Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 KORFUKNATTLEIKUR KörfuboKi eins og hann gerist bestur hér á landi - þegar íslandsmeistarar Njarðvíkur sigruðu bikarmeistara KR „ÞAÐ var hrein unun að horfa á þennan leik því liðin léku _ körfubolta eins og hann gerist " bestur hér á landi,” sagði Kol- beinn Pálsson formaður KKÍ sem fylgdist með leik íslands- meistara Njarðvíkinga og bik- armeistara KR í Njarðvík í gær- kvöldi. Njarðvíkingar sem fóru lengstum á kostum sigruðu örugglega 96:81 og eru þvíeina liðið sem ekki hefur tapað leik ísínum riðli. Leikurinn var jafn framan af í fyrri hálfleik og léku liðin bæði hraðan og skemmtilegan ■■■I körfuknattleik. Björn Njarðvíkingar náðu Blöndal síðan að síga framúr sknfarfrá 0g j hálfleik höfðu _ þeir 10 stiga for- skot, 50:40. í síðari hálfleik juku heimamenn enn forskot sitt og voru komnir í 26 stiga mun 84:58. Þá slökuðu þeir á um tíma og það voru KR-ingar fljótir að notfæra sér. Þegar 4 mínútur voru til leiksloka var munurinn kominn niður í 11 stig, 86:75. En þá sögðu Njarðvík- ingar hingað og ekki lengra og juku .aftur forskot sitt síðustu minúturn- ar. „Njarðvíkingar eru sterkir, þeir sýndu afbragðs leik og hittni þeirra var frábær. Um mitt lið er það að segja að við hittum ekki eins vel og þeir — og einnig voru okkur mislagðar hendur í vörninni,” sagði Birgir Guðbjömsson þjálfari KR- inga. „Við lékum vel, en það er alltaf erfitt að halda góðu forskofi. Strákarnir fóru að slaka á þegar munurinn var orðin 26 stig og það gengur ekki gegn jafn sterku liði og KR, enda voru þeir fljótir að refsa okkur,” sagði Friðrik Rúnars- son þjálfari UMFN. Teitur Örlygs- son, Rondey Robinson og Friðrik Ragnarsson í liði UMFN voru bestu menn vallarins og saman skoruðu þeir 81 stig. Einnig var Kristinn Einarsson drjúgur. Hjá KR var Bandaríkjamaðurinn Jon Baer best- ur ásamt Guðna Guðnasyni. Teitur Örlygsson lék með UMFN á ný eftir veikindi og skoraði 34 stig. KNATTSPYRNA Hörður ekki til Spánar Hörður Magnússon, lands- liðsmaður í knattspyrnu, fer ekki til spænska 2. deildar- liðsðins Merida eins og til stóð. „Þetta er úr sögunni eins og staðan er í dag. Það tókust ekki samningar milli mín og klúbbs- ins," sagði Hörður við Morgun- blaðið í gær. Til stóð að hann gerði sex mánaða leigusamning við félagið. „Ég gat ekki fellt mig við þá skilmála sem þeir settu fram,” sagði Hörður. UM HELGINA Handknattleikur Laugardagur 1. deild karla: WrSeltjarnarn. Grótta-Haukar....kl. 16.30 Garðabær Stjarnan-UBK.......kl. 16.30 1. deild kvenna: Höllin KR-Valur...................kl. 15.00 Seltjamarn. Grótta - Haukar.kl. 15.00 2. deild karla: Akureyri Þór-Pjölnir..............kl. 14.00 Sunnudagur 1. deild kvenna: Höllin Víkingur-Ármann............kl. 15.00 2. deiid karla: Höllin Ármann - HKN...............kl. 20.00 Körfuknattleikur Laugardagur 1. deild karla: Egilsst. Höttur - Reynir..........kl. 14.00 Hagaskóli KFR-lA..................kl. 17.30 Seljaskóli iR-ÍS..................kl. 14.00 1. deild kvenna: Seljaskóli ÍR - ÍBK...............kl. 15.30 Sunnudagur ^Japísdeildin: Stykkish. Snæfell - UMFN....kl. 18.30 Borgarn. Skallagrímur - KR..kl. 16.00 Keflavík ÍBK - UMFG...............kl. 20.00 Akureyri Þór - Valur.............kl. 20.00 1. deild karla: Digranes UBK - Víkveiji..........kl. 16.30 Blak Laugardagur Kvennaflokkur Hagaskóli Víkingur - Þr. N.kl. 13.00 KA-húsið KA-Sindrf...............kl. 14.00 Húsavík Völsungur - UBK....kl. 14.00 Karlaflokkur Hveragerði Umf. Skeið - Þr. N.kl. 17.00 Sunnudagur Karlaflokkur Digranes HK - Þr. N..............kl. 14.00 Kvennaflokkur KA-húsið KA-UBK..................kl. 14.00 jDigranes HK - Þr. N.............kl. 15.15 Veggtennis Lacoste-Veggsport Skvassmót hefst í Vegg- sporti um helgina með keppni í opnum flokki B ásamt unglingaflokki. Helgina 26. - 27. verður keppt i kvennaflokki ásamt heldri manna flokki (eldri en 35 ára). Helg- ina 3. - 4. nóv. verður keppt í opnum flokki A. Úrslitaleikirmótsins verða síðan sunnu- daginn 4. nóv. Borðtennis Borðtennismót Víkings og Pizzahússins verður haldið í TBR-húsinu á morgun, sunnudag. Keppt verður með punktafyrir-* komulagi. Keppni hefst kl. 11.00 í meistara- flokki karla og kvenna. -»Qolf Golfklúbburinn Keilir verður með opið mót á Hvaleyrarholtsvelli í dag, laugardag. Skautar Skautasvellið ! Laugardal verður opnað í dag, laugardag. í dag og á morgun verð- ur svellið opið frá kl. 13.00 - 18.00. Að- gangseyrir fullorðinna er 200 krónur en 50 krónur fyrir börn. Knattspyrna _ Uppskeruhátíð knattspyrnudeild- ar Vals fyrir alla flokka verður að Hlíðarenda á morgm kl. 14. , j HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Bjarki fór á kostum - þegarVíkingarsigruðu heimamenn á Selfossi VÍKINGUR sigraði Selfoss með fjögurra marka mun, 29:33 í fjörugum leik á Selfossi. Að- sóknarmet var í íþróttahúsinu, samtals 750 áhorfendur, og mikil stemmning. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar til undir lok hans að Víkingar náðu afgerandi forystu sem þeir síðan héldu til loka leiksins. í upphafi var mikil spenna í leikmönn- um og greinilegt að Víkingar ætluðu sér ekki að fara á hnén fyrir Selfossliðinu eins og Valur mátti gera á dögunum. Það háði Selfossliðinu að Einar Guðmundsson leikstjórnandi var í leikbanni og þar var því veikur hlekkur í liðinu. Bjarki Sigurðsson Bjarki Sigurðsson gerði tíu mörk á Selfossi. var burðarás Víkinga og án hans hefði lítið gengið. Bjarki gerði mörg gullfalieg mörk úr snöggum upp- stökkum. Einnig var Björgvin Rúnarsson hornamaður mjög góð- ur. Birgir Sigurðsson átti oft í er- fiðri baráttu á línunni. Víkingar komust níu mörk yfir en Selfossliðið átti verulega góðan endasprett þar sem bræðurnir Sig- uijón Bjarnason og Gústaf léku aðalhlutverk í sóknum ásamt Einari Gunnari Sigurðssyni. Undir lokin varði Gísli Felix mjög vel og setti Víkinga út af laginu. Dómararnir höfðu ágæt tök á leiknum að því leyti að hann varð ekki harður en þeir gerðu nokkrum sinnum afdrifarík mistök gagnvart Selfossliðinu undir lokin þegar það var í sókn og voru fyrir bragðið ekki vinsælustu menn hússins. Siguröur Jónsson skrifarfrá Selfossi HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Meistararnir sluppu með skrekkinn gegn nýliðunum ÍSLANDSMEISTAR Stjörnunn- ar mega þakka fyrir nauman sigur gegn nýliðum ÍBK i Kefla- vík í gærkvöldi. Leikurinn end- aði 19:18 fyrir Stjörnunni. í Höllinni burstuðu FH-stúlkur Ármann 29:14 og Fram