Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 Hjóimminning: * AmiKárason ogKatr- ín Friðbjarnardóttir Látin eru með skömmu millibili hjónin á Hallbjarnarstöðum á Tjör- nesi í Suður-Þingeyjarsýslu, þau Katrín Friðbjarnardóttir, fædd 15. desember 1922, sem lést á Land- spítala 24. mars á þessu ári og Arni Kárason, fæddur 12. júní 1913, en hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur hinn 13. október síðastl- iðinn. Útför Árna verður gerð í dag frá Húsavíkurkirkju. Katrín var fædd og uppalin á nágrannabýlinu ísólfsstöðum sem er næsti bær utan við Hallbjarnar- staði. Foreldrar hennar voru þau hjónin Sigríður Ólafsdóttir og Frið- bjöm Sigurðsson. Systkinahópur- inn á ísólfsstöðum var stór. Systk- ini Katrínar voru þau Karólína, Aðalgeir, Eiður, Hreiðar, Sigurður, Amór, Ingólfur og Jóel. Þau era flest látin, eftir lifa þrír bræður, Sigurður, Arnór og Jóel. Árni var sonur Sigrúnar Árna- dóttur frá Þverá í Reykjahverfi af Laxamýrarætt og Kára Siguijóns- sonar bónda og hreppstjóra á Hall- bjamarstöðum. Árni bar nafn afa síns Árna Jónssonar frá Þverá í Reykjahverfi. Systkini Árna vora Guðný Hulda, Dagný, Ásdís, Sæ- mundur Bjarki og fóstursystir þeirra var Ánna Friðriksdóttir. Af börnum Sigrúnar og Kára lifa Ásdís og Sæmundur Bjarki, hin era látin. Katrín og Árni giftust 26. des- ember 1943 og börn þeirra eru Eiður múrarameistari á Hallbjarn- arstöðum, kvæntur Nönnu Foma- dóttur, Kári bóndi á Hallbjarnar- stöðum, kvæntur Fanneyju Sig- tryggsdóttur og Ingólfur sjómaður á Húsavík, eiginkona hans er Freyja Eysteinsdóttir. Öll eiga þau hjónin böm, bamabörn Katrínar og Árna era orðin níu. Hvorki á Hallbjamarstöðum né á ísólfsstöðum fóru sögur af mikl- um efnum. Katrín ólst upp í glöð- um, samhentum systkinahópi: Bræður hennar vora og eru anná- laðir hagleikssmiðir. Katrín var falleg stúlka og fönguleg. Hárið dökkt og augun brún, bjartleit í andliti. Fríðleik sinn og andlitsbirtu bar hún til hinsta dags þrátt fyrir erfið veikindi síðustu árin. Hlýja hennár og alúð entist til æviloka og þótt ljóst væri hvert stefndi er sár harmur kveðinn að bömum hennar og barnabömum. Lyndis- einkunn Katrínar birtist ekki hvað síst í húsmóðurstörfum hennar á Hallbjarnarstöðum, hreinlæti og eljusemi blasti hvarvetna við er inn var komið. Katrín var ekki fátöluð kona, þótt gestrisni hennar og góðvild væri ekki orðmörg. Bros- mildin og umhyggjan töluðu sínu máli án orða. Katrín var einstak- lega fáguð kona til orðs og æðis. Hún vissi sinn vilja en hljóðlát leysti hún heimilisstörfin af hendi, sinnti bömum og barnabömum, tók á móti gestum og gangandi eins og ekkert væri um að vera. Hún var hugi'ökk í veikindum sín- um og síðustu vikurnar á Landspít- ala var hún broshýr, glöð og ræðin ef þjáningarnar viku frá eina ögur- stund. ' Bæjarstæðið á Hallbjarnarstöð- um á Tjörnesi er fagurt. Bærinn stendur við Skjálfandaflóa hátt yfir sjó eða um 70 metra yfir sjáv- armáli. í nálægð eru gróin túnin, hjalið í bæjarlæknum, storkablágr- esið í lækjargilinu og rétt handan lækjarins aðrir Hallbjarnarstaðir þar sem bróðir Árna, Sæmundur Bjarki, og eiginkona hans Sigríður Parmesdóttir búa. Sé litið hærra