Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 18
*Í8 'MORGUNBLAÐID FÖSTUD’AGUR ’6/DESEMBER' 1991 ll ú urvai oao SPORIS'NEAR Góð vörumerki. - ótrúlegt verð. (?HTO KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD Hljómdiskar Oddur Björnsson Sprotar. íslensk píanótónlist. Orn Magnússon, píanó. Islensk tónverkamiðstöð. ITM8-02. Það er píanótónninn (eða öllu heldur hljómurinn) sem fyrst vek- ur athygli - enginn Steinway- hljómur, sem maður á að venjast á flestum hljóðritunum, heldur virðulegur „gamaldags” Bösend- orfer, sem er að sjálfsögðu smekksatriði, en fyrir undirritað- an hið besta mál. Áhrifin eru nokkuð sérkennileg að því leyti að píanóleikurinn virk- ar í senn „gamaldags” (notkun pedals undirstrikar það) og ný- tískulegur. Útkoman er óvenju- leg, en ákaflega sannfærandi - „raunsæisleg” (ekkert „rúbatód- ót” til að hilla mann), en góður og heilnæmur púls undir öllu sam- an. Ekkert á yfirborðinu. Músik- lega traust og fallegt. Og satt. Nýrri verkin (eftir Þorkel, Mist, Hilmar og Hróðmar), allt ákaf- lega fínar tónsmíðar, höfðuðu þó mest til mín, og þarna er Örn Magnússon verulega í essinu sínu, yfirburðaflytjandi (því það er hæpið að taia um að „túlka” f flutningi, sem virðist færa okkur verkin í allri sinni nekt (og stund- um dýrð), líkt og alsköpuð úr höfði tónskáldsins). Ég vil helst ekki þurfa að gera upp á milli þessara verka, enda held ég að það sé út í hött - þótt vel mætti ljúga því að mér að síðasta verk- ið (Tilbrigði eftir Hróðmar Sigur- björnsson) sé toppurinn í þessu galleríi. Einnig er mjög gaman Orn Magnússon píanóleikari að kynnast nútíma „impression- isma” í jafn tæru og fallega skrif- uðu verki og Ó gula undraveröld (eftir Hilmar Þórðarson). Annars fannst mér verulegur fengur í Jóni Leifs - litli valsinn var falleg „brú” yfir í annað landslag. Svona einfalt smáverk, sem grípur hlust- ir manns, skrifar aðeins ekta tón- skáld. Af þessu má ljóst vera að ég er ákaflega hrifinn af þessum píanista og því sem hann hefur fram að færa á þessum hljóm- diski. Ef maður á músikalska og menningarlega sinnaða vini, þá er komin þarna aldeilis tilvalin jólagjöf. Bladid sem þú vaknar vió! Garðar Gíslason ■ BÓKAÚTGÁFA Orators hefur gefið út bókina Eru lög nauðsyn- leg? Höfundur er Garðar Gíslason, borgardómari. Bókin hefur að geyma átta greinar höfundar um réttarheimspeki. í greinunum er te- kist á við spurninguna um eðli og uppruna laga og réttar, fjallað er um tengsl laga og siðferðis auk þess sem réttarheimildir meginreglur laga eru skoðaðar frá heimspekilegu sjónarhorni. Bókin er einkum ætluð til kennslu við lagadeild Háskóla íslands. Hún á þó ekki síður erindi til allra lögfræðinga og annarra sem áhuga hafa á grundvallaratriðum um réttarkerfi og mannlegt samfé- lag. Bókin er 153 bls. Bókaútgáfa Orators hefur einnig gefið út bókina Orn Magnússon leikur íslenska píanótónlist Páll Hreinsson Dómar í víxilmálum. Höfundur er Páll Hreinsson, fulltrúi yfirborgar- dómarans í Reykjavík. Bókin hefur að geyma um 300 reifanir á dómum sem gengið hafa í víxilmálum í Landsyfirrétti og Hæstarétti og þar er einungis að finna valda héraðs- dóma frá bæjarþingi Reykjavíkur. I bókinni eru bæði dómar sem varða efnisreglur víxilréttarins og réttarf- arsreglur víxilmálaréttarfarsins. Bókin er jafnt ætluð til kennslu við iagadeild og sem handbók fyrir starfandi lögfræðinga. Þeir sem nota víxla í viðskiptum munu einnig hafa margvísleg not af bókinni. ítarlegar laga-, dóma- og