Morgunblaðið - 06.12.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.12.1991, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 Morgunblaðið/Sverrir Minnst 200 ára ártíðar Mozarts Sinfóníuhljómsveit íslands, Kór Langholtskirkju og einsöngvararnir Sólrún Bragadóttir, Elsa Waage, Guðbjörn Guðbjörnsson og Viðar Gunnars- son fluttu undir stjórn Petri Sakari, Sálumessu eftir Mozart en 200 ár eru liðin frá láti hans 5. desember 1791. Áheyrendur fögnuðu flytjend- um innilega í lok tónleikanna í Háskólabíó í gærkvöldi. Einkavæðingaráform ríkisstj órnarinnar; 1 - Bjóða ættí landsmönnum Búnaðarbankann á hálfvirði - sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á morgunverðarfundi Verslun- arráðs en Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill fara hægar í sakirnar „EF ég væri einráður hér myndi ég bjóða öllum ísiendingum Búnaðarbankann til sölu á lágu verði, um það bil hálfvirði,” sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á morgunverðarfundi Verslunarráðs í gærmorgun. Á þennan hátt gæfist öllum almenn- ingi tækifæri til að eignast hlut í fyrirtækinu, en ekki aðeins hinum efnameiri. Á fundinum fluttu fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, inngangserindi, og í máli viðskiptaráðherra kom fram að liann vildi fara varlegar í sakirnar en fjármálaráðherra. Hann taldi að landsmenn þyrftu að læra af reynslu annarra þjóða og nefndi sem dæmi hin Norð- urlöndin og Bretland. „Það eru hlutir sem við þurfum að va- rast og sérstaklega þegar um er að tefla fjármálastofnanir, sem við þurfum að gæta að haldi sinni traustu stöðu í fjármálalífi okkar sjálfra og í áliti erlendra viðskiptaaðila þeirra,” sagði Jón Sigurðsson. Ný reglu- gerð um bifreiða- notkun ráðherra NÝ REGLUGERÐ sem tekur til bílaafnota ráðherra er að koma út um þessar mundir. I henni er kveðið á um að ráðherrum beri að greiða skatta af hlunn- indum vegna einkanota af bif- reiðum í eigu embættanna. Indriði H. Þorláksson, skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að samkvæmt fyrri reglugerð hafí verið talið óljóst hvernig meta ætti bílaafnot ráðherra og í nýju reglugerðinni væri skýrar kveðið á um þá hluti. Samkvæmt nýju reglugerðinni eru hlunnindi vegna aksturs milli heimilis og vinnustað- ar og annarra einkanota skattlögð. Indriði sagði að samkvæmt reglugerðinni yrði akstur milli heimilis og vinnustaðar metinn í samræmi við reglur skattyfirvalda. Akstur milii heimilis og vinnustað- ar yrði áætlaður í samræmi við það hvar heimilið væri og að auki þyrfti að gera grein fyrir annarri einkanotkun með fullnægjandi hætti. Hann sagði að ríkisskattstjóri hefði talið óljóst samkvæmt eldri reglugerð hvernig ætti að meta einkaafnot ráðherra af bifreiðum í eigu embættanna. í reglugerðinni væri reynt að greina á milli einka- nota og opinberra nota. Auk þess væri í reglugerðinni gert ráð fyrir að í framtíðinni væri það ekki val einstakra ráðherra hvernig bílar væru keyptir til embættanna, held- ur myndi ríkið sjá um að hafa bíla til ráðstöfunar. Bifreiðamar yrðu keyptar og endurnýjaðar í sam- ræmi við almennar reglur. ------♦ ♦ ♦--- Kvöldfund- ur um sparn- aðaraðgerð- ir í ríkis- fjármálum RÍKISSTJÓRNIN kom saman til kvöldfundar í Ráðherrabústaðn- um í gær þar sem farið var yfir þær niðurskurðar- og sparn- aðaraðgerðir sem stefnt er að í ríkisfjármálum en undirbúning- ur þeirra er á lokastigi. Davíð Oddsson forsætisráðherra mælir fyrir frumvarpi um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum kl. 9.30 á Alþingi í dag. Aðspurður um ástæður þessarar afstöðu sagði Guðmundur að ekki yrði gengið í berhögg við vilja for- sætis- og fjármálaráðherra sem lýst hafa sig andvíga þessum að- gerðum vegna þess að við þær gæti ríkissjóður orðið af 400 millj- óna króna skatttekjum. Guðmund- ur sagðist hafa rætt þetta mál við Bankastjóri Búnaðarbankans, Sólon Sigurðsson, tók fram að forðast þyrfti stökkbreytingar er valdið gætu óróa og vantrausti á markaðinum. Sólon varpaði fram þeirri spurningu hvers vegna þyrfti að selja fyrirtæki í góðum rekstri. Rökstuðningur fjármálaráð- herra fyrir sölu á