Morgunblaðið - 06.12.1991, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.12.1991, Qupperneq 31
'MORQUNBLlAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6.'DB8BMBBR'1991 Utanríkisráðuneytið um uppsagnir á Keflavíkurflugvelli: Uppsagnir aðeins á starfs- mönnum sj álfseignastofnana „UPPSAGNIR sem átt hafa sér stað hjá varnarliðinu hafa eingöngu verið bundnar við þá starfsmenn, sem vinna hjá sjálfseignarstofnun- um varnarliðsins. Frá árinu 1990 voru opinber fjárframlög tekin af þessum stofnunum með lögum frá Bandaríkjaþingi. Fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda fékkst undanþága fyrir Keflavíkurstöðina í eitt ár, en nú verða þær að byggja rekstur sinn á eigin afkomu,” segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, sem gefin er út í til- efni yfirlýsingar frá samstarfsnefnd um atvinnuöryggi á Keflavíkur- flugvelli frá 29. nóvember. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Norðlensku vélsleðameistararnir nýkrýndu verða meðal þeirra sem verða á sýningu Landssambands vélsleðamanna á Akureyri um helg- ina. Þúsundir gesta heimsóttu sýninguna í fyrra og fjöldi nýjunga verður sýndur núna. Meistararnir á vélsleðasýningu „Flestar þessara stofnana eru reknar með halla að undanskilinni verslun varnarliðsins, Navy Exc- hange. Því hefur orðið að grípa til þeirra að gera skipulagsbreytingar á rekstri þessara stofnana m.a. með fækkun íslenskra starfsmanna. Aðrar fækkanir í flotastöðinni, þ.e. stöður sem greiddar eru af opinberu framlagi Bandaríkja- stjórnar hafa orðið eingöngu með þeim hætti að viðkomandi starfs- menn hafa hætt að eigin frum- kvæði. I þeim tilvikum er ekki ráð- ið í þær stöður sem losna. Varðandi málningarvinnu varn- arliðsmanna þá var það loforð yfir- manna varnarliðsins, að þegar ís- lensk stjórnvöld samþykktu að leggja mætti niður málningaverk- stæði varnarliðsins, yrði öll máln- ingarvinna unnin af verktökum. Sé það ekki gert er það brot varnarliðs- ins á því samkomulagi, og verður það kannað sérstaklega. Hvorki íslensk né bandarísk stjórnvöld hafa lýst því yfir, að um samdrátt á rekstri flotastöðvarinnar sé að ræða. Það er hinsvegar stað- reynd, sem bæði íslensk og banda- rísk stjórnvöld hafa undirstrikað, að um minnkandi ijárveitingar til allra stöðva Bandaríkjahers sé að ræða samkvæmt ákvörðun Banda- ríkjaþings. í varnarsamningum frá árinu 1951 eru engin ákvæði um skyldu Bandaríkjanna til að ráða Islend- inga til starfa. I 6. gr. 4. mg. varnarsamningsins segir svo: „Bandaríkin æskja þess að ráða hæfa íslenska borgara, eft- ir því sem föng eru á, til starfa í sambandi við samning þennan, að svo miklu leyti sem ísland kann að samþykkja ráðningu íslenskra borgara til starfa hjá liði Bandaríkj- anna. Skal slík starfsráðning fram- kvæmd með aðstoð og fara um hendur þess eða þeirra fyrirsvars- manna sem af ísland hálfu eru til þess kvaddir. Ráðningakjör og vinn- uskilyrði, einkum vinnulaun, launa- uppbætur og öryggisráðstafanir við vinnu skulu fara að íslenskum lög- um og venjum.” Ennfremur segir í samkomulagi ríkisstjórna íslands og Bandaríkj- anna frá 22. október 1974: „Að Bandaríkin munu ekki leitast við að ráða til starfa eða halda í vinnu fleiri bandarískum eða íslenskum starfsmönnum en aðstæður rétt- læta, og kunna því að breyta fjölda starfsmanna og skipulagi starfs- greina á vegum varnarliðsins innan ákvæða 3. og 4. gr. varnarsamn- ingsins frá 1951.” Engin grein varnarsamningsins kveður á um forgang íslendinga til vinnu í varnarstöðinni né heldur, að varnarliðið geti ekki sagt upp starfsfólki svo sem réttur annarra fyrirtækja og stofnana er sam- kvæmt kjarasamningum. í dag er staðan sú, að það er ekki á valdi íslenskra stjórnvalda að koma í veg fyrir fækkun ís- lenskra starfsmanna varnarliðsins, einfaldlega vegna þess, að Banda- ríkjaþing hefur samþykkt lög, sem draga mjög úr fjárframlögum til Bandaríkjahers og hætt að fjár- magna sjálfseignarstofnanir hers- ins. Utanríkisráðherra harmar þann misskilning sem fram kemur í yfir- lýsingu samstarfsnefndar um at- vinnuöryggi. Fundi með samstarfs- nefnd hefur verið lofað og við það verður staðið, um leið og viðræðum um starfsmannamál og samskipti starfsmanna og yfirmanna varnarl- iðsins er lokið.” HERRA Ólafur Skúlason biskup Islands vígir nýja kirkju á Stöðv- arfirði næstkomandi sunnudag, 8. desember, kl. 14. Fyrsta skóflustunga að kirkju- byggingunni var tekin 16. júní 1989, þannig að byggingarfram- kvæmdir hafa staðið yfir í tvö og hálft ár. Arkitekt kirkjubyggingar- LANDSSAMBAND vélsleða- manna verður með veglega vél- sleðasýningu í íþróttaskemmunni á Akureyri um helgina, en á laug- ardagksvöld verður árshátíð vél- sleðamanna í Sjallanum. Sýning- in er árlegur viðburður og sýnir áhugamönnum það nýjasta í heimi vélsleðamannsins. Meðal innar er Björn Kristleifsson á Egils- stöðum. Gert er ráð fyrir að kirkjan rúmi 150 manns, auk 50 manns í safnaðarheimili sem er sambyggt kirkjunni. Byggingarkostnaður er áætlaður að nemi tæpum 30 millj- ónum kr. Formaður sóknarnefndar á Stöðvarfirði er Guðný Baldurs- dóttir en sóknarprestur er sr. Gunn- laugur Stefánsson í Heydölum. sýningargripa núna er nýr Yamaha V Max-vélsleði sem hef- ur unnið hvert spyrnumótið á fætur öðru í Bandaríkjunum und- anfarnar vikur, en hann er fjög- urra strokka. Tækjabúnaður til ferðamennsku er stór hluti sýningarinnar, en hundruð íslendinga ferðast um há- lendið á vélsleðum á hverju ári, en vélsleðar í eigu landsmanna skipta þúsundum. Öll vélsleðaumboðin verða með nýjungar, en jafnframt verður sýndur í fyrsta skipti finnsk- ur Lynx vélsleði, sem byrjað er að flytja inn. Hann er talinn vera með fullkomnasta gírkassa, sem völ er á í vélsleða og má skipta um gír á ferð. Bás verður þar sem vélsleða- meistarar ársins sýna verðlauna- gripi sína, en þeir eru allir norð- lenskir. hafa Norðamenn verið hvað fremstir í keppnismótum á vélsleð- um síðustu ár. Auk vélsleða verða nýir jeppar og torfærutæki til sýnis m.a. jeppi Arna Grant sem er ís- landsmeistari í sandspyrnu. Stöð varfj örður: Vígsla nýrrar kirkju Miðaverð: 250 kr. Att þú númer í sjóðnum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.