægilegum fjármunum get-
ur það greitt fyrir slíka sérþekk-
ingu.”
Wörner og ráðherrarnir sem
sóttu fundinn vísuðu því á bug að
deilt hefði verið hart um tillögur
Frakka og Þjóðveija sem vilja að
Evrópuríkin komi á fót sérstöku
stórfylki á vegum Vestur-Evrópu-
bandalagsins er ekki lúti yfirstjórn
NATO. Bretar hafa gagnrýnt tillög-
una og segja að með þessu verði
stefnt í hættu einingu NATO.
Frakkar taka ekki þátt í hernaðar-
samstarfi NATO og sóttu því ekki
fundinn á Sikiley. Þeir eru andvígir
hinum miklu áhrifum sem Banda-
ríkin hafa í bandalaginu. Wörner
taldi tillöguna afar óljósa. „Hveijir
ættu að leggja til lið í stórfylkið?
Hvert ætti að vera hlutverk þess?
Hvar kæmi til greina að það yrði
notað? Hvernig yrðu tengsl þess við
varnarsveitir NATO?” spurði fram-
kvæmdastjórinn. Cheney lagði
áherslu á að hugmyndir Frakka og
Þjóðveija mættu með engu móti
verða til að grafa undan NATO og
þýskir ráðamenn segja að það sé
alls ekki markmiðið.
------t-M--------
■ PLAYA DE JIBACOA -
Rúmlega 1.850 manns hafa flúið
á flekum yfir hafið frá Kúbu til
Florída í Bandaríkjunum það sem
af er árinu. Flóttamennirnir eru
þegar orðnir fjórfalt fleiri en allt
árið í fyrra, er þeir voru 467. Auk
þess er talið að hundruð manna,
sem hafa reynt að flýja, hafi
drukknað eða orðið hákörlum að
bráð.
■ HELSINKI - Finnar hafa
ákveðið að verja sex milljörðum
marka, jafnvirði 90 milljarða ÍSK,
til mengunarvarna í Eistlandi og
til endurnýjunar tækjabúnaðar úr-
eltra orkuvera þar í landi. Er það
liður í alþjóðlegri áætlun um meng-
unarvarnir og hreinsun í landinu
en búist er við að önnur ríki sem
land eiga að Eystrasalti leggi pen-
inga til verksins sem talið er muni
kosta 3,5 milljarða dollara, jafnvirði
210 miíljarða ÍSK.
Bandaríkin;
Þingið hafnar tak-
mörkun byssueignar
Washington. Reuter.
FRUMVARP um að byssueign almennings í Bandaríkjunum
verði takmörkuð var fellt með miklum meirihluta atkvæða í
fulltrúadeild Bandaríkjaþings í fyrrakvöld, sólarhring eftir að
geðbilaður maður hafði myrt 22 menn í Texas og framið síðan
sjálfsmorð.
frumvarpsins sögðu að ef tak-
markanir þess væru þegar í gildi
hefði morðinginn þurft að hlaða
byssuna oftar og hugsanlega
hefði þá verið hægt að yfirbuga
hann fyrr.
Þingmenn, sem lögðust gegn
frumvarpinu, sögðu að það væri
ósanngjarnt fyrir veiðimenn og
skerti rétt bandarísks almenn-
ings til að eiga byssur. Þeir töldu
frumvarpið einnig illa unnið og
óskýrt.
Frumvarpið er liður í umfangs-
miklum lagabreytingum, sem
fyrirhugaðar eru til að stemma
stigu við glæpum. Það var fellt
með 247 gegn 177.
í frumvarpinu var gert ráð
fyrir að 13 tegundir sjálfvirkra
árásarvopna yrðu bannaðar. Þá
yrðu hleðsluhólkar í byssur tak-
markaðar við sjö skot.
Maðurinn sem framdi fjölda-
morðið í Texas notaði sautján
skota hleðsluhólka á skamm-
byssu sína. Stuðningsmenn
Viðreisn Sovétiíkjanna aðalefni ársfund-
ar helstu fjármálastofnana heims;
Tæki tíu ár þótt
allir legðust á eitt
Baiigkok. Rcuter.
