Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 í i | i f Hyasintur inni og úti Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 226. þáttur Enn er laukakauptíðinni ekki lokið og vafalaust er ennþá til tals- vert úrval af laukum hvort heldur er til ræktunar úti eða inni. Hyasintur - goðaliljur - eru þau laukblóm sem hvað lengst haf ver- ið ræktuð hér á landi, framan af voru þær nær eingöngu ræktaðar í vatni í þar til gerðum glösum. Ekki virðast vinsældir þeirra minnka með árunum enda koma svo til árlega fram nýjungar bæði hvað liti og blómfegurð snertir. Ekki fer á milli mála að hyasintur eru allra lauka vinsælastir að „drífa” til blómgunar um jól, en tii þess að svo megi verða þarf um það bil 8 vikur og því á mörkunum að það takist þetta haustið. Þó kann að vera að fá megi tegundir sem þurfa skemmri tíma í ræktun og kemur hin bleika „Anna-María” þar e.t.v. til greina. En ekki má miða hyasintur ein- göngu við inniræktun, því að sem garðblóm eru þær afburða glæsi- legar og ræktun þeirra á ekki að vera neinum vandkvæðum háð ef þær eru í góðum, frjóum og vel framræstum jarðvegi, lítið eitt sandbornum. En varlega skal tre- ysta því að þær beri blóm nema einu sinni. ☆ Það er nú orðið æði iangt síðan að birst hefur skrá um Blóm vik- unnar. Lesendur sem safna þessum pistlum — og þeir virðast allmargir — hafa eindregið óskað eftir siíkum yfirlitum. Eftirfarandi er fyrir árið 1989 en sams konar skrá yfir árið 1990 mun svo birtast innan fárra vikna. Skrá um Blóm vikunnar 1989 Tölus. Fyrirsögn Höfundur Birt 122 Vorkveðja Sigríður Hjartar 6. maí 123 Lækningablóm Margrét Ólafsdóttir 21. maí 124 Hundatunga Ágústa Björnsdóttir 28. maí 125 Geitabjalla Ágústa Bjöynsdóttir 3.júní 126 Hjartasteinbrjótur Sigurlaug Ámadóttir 10. júní 127 Salat Kristín Gestsdóttir 17. júní 128 Geitaskegg — Jötunjurt Hólmfríður Sigurðardóttir 24.júní 129 Garðaskriðnablóm Sigurlaug Árnadóttir l.júlí 130 Síberíuvorblóm Hólmfríður Sigurðardóttir 8. júlí 131 Ljósberi Agnar Ingólfsson 15. júh' 132 Hófsóley Agnar Ingólfsson 22. júlí 1133 Músagin Margrét Olafsdóttir 29. júlí 134 Rósariddaraspori Hólmfríður Sigurðardóttir 5. ágúst 135 Dílatvítönn Hólmfríður Sigurðardóttir 12. ágúst 136 Piparrót Sigurlaug Árnadóttir 19. ágúst 137 Ská um Blóm vikunnar Ágústa Bjömsdóttir 26. ágúst 138 Lambagras Agnar Ingólfsson 2. september 139 Bjarnarrót Hólmfríður Sigurðardóttir 9. september 140 Dverghjarta Ágústa Bjömsdóttir 16. september 141 Telekia Hermann Lundholm 23. september 142 Tafla um haustlauka Hafsteinn Hafliðason 30. september 143 Holtasóley Agnar Ingólfsson 7. október 144 Pálsjurt Óli ValurHansson 14. október 145 Vetur gengur í garð Ólafur Björn Guðmundsson 21. október 146 Orkidea-Cymbidium Þórhallur Jónsson 28. október 147 Alpafjóla Óli Valur Hansson 7. nóvember 148 Nóvemberkaktus Óli ValurHansson 11. nóvember 149 Lítið eitt um rósir Kristján Jóhannesson 23. nóvember 150 Jólabegónía Óli ValurHansson 28. nóvember 151 Meðferðjólablómanna Óli ValurHansson 9. desember 152 Meðferðjólattjáa Kristinn Skæringsson 16. desember NÁTTÚRUFÆÐI TAKIÐ VETURINN MEÐ TROMPI Gunnhildur og Soffía verða með sýnikennslu í undirstöðu- atriðum jurtafæðis með makróbíótísku ívafi (korn, græn- meti, þang, baunir o.fl.). Námskeiðið verður haldið á „NÆSTU GRÖSUM" miðvikudaginn 23.10. ki. 20.30- 23.30 og laugardaginn 26.10. kl. 9.30-18.00. Upplýsingar á Matstofunni