atriðisorðaskrár eru í bókinni sem auðvelda mjög notkun hennar. Bókin er 231 bls. SVALUR OG SVELLKALDUR Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Svalur og Svellkaldur. Höfund- ur: Karl Helgason. Setning: Höfundur. Umbrot og filmu- vinna: Offsetþjónustan hf. Prentun og bókband: Prent- smiðja Árna Valdimarssonar. Kápumynd: Búi Kristjánsson. Útgefandi: Æskan. í raun er þetta predikun frá upphafi til enda. Bijóst predikar- ans að rifna af þránni til þess að verða að liði, vara þjóð sína við þeirri svellbungu er hún stefnir á með lakkskó á fótum. Hér er á mörgu tekið, undiraldan þó éin, uggur um framtíð, alinn af kær- leik til barna. Sviðið er þorp. Aðalsöguhetjan, ívar, táningur, berst við tilfinning- ar bijósts síns, ekki fyrst og fremst við þær er vakna, þá barn breytist í mann, heldur miklu fremur hræðsluna við þá breyting er hann finnur í fari foreldra sinna, sér streituálag vinnuþræla vera að leggja heimilið í rúst. Reiðin sýður í honum í sál, svo hann getur ekki hamið, lemur jafnvel í vanmáttka vini; slæst í slagtog með „óknytta strákum”, merktum af vanrækslu heimila sinna, drykkju meðal ann- ars. Til hvers er að vera góður í heimi sem virðist fullur af myrkri? Jafnvel alsaklausri vinkonu velur hann auðmýkjandi uppnefni, sem aðrir henda á lofti og strá í sár undrunar. Til sögu er nefndur Ásbjörn, gamall, lífsreyndur mað- ur, rúnum ristur. Þeir verða vinir, Ivar og hann. Karlinn réttir drengnum logna mynd af sinni fortíð, mynd, sem sektarkenndin hefir meitlað, geymir ívari þó sannleikann á blaði, sem hann fær að kynnast, þá karl er allur. En karlinn hafði snúið við, yfirgefið forarvilpu myrkurs, var nú á gangi í ljósuhlíðum lífsins og réttir drengnum sólstafi í framtíðarvef- inn. Ekki aðeins honum, heldur krökkum þorpsins. Þeir stofna skátaflokk, skilja, að það sem þeir áður töldu hetjudáð var í raun aðeins barnalegur heigulskapur. Já, ívar verður gæðadrengur, lærir að bæta fyrir það sem hann hafði rangt gert. Nálgast lítil- magnann, sem hann hafði ráðizt á, Sigurð á ný, finnur í honum þroska sem hver heilbrigður mætti vera stoltur af, og Rós Yr fyrirgef- ur honum barnaskapinn, sem í uppnefninu fólst. í sögulok roðar 'sól himin nýrra morgna. Höfundur er myndrænn stílisti. Slíkt krefur lesandann um vakandi fylgd, og það læðist að mér, að hér geri Karl, einkum í upphafi sögu, of miklar kröfur til ungra lesenda. Bókin á erindi við alla, en mest vanrækt börn, og þar er margt barnið að finna illa læst og skilningssljótt. Það breytir ekki þeirri staðreynd, að predikun Karls á erindi við þau. Þeim tíma væri því vel varið í skóla og á upptöku- heimilum, sem færi í lestur bókar- Karl Helgason innar, undir handleiðslu kennara, sem færir eru um að tengja mynd- ir sögunnar lífinu sjálfu. Hér ættu því „skólar” að veita bók athygli, og þeir sem menntamálum stjórna, athuga, hvort ekki væri rétt að gefa börnum þessa bók, setja hana á námsskrá. Að koma henni á náttborð foreldra treysti ég börn- um best til. í þessum orðum mín- um felst ekki það, að ég telji bók- ina leiðinlega aflestrar, heldur hitt, að hér er á svo margt drepið sem nánar þarf að ræða. Höfundi er mikið niðri fyrir og honum gleym- ist að með einni predikun frelsar enginn heiminn. Þetta er bók mikillar lífsreynslu, speki á fallegu, öguðu máli. Próf- örk vel lesin. Hvað er eitt „t” (44)? Kápa og prentverk allt vel unnið. Þökk fyrir athyglisverða bók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.