vann ÍBV 24:13. Leikreynsla Stjörnunnar vóg þungt gegn ÍBK. Nýliðarnir voru yfir svo til allan leikinn og leiddu í leikhléí 11:9. Hanna Katrín ÍBK hafði einnig Fríöriksen frumkvæðið í síðari skrífar hálfleik, allt þar til taugaspennan fór að gera vart við síg. Stjarnan gekk á lagið og jafnaði í fyrsta skipti þeg- ar tvær mínútur voru til leiksloka. Sigucmarjcið kom gsíðu^íp njínútu.1 .niiin4iled.6nnnrii I Mörk ÍBK: Hajni Mezei 6, Ólafla Bragadóttir 5, Eva Sveinsdóttir 5, Þuríður Þorkelsdóttir 2. Mörk Stjörnunnar: Margrét Vilhjálmsdóttir 6, Ragnheiður Stephensen 6, Harpa Magnús- dóttir 3, Sigrún Másdóttir 2, Guðný Gunn- steinsdóttir 1 og Herdís Sigurbergsdóttir 1. Fram stakk af í seinni hálfleik Framarar unnu stóran sigur á ÍBV í gærkvöldi. Jafnt var á öllum tölum framan af, en þegar staðan var 5:5 kom lélegur leikkafli hjá ÍBV. Framstúlkur nýttu sér það vel og voru yfir í leikhléi var 10:5. ÍBV-liðið var heillum horfið í síð- ari hálfleik og eftir 10 mínútur var munurinn orðinn tíu mörk. Leikur- inn endaði 24:13. Mörk Fram: Inga Huld Pálsdóttir 6, Kristfn Þorbjörnsdóttír 4, Díana Guðjónsdóttir 4/1, Ósk Víðisdóttir 2, Hulda Bjarnadóttir 2, Arna Steinsen 2/1, Ólafía Kvaran, Hrafnhildur , jiaevfupíjóttií hí Steinunn |Tómásdóttir 1, gór-j ■liiliiinit h enreBif liiíhl utir.J snliv I unn Garðarsdóttir 1. Mörk ÍBV: Sara Ólafsdóttir 3, Judit Esztor- gai 3, íris Sæmundsdóttir 2, Stefanía Guðjóns- dóttir 2, Ragna Jenný Friðriksdóttir 1, Ingi- björgJónsdóttir 1, Helga Kristjánsdóttir 1/1. Burst hjá FH FH-stúlkur fóru létt með að inn- byrða stórsigur á Armanni í gær. Yfirburðirnir voru miklir og var staðan í leikhléi 14:5. Leikurinn jafnaðist aðeins í síðari hálfieik, en endaði engu að síður með 13 marka sigri FH, 29:14. Mörk Ármanns: Ásta Stefánsdóttir 4, Ellen Einarsdóttir 3, Þórlaug Sveinsdóttir 2, Anna Einarsdóttir 2, Ágústa Sigurðardóttir 1, Svan- hildur Þengilsdóttir 1. Mörk FH: Jolita Klimavicene 7, Rut Baldurs- dóttir 5, Hildur Harðardóttir 4, Thelma Árna- dóttir 3 Björg Gísladóttir 3, Berglind Hreins- dóttir 2, María Sigurðardóttir 2, Eva Baldurs- dóttir 1, Sigurborg Eyjólfsdóttir 1, Ósk Sigur- gunnarsdóttir 1». . / ; < iuao' i < i;u- , Bgoliíiio'ig rnoJ Oiij rra inninilög i I ÚRSLIT KA-FH 28:33 íþróttahús KA, íslandsmótið í handknatt- leik, 1. deild karla, föstudaginn 18. október 1991. Gangur leiksins: 1:0, 3:2, 6:4, 7:6, 7:14, 8:16, 11:18, 14:22, 18:23, 19:27, 22:29, 24:31, 28:31, 28:22. Mörk KA: Stefán Kristjánsson 10, Sigur- páll Árni Aðalsteinsson 10/6, Alfreð Gísla- son 3, Árni Stefánson 2, Jóhann Jóhanns- son 1, Pétur Bjamason 1, Guðmundur Guð- mundsson 1. Varin skot: Axel Stefánsson 9/1, Björn Björnsson 2. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk FH: Hans Guðmundsson 10/2, Kristj- án Arason 6/1, Gunnar Beinteinsson 5, Þorgil óttar Mathiesen 5, Pétur Petersen 3, Hálfdán Þórðarson 2, Óskar Helgason 1, Sigurður Sveinsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 14/1. Utan vallar: 6 mínútur. Áhorfendur: Um 600. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson, og höfðu ekki fullomið vald á leiknum. HK-Fram 22:22 íþróttahús Digranesskólans, 1. deild karla i handknattleik, föstudaginn 18. október 1991. Mörk HK: Rúnar Einarsson 7/6, Michal Tonar 5, Gunnar Már Gíslason 5, Ásmund- ur Guðmundss. 