Morgunblaðið - 06.12.1991, Side 1

Morgunblaðið - 06.12.1991, Side 1
96 SIÐUR B/C/D 279. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólland: Walesa gerir tillögu um Olszewski sem forsætisráðherra Varsjá. Reuter. LECH Walesa, forseti Pól- lands, tilnefndi í gær Jan Olszewski sem nýjan forsætis- ráðherra lands- ins. Var tilkynn- ing þessa efnis lesin upp af tals- manni þingsins nokkrum mínút- um eftir að neðri deild þingsins, Sejm, hafði samþykkt lausnar- beiðni Jan Krzysztofs Bieleckis, Sænski seðlabankinn; Forvext- ir í 17,5% forsætisráðherra, með 375 at- kvæðum gegn einu. Bielecki hafði lagt fram lausnarbeiðni sína er þingið kom saman í síðustu viku L fyrsta skipti eftir kosningarnar sem haldnar voru 27. október. Astæða þess hversu lengi hefur dregist að tilnefna nýjan forsætis- ráðherra eftir kosningarnar er að Walesa neitaði í rúman mánuð að gera tillögu um Olszewski, sem fímm miðju- og hægriflokkar höfðu komist að samkomulagi um sem forsætisráðherraefni. Forsetinn sagðist vera þeirrar skoðunar að Olszewski, sem áður starfaði sem lögfræðingur á vegum Samstöðu, væri ekki rétti maðurinn til að halda áfram þeim sársaukafullu breyting- um á pólsku efnahagslífi sem síð- ustu tvær ríkisstjórnir undir stjórn Samstöðu hafa unnið að síðan í jan- úar á síðasta ári. Olszewski Reuter. Leóníd Sinoljakov, sérlegur fulltrúi lýðveldisins Rússlands í Úkraínu, flytur Leóníd Kravtsjúk heillaósk- ir frá Boris Jeltsín, forseta Rússlands, eftir að hann hafði svarið embættiseið sinn sem forseti. Kravtsjúk sver embættiseið sem forseti Úkraínu: Boðar tafarlausar efnahags- umbætur og einkavæðingu Stokkhólmi. Reuter. SEÐLABANKINN í Svíþjóð hækkaði í gær forvexti sína úr 11,5% í hvorki meira né minna en 17,5% til að stöðva gjaldeyris- flóttann úr landinu. Undanfarnar fjórar vikur hafa um 4,4 miHjarð- ar Bandarikjadollara (260 millj- arðar ÍSK) streymt úr landi þar sem spákaupmenn óttast að geng- isfelling sé yfirvofandi eftir að Finnar felldu gengi marksins um 12,3% í síðasta mánuði. Vaxtahækkunin, sú mesta sem ákveðin hefur verið á einum degi á síðari tímum, hefur það að mark- miði að sannfæra fólk um að geng- inu verði haldið föstu, að sögn bankastjórans, Bengts Dennis. Carl Bildt forsætisráðherra sagði að hækkunin væri „hörð aðgerð á erfið- um tímum til að gera harkalega stefnu mögulega - en engin önnur leið er fær”. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti skýrði á blaðamanna- fundi í gær frá því að hann hefði ákveðið að ráða Samuel Skinner sam- gönguráðherra sem skrifstofu- stjóra sinn í Hvíta húsinu. „Sem ráðherra í ríkisstjórninni hefur hann sýnt þá forystuhæfileika sem nauð- synlegir eru til að stjórna starfs- fólki okkar,” sagði Bush þegar hann kynnti ákvörðun sína og sagðist sannfærður um að Skinn- er myndi inna starfið framúr- skarandi vel af hendi. Kiev. Reuter, The Daily Telegraph. LEÓNÍD Kravtsjúk sór í gær embættiseið sem forseti Úkra- ínu í þinghúsinu í Kiev og boð- aði jafnframt tafarlausar efna- hagsumbætur og umfangsmikla einkavæðingu. „Úkraína hefur nú risið á fætur og er að taka fyrstu skref sín í átt til siðmenn- ingar,” sagði hann við þingið eftir athöfnina en við hana var Skinner tekur við stöðunni af John Sununu sem sagði af sér á þriðjudag. Sununu, sem hafði sætt harðri gagnrýni fyrir störf sín, sagði ástæðu afsagnar sinnar vera þá að hann vildi ekki vera forsetanum fjötur um fót í komandi kosninga- baráttu. A blaðamannafundinum í gær tilkynnti forsetinn einnig hverjir stjórna kosningabaráttu hans á næstu ári. Yfirumsjón