og lengra sést vítt yfír Skjálfanda- flóann, Lundey, Flatey og Kinnar- Tjöllin til vesturs, til norðurs Gríms- ey, Mánáreyjar og miðnætursól á Jónsmessu, til austurs era holt, hæðir og ásar. Frá bænum era nokkur hundrað metrar niður að bjargbrúninni og Hallbjarnarstað- akamb varð áður að ganga niður að lendingunni við ósinn á Hall- bjamarstaðaá, sem fellur í allvíðu gili til sjávar. Gilið er djúpt en svo breitt á köflum að áður fyrr var sóttur þangað talsverður heyfeng- ur. Þungar byrðar hafa um aldir verið bornar á bak upp kambinn en um nokkurt árabil hefur verið akfært niður að lendingunni frá Ytritungu, sem er næsti bær fyrir sunnan Hallbjarnarstaði. Þegar tímar liðu batnaði efna- hagur og samgöngur urðu góðar. Torleiði og torfærur um gilin á leiðinni til Húsavíkur urðu að greiðri götu jafnt sumar sem vetur að kaWa.. í kvæðinu Útsær eftir Einar Benediktsson má lesa lýsingu á Skjálfandaflóa og Tjörnesi: Til þín er mín heimþrá, eyðimörk ópa og dýrðar, ásýnd af norðursins skapi í blíðu og stríðu. Hjá þér eru yngstu óskir míns hjarta skírðar. Útsær - þú ber mér lífsins sterkustu minning. - Ég sé þig hvíla í hamrafanginu víðu; ég heyri þig anda djúpt yfir útskaga grynning. Ofsinn og mildin búa þér undir bránni; þú bregður stórum svip yfir dálítið hverfi, þar lendingarbáran kveðst á við strenginn í ánni, en upplit og viðmót fólksins tekur þitt gervi. Ó, kveldsól á hafsins brotnu, blikandi speglum. Bjargejjan klæðist í liti með snjóbleikum dreglum. - Lognið þar ríkir. En boðamir bregða hrammi og bresta sem þmmur yfir dökknandi flæðum. Þegar Árni var í æsku, á búskap- arárum Sigrúnar og Kára foreldra hans á Hallbjarnarstöðum, var þar þríbýli. Þau bjuggu á hálfri jörðinni en á hinum helmingnum, sem skipt var í tvennt, bjuggu hjónin Ámi Sigurbjarnarson og Konstantína Siguijónsdóttir á öðrum bænum en á hinum Halldór G. Siguijónsson og eiginkona hans Steinþóra Guð- mundsdóttir. Á Hallbjarnarstöðum Blómaskreylingar Skreytingarþjónosto Muniðað blóm gleðja Miklatorgi sími 622040 Breiðholti sími 670690 Opið alla daga kl. 10-21 hefur sama ættin búið í rúmiega eina öld, fjórir bændur mann fram af manni, Sigutjón Halldórsson, Kári Siguijónsson, Árni Kárason og Kári Árnason sem býr nú á hálfri jörðinni á móti föðurbróður sínum, Sæmundi Bjarka. I afar snjöllum formála að bók- inni Reginfjöll að haustnóttum eftir Kjartan Júlíusson segir Halldór Kilj- an Laxness frá þeim sið þéttbýlis- fólks að eignast málverk af ástkær- um æskustöðvum og löngun þess að ganga inn í málverkið en ferðin verður ávallt endaslepp, því henni lýkur þegar ennið nemur við léreft- ið. Kjartan Júlíusson bóndi og rit- höfundur á Skáldstöðum Efri í Eyj- afirði hafði annan hátt á. Ekki verð- ur betur séð en hann hafí haldið sig að mestu heima við ásamt Finn- björgu eiginkonu sinni uns hann á efri árum gekk inn í málverkið sem hann hafði séð út um gluggann sinn eða á hlaðinu hjá sér. Hann hóf könnunarferðir um fjöll og firnindi og fann nýja furðuveröld. Hér er auðvitað vitnað mjög lauslega í listi- legan formála HKL. Fyrir mér hefur Árni móðurbróð- ir minn frá því fyrst ég man ávallt verið á ferð í myndinni sem ég á af