3, Óskar Elvar Óskarss. 2. Varin skot: Magnús Stefánsson 10, Bjarni Frostason 8. Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Fram: Gunnar Andrésson 5, Jason Ólafsson 5, Karl Karlsson 4/1, Páll Þórólfs- son 3, Davíð B. Sigurðsson 3, Andri V. Sigurðsson 1, Andreas Hansen 1. Varin skot: Þór Bjömsson 5, Sigtryggur Albertsson 1. Utan vallar: 6 minútur. Áhorfendur: 230. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson voru ekki nógu ákveðnir í fyrri hálfleiknum og misstu tökin á leiknum í þeim síðari. «, ÍBV-Valur 29:29 Vestmannaeyjar, íslandsmótið í handknatt- leik - 1. deild karla, föstudaginn 18. okt. 1991. Gangur leiksins: 1:1, 4:1, 6:5, 8:7, 11:10, 13:16, 15:19, 16:21, 19:22, 21:26, 27:29, 29:29., Mörk ÍBV: Gylfi Birgisson 9, Zoltan Belany 8/3, Guðfinnur Kristmannsson 7, Sigurður Gunnarsson 3/1, Sigbjörn Óskarsson 1, Erlingur Richardsson 1. Varin skot: 8 (þar af 1 sem fór aftur til mótheija), Ingólfur Amarsson 2. Utan vallar: 12 mín. Mörk Vals: Brynjar Harðarson 9/3, Valdi- mar Grimsson 7/3, Július Gunnarsson 5, Finnur Jóhannsson 3, Dagur Sigurðsson 3, Ingi R. Jóhannsson 2. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 12/1 (þar af 3 sem fór aftur til mótheija). Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Guð- mundur Sigurbjömsson. Voru ekki góðir. Áhorfendur: 400. Selfoss - Víkingur 29:33 Iþróttahúsið á Selfossi, ísiandsmótið í hand- knattleik, 1. deild karla, föstudaginn 18. október 1991. Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 2:4, 4:5, 6:6, 6:9, 8:9, 9:11, 10:13, 11:16, 11:17, 13:18, 14:18, 15:20, 16:24, 17:25, 18:26, 19:28, 23:28, 24:29, 25:30, 27:31, 28:32, 29:33. Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 10, Birg- ir Sigurðsson 8, Björgvin Rúnarsson 8, Gunnar Gunnarsson 3, Ámi Friðleifsson 3 og Guðmundur Guðmundsson 1. Utan vallar: 4 minútur. Mörk Selfoss: Einar Gunnar Sigurðsson 7, Siguijón Bjarnason 7, Gústaf Bjarnason 7, Sigurður Sveinsson 4, Jón Þórir Jónsson 3 og Kjartan Gunnarsson 2. Utan vallar: 4 minútur. Dómarar: Runólfur B. Sveinsson og Hlynur Jóhannsson. Áhorfendur: 750. Fj. leikja U J T Mörk Stig FH 3 3 0 0 86: 62 6 VÍKINGUR 3 3 0 0 86: 72 6 FRAM 3 1 2 0 67: 66 4 HK 2 1 1 0 53: 42 3 STJARNAN 2 1 1 0 45: 39 3 SELFOSS 3 1 1 1 85: 81 3 ÍBV 2 0 1 1 49: 50 1 VALUR 2 0 1 1 53: 61 1 HAUKAR 2 0 1 1 47: 55 1 KA 2 0 0 2 54: 60 0 GRÓTTA 2 0 0 2 34: 51 O UBK 2 0 0 2 29: 49 0 UMFIM-KR 96:81 íþróttahúsið í Njarðvík, íslandsmótið í körfuknattleik, Japisdeildin, 18. okt. 1991. Gangur leiksins: 4:0, 4:2, 5:5, 9:15, 16:15, 29:25, 36:30, 48:32, 50:40, 55:45, 61:45, 69:47, 75:55, 84:58, 86:75, 96:81. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 34, Rondey Robinson 24, Friðrik Ragnarsson 23, Krist- inn Einarsson 8, Jóhannes Kristbjörnsson 4, ísak Tómasson 3. Stig KR: Jon Baer 26, Guðni Guðnason 18, Axel Nikulásson 12, Lárus Árnason 11, Páll Koibeinsson 8, Hermann Hauksson 4, Matthías Einarsson 2. Dóinarar: Leifur Garðarsson og Bergur Steingrímsson sem dæmdu vel. Áhorfcndur: Um 250. ino>l öiihffrnBíiunlóh .miináisl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.