með henni verður í höndum Roberts Mosb- achers viðskiptaráðherra en auk hans munu Robert Teeter, Fred Malek og Charles Black vera þar í forystuhlutverkum. Þeir hafa allir gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyr- ir Repúblikanaflokkinn um árabil. hinn gamli þjóðsöngur landsins sunginn í þinghúsinu í fyrsta skipti í sjötíu ár. Kravtsjúk kynnti einnig hugmyndir um nána samvinnu Úkraínu, Rúss- lands og Hvíta-Rússlands, sem tækju mið af samstarfinu innan Evrópubandalagsins. I yfirlýsingu, sem beint er til erlendra þjóðþinga og kynnt var af Dimítrí Pavlíkó, formanni utan- ríkismálanefndar, segir að stofn- sáttmáli Sovétríkjanna frá 1922 sé ógildur í öllu tilliti. Var yfirlýs- ingin samþykkt, að því er talið er til að vísa á bug staðhæfingum Míkhaíl Gorbatsjovs, forseta Sov- étríkjanna, um.að Úkraína væri enn hluti af Sovétríkjunum þrátt fyrir sjálfstæðisyfirlýsingu ríkis- ins. Fögnuðu þingmenn ákaft þeg- ar Pavlíkó las yfirlýsinguna og risu úr sætum til að hylla hann. Kravtsjúk ítrekaði í gær að Úkraína myndi undir engum kringumstæðum undirrita sátt- mála þann um nýtt ríkjasamband sem Míkhaíl Gorbatsjov hefur lagt fram. „Níutíu prósent Úkraínu- manna hafa greitt atkvæði gegn undirskrift sáttmálans. Þjóðin hef- ur látið álit sitt í ljós,” sagði Kravt- sjúk og vísaði þar til þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um sjálfstæði ríkisins á sunnudag, þar sem 90,32% kjósenda samþykktu sjálf- stæði. A laugardag hittir forseti Úkra- ínu Boris Jeltsín, forseta Rúss- lands, og Stanislav Sjúskevits, leiðtoga Hvíta-Rússlands, í Minsk. Meðal þess sem til umræðu verður á fundi þeirra, að sögn Kravt- sjúks, eru hugmyndir um ríkja- samvinnu sem hefði Evrópuband- alagið að fyrirmynd. Jeltsín hefur lýst því yfir að hann vilji áfram- haldandi ríkjasamband en einnig að hann muni ekki undirrita sátt- mála Gorbatsjovs nema Úkraínu- menn geri það líka. Kravtsjúk sagði einnig í gær John Talbot, sem skipaður hefur verið sýslunarmaður með einkafyr- irtækjum Maxwells, sagði í gær, að skuldir fjölskyldunnar væru sem svaraði til 150 milljarða ÍSK. Verða ýmsar eignir og hlutir í öðrum fyrirtækjum seld en líklega mun það duga skammt til að grynnka á skuldasúpunni. Nú þykir ljóst, að Maxwell hafi dregið sér um 53 milljarða ÍSK., aðallega úr lífeyris- sjóðum starfsmanna sinna, en ekki er enn vitað hvað varð um féð. að Úkraínumenn gerðu engar landakröfur á hendur nágranna- ríkjum sínum en myndu sömuleið- is ekki taka til greina neinar landa- kröfur af þeirra hálfu. Var þeim skilaboðum fyrst og fremst beint til rúmenskra stjórnvalda sem hafa farið fram á að norðurhluti Búkovínu verði afhentur Rúmeníu að nýju. Hafa þær upplýsingar valdið mik- illi reiði og Maxwell af þeim sökum verið kallaður „glæpamaður aldar- innar”. Dagblaðið The New York Daily News, sem er hluti af fjölmiðlasam- steypu Maxwells, fór í gær fram á greiðslustöðvun. Er haft eftir rit- stjóranum, að til þessa hafi verið gripið til að „forða blaðinu undan skriðunni” og átti hann þá við hrun Maxwell-veldisins. Sjá frétt á bls 34 Bandaríkin: Samuel Skinner ráð- inn í stað Sununus Washington. Reuter. Skinner Bretland: Maxwell-veldið hrunið til grunna London. Reuter. SEGJA iná, að fjármálaveldi Roberts heitins Maxwells hafi hrunið til grunna í gær þegar dómskipaður fjárhaldsmaður tók við stjórn- inni í öllum helstu einkafyrirtækjum fjölmiðlakóngsins. Talið er, að Maxwell hafi dregið sér gífurlegt fé úr lífeyrissjóðum starfs- manna sinna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.