Hallbjamarstöðum og umhverfi þeirra. Hann gerði hvorki víðreist um lönd né álfur en ferðaðist þeim mun meira á sínum heimaslóðum. Hann var jarðbundinn, kunnugur öllu milli fjalls og fjöru. Gróðrinum öllum, jafnt fjalldrapa og fífu, beiti- lyngi, blágresi sem og blómjurtum öllum; fuglum í mó eða við mar; veðrabrigðum, heiðríkju og hlýind- um, fannkomu og frostum, stormi og stórhríð, sjólagi og sjávarfangi. Árni var eldri sonur í hópi fimm systkina. Það kom snemma í hlut hans að hjálpa foreldram sínum fátækum í dagsins önn. Úngur að árum gekk hann til allra bústarfa jafnt sumar sem vetur, sinnti hey- skap og öðru sem að búsmala laut, kindum, kúm og hestum. Hann reri til fískjar út á gjöfulan flóann með föður sínum og systkinum, var for- eldrum stoð og stytta uns þau Katr- ín tóku við búinu að fullu árið 1949, þegar faðir hans féll frá. Arni kom oft glaður úr göngu um land sitt og ekki verður undan vikist að rifja upp glaðlyndi hans þótt kvaddur sé í hinsta sinn. Hann var gæddur einstakri kímnigáfu, gamansemi hans annáluð, hann var sannur sögumaður. Af litlu tilefni varð oft heil saga og þótt hann segði frá atvikum og Iýsti hátterni samferðamanna sinna var glettin frásögn hans allsendis græskulaus. Hann var mikill gleðigjafí og gestir á Hallbjamarstöðum nutu þess í ríkum mæli. Árni sagði skoðun sína á mönn- um og málefnum hispurslaust. Fað- ir hans hafði verið þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Árni fylgdi þeim flokki að málum alla tíð. Árni var svo hreinskiptinn að afdráttar- lausar skoðanir hans urðu ekki deiluefni þótt viðmælandi væri ann- arrar skoðunar. Hallbjamarstaðir eru í miðri sveit og þar hefur um langa hríð verið samkomustaður og einnig barna- skóli á meðan hann var starfræktur á Tjörnesi. Á uppvaxtarárum Árna var því oft fjölmennt. Þar fæddist og ólst upp hópur glaðra drengja á þremur bæjum auk systra og fóst- ursystur Árna. Síðar á ævinni tók Árni talsverðan þátt í félagsmálum í heimahéraði, hann var um skeið formaður Ungmennafélags Tjör- ness. Ásamt sveitungum sínum lögðu þeir bræður Árni og Sæmund- ur Bjarki nótt við dag við byggingu félagsheimilisins Sólvangs og gáfu lóð undir húsið og íþróttavöll. Árni var einstaklega eljusamur, ötull og hreinlatur. Synir hans, Eið- ur og Kári, reistu sér báðir íbúðar- hús skammt frá Hallbjarnarstöðum. Það var engu líkara en sáð hefði verið til þeirra húsa rétt handan hlaðvarpans og þau vaxið upp eins og undarlegur jarðávöxtur, því frá upphafi óx grasið þétt að öllum útveggjum. Á æskuárum Árna fóru menning- arstraumar um hérað. Þótt bóka- kostur væri af skornum. skammti var lestrarefni ætíð nóg því Kári, faðir Árna, var bókbindari. Ljóðin vora lesin og skáldin elskuð og eru vonandi enn. Snemma fór Ámi að handijatla bækur. Fjögurra ára gamall náði hann í ljóðmæli Páls Olafssonar sem Jón bróðir Páls gaf út en mynd af Páli er fremst í bók- inni. Bókin var og er í eigu Ásdísar systur Árna. Árni var ekki farinn að lesa ljóð á þessum aldri en greip til litakassans. Lítil vísa eftir föður hans lýsir vel andrúmsloftinu í bað- stofunni á Hallbjamarstöðum: Ámi minn hann er svo blár, - eldist bók í lánum. Grænt hann