Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D 279. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólland: Walesa gerir tillögu um Olszewski sem forsætisráðherra Varsjá. Reuter. LECH Walesa, forseti Pól- lands, tilnefndi í gær Jan Olszewski sem nýjan forsætis- ráðherra lands- ins. Var tilkynn- ing þessa efnis lesin upp af tals- manni þingsins nokkrum mínút- um eftir að neðri deild þingsins, Sejm, hafði samþykkt lausnar- beiðni Jan Krzysztofs Bieleckis, Sænski seðlabankinn; Forvext- ir í 17,5% forsætisráðherra, með 375 at- kvæðum gegn einu. Bielecki hafði lagt fram lausnarbeiðni sína er þingið kom saman í síðustu viku L fyrsta skipti eftir kosningarnar sem haldnar voru 27. október. Astæða þess hversu lengi hefur dregist að tilnefna nýjan forsætis- ráðherra eftir kosningarnar er að Walesa neitaði í rúman mánuð að gera tillögu um Olszewski, sem fímm miðju- og hægriflokkar höfðu komist að samkomulagi um sem forsætisráðherraefni. Forsetinn sagðist vera þeirrar skoðunar að Olszewski, sem áður starfaði sem lögfræðingur á vegum Samstöðu, væri ekki rétti maðurinn til að halda áfram þeim sársaukafullu breyting- um á pólsku efnahagslífi sem síð- ustu tvær ríkisstjórnir undir stjórn Samstöðu hafa unnið að síðan í jan- úar á síðasta ári. Olszewski Reuter. Leóníd Sinoljakov, sérlegur fulltrúi lýðveldisins Rússlands í Úkraínu, flytur Leóníd Kravtsjúk heillaósk- ir frá Boris Jeltsín, forseta Rússlands, eftir að hann hafði svarið embættiseið sinn sem forseti. Kravtsjúk sver embættiseið sem forseti Úkraínu: Boðar tafarlausar efnahags- umbætur og einkavæðingu Stokkhólmi. Reuter. SEÐLABANKINN í Svíþjóð hækkaði í gær forvexti sína úr 11,5% í hvorki meira né minna en 17,5% til að stöðva gjaldeyris- flóttann úr landinu. Undanfarnar fjórar vikur hafa um 4,4 miHjarð- ar Bandarikjadollara (260 millj- arðar ÍSK) streymt úr landi þar sem spákaupmenn óttast að geng- isfelling sé yfirvofandi eftir að Finnar felldu gengi marksins um 12,3% í síðasta mánuði. Vaxtahækkunin, sú mesta sem ákveðin hefur verið á einum degi á síðari tímum, hefur það að mark- miði að sannfæra fólk um að geng- inu verði haldið föstu, að sögn bankastjórans, Bengts Dennis. Carl Bildt forsætisráðherra sagði að hækkunin væri „hörð aðgerð á erfið- um tímum til að gera harkalega stefnu mögulega - en engin önnur leið er fær”. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti skýrði á blaðamanna- fundi í gær frá því að hann hefði ákveðið að ráða Samuel Skinner sam- gönguráðherra sem skrifstofu- stjóra sinn í Hvíta húsinu. „Sem ráðherra í ríkisstjórninni hefur hann sýnt þá forystuhæfileika sem nauð- synlegir eru til að stjórna starfs- fólki okkar,” sagði Bush þegar hann kynnti ákvörðun sína og sagðist sannfærður um að Skinn- er myndi inna starfið framúr- skarandi vel af hendi. Kiev. Reuter, The Daily Telegraph. LEÓNÍD Kravtsjúk sór í gær embættiseið sem forseti Úkra- ínu í þinghúsinu í Kiev og boð- aði jafnframt tafarlausar efna- hagsumbætur og umfangsmikla einkavæðingu. „Úkraína hefur nú risið á fætur og er að taka fyrstu skref sín í átt til siðmenn- ingar,” sagði hann við þingið eftir athöfnina en við hana var Skinner tekur við stöðunni af John Sununu sem sagði af sér á þriðjudag. Sununu, sem hafði sætt harðri gagnrýni fyrir störf sín, sagði ástæðu afsagnar sinnar vera þá að hann vildi ekki vera forsetanum fjötur um fót í komandi kosninga- baráttu. A blaðamannafundinum í gær tilkynnti forsetinn einnig hverjir stjórna kosningabaráttu hans á næstu ári. Yfirumsjón með henni