Morgunblaðið - 06.12.1991, Síða 10

Morgunblaðið - 06.12.1991, Síða 10
rr 10 rw Wðiktíú&BÍiÁÐÍÐ1 FðéffiöÁÍi&á^? 4)é§íMMíí! /:i 991 Hið góða, hið illa og það ljóta Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Illugi .Jökulsson. Fógetavald. Skáldsaga. Iðunn. 1991. Fógetavald nefnist fyrsta skáld- saga Illuga Jökulssonar. Bókin er 212 blaðsíður. Hér er á ferðinni raunsæisleg frásögn úr sjávar- þorpi. Aðkomumaður kemur í þorpið og vekur tortryggni þorpsbúa. I ljós kemur að fyrir- ætlanir hans eru ískyggilegar. Hann hyggst myrða illræmdan mann sem von er á að taki við yfirstjórn frystihússins í þorpinu. Þessi granni söguþráður segir vitaskuld varla hálfa söguna um efni bókarinnar. Frásagnaraðferð Illuga er nokkuð hefðbundin. Hann notar sögumann til að segja söguna. Sá er fógetinn á staðnum, Jónas Lárusson. Það er athyglisvert hversu margir íslenskir rithöfundar hafa valið að skrásetja sögur sínar út frá sjónarhóli embættismanna, presta, sýslumanna og fógeta. Það er raunar ekki fráleitt að segja að slíkar sögur myndi sjálfstæða bókmenntagrein hér á landi innan geira sakamálasagna. Ástæða þessa vals á sjónarhorni er vafalít- ið sú að með því móti geta höfund- ar sameinað þá góðu yfirsýn yfir viðfangsefnið sem yfirvaldið hefur vegna afskipta sinna af þeim glæpum sem eru tilefni sögunnar og ákveðna íjarlægð frá því sem byggist á stéttarmun. Illugi notar sér þetta að nokkru leyti. Jónas fógeti lætur óspart í ljós skoðanir sínar á mönnum og málefnum og frásögn hans af at- burðum er oft ágætlega útúrdúra- söm. En með þeim útúrdúrum er leitast við að draga upp mynd af þorpsbúum og einstaklingssögu þeirra. Þannig fáum við hægt og hægt mynd af þorpssamfélaginu. Allmargar persónur koma við sögu og einn helsti kostur sögunn- ar er fundvísi höfundar á persónu- einkenni sem gera þær eftirminni- legar. Rúna á símanum veit allt um alla í þorpinu, Ásdís, kona fógetans, er hrollvekjufíkill, Frið- rik vélamaður er ekki bara barns- legur í hugsun heldur er hann eins og risavaxið barn í vexti og svona Bráðhressir bændur Bókmenntir Sigurjón Björnsson Helgi Bjarnason: Bændur á hvunndagsfötum, III. bindi. Hörpuútgáfan 1991,172 bls. Þetta er þriðja og síðasta bindið í ritsafni sem hefur að geyma við- tal við bændur. Alls hefur verið rætt við fimmtán manns. I þessu bindi eru viðtölin fjögur. Rætt er við Egil Ólafsson bónda á Hnjóti í Örlygshöfn, Eirík Sigfússon bónda á Einarsstöðum-Sílastöðum í Glæsi- bæjarhreppi, Björn Sigurðsson bónda í Uthlíð í Biskupstungum og Egil Jónsson bónda og alþingis- mann á Seljavöllum í Nesjahreppi. Öll eru viðtölin af svipaðri lengd, 35-40 bls. Mikið er af myndum í öllum þáttum og hafa margar þeirra verið teknar vegna þessarar bókar. Hefur höfundur tekið þær myndir sjálfur. Þess má geta að í öllum tilvikum er bújörð viðmælanda greinilega sýnd á korti. Hver þáttur hefst á um það bil einnar bls. kynn- ingu höfundar, auk þess sem innrömmuð eru helstu kennimerki hvers viðmælanda undir fyrirsögn- inni: Hver er maðurinn? (Nafn, heimili, fæðingardagur og ár, menntun, störf, félagsstörf, heimil- ishagir). Síðan hefst viðtalið eða frásögnin sem er í fyrstu persónu og skipt í smáþætti með millifyrir- sögnum. Höfundur hefur þannig gengið afar skipulega til verks og unnið það af góðri og vandaðri fag- mennsku og smekkvísi. Er vant að Bók efir Gunn- ar Þorsteinsson ÚT ER komin hjá ísafold bókin Spádómarnir rætast eftir Gunn- ar Þorsteinsson. í kynningu útgefanda segir: „í bókinni lýsir höfundur því hvernig spádómar Biblíunnar eru sífellt að rætast í kringum okkur og hvernig allt ber að sama brunni, nýrri heimsskipan. Þjóðir heims riða- á barmi gjaldþrots, hvarvetna ríkir öngþveiti og upplausnarástand. Þjóðir heims bíða lausnara ... Hand- an við hornið vokir Antí-Kristur og bíður þess að taka við heimsyfiráð- um. í bókinni leitar höfundur svara við ýmsum spurningum: Hvert er hlutverk Evrópubandalagsins? Ryð- ur það kannski brautina