Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.10.1991, Blaðsíða 44
VOLVO PENTA Besti vinur sjómannsins! LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Hætt komnir við Akureyri Morgunblaðið/Rúnar Þór Tveir menn, Emil Ásgeirsson og Jón Kárason, voru hætt komnir við I á sökk. Togarinn Oddeyrin sigldi að mönnunum og náðist að bjarga Eimskipsfélagsbryggjuna á Akureyri í gær, þegar trilla sem þeir voru | þeim þangað um borð í sömu andrá og trillan sökk. Sjá bls. 18. Tillaga framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins: Tollar á ferskum flökum frá íslandi felldir niður Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Iðnrekendur: Viðskipta- halli stefnir í 20 milljarða FELAG íslenzkra iðnrekenda tel- ur að halli á viðskiptum við útlönd stefni í um tuttugu milljarða króna á þessu ári. Það er helm- ingp meira en á síðasta ári. í síð- ustu spá Þjóðhagsstofnunar var gert ráð fyrir fjórtán milljarða viðskiptahalla á árinu. Iðnrekendur segja að almennur innflutningur hafi aukizt um 14% að raungildi fyrstu átta mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Raunverulegur samdráttur vöruút- flutnings var hins vegar tæp 9% á ^ sama tima miðað við síðasta ár. Þegar tekið er tillit til þjónustuvið- skipta, reiknar FÍI út að viðskipta- hallinn hafi verið 7% af landsfram- leiðslu á fyrri árshelmingi, þrátt fyr- ir hagstæð viðskiptakjör, sem sé það mesta síðan 1982. Verði hallinn um 20 milljarðar á árinu, þýðir það 5,5-6,5% af landsframleiðslu. Sjá miðopnu. -----»-4-«---- Viðskipta- og hagfræðideild HI í samstarfi 35háskóla VIÐSKIPTA- og hagfræðideild Háskóla Islands hefur ákveðið að taka þátt í samstarfi 35 há- skóla í Bandaríkjunum og Evr- ópu um tveggja ára nám í utan- ríkisverslun og alþjóðlegri mark- aðsfærslu, sem fram fer í Dan- mörku. Nemendum er jafnframt ætlað að dvelja í einhveiju öðru þátttöku- landi í fimm vikur á námstímanum við markaðsrannsóknir fyrir ákveð- ' ^ in fyrirtæki. „Vart verður séð betri eða ódýrari leið fyrir íslensk fyrir- tæki til að kynnast erlendum mörkuðum,” sagði Brynjólfur I. Sigurðsson, forseti viðskipta- og hagfræðideildar, í ávarpi á 50 ára afmælishátíð deildarinnar sem fram fór í Háskólabíói í gær. Sjá frásögn af afmælishátíð- inni á miðopnu. SAMKVÆMT heimildum hér í Brussel hefur framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB) ákveðið að leggja til við aðildarriki þess að tollar á ferskum flökum frá Islandi verði lagðir niður með samningunum um evrópska efna- hagssvæðið. Auk þess gerir tillag- an ráð fyrir að saltfiskur og söltuð flök verði tollfijáls í framtiðinni. Samkvæmt sömu heimildum legg- ur framkvæmdastj órnin til að fyrirvarar íslendinga vegna fjár- festinga í fiskvinnslu og útgerð verði samþykktir. Ekki liggur fyrir afstaða aðildar- ríkjanna til tillagna þessara en þær munu samanlagt fela í sér tollalækk- un á íslenskum sjávarafurðum sem nemur rúmlega einum og hálfum milljarði ÍSK miðað við útflutning ársins 1989. Það ár greiddu íslend- ingar 129 milljónir króna í tolla af ferskum flökum. Háir tollar, 18%, hafa dregið mjög úr útflutningi á þessari vörutegund frá íslandi til Evrópubandalagsins og hafa íslend- ingar lagt mikla áherslu á að þessi afurð verði tekin inn í samninginn um tollfrelsi. Verði raunin sú munu íslendingar fá tollfríðindi á öllum mikilvægustu sjávarafurðum ef síld er