Morgunblaðið - 06.12.1991, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 06.12.1991, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖST.UDAGUR 6.. DESEMBER 1.99T Islensk samtíð komin út íslensk samtíð 1992, alfræðiár- bók Vöku-Helgafells, er komin út. I kynningu útgefanda segir m.a.: „íslensk samtíð 1992 er 356 síður að stærð. Alls eru í bókinni hátt á fjórða hundrað ljósmyndir, þar af stór hluti litmyndir. Þar til viðbótar eru myndrit, skýringarmyndir og upplýsingatöflur hátt á annað hundrað talsins. Atriðisorð og tilvís- anir eru tæplega fimm þúsund og efnisþættir um fjögur hundruð. Alls koma nöfn um tólf hundruð íslend- inga við sögu í texta bókarinnar. Ritstjóri íslenskrar samtíðar er sem fyrr Vilhelm G. Kristinsson en hann hefur víða komið við á sviði fjölmiðlunar undanfarna tvo ára- tugi meðal annars sem blaðamaður, sjónvarps- og útvarpsfréttamaður og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkis- útvarpinu, Sjónvarpinu og Stöð II. Ritstjórnarfulltrúi er Pétur Már Ólafsson bókmenntafræðingur. Aðrir í ritstjórn verksins eru Brynd- ís Kristjánsdóttir, Kristinn Arnar- son, Valgerður Benediktsdóttir og Ólafur Ragnarsson. Gunnar V. Andrésson, blaðaljós- myndari á DV, hafði umsjón með ljósmyndum í bókinni og hefur tek- ið fjölda mynda sem hana prýða. Ólafur Jón Jónsson hjá Nýjum lausnum sf. hafði umsjón með gerð skýringarmynda sem skipta tugum í bókinni. Gísli J. Ástþórsson teikn- aði fjölda mynda sem bókina prýða, í léttum dúr eins og hann er löngu landskunnur fyrir. Helstu heimild- armenn og samstarfsaðilar um út- vegun efnis og upplýsinga í bókina Trausti lýst á störf Þorvald- ar Arnasonar og BLUP-ið SAMÞYKKT var á aðalfundi Fé- lags hrossabænda, sem haldinn var fyrir skömmu, traustsyfirlýs- ing á störf dr. Þorvalds Árnason- ar. Taldi fundurinn einnig að BLUP-kynbótamat sé vænleg kynbótamatsaðferð sem þó beri að nota með aðgæslu. Séra Hall- dór Gunnarsson, sitjandi formað- ur félagsins í forföllum Einars E. Gíslasonar, hefur sem kunn- ugt er verið andvígur aðferðinni og lögðu nokkrir fundarmanna áherