Morgunblaðið - 06.12.1991, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.12.1991, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 24 ★ GBC-Pappírstætarar Þýsk framleiösla Ýmsar stærðlr og gerðlr fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavlk Símar 624631 / 624699 Raðgrelöslur Póstsendum samdægurs -SkAWK FRAMÚK SNORRABRAUT 60 - SlMI 12045 Sumarangan úr Svarfaðardal eftir Aðalgeir Kristjánsson Jólabækurnar berast að ein á fætur annarri eins og jakar í vor- leysingum. Hér verður reynt að virða eina þeira fyrir sér skamma stund um leið og hún siglir áfram í straumi tímans. Bókin um Kristján Eldjárn eftir Gylfa Gröndal er all fyrirferðarmikil og efnisauðug. Hún er prýdd fjölda mynda og henni fylgja bæði nafna- og heimildaskrá og ritaskrá Kristjáns. Frágangur er hinn vandaðasti og öllum til sóma sem þar hafa lagt hönd að verki. Gylfi Gröndal hefir verið afkasta- mikill á ritvellinum um áratugi. Hann hefir ritað nær tvo tugi ævi- sagna og viðtalsbóka, en hér er án efa viðamesta og metnaðarfyllsta verkið sem hann hefir fengist við í þessari bókmenntagrein. Sögusvið- ið er víðfeðmt jafnt í tíma og rúmi. Lesandinn ferðast með söguhetj- unni utan frá sjó og inn á öræfí, frá óbyggðum Grænlands og suður til sólheitra sanda Afríku, og í tíma er farið á stundum langt aftur fyr- ir íslands byggð eða fram til líð- andi stundar. En þrátt fyrir að söguhetjan sé víðförul og leggist í víkingu í fræðum sínum, á Kristján Eldjárn sér samt sitt Berurjóður sem hann hverfur til bæði í hugan- um og í veruleikanum hvenær sem færi gefst og það eru ætt- og aesku- stöðvar hans í Svarfaðardal. í bréf- um hans og dagbókarbrotum, minn- isgreinum og öðru sem hann lét eftir sig kemur þetta greinilega fram. Þegar á ævina leið fann hann stundum til sársauka yfir því að vera í senn heimamaður og gestur þar sem hann sleit barnsskónum. Sú tiifinning varð á stundum bland- in sektarkennd og trega. Kristján Eldjárn þreyttist aldrei á að leita á heimaslóðir, síðast skömmu áður en hann lagði upp í sína hinstu för. Yfir frásögnum hans af dalnum og lífinu þar hvílir fegurðarblær og líkt og í Grimnismálum þar sem dýrð goðheima er lýst í fáorðum skáld- legum lýsingum. Kristján Eldjám fæddist að Tjörn í Svarfaðardal 6. desember 1916 og hefði hann því orðið 75 ára í dag. í föðurætt var hann kominn af prestum í langri röð. Faðir hans, Þórarinn Eldjárn, varð fyrstur til að ijúfa hefðina. Eftir að hafa stundað nám í Möðruvallaskóla og í Noregi gerðist hann bóndi og kennari í heimabyggð sinni. Þar hlóðust á hann margháttuð trúnað- arstörf, en hann sóttist hvorki eftir vegtyllum né frama, heldur var jafnan til hans leitað. Hann lifði mjög samkvæmt lífsreglum sverða- smiðsins að leita jafnan hófs í hverj- um hlut. Kristján Eldjárn ræðir oft um föður sinn og glöggt má sjá að lífsviðhorf hans hefír reynst Krist- jáni gott veganesti á lífsleiðinni. Um móður sína, Sigrúnu Sigur- hjartardóttur, er hann fáorðari. Þar með er ekki sagt að hann hafi metið hana minna. Hún innrætti fólki sínu gildi þess að temja sér ekki slæpingshátt og iðjuleysi og það fræ féll ekki í grýttan jarðveg hjá Kristjáni. Hann virðist hafa unnið hörðum höndum ár og ein- daga, að hveiju sem hann gekk. Skemmtilegasti hluti bókarinnar eru lýsingarnar á æsku Kristjáns. Hann segist hafa verið fæddur í torfbæ og kallaði sig af þeim sökum miðaldamann. Sá sem þetta ritar minnist þess varla að hafa séð jafn skýrt dregna fram þá byltingar- kenndu breytingu og miklu gjá sem myndaðist á styijaldarárunum síð- ari milli hins kyrrstæða þjóðfélags sem ríkti í landinu og alls hins nýja sem flæddi yfir líkt og jökulhlaup og sópaði á braut gömlum venjum og lífsviðhorfum. Ævistarf hans sem þjóðminjavörður og vísinda- maður var helgað því viðfangsefni að smíða brú yfir til liðinna alda þar sem hver sem sjá vildi gat séð í huganum liðnar aldir, blómleg býli, bæja mergð og lýða ferðir, svo að vitnað sé í forspjallsorð Forn- ólfs. Við uppgröft fornminja og með pennann að vopni miðlaði hann þjóð sinni fróðleik um Iiðnar aldir, lífs- hætti og daglegt líf. Hann uppskar ríkulega laun erfiðis síns. Uppgröft- urinn á Stöng og í Skálholti og allt sem moldin geymdi þar var ævin- týri líkast enda vitnaði Kristján til orða Barða Guðmundssonar þjóð- skjalavarðar sem komst svo að orði um uppgröftinn að aldrei hefði hann staðið andspænis sögunni sjálfri með líkum hætti og þegar hann stóð augliti til auglitis við hinn forna kirkuhöfðingja, son Jóns Loftssonar í Odda. Kristján Eldjárn skrifaði margar bækur og ritgerðir um íslenskar fornminjar, og flutti útvarpserindi og sjónvarpsþætti, sem nutu hylli alþjóðar, um ýmsa muni í Þjóðminj- asafninu. Hann taldi að safnið ætti að vera handa alþýðu manna á ís- landi. Þar eigi hún að geta skoðað sjálfa sig í skuggsjá fortíðarinnar og um leið skilið betur kjör sín og örlög og sögu þjóðarinnar í landinu, sagði hann í lok einnar greinar sinn- ar. í dagbókum sínum lýsir hann sumardegi hjá Þinghöfða á Héraði Jón Baldvin Hannibalsson. NATOí nýrri Evrópu JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra mun flytja erindi, sem fjallar um Atlantshafsbanda- lagið í nýrri Evrópu á morgun, laugardaginn 7. desember á liá- degisverðarfundi í Atthagasal Hótel Sögu. Hefst fundurinn klukkan 12. Fundurinn er haldinn á vegum Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs og fjallar um ofan- greint málefni í kjölfar leiðtoga- fundar Atlantshafsbandalagsins í Róm nýverið. Fundurinn er opinn félagsönnum SVS og Varðbergs og gestum þeirra. gj BBUnHBÚIHrtUlC ÍSlBnDS Ármúla 3-105 Reykjavík - Sími 605060 HEIÐURSLAUN BRUN ABÓTAFÉLAGS ÍSLANDS 1992 Stjórn Brunabótafélags íslands veitir einstaklingum heiðurslaun samkvæmt reglum, sem settar voru árið 1982, í því skyni að gefa þeim kost á að sinna sérstökum verkefnum til hags og heilla fyrir íslenskt samfélag, hvort sem er á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Reglurnar, sem gilda um heiðurslaunin og veitingu þeirra, fást á $krifstofu BÍ í Armúla 3, Reykjavík. Þeir, sem óska að koma til greina við veitingu heiðurslaunanna árið 1992, þurfa að skila umsóknum til stjórnar félagsins fyrir 15. desember 1991. Brunabótafélag íslands. Dr. Kristján Eldjárn „Um bókina sem heild skal það sagt að lokum að hún er mikil söguleg heimild ekki einungis um ævi og störf dr. Kristjáns Eldjárns, heldur er hún jafn- framt menningarsaga og merk heimild um ís- lenska fornleifafræði á þessari öld.” þar sem hann skynjar söguna likt og þyt í laufi á sumarkvöldi. Það eina sem hann sá til mannaferða var líkt og mynd langt aftan úr öldum. Snemma kom í ljós að Kristján Eldjárn var hagorður í betra lagi. Norðlenskir góðbændur hafa löng- um ort til heimilisþarfa og Kristján Eldjárn ólst upp við stuðlanna þrí- skiptu grein. Honum gafst hins vegar lítið tóm til að leggja rækt við að yrkja, enda kallaði hann allt slíkt fikt eitt. Engu að síður auðg- aði hann íslenskar bókmenntir með prýðis þýðingu á ljóðabálkinum Nordlands Trompet eftir norska prestinn Peter Dass þar sem lýst er náttúru og mannlífi .í Norður- Noregi. Einnig þýddi hann ýmislegt sem tengdist starfi hans og fræð- um. Kristján Eldjárn hóf háskólanám sitt í Kaupmannahöfn með því að leggja stund á enska tungu, en söðl- aði fljótlega um og hóf nám í forn- leifafræði. Heimsstyijöldin síðari gerði námið endasleppt svo að hann hóf nám_ í íslenskum fræðum við Háskóla íslands og lauk því á þrem- ur árum. Skömmu síðar varð hann starfsmaður við Þjóðminjasafnið og þar á eftir þjóðminjavörður. Síðasti hluti bókarinnar greinir frá forsetaárum hans á Bessastöð- um og þeim atburðum sem urðu í þjóðlífínu og forseti varð að hafa áfskipti af, svo sem stjórnarmynd- anir og aðdragandi að þeim. í bók- inni kemur greinilega fram að hann kvaddi Þjóðminjasafnið með sökn- uði og undi hag sínum ekki nema miðlungi vel á Bessastöðum í upp- hafi. Að sumu leyti er þessi þáttur bókarinnar ekki alveg jafn áhuga- verður og hinir fyrri. E.t.v. hefir þótt of snemmt að skoða þau mál niður í kjölinn, enda verða dagbæk- ur Kristjáns frá þessum tíma ekki gerðar aðgengilegar fyrr en eftir hálfa öld. Um bókina sem heild skal það sagt að lokum að hún er mikil sögu- leg heimild ekki einungis um ævi og störf dr. Kristjáns Eldjárns, held- ur er hún jafnframt menningarsaga og merk heimild um íslenska forn- leifafræði á þessari öld. Að lestri loknum er lesandinn fróðari en áður um stórfelldustu lífsháttabreytingu sem orðið hefir í sögu þjóðarinnar og hann hefír kynnst einum þeirra manna sem stóð vörð um fornar dyggðir og þjóðleg verðmæti. Manni sem gat talað við hvern og einn sem jafningja sinn, brugðið skemmtileg- um svip yfir mannlíf og atburði, jafnt á líðandi stund og í órafirð liðinna alda. llöfundur er fræöimaður og fyrrum skjnlnvörður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.