ARSFUNDI Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk í
Bangkok í Thailandi á fimmtudag. Ræðumenn frá Vesturlöndum
voru ahnennt sammála um að aðstoða þyrfti Sovétríkin við að koma
efnahagsmálum sinum í betra horf en ágreiningur var um hvaða
leiðir skyldi fara. Almenna viðhorfið var að vandamálið væri ógnvæn-
lega stórt. Vegferð Sovétríkjanna í átt til markaðshagkerfis yrði
löng og ströng: ,JÞað tæki tíu ár jafnvel þótt allir legðust á eitt,”
sagði háttsettur embættismaður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Margir ráðherranna sem tóku til
máls lýstu ársfundinum sem sögu-
legum tímamótum þar sem lokið
hefði sjö áratuga einangrun Sovét-
ríkjanna í alþjóðaviðskiptum. Mál-
efni þriðja heimsins og almennur
hagvöxtur í heiminum féllu í skugg-
ann af vandamálunum sem við
blasa í Sovétríkjunum. Sovéski hag-
fræðingurinn Grígoríj Javlínskíj gaf
til kynna á blaðamannafundi hvers
vegna Sovétmenn hefðu stolið sen-
unni: „Sovétríkin ráða yfir kjarna-
vopnum og efnahagur þeirra er
hrynja.” Hann bætti því við að
vissulega væri um þróun að ræða
í Sovétríkjunum. „En ég veit ekki
hvort hún er fram á við eða niður
til heljar.”
Fjármálaráðherrar sjö helstu iðn-
ríkja heims ákváðu að senda full-
trúa til Moskvu á næstunni til að
aðstoða stjórnvöld við að komast
að því hver bæri ábyrgð á 68 millj-
arða dala erlendum skuldum lands-
ins og til að afstýra reiðufjárþurrð
ríkisins sem nú vofir yfir. Tillaga
Bandaríkjamanna um skammtíma-
aðgerðir til hjálpar Sovétmönnum,
sem meðal annars fólust í því að
þeir fengju frest á afborgunum af
lánum, mætti mikilli andstöðu Þjóð-
veija. Þeir eru helstu lánardrottnar
Bandaríska leyniþjónustan:
Nefnd öldungadeildarmnar
samþykkir tilnefningn Gates
Washington. Reuter.
Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings féllst í gær
á tilnefningu Roberts Gates í embætti yfirmanns bandarísku leyni-
þjónustunnar CIA og mælti með því að deildin staðfesti hana.
Sovétmanna og sögðu að ráðstöfun
af þessu tagi myndi eyðileggja við-
skiptatraust Sovétmanna sem hefur
verið mikið. Fulltrúar iðnríkjanna
sjö virtust hins vegar sammála um
að efnahagsmálum sovésku lýðveld-
anna yrði betur borgið ef gerður
yrði sáttmáli Sovétlýðvelda um
efnahagssamstarf.
Armenía;
Stórsigur Ter-
Petrosjans
Jerevan. Reuer.
SAMKVÆMT bráðabirgða-
tölum fékk Levon Ter-Petro-
sjan 83% atkvæða í forseta-
kosningunum í Armeníu á
miðvikudag. Næstur kemur
Paruir Hairikjan sem fékk
7,21% atkvæða.
„Þetta sýnir að almenningur
trúir á stefnu Tet'-Petrosjans
sem felst í stöðugleika sem
tryggir raunverulegt öryggj og
hreyfingu í átt til sjálfstæðis
og efnahagslegs fullveldis,”
sagði Ashot Artinjan, talsmað-
ur armenska þingsins.
Ellefu þingmenn greiddu atkvæði
með tilnefningunni en fjórir á móti.
Anstæðingar hennar og nokkrir
stuðningsmenn höfðu sagt að þeir
hefðu efasemdir um hana vegna
þáttar Gates í íran-kontramálinu,
tengsla hans við William Casey,
fyrrverandi yfirmann CIA, og
harðrar afstöðu hans til Sovétríkj-
anna á árum kalda stríðsins. Stuðn-
ingsmenn hans sögðu hins vegar
að hann hefði lært af mistökum
sínum og væri - vegna reynslu
sinnar sem næst æðsti maður leyni-
þjónustunnar - kjörinn til að hafa
yfirumsjón með þeim viðamiklu
breytingum sem fyrirhugaðar eru á
starfsemi hennar í kjölfar hruns
kommúnismans í Sovétríkjunum.
i Lóninu á Hótel Loftleiðum sunnudaginn 20.
október á milli kl. 12 og 14
Verð aðeins kr. 1.395,-
Jón Baldursson heimsmeistari í bridge spjallar við
matargesti og svarar fyrirspurnum.
Borðapantanir í síma 22321.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
í hddeginu