Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Sig- urði G. Tómassyni ritstjóra og Onnu Kristine Magnúsdóttir dag- skrárgerðarmanni: „í Morgunblaðinu á sunnudag, 1. desember, birtist yfirlýsing frá nefnd þeirri sem vinnur að tillögu- og áætlanagerð vegna sameiningar Borgarspítala og Landakotsspítala þar sem margítrekað kemur fram að Skúli G. Johnsen, héraðslæknir í Reykjavík, hafi í fréttatíma Ríkis- útvarpsins þann 21. nóv. greint frá kostnaði við sameiningu sjúkrahús- anna. Hið rétta er að Skúli G. John- sen héraðslæknir nefndi aldrei nein- ar tölur í umræddri frétt. Héraðs- læknirinn í Reykjavík hafði þennan sama dag verið í viðtali á Rás 2, þar sem undirritaður dagskrárgerð- armaður greindi frá því að á fundi hjá Læknafélagi Reykjavíkur kvöld- inu áður hefði komið fram að áætl- aður kostnaður vegna sameiningar- innar gæti orðið um 2,3 milljaðar króna. Fréttastofa Ríkisútvarpsins birti hluta þessa níu mínútna viðtals og tekið var fram í inngangi að frétt- inni að tölurnar hefðu komið fram á fundi Læknafélags Reykjavíkur. Af yfirlýsingu vinnunefndarinnar verður því aðeins það eitt ráðið, að ekkert þeirra níu, sem sejta nafn sitt undir yfirlýsinguna hafi hlustað á fréttina sem athugasemdin er gerð við, né kveikjuna að þessu innskoti í fréttatímanum, þ.e. við- talið við Skúla G. Johnsen.” Morgunblaðið/Theodór Verið að flytja orlofshús frá Svignaskarði, ný hús verða byggð í í einingum í Borgarnesi og reist á stækkuðum grunni gömlu húsanna. Borgarfjörður; Tólf elstu orlofshúsin í Svignaskarði endumýjuð Borgarnesi. INNLENT Nýverið voru 12 orlofshús seld til brottflutnings í orlofshúsa- hverfinu í Svignaskarði. Húsin voru flutt í heilu lagi og seld á 725 þúsund krónur hvert hús og fengu færri en vildu. Það eru 7 Ljóðabók fjórtán ára Reykvíkings komin út FJORTAN ára gamall Reykvík- ingur, Þorvaldur Kristjánsson, er höfundur ljóðabókarinnar Við enda sléttunnar, sem Listhús hf. gefur út. Fyrstu ljóð Þorvaldar voru birt í dagblaði þegar hann var tólf ára gamall. Þorvaldur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði byijað ungur að lesa bækur eftir útlenda höfunda og það hefði leitt til þess að hann hafi byrjað að semja ljóð. „Eg hef náð góðum tökum á ís- lensku og fengið mikinn orðaforða við að lesa vel þýddar bækur. Ég hef meiri áhuga á útlenskum höf- undum heldur en íslenskum,” sagði Þorvaldur. Hann segist þó lesa meira af skáldsögum en ljóðum og telur sig hafa orðið fyrir mestum áhrifum af rússneskum og frönsk- um höfundum og nefndi Isodore Ducasse og Majakovski sem dæmi. Þoi’valdur sagðist fá hugmyndir Þorvaldur Kristjánsson. að ijóðunum víðs vegar að og að ijóðin í bókinni væru flest ort á þessu ári. „Þau íjalla um mannlegar aðstæður og mannleg hlutskipti,” sagði Þorvaldur að lokum. verkalýðsfélög sem eru þarna að endurnýja elstu bústaði sína. Nýju bústaðirnir verða smíðaðir hjá Byggingafélaginu Borg hf. í Borgarnesi. Að sögn Guðmundar Þ. Jónssonar formanns Iðju og Rekstrarfélags orlofshúsa í Svignaskarði svöruðu gömlu húsin, sem voru byggð á árunum 1973 til 1978 ekki lengur nútíma kröfum og því hafi annað hvort orðið að stækka þau og lag- færa°eða láta reisa ný frá grunni. Akveðið hafi verið að bjóða út smíði nýrra 57 fermetra bústaða en þeir gömlu hafi verið 36 fermetrar. Gengið hafi verið að tilboði frá Byggingafélaginu Borg hf. í Borg- amesi sem bauð bústaðina á 3,8 milljónir fulifrágengna og komna á staðinn. Alls eru það 19 verkalýðs- félög sem eiga 30 orlofshús, auk þjónustumiðstöðvar í Svignaskarði. Að sögn Eiríks Ingólfssonar framkvæmdastjóra Byggingafé- lagsins Borg hf. í Borgarnesi eiga orlofshúsin að vera tilbúin til notk- unar 15 maí 1992. „Við erum full- bókaðir fram á vor eftir að við feng- um þetta verkefni” sagði Eiríkur. „Við bættum við okkur 4 mönnum til að byija með og vinnum alls 26 hjá fyrirtækinu í dag og það getur verið að við þurfum að bæta við okkur mannskap þegar líða tekur á veturinn.” Að sögn Eiríks koma fleiri verktakar og fyrirtæki í Borg- arnesi við sögu í smíði þessara or- lofshúsa. TKÞ. Háskólabíó: Samkoma til styrkt- ar þyrlukaupum TÓNLEIKAR og upplestur verð- ur í Háskólabíó laugardaginn 7. desember kl. 15.00 til styrktar þjóðarátaki til þyrlukaupa. Þeir sem koma fram eru: Blásar- akvintett Reykjavíkur, Bubbi Morthens, Megas, Pétur Tyrfings- son og félagar, Einar Kárason, Ein- ar Már Guðmundsson, Ólafur Gunn- arsson, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Þorlákur Kristinsson - Tolli. Kristján Guðmundsson formaður Nemendafélags Stýrimannaskólans í Reykjavík flytur ávarp. Allir lista- mennirnir gefa vinnu sína. Forsala aðgöngumiða hefst í Háskólabíói miðvikudaginn 4. des- ember, en miðaverð verður aðeins kr. 1200. Miðasalan verður opin frá kl. 16.30 alla daga. Gíróreikningur Þjóðarátaks til Þyrlakaupa er nr. 10000 í Sparisjóði Vélstjóra. (Fréttatilkynning) Skipulagsstjórn ríkisins um Sognsmálið: Olfushreppur getur stöðvað breytingar Skipulagsstjórn ríkisins telur að byggingainefnd Ölfushrepps hafi vald til þess að synja heil- brigðisráðuneytinu um breytingar á Sogni í því skyni að koma þar á réttargeðdeild. Vitnað er til byggingarlaga í ályktun fundar skipulagsstjórnar á miðvikudag. „Heilbrigðisráðuneytið sótti um leyfi til byggingarnefndar Ölfus hrepps um að fá að breyta húsinu þannig að það gæti hýst réttargeð- deild en nefndin synjaði þessari um- sókn. Ráðuneytið kærði síðan þessa niðurstöðu byggingarnefndar til um- hverfisráðuneytsins sem óskaði eftir umsögn Skipulagsstjórnar ríkisins um það hvort synjun hreppsins yrði felld úr gildi. Stjórnin ályktaði sem svo að samkvæmt byggingarlögun- um sé á valdi byggingarnefndar að synja heilbrigðisráðuneytinu um leyfi til þessara breytinga og að ályktun byggingarnefndar skuli óhögguð standa,” sagði Stefán Thors, skipu- lagsstjóri, í samtali við Morgunblað- ið. Skipulagsstjórn ákvað á fundun- um að fresta umfjöllun um sambýli fatlaðra við Þverársel til 18. desemb- Sýnir 20 mynd- ir í Café Mílanó HANS Christiansen myndlistar- maður opnar sýningu á vatnslita- myndum í Café Mílanó við Faxa- fen í Reykjavík, laugardaginn 7. þ.m. Þetta er 21. einkasýning lista- mannsins og eru sýndar rúmlega 20 myndir, flestar nýlegar og allar eru þær til sölu. Sýningin er opin virka daga kl. 9-19 og á sunnudögum kl. 13-18. (Fréttatilkynning) Ofurefli, ný skáld- saga eftir Leó E. Löve Ofurefli eftir Leó E. Löve. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í bókinni segir frá Davíð Eiríkssyni sem verður fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að flækjast í glæpastarfsemi alþjóðlegra sam- taka. Hans eigið líf og hans nán- ustu er í húfi. Hann snýst til varn- ar af heift þótt honum sé aflsmun- urinn ljós. Leikurinn berst til Norð- ur-írlands þar sem Davíð kynnist hörmungum frændþjóðarinnar og starfsemi IRA af eigin raun.” Ofurefli er þriðja bók höfundar. ó E. Löve Matargerð er list og undirstaðan er úrvals hráef ni KJÖ TIÐNAÐARSTOÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.