Búnaðarbankan- stjórnarmenn Byggðastofnunar og væri þetta niðurstaða þeirra sam- tala. Hins vegar yrði endanleg afstaða ekki tekin fyrr en á stjórn- arfundi í Byggðastofnun næst- komandi þriðjudag. Um tíma hefur verið rætt um sölu á hlutabréfum Hlutafjársjóðs í Meitlinum, m.a. til annarra hlut- um var sá að bankinn hefði verið vel rekinn og því góð byijun fyrir einkavæðinguna. Hann væri sann- færður um að langflestir íslend- ingar myndu vilja taka þátt í þessu og það myndi styrkja bankann og samkeppnisstöðu hans. Jafnframt taldi fjármálaráðherra ekki væn- legt að byrja á því að selja illa stöndug fyrirtæki líkt og Síldar- hafa. Guðmundur sagði að ekkert tilboð hefði borist í hlutabréfin og að hann ætti ekki von á tilboði. Aðspurður um stöðu Meitilsins, þegar ljóst þykir að ekki verði af sölu uppsafnaðs taps fyrirtækis- ins, sagði Guðmundur að hún væri ekki slæm. Meitillinn væri ekki skuldugri en mörg fyrirtæki með svipaðar eignir. Hins vegar þýddi ekki að reka hann áfram eins og verið hefur og væri verið að fá inn nýtt hlutafé og gera aðrar ráðstafanir. verksmiðju ríkisins, þar sem helstu eignir verksmiðjunnar væni skuld- ir og uppsafnað tap. Einnig lagði hann mikla áherslu á að vandað væri til verks og sala ríkisfyrir- tækja væri vel undirbúin. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra tók undir það að selja þyrfti fyrirtæki sem væru eftirsóknarverð fyrir allan almenn- ing til að ná fram dreifíngu á eign- unum. Fjármálaráðherra fjallaði einnig um að setja ætti á fót einka- væðingardeild innan fjármála- ráðuneytisins sem ætti að sjá um rekstrarverkefni og útboðsmái, en það ætti að vera í höndum ráð- herranefndar að sjá um sölu ríkis- reknu fyrirtækjanna og hvert fag- ráðuneyti um sig myndi skoða þau fyrirtæki sem undir þau heyra. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ gagnrýndi ríkisstjómina fyrir seinagang og nefndi til samanburðar ríkisstjórn borgaraflokkanna í Svíþjóð, sem tók við völdum í október og hefði nú þegar lagt fyrir áætlun um sölu 25 ríkisfyrirtækja. Þórarinn sagði að sænska ríkisstjórnin hefði ekki þurft mikinn tíma til þessa og að hún hefði metið það svo að fyrstu mánuðir valdaferils síns væru best til þess fallnir að koma breytingum á. Þá sagði hann eng- an sýnilegan undirbúning hafa komið fram til að koma einkavæð- ingaráformum ríkisstjórnarinnar í framkvæmd. Auk Búnaðar- banka og Síldarverksmiðjunnar var á fundinum minnst á sölu á Sementsverksmiðju ríkisins, Raf- magnsveitum ríkisins, ÁTVR og Lyfjaverslun ríkisins, en engar endanlegár ákvarðanir hafa verið teknar í þeim efnum. Á fundinum virtust menn al- mennt sammála um, að líta þyrfti til annarra landa og læra af reynslu þeirra. Það hefði sýnt sig að einkavæðing ríkisfyrirtækja væri það sem koma skyldi. I tengslum við það sagði Friðrik Sophusson að óþarfí væri fyrir íslendinga að fínna upp hjólið; nú væri kominn tími til að láta það snúast. Sala á verksmiðju Stálfélagsins: Sautján fyr- irspumir erlendis frá ERLENDIR aðilar hafa sýnt umtalsverðan áhuga á verk- smiðju þrotabús íslcnska stálfélagsins, að sögn Helga Jóhannessonar búsíjóra en alls hafa borist 17 fyrir- spurnir erlendis frá um verk- smiðjuna en ekkert tilboð hefur þó verið gert. Bústjóri auglýsti verksmiðj- una til sölu í tvígang í alþjóð- lega fagtímaritinu Metal Bul- letin fyrir skömmu. Helgi sagði að um helmingur fyrirspyij- enda hefðu sýnt áhuga á að kaupa verksmiðjuna með það í huga að flytja hana úr landi. Að sögn Helga hafa borist fyrirspurnir víða að úr heimin- um, m.a. frá Japan og Hong Kong og þ.á m. væru fyrirtæki sem séu vel kunn í heimi stál- iðju. Sagði hann það á valdi veðhafa hvort verksmiðjan verður seld úr landi eða endur- reist hér innanlands. Engar beinar fyrirspurnir hafa komið frá íslenskum aðilum, að sögn Helga. Byggðastofnun á raóti sölu á tapi Meitilsins HLUTAFJÁRSJÓÐUR Byggðastofnunar mun ekki taka þátt í þeim tilfæringum sem gera þarf til að gera sölu á tapi Meitilsins hf. í Þorlákshöfn mögulega, að sögn Guðmundar Malmquist, for- stjóra Byggðastofnunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.