Morgunblaðið - 06.12.1991, Page 12

Morgunblaðið - 06.12.1991, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 GRYLU SAGA Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Tryggvi Emilsson: Konan sem storkaði örlögunum. Skáldsaga. Útgefandi: Stofn. 1991. Daufleg er sú mynd sem nútíma- menn gera sér af náttúrvættum Islands enda veruleikinn og draum- arnir sem kveiktu þær horfnir. Helst öðlast þessar verur líf í kring- um jólin, einkum þær sem tengjast þeim, Grýla, Leppalúði og hyski það. Raunar er hin nýja forfrömun þeirra að mestu leyti komin utan- lands frá eftir að landsmenn tóku að rugla saman jólasveinum og al- þjóðlegum hugmyndum vöru- og auglýsingasamfélagsins um anda jólanna. En nú ber nýrra við. Tryggvi Emilsson sendir um þessar mundir frá sér bók sem hann nefnir Konan sem storkaði örög- unum. Sannast sagna kom efni hennar mér á óvart. Síst af öllu átti ég von á ævisögu Grýlu frá Tryggva hendi. En nú er hún sem sé komin út og á bólakaf í jólabóka- flóðið. Grýlusaga þessi höfðar raun- ar að mínu mati fremur til fullorð- inna en bama. Sagan er ævintýri um sterka konu. Tryggvi heldur sig ekki við hefðbundna ímynd Grýlu eins og hún birtist okkur í hinum aðskiljanlegustu þulum og barna- gælum heldur fléttar hann að mörgu leyti nýja sögu úr ýmsum þjóðsagnaminnum, ævintýrum og þeim veruleika sem þær eru sprottnar úr. Við kynnumst upp- runa Grýlu, barnæsku hennar, full- orðinsárum og elli. Líf hennar er barátta hreppsómagans sem kemst í þokkalegar álnir og hjálpar öðrum slíkum til þroska. Grýla er líka móðir og ástkona. Athyglisverðustu eðlisþættir Grýlu eiga furðumikið sameiginlegt með verkalýðsbaráttumanninum Tryggva Emilssyni, réttlætiskennd sem gerir hann að ógnvaldi yfir- valdsins og hollvini snauðra ómaga og frelsiskennd svo sterk að hún unir sér lítt í þeim 19. aldar mann- heimi þar sem kúgun og barnamis- þyrmingar eru daglegt brauð. Hug- sjón hennar um að mennta ómag- ana með bókina Harmóníu að vopni er einnig mjög í samræmi við hug- myndir íslenskrar alþýðuhreyfingar á fyrri hluta 20. aldar um menntun fólksins svo að það gæti fundið samhljóm með öðru fólki og náttúr- unni. Um Grýlu segir höfundur raunar: „Það var hennar eðli að hlynna að smælingjum meðal manna.” (S. 111.) Aðrar persónur sögunnar gegna litlu hlutverki. Meira að segja Lepp- alúði er fyrst og fremst karldula sem gagnast Grýlu í fletinu hennar Sögusviðið er tvískipt. Fyrri hlut- inn gerist meðal manna en í síðari hluta sögunnar yfirgefur Grýla mannheima og heldur á vit náttúr- unnar. Hún gerist hellisbúi. Tryggvi fer sem fyrr segir í gnægtarbrunn íslenskrar þjóðsagna til að leita sér fanga. Alls konar furðuverur eru sjálfsagðar í þeim þjóðsagnaheimi. Sjálf er Grýla kom- in af bergiisum en auk þess koma við sögu huldufólk, nykur og sækýr svo , að eitthvað sé nefnt að ógleymdum marbendli þeim sem verður stóra ástin í lífLGrýlu. Með honum eignast hún dótturina, Leið- indaskjóðu, en í henni sér Grýla drauma sína og þrár rætast því að stúlkan sú hefur söngrödd svo fagra að kóngurinn ákveður að styrkja hana til söngnáms. Meira máli skiptir þó að hún opinberar innstu rök tilverunnar með söng sínum: „Og það sýndist Grýlu að gróðurlíf þar um slóðir tæki við sér, rétt eins og blóm í haga, ásamt grænum grösum, hefðu eyru til að hlusta með og tilfínningu til að njóta söng- listar, lífið hlaut að vera allt af einni rót, jafn mennskt og ómennskt, allt sem lífsanda dregur.” (S. 89.) Stíll sögunnar dregur dám að viðfangsefninu. Hann líkist um margt stíl þjóðsagna og ævintýra. Mikið er um alls kýns orðatiltæki Tryggvi Emilsson án þess þó að fornyrði tefji fyrir lesanda. Málið er ljóðrænt á köflum og ef grannt er skoðað sést að höf- undur grípur víða til stuðla til að ná fram léttleika og lipurð: „Væri lognmolla yfír landgrunninu æfði Leiðindaskjóða nið linda og lækja og að jöfnu hljómtök fossa og fall- vatna ...” (s. 89). Óviða hef ég raun- ar lesið kjarnbetra' og fegurra mál. Það er í senn gamalt og nýtt. Konan sem storkaði örlögun- um er ekki bara Grýlusaga. í mín- um huga minnir margt í henni á þroskasögu höfundarins sjálfs. Hin aldni sagnasjóður, Tryggvi Emils- son, getur líkt og Grýla í lok sög- unnar horft sáttur yfír farinn ævi- veg enda hefur hann verið „fremur veitandi en þurfandi” (s. 111). Hann er enn á ferð og vonandi með fleiri sögur í farteskinu. Saga eftir Gordimer ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu skáldsagan Saga sonar míns eftir suður-afrísku skáld- konuna Nadine Gordimer. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Sagan segir frá lífi þel- dökkrar fjölskyldu sem markað er af baráttu gegn aðskilnaðarstefn- unni. Sögumaður er drengur á unglingsaldri sem kemst að því að faðir hans á í ástarsambandi við hvíta konu. Því fylgja margvíslég átök í einkalífí og stjórnmálabar- áttu. I bókinni tvinnast saman frá- sögn af ástandinu í Suður-Afríku og saga um ást -- ást karlmanns á tveimur konum, ást föður og sonar og frelsisástina.” Þetta er önnur skáldsagan eftir Nadine Gordimer sem kemur út á íslensku, í fyrra kom út eftir hana Heimur feigrar stéttar. Gordimer hlaut Nóbelsverðlaunin í bók- menntum árið 1991 og er Saga sonar míns nýjasta skáldsaga hennar. Ólöf Eldjárn þýddi bókina sem er 220 blaðsíður. G. Ben prent- stofa hf. prentaði. Saga ur sam- tímanum Bókmenntir Eðvarð Ingólfsson Jón Dan: Kjarri og skemmubófarnir. Skjaldborg 1991. Kjarri og skemmubófarnir nefnist nýjasta verk Jóns Dans. Flestir, sem heyra bókarheitið í fyrsta sinn og líta kápumyndina augum, gætu auð- veldlega haldið að hér væri á ferð reyfarasaga. Ljótur karl hleypur niður stiga með skelfdan strák á herðunum. En svo er þó ekki. Þetta er raunsæ saga sem fjallar um innri og ytri veruleika ungs drengs. Káp- umyndin er tákn um það sem gerist í sálardjúpum aðalpersónunnar þeg- ar tilveru hennar er ógnað. Þá ímyndar hún sér að „krakkasafnar- inn” eða „skemmubófarnir” ætli að gera sér mein. Óttinn á rætur í sekt- arkennd. Aðalpersónunni finnst hún flækjast fyrir í lífi foreldra sinna. Jón Dan er mjög fimur með penn- ann. Hann fléttar lýsingum á dapur- legum hliðum mannlegrar tilveru haganlega inn í spennandi og skemmtilega atburðarás. Slíkt er aðeins á færi snjallra stílista. Undir- tónn sögunnar er alvarlegur en á vfirborðinu ræður góð kímnigáfa höfundarins ríkjum. Foreldrar Kjarra eru skildir að skiptum en það er reynt að halda því leyndu fyrir honum. Þó að höf- undurinn segi söguna aðallega frá sjónarhóli drengsins fellur hann sem Nadine Gordimer Jón Dan betur fer ekki í þá gryfju að dæma allan heiminn út frá þörfum hans. Hann lýsir einnig togstreitu og vanlíðan foreldranna og gefur þann- ig sögunni meiri vídd en ella. Pabbi Kjarra „faðmáði hann að sér og grét beisklega” þegar hann kvaddi hann hálfsofandi síðla kvölds og mamma hans „reyndi að fela tárin” þegar hann birtist eitt sinn óvænt. Frásögnin nær hámarki þegar Kjarri kemst að því að pabbi hans er farinn að búa hjá „einhverri kell- ingu” vestur í bæ. Mér fínnst lausn sögunnar eini veiki hlekkur hennar. Kjarri umturnast í fyrstu heimsókn- inni á heimili „kellingarinnar” og heimtar að pabbi hans snúi til baka. Og honum verður að ósk sinni á staðnum. Hér er lýst atburðarás sem i sjálfu sér gæti gerst en hún er einfölduð ansi mikið; það hefði mátt teygja meira á henni, vinna hana betur, gera hana trúverðugri. En hvað um það? Styrkur sögunn- ar felst í því hvað höfundurinn hef- ur næman skilning á börnum, hug- arheimi þeirra og tilfinningum. Hann dregur upp minnisstæðar myndir af einlægni og einfeldni barna annars vegar og ístöðuleysi og tvöfeldni fullorðinna hins vegar. Margt má af þessari sögu læra um samskipti foreldra og barna um leið og notið er skemmtunar af henni. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaöarhóli 25. Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. Siglufjörður: Torgið hf., Aðalgötu 32. Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1. • Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. c to OxO* 3<q 1=8 D O* i§ 3 2: oS 7T —j- 7T*=i. Q Q' 1- D 7? qS =ZO Q<° 3 Q.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.