Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 11 og fjölbreytilegar. Sennilega er það af ráðnum hug gert því að þessi ! iðja hefur verið stunduð um ára- | tuga skeið og er margt mynstrið | og lögunin mér í fersku minni frá í bernskuárum mínum. Þetta er þannig mikilvæg og sallafín heim- ilisiðja auk þess sem konur dund- uðu við þetta í saumaklúbbum og var hér mikill metnaður ríkjandi um gott og nákvæmt handbragð. En mynstrið vildi verða staðlað tískufyrirbæri og þannig jaðraði það við hreina sérvisku og oflæti I að koma fram með eigið sérhannað Imynstur. En það gerðu þó sumar konur svo sem sjá má dæmi um á sýningunni, og það er um leið merkasta framlagið að mínu mati. Nefni ég hér einkum sessur eftir ,Málfríði Einarsdóttur, sem vílaði : ekki fyrir sér að vinna upp úr hug- myndum Mondrians og „De Stijl”, en gerði einnig frumlega hluti frá eigin btjósti eins og Sessa (57) og Veggteppi (56). Þá vöktu sessur Vigdísar Pálsdóttur einnig athygli mína einkum nr. 96—97 sem eru 6 sessur í ýmsum saumagerðum • og fijálsri útfærslu. Þá ber að geta framlags Elsu E. Guðjónsson, sem ber hinni gagnmenntuðu listíða- konu vitni og einkum þótti mér mikið koma til sessuborðanna nr. 8, 9 og 10. Þá er veggteppi Hönnu Þorsteinsdóttur (29) mjög vel gert. Það er saumað eftir textaspjaldi úr Skarðskirkju en Þórður Runólfs- son aðstoðaði við gerð mynsturs- ins. Veggtéppi Iðunnar Reykdal er forkunnarfagurt en í því þekja byz- antískir hringir flötinn, en innan í þeim eru myndir af helstu goðun- um. Á dökka bekknum má lesa upphaf og viðlög úr Völuspá. Öll veggteppi Kristrúnar Benediktss- onar eru með sérhönnuðu mynstri og þar er nr. 43, „Trú, von og kærleikur” hvað hrifmest. Bútasaumsteppi Milly Miiller úr gömlum kjólum, þræddum á vatt og síðan hannaðir af fingrum fram eru hin athyglisverðustu og vegg- teppi Sigrúnar Ólafsdóttur sem eru með sérhönnuðu mynstri eru mjög vel gerð, einkum rautt teppi sem segir af Sæmundi fróða og konu hans (77) ásamt refli með myndum úr Sturlungu (79). Alls eru yfir hundrað munir á sýningunni sem er kannski fullmik- ið en ber þó athafnasemi kvenna og fjölbreytni í vinnubrögðum fag- urt vitni. Auðvitað er svo ýmislegt fleira sem vert væri að nefna og það er gefið að á slíkri sýningu kann manni að yfirsjást eitthvað, en þetta er ekki sérhannað sýning- arhúsnæði og dálítið erfitt að nálg- ast suma sýningarmunina. Auk þess er ég lítill sérfræðingur á út- saum. Allar sýningar heimilisiðnaðar- búðarinnar, sem ég heft séð hafa verið hinar athyglisverðustu og þessi er enn eitt blóm í hnappagat forsvarsmanna verslunarinnar og innan hennar ríkir hlýlegur bragur íslenskra listíða. Jón Leifs Petri Sakari Sinfóníutónleikar _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Fyrstu áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands marka upphaf vetrarstarfsins og voru fyrstu tónleikarnir í svonefndri gulri tónverkaröð þar sem meg- ináhersla er lögð á fiutning stærri hljómsveitarverka. Á tónleikunum sl. fímmtudag voru flutt þrjú verk; Prag-sinfónían eftir Mozart, Fine I eftir Jón Leifs og Konsert fyrir hljómsveit eftir Bartók. Stjórn- andi var Petri Sakari. Prag-sinfónían er fallegt verk og ein af bestu sinfóníum meistar- ans. Mikilvægt er að lögð sé áhersla á tærleik