málar gránað hár á gamla Páli - dánum. í Hallbjarnarstaðakambi er að finna svonefnd Tjömeslög. Þetta era sjávarsetlög, heilleg jarðmynd- un um 500 metrar að þykkt, mynd- uð á þúsundum milljóna ára frá því á plíósentímanum fram á síðari hluta ísaldar. Jarðlögin veita dýr- mætar upplýsingar um dýralíf, gróður og loftslag á myndunartíma. Kári, faðir Árna, aflaði sér fróðleiks um þessi jarðlög eftir mætti við lestur jarðfræðirita og með athug- unum á lögunum sjálfum og synir hans, Árni og Sæmundur Bjarki, tóku þátt í þessari fræðaleit. Lögin hafa löngum haft mikið aðdráttar- afl bæði fýrir ferðamenn en ekki síður fyrir jarðvísindamenn, inn- lenda sem erlenda. Fjöldi þeirra dvaldist á heimili Árna og Katrínar um lengri eða skemmri tíma. Heimilislífið á Hallbjamarstöðum mótaðist því annars vegar af kyrrð sveitarinnar en á hinn veginn bar það ótrúlega oft við að hámenntað- ir vísindamenn fluttu með sér fróð- leik og andblæ frá fjarlægum lönd- um. Eldri bræðumir, Eiður og Kári og fjölskyldur þeirra voru upphaf- lega að nokkra í skjóli Katrínar og Áma uns að hlutverkaskiptum kom og bræðurnir ásamt eiginkonum sínum urðu þeirra hlífiskjöldur. Þá fylgdi hugur foreldranna syninum Ingólfí með fyrirbænum, þegar hann sótti sjóinn langt út á Skjálf- andaflóa, einn á opnum báti í við- sjálum veðrum. Um það leyti sem Katrín lést var ljóst að Árni var haldinn ólæknandi sjúkdómi. Eftir lát hennar reis hann enn upp þótt honum væri ljóst hvert stefndi. Hann rifjaði upp liðna tíð sér til hugsvölunar, efldi enn á ný gömul tengsl við ættingja og vini og þá ekki hvað sist systur sína, Ásdísi, en samband þeirra var alla tíð mjög náið. Síðastliðið sumar þegar fætur Áma gátu vart borið hann lengur, hann var í rauninni dauðvona leit- aði hugur hans vítt um þær lendur þar sem hann ferðaðist áður. Var samur við sig og bar þungan kvíð- boga fyrir örlögum fénaðar, fugla og fiska — ekki að ástæðulausu. Katrín og Ámi vora mjög þakk- lát þeim læknum sem önnuðust þau í Reykjavík og á Akureyri en auðvit- að leituðu þau mest til Húsavíkur og þakklátssemi þeirra til lækna og hjúkrunarfólks á Sjúkrahúsinu á Húsavík duldist engum. Á leiðarenda kveðjum við ætt- ingjar og vinir þau Katrínu og Árna með sárum söknuði. Blessuð sé minning þeirra og blessun fylgi sonum þeirra tengdadætrum og afkomendum öllum. Kári Sigurbergsson t Ástkær móðir okkar og amma, MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 17. október 1991. Sigriður T ryggvadóttir, Elín Tryggvadóttir, Unnur T rygg vadóttir, Anna Tryggvadóttir, Ragnheiður T ryggvadóttir, Líllý Jónsdóttir. t Móðir mín, SIGURVEIG GUTTORMSDÓTTIR, lést á Reykjalundi 18. október. Fyrir hönd barna minna, tengdabarna og barnabarna, Anna Sigríður Gunnarsdóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, ANDREW ÞORVALDSSON, Hátúni 47, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. október kl. 15.00. Sigrún Andrewsdóttir, Grétar Áss Sigurðsson, Kristfn Andrewsdóttir, Kristján Jóhannsson, Hulda Hjálmarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts sonar okkar, KJARTANS JÓNSSONAR. Jón Einarsson, Helga Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.