fyrir komu Antí-Krists? Hvað er burthrifning? Hvað er Harmagedón? Er sviðið sett fyrir komu Antí-Krists? Á kannski aðeins eftir að draga frá tjöldin?” frumkvöðull að ferðaþjónustu bænda og hefur komið upp mikilli sumarhúsabyggð og sá fjórði gefur sig að stjórnmálum og þjóðmálum. Það er reisn yfir þessum mikil- hæfu mönnum, heilbrigt stolt yfir vel unnum verkum. Þetta er því hressandi lestur. Þetta eru menn sem lifa í verkum sínum, eru þar allir af lífi og sál, fjarri öllu dapur- legu sálargrúski, enda þurfa þeir þess ekki með. Suma þessa menn þekki ég raunar persónulega og hef átt við þá góð og skemmtileg sam- skipti. Því veit ég að sú mynd sem hér er af þeim dregin er sannferðug. Ánægju hafði ég af lestri þessar- ar bókar og þykir hún holl og upp- örvandi lesning á þessum tímum barlóms og svartsýni. Illugi Jökulsson mætti lengi telja. Jónas fógeti er önnur aðalpers- óna sögunnar. Hann er metnaðar- laus maður og kominn af allra léttasta skeiði. Hans hugsjón í líf- inu er að forðast öll vandræði. Sjálfsímynd hans er fremur veik. Hann er t.a.m. við og við að upp- hugsa brandara sem hann heykist síðan á að segja eða lætur þá frá sér fyrir daufum eyrum. Hin aðalpersóna sögunnar er Guðleifur Jónsson. Hann er mið- aldra leigubílstjóri fyrir sunnan sem býr einn. Þetta er maður lí- tilla sanda en nótt eina tekur hann upp á sína arma eiginkonu eins mestá illmennis landsins, Vil- hjálms Ágústs Þóroddssonar, sem ættaður er frá þorpi fógetans, og hafði hann hrakið konuna að heim- an. Guðleifur verður ástfanginn af henni. Þegar Vilhjálmur eða Villi Tóta, eins og þorpsbúar nefna hann, tælir konuna til sín aftur fyllist Guðleifur hatri. Hann hyggst skjóta illmennið sem nú er á leið í þorpið til að taka við rekstri frystihússins. Hér- eru því aðstæður því líkastar sem við þekkjum úr bíómyndum úr villtra vestrinu. Það er varla tilviljun að Illugi lætur ungan þorpsbúa nefna fógetann sheriff. Meginviðfangsefni bókarinnar er raunar af siðferðislegum toga spunnið. Jónas á sjálfur harma að hefna gagnvart Villa Tóta því að skálkurinn hafði stungið undan honum í æsku og skilið æskuást- vinuna eftir í sárum sem aldrei gréru. Af þeim sökum tekur Jónas að velta íýrir sér hvort slíkt dráp geti verið réttlætanlegt. Að vísu kemur hann í veg fyrir með fógeta- valdi sínu að Guðleifur drepi Villa Tóta. En eftir stendur spurningin um réttmæti þess enda er okkur gefið í skyn að Villi muni kremja þorpsbúa undir hæl sínum. Er þá fógetavaldið til að vernda slíka menn eða eiga menn kannski að virkja hatur sitt gegn þeim? í sjálfu sér eru spurningar þess- ar fyllstu athygli verðar. Hins veg- ar finnast mér efnistök höfundar þegar að þessum þætti sögunnar kemur full óljós og fljótandi. Þau eru raunar helsti veikleiki hennar. Þannig verður illmennska Villa Tóta aldrei nógu sannfærandi og áþreifanleg til að slíkar spurningar brenni á okkur. Margir fara illa með aðra menn án þess að við óskum þeim dauða. Þar að auki er Guðleifur Jónsson það lítill bóg- ur að lesandi á alla tíð bágt með að trúa því að hann þori að drepa Villa Tóta hvað þá að hann hafi nógu sannfærandi tilefni til þess. Þrátt fyrir þessa veikleika sög- unnar er hér á ýmsan hátt vel af stað farið. Sagan er læsileg, frá- sagnargleðin mikil og textinn sjálfur býsna góður. Illugi kann töluvert fyrir sér í fimleikum orðs- ins. Persónur eru margar athyglis- verðar og þá er höfundur fundvís á ýmis smáatriði og skondin tilvik sem gera skáldsögur skemmtileg- ar. Helgi Bjarnason sjá að miklu betur sé hægt að gera. Olíkir eru þessir fjórir bændur sem við er rætt og hver er af sínu landshorni. En margt eiga þeir þó sameiginlegt. Allir eru þeir hörku- duglegir, ódeigir og óvílsamir enda liggur mikið eftir þá. Þeir eru allir um og yfir miðjum aldri. Þeir hafa stundað búskap um árabil af mik- illi reisn, en allir eiga þeir jafnframt önnur hugðarefni. Einn er fræðagr- úskari og hefur komið upp merku byggðasafni. Annar