verður í höndum Roberts Mosb- achers viðskiptaráðherra en auk hans munu Robert Teeter, Fred Malek og Charles Black vera þar í forystuhlutverkum. Þeir hafa allir gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyr- ir Repúblikanaflokkinn um árabil. hinn gamli þjóðsöngur landsins sunginn í þinghúsinu í fyrsta skipti í sjötíu ár. Kravtsjúk kynnti einnig hugmyndir um nána samvinnu Úkraínu, Rúss- lands og Hvíta-Rússlands, sem tækju mið af samstarfinu innan Evrópubandalagsins. I yfirlýsingu, sem beint er til erlendra þjóðþinga og kynnt var af Dimítrí Pavlíkó, formanni utan- ríkismálanefndar, segir að stofn- sáttmáli Sovétríkjanna frá 1922 sé ógildur í öllu tilliti. Var yfirlýs- ingin samþykkt, að því er talið er til að vísa á bug staðhæfingum Míkhaíl Gorbatsjovs, forseta Sov- étríkjanna, um.að Úkraína væri enn hluti af Sovétríkjunum þrátt fyrir sjálfstæðisyfirlýsingu ríkis- ins. Fögnuðu þingmenn ákaft þeg- ar Pavlíkó las yfirlýsinguna og risu úr sætum til að hylla hann. Kravtsjúk ítrekaði í gær að Úkraína myndi undir engum kringumstæðum undirrita sátt- mála þann um nýtt ríkjasamband sem Míkhaíl Gorbatsjov hefur lagt fram. „Níutíu prósent Úkraínu- manna hafa greitt atkvæði gegn undirskrift sáttmálans. Þjóðin hef- ur látið álit sitt í ljós,” sagði Kravt- sjúk og vísaði þar til þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um sjálfstæði ríkisins á sunnudag, þar sem 90,32% kjósenda samþykktu sjálf- stæði. A laugardag hittir forseti Úkra- ínu Boris Jeltsín, forseta Rúss- lands, og Stanislav Sjúskevits, leiðtoga Hvíta-Rússlands, í Minsk. Meðal þess sem til umræðu verður á fundi þeirra, að sögn Kravt- sjúks, eru hugmyndir um ríkja- samvinnu sem hefði Evrópuband- alagið að fyrirmynd. Jeltsín hefur lýst því yfir að hann vilji áfram- haldandi ríkjasamband en einnig að hann muni ekki undirrita sátt- mála Gorbatsjovs nema Úkraínu- menn geri það líka. Kravtsjúk sagði einnig í gær John Talbot, sem skipaður hefur verið sýslunarmaður með einkafyr- irtækjum Maxwells, sagði í gær, að skuldir fjölskyldunnar væru sem svaraði til 150 milljarða ÍSK. Verða ýmsar eignir og hlutir í öðrum fyrirtækjum seld en líklega mun það duga skammt til að grynnka á skuldasúpunni. Nú þykir ljóst, að Maxwell hafi dregið sér um 53 milljarða ÍSK., aðallega úr lífeyris- sjóðum starfsmanna sinna, en ekki er enn vitað hvað varð um féð. að Úkraínumenn gerðu engar landakröfur á hendur nágranna- ríkjum sínum en myndu sömuleið- is ekki taka til greina neinar landa- kröfur af þeirra hálfu. Var þeim skilaboðum fyrst og fremst beint til rúmenskra stjórnvalda sem hafa farið fram á að norðurhluti Búkovínu verði afhentur Rúmeníu að nýju. Hafa þær upplýsingar valdið mik- illi reiði og Maxwell af þeim sökum verið kallaður „glæpamaður aldar- innar”. Dagblaðið The New York Daily News, sem er hluti af fjölmiðlasam- steypu Maxwells, fór í gær fram á greiðslustöðvun. Er haft eftir rit- stjóranum, að til þessa hafi verið gripið til að „forða blaðinu undan skriðunni” og átti hann þá við hrun Maxwell-veldisins. Sjá frétt á bls 34 Bandaríkin: Samuel Skinner ráð- inn í stað Sununus Washington. Reuter. Skinner Bretland: Maxwell-veldið hrunið til grunna London. Reuter. SEGJA iná, að fjármálaveldi Roberts heitins Maxwells hafi hrunið til grunna í gær þegar dómskipaður fjárhaldsmaður tók við stjórn- inni í öllum helstu einkafyrirtækjum fjölmiðlakóngsins. Talið er, að Maxwell hafi dregið sér gífurlegt fé úr lífeyrissjóðum starfs- manna sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.