í samhljómi og hrynræna skerpu. Tærleiki er ekki aðeins að leika hreint, heldur og að t.d. sterkur samhljómur verði ekki ofurliði borinn af undirrödd- um og eins og átti sér stað í nokkr- um tilfellum, að pákuhljómurinn sé ekki of mikill. Víða vantaði „nettleika” og einnig var munur- inn á veikum og sterkum leik ekki mikill, nánast oft flattur út í eitt „mezzoforte” (meðalsterkt). Hrynræn skerpa næst ekki með því að leika hratt og að því leyti til var margt dauflega útfært i þessu verki, rétt sem verið væri að leika það af blaði. Nokkuð kvað við annan tón í Fine I eftir Jón Leifs, þar var leik- ur hljómsveitarinnar mjög vel út- færður og leikið með styrkieika- hlutföll af glæsibrag. Verkið er byggt á sterkum andstæðum í tónskipan og styrkleika og er merkilegt hversu tónmál þess fell- ur vel að hugmyndum nútímans um samspil styrkleika og tónstöðu sem framvindu tónverks, án þess að unnið sé út frá tónlínum og samfléttan radda. Þetta fallega verk var mjög vel leikið undir stjórn Petri-Sakari. Stórvirki tónleikanna var hljómsveitar-konsertinn eftir Bartók og var þetta erfiða verk á köflum mjög vel leikið og eins og í verki Jóns Leifs mátti heyra fallega farið með ýmsar tónhend- ingar, bæði hvað varðar mótun blæbrigða og samspil einstakra hljóðfæraflokka, t.d. í öðrum þætti, sem er eins konar tvíleikur með andstæðar samstæður, sem skildar eru að með sálmi, leiknum á lúðra. Þriðji þátturinn er dapur- leg „elegía”. Þegar Koussevitzky heimsótti Bartók þar sem hann lá veikur á sjúkrahúsi og bað hann að semja fyrir sig hljóm- sveitarverk, var bæði heilsa Bart- óks og fjárhagur mjög bágur. Þrátt fyrir laka heilsu tókst Bart- ók að magna lokaþáttinn með ótrúlegum lífsþrótti og er hann mjög erfíður í leik. Stjórnandan- um, Petri Sakari, tókst að móta leik hljómsveitarinnar mjög vel, nema þá helst í fúgunni í úr- vinnslukaflanum, enda þarf þar mjög mikla nákvæmni í leik. Hvað um það, þá var leikur hljómsveit- arinnar í heild mjög góður og margir einstakir féiagar áttu þar fallega mótaðar tónhendingar og víða aðild að glæsilegu samspili. INNRÉTTINGAEININGAR sem seldar eru flatpakkaðar af lager Á LÆGRA VERÐI en þekkst hefur fyrir gæðainnréttingar VÖNDUÐ VARA frá Danmörku HÉRoc NÚ # Gásar Ármúla 7, Reykjavík Dropinn, málningarvöruverslun, Keflavík MálningarþjAnuslan hf, Akranesi Pensillinn byggingarvöruverslun, ísafirði Kaupf. Veslur-Húnvetninga, Hvammstanga Valsmiði sf, Akureyri Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík Kaupfélag Auslur-SkafMellinga, Höfn Verslunin Vik, Neskaupsstað Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli Húsgagnav. Reynisslaður, Vestmannaeyjum Verslunín Hamrar hf, Grundarfirði SAMA VERÐ HJA OLLUM UMBOÐSMONNUM Fataskápar, 100 cm, með 2 hurðum, 5 hillum, fataslá og sökkli: PlasthúðaSir verð frá kr. 16.900,- " Sf.a Sprautaðir hvítir eða spónlagðir beyki, verð frá kr. 21.600,- " Sf.gr. í verslunum sem selja HÉR OG NÚ innréttingar getur þú skoðað einingarnar og fengið bækling með nákvæmum upplýsingum og verðlista. Reykjavfk: Gásar Ármúla 7, sími 30 500 OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL.lO-16 Raðgreidslur . Ekkert út og afborganir til allt að 1 1 mánaða BjOiseOujS/jOny ■'i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.