hefur gegnt forystu í sveitarmálum, verslunar- og markaðsmálum. Sá þriðji er Gunnar Þorsteinsson „Keramikskúlptúr” Myndlist Bragi Ásgeirsson Listakonan Borghildur Óskars- dóttir hefur á undangengnum árum vakið á sér athygli fyrir samfelld og markviss vinnubrögð á því sér- staka sviði sem hún hefur haslað sér völl, og hefur verið nefnt keramikskúlptúr. Er þá um að ræða, að forma og móta í Ieir eftir fijálsu hugarflugi, brenna svo við ákveðið hitastig, þannig að þótt gerendur hafni hin- um hefðbundnu markmiðum list- greinarinnar og öllu notagildi full- komlega, þá eru þeir sjálfu vinnslu- ferlinu trúir. Borghildur kemst á þennan hátt eins nærri því að vinna sem frjáls skapandi skúlptúrlistamaður og hugsast getur og er næsta fátt skylt með verkum hennar og hefð- bundinni leirlist, fyrir utan það að ■ hún bætir sums staðar við steyptu gleri. Hin síðari ár hefur Borghildi tekist að helga sig listsköpun ein- vörðungu og á tímabilinu hefur hún tekið þátt í fjölda sýninga víða um heim og hefur list hennar m.a. verið kynnt í víðlesnum fagblöðum. Er svo er komið, er raunar margt það í leirlist orðið næsta algengt, sem stakk mjög í stúf fyrir nokkr- um áratugum og rataði á listiðnað- arsöfn fyrir nýstárleika og óvenju- lega meðhöndlun efniviðarins. Menn voru þá ekki vanir því að hið hefðbundna lögmál notagildis- ins væri brotið, en í dag er þetta kennsluaðferð í listaskólum og iðk- að af fjölmörgum, en á Norðurlönd- um þó aðallega konum að ég best veit, og þó getur aðferðin naumast talist kvennalist. En nú, þegar óvenjuleg með- höndlun efniviðarins er orðin að harla hversdagslegri athöfn innan keramik- eða leirlistarinnar, þá gera menn að sjálfsögðu mun rneiri kröfur til Iistrænnar úrfærslu og það er í þeirri hringiðu sem Borg- hildur hrærist um þessar mundir. Maður getur og séð það á verk- um hennar, að hún er sér þess fylli- lega meðvitandi og hefur markað sér þá stefnu, að aðlaga list sína nútíma hugsun í almennum skúlpt- úr, en vera þó trú hinni uppruna- legu vinnsluaðferð. Jafnframt legg- ur Borghildur mikla áherslu á upp- setningu sýninga sinna, svo að jafnvel má jafna við hinar svoköll- uðu ínnsetningar (Installation). Form tekur við af formi og afstaða hverrar einingar ræður staðsetn- ingu annarrar. Og þótt slíkt væri einnig gert hér áður fyrr er þetta meira meðvitað sem lífræn sköpun. Fyrir mitt leyti þá fínnst mér Kjarvalsstaðir ekki sérlega vel fallnir fyrir innsetningar nema með ærnum tilkostnaði, sem einstakl- ingar ráða naumast við og einkum á hið gljáandi parketgólf mikinn þátt í því. Þannig njóta verk Borghildar sín að mínu viti hvergi nærri nógu vel í Austursalnum, þar áem þau eru staðsett, og auk þess ertir hið freka loft, sem trónir yfir einföldum og vinalegum skúlptúrverkunum sjón- taugarnar. Þá er lýsingin hvergi nærri nógu góð og sveigjanleg fyr- ir skúlptúrverk af þessari gerð. Hér skiptir nefnilega öllu máli að allt leggist á eitt og að hvert verk og um leið heildin fái notið sín, styrki hvert annað svo að úr verði rismik- ill samhljómur. Borghildur beitir mjög öguðum vinnubrögðum og auðséð er að hún þekkir miðil sinn fram í fingurgóma Borghildur Óskarsdóltir og reynir til hins ýtrasta að ná sterkum heildaráhrifum úr hveiju verki fyrir sig, þrátt fyrir að hún seti sér ströng takmörk um form- ræna útfærslu. Það eru 25 verk á sýningunni, flest á gólfi, og hlykkjast þau á ýmsa vegu, oftast aflöng, sum opin en önnur lokuð og sycn- kemur steypta glerið sem virkar stundum eins og loftkennd augu er rýna út í tómið t.d. í samstæðunni „Stafur” (4 og 5). Verkin sem mér þóttu skila sér best við þessar aðstæður voru þó súlurnar, er minna á ein- falt „tótem” og t.d. 7 og 17, en þó einkum 19, sem er þeirra svip- mest ásamt því að lýsingin gengur hér upp og styrkir verkið. í heild staðfestir sýningin styrk Borghildar sem framsækins lista- manns á þroska- og framabraut.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.