í síma 28410 og í síma 21537 milli kl. 19 og 20 á kvöldin. EES — Reisn eða auðmýking eftir Kjartan Norðdahl Samningaviðræðurnar um evr- ópskt efnahagssvæði (EES) snú- ast ekki lengur um það, hvort EFTA og EB geti komist að sam- komulagi á jafnréttisgrundvelii, heldur um það , hvort Norðmenn og íslendingar eigi að láta beygja sig í duftið. Lítið er geð guma Eftir að slitnaði upp úr þessum samningaviðræðum í sumar lét utanríkisráðherra íslands þau orð falla, að EB hefði auðmýkt EFTA. „Þetta er auðmýking”, segir Jón Baldvin, sbr. Dv. 30. júlí sl. „Trún- aðarbresturinn er ægilegur ”, seg- ir hann ennfremur í sama blaði. Núna, rúmum mánuði seinna, seg- ir sami ráðherra, ef marka má frétt í Morgunblaðinu 8. október sl., að EB hafi sýnt EFTA „yfir- gangssemi” og „þjösnaskap” í samningaviðræðunum. En trúnaðurinn virðist hafa brostið á fleiri stöðum en í samn- ingaherbúðum EB, því þrátt fyrir margyfírlýsta samstöðu EFTA- ríkjanna, ekki síst Norðurlanda, var ekki fyrr slitnað upp úr viðræð- unum en Svíar fóru að velta því fyrir sér , hvort ekki væri réttast fyrir þá að semja beint við EB, án þátttöku íslendinga og Norð- manna. Þar fór nú norræn sam- vinna fyrir lítið. Hverslu miklu af svikum, auð- mýkingum, yfírgangssemi og þjösnaskap, er háttvirtur utanrík- isráðherra, Jón Baldvin Hannibals- son, tilbúinn að kyngja til þess að hinn heittelskaði EES-samningur verði undirritaður? Á að sannast í þessum samn- ingaviðræðum, að sá sterki hrein- lega kúgi þann veikari? Undanlátssemi Ýmislegt hefur komið fram síð- an upp úr slitnaði í sumar, sem sýnir, að ráðamenn þessara þjóða, Norðmanna og íslendinga, eru að láta taka sig á taugum. Þannig má lesa í blöðunum, að Norðmenn séu hættir við að setja á oddinn fijálsan aðgang með fiskafurðir sínar á evrópumarkaðinn, þeir eru farnir að skæla og segja nú - ætli sé ekki best að ganga bara í EB! íslensku ráðherrarnir fóru einn- ig strax að gefa eftir - fóru að ýja að rýmkuðum löndunarrétti EB-skipa, sem kostaði hörð mót- mæli LIÚ, innflutningi á landbún- aðarafurðum (sem menn höfðu áður talið vera utan samnings), bændastétt íslands til skelfíngar, og því, að 85% niðurfelling tolla, að vísu í áföngum, væri nú ansi mikill afsláttur! Og fleira og fleira. En hver var afstaða ísiensku ríkisstjórnarinnar í upphafi þess- arar ömurlegu samningafarar? (Hér er aðeins verið að ræða um fiskinn enda fást ráðamennirnir ekki til að ræða um neitt annað). Forsendur íslendinga Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, lýsti forsendum ís- lendinga, hvað varðar höfuðkröf- una „um ótakmarkaðan tollfijáls- an aðgang að mörkuðum EB fyrir fiskafurðir okkár”, svo á Alþingi 16. maí sl.: „Mér finnst full ástæða til að taka það mjög skýrt fram þannig að enginn velkist í vafa um að það er forsenda fyrir því að við ger- umst aðilar að væntanlegum samningi um evrópskt efnahags- svæði að við fáum þessari kröfu um tollfijálsan aðgang framgengt á þeim forsendum sem við höfum lagt fram. Það er ekkert til um- ræðu og getur ekki komið til álita að við gerumst aðilar að samn- ingnum ef þetta mál hangir í lausu lofti eða er sett fram af Evrópu- bandalagsins hálfu með ófullnægj- andi hætti. Það er mjög mikilvægt á þessu stigi að viðsemjendur okk- ar í Evrópubandalagingu viti að frá þessu ætlum við ekki að víkja.” Þessi krafa íslendinga, að fá ótakmarkaðan (þ.e. 100% en ekki 85%) tollfijálsan aðgang að mörk- uðum EB fyrir íslenskar sjávaraf- urðir og að EB viðurkenni að öllu leyti fyrirvara íslendinga um fjár- festingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegi óg fiskiðnaði, hefur síðan verið margítrekuð. T.d. í DV. 25. júní s.L, en þar segir svo:„Hins vegar er það alveg kristaltært að við höfum ekki um neitt frekar að semja í þessu efni og erum Kjartan Norðdahl „Hefur framkoma tals- manna EB í þessum samningaviðræðum hingað til gefið tilefni til að ætla að í framtíð- inni muni sanngirni og jafnrétti ráða í viðskipt- um okkar við risaband- alagið?” komnir á endamörk samninga og Evrópubandalagið verður að gera sér grein fyrir því” (Þorsteinn Pálsson). Hér er hressilega talað og ekkert dregið af. Og í Morgun- blaðinu 13. ágúst s.L, en þar segir: „Davíð Oddsson sagði að það væri áfram ófrávíkjanleg krafa íslensku ríkisstjórnarinnar að sjáv- arafurðum yrði veittur fullur að- gangur að mörkuðum EB.” Nú er það bara spurningin - ætlar ríkisstjórnin að standa við stóru orðin, eða ætlar hún að éta þau ofan í sig og lúffa í auðmýkt fyrir EB? Hefur framkoma talsmanna EB í þessum samningaviðræðum hingað til gefið tilefni til að ætla að í framtíðinni muni sanngirni og jafnrétti ráða í viðskiptum okk- ar við risabandalagið? Svari hver fyrir sig. Höfundur er flugstjóri og lögfræðingur. Jarðarför Júgóslaviu eftir Önnu Benkovic Hvað er „Júgóslavía”? Svarið er einfalt: Júgóslavía var sambandsríki sex þjóða á Balkan- skaga. Júgóslavía er ekki lengur til Valdbeitingin sem sambandsher Júgóslavíu stendur nú fyrir í Kró- atíu á sér enga stoð í fyrirskipun- um réttkjörinna stjórnvalda í Júgóslavíu. Af þeim sökum verður að líta svo á að stjómkerfí ríkisins hafi nú þegar liðast í sundur og að valdbeitingin sé ekki í þágu Júgóslavíu sem heildar, heldur öfgafullt, löglaust og óréttlætan- legt ofbeldi í garð fijálsrar þjóðar. Getur ísland með góðri sam- visku viðurkennt sambandsríki Júgóslavíu þegar tvær þjóðir af sex hafa sagt sig úr sambandinu af fullri alvöru og föstum vilja? Er ekki kominn tími til að ísland taki af skarið gegn þeim fyrir- slætti að um innanríkisátök í „Júgóslavíu” sé að ræða? R AUSTUR- RÍKI > UNGVERJALAND / Ú M E SLÓVENÍA ( N ^ 1 * V>JODINA'-\ í A Q v a / BELGRAD ^ BOSNÍA- ° O VHERSEGÓVÍNA< < SERBÍA ( „íslendingar gætu nú komið einni slíkri þjóð til hjálpar með við- brögðum sínum á al- þjóðavettvangi” Hvað er að gerast? Sókn sambandshersins er ann- ars vegar fólgin í þjóðernisstefnu Serba, sem miðar að útþenslu Serbíu (sbr. „Stór-Serbía”) og hins vegar í alræðishugmyndum kommúnismans, og þá sérstaklega innan hersins (einnig hefur verið talað um trúarstríð). Harðlínu- kommúnistar hafa ekki nema um tvennt að velja til að halda ríkinu saman; útrýma þjóð Króata, sem þráir frelsi og sjálfstæði, eða kúga hana til hlýðni og undirgefni. Ráðist er á allt sem heldur þjóð- inni saman og gefur henni von. Ómetanleg menningarverðmæti Króata, kirkjur þeirra og aðsetur stjórnvalda í Zagreb eru sprengd og eyðilögð. Því skora ég á íslensk stjórn- völd að viðurkenna tafarlaust sjálfstæði Króatíu. Með viðurkenn- ingu sinni á sjálfstæði Litháens vakti ísland von og frelsisþrá ann- arra þjóða sem bjuggu við svipað- ar aðstæður. íslendingar gætu nú komið einni slíkri þjóð til hjálpar með viðbrögðum sínum á alþjóða- vettvangi. Höfundur er heimspekincmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.