undanskilin. Ekki - er ljóst hvort fyrirvarar Frakka vegna innflutnings á hörpu- skelfiski hafa mikil áhrif á þann út- flutning frá íslandi en þessi afurð hefur verið seld í Frakklandi sem sami skelfiskur og sá franski. í raun er íslenskur skelfiskur hins vegar sérstök tegund og heyrir af þeim sökum undir annan toljaflokk en franski skelfiskurinn. íslendingar eiga þess sennilega kost að flytja fískinn út undir réttnefni og fá þá að öllum líkindum lægra verð. Leitarmenn telja sig sjá íslenzka fiallgöngumanninn í Nepal látimr. Sáu fjallgöngumanninn falla fram fyrir sig og hverfa sjónum LEITARMENN telja sig hafa séð íslenzka fjallgöngumanninn Ara Gunnarsson látinn í gjá í fjallinu Pumo Ri í Nepal, en Ari hrapaði á fjallinu í síðustu viku. Að sögn Elizabeth Duff, eins af ferðafélög- um Ara og ciginkonu Malcolms Duff sem fór fyrir fjallgönguleið- angrinum, var ekki á það hættandi að reyna að komast niður í gjána vegna snjóflóðahættu. Ari lagði á Pumo Ri ásamt þýzk- um fjallamanni úr öðrum leiðangri á miðvikudag í síðustu viku, eftir að Duff og tveir aðrir leiðangurs- menn höfðu klifið tindinn. „Hann var í góðu skapi, mjög jákvæður og hlakkaði til að fara. Hann fékk gott veður, miklu betra en við feng- um. Hann komst á tindinn á falleg- um, heiðskírum degi í glampandi sólskini. Hann klifraði á mjög góð- um tíma, miklu hraðar en ég gerði. Hann var greinilega í mjög góðu formi og klifraði hratt,” sagði Duff í samtali við Morgunblaðið. Duff sagði að eftir að Ari komst á tindinn ásamt Þjóðveijanum og þeir voru á niðurleið, hefði dregið í sundur með þeim. „Þrír af leiðang- ursmönnum okkar í neðri búðunum fylgdust með Ara í sjónauka á leið- inni niður. Þeir sáu hann allt í einu stanza og svo féll hann fram fyrir sig. Hann féll talsvert langt og hvarf siðan sjónum þeirra. Þjóð- veijinn sá hann ekki hrapa, því að hann var í hvarfi frá honum. Við vitum þess vegna ekki hvað olli því að hann hrapaði. Hann var kominn yfír erfiðasta hjallann og ekki mjög — langt frá efri búðum okkar, þar sem hann hefði verið kominn á þægileg- an stað. Við gátum okkur þess til að ef til vill hefði hann orðið fyrir fallandi ísklumpi, sem hefði nægt til að koma honum úr jafnvægi. Það var engin önnur ástæða sýnileg fyrir því að hann hrapaði,” sagði Duff. Hún sagði að slysið hefði orðið um fjögurleytið eftir hádegi og tveimur klukkustundum síðar hefði verið orðið dimmt. Félagar Ara hefðu samt klifrað eins hátt og þeir komust á þeim tíma, en orðið frá að hverfa vegna myrkurs. Um morguninn hefði innfæddur „hlaupari” verið sendur til byggða að tilkynna um slysið og komst hann til Namche Bazar á einum degi. Þaðan hafði hann talstöðvar- samband við ferðamálaráðuneytið í Katmandú. Um morguninn var strax safnað saman alþjóðlegum leiðangri til leitar. „Það voru nokkr- ir hópar á fjallinu, allir í búðum á sömu uppgönguleið. Þarna voru þrír hópar auk okkar og þeir buðu allir fram hjálp sína,” sagði Eliza- beth Duff. Hún sagðist sjálf hafa farið til byggða um miðjan dag, á meðan félagar hennar voru enn að leita. Einn þeirra hefði komið niður degi á eftir sér og sagt að leitarmenn hefðu með allmikilli vissu talið sig hafa séð hinn látna í djúpri gjá. Svæðið hefði hins vegar verið mjög hættulegt og menn hefðu beinlínis lagt sig í lífshættu, hefðu þeir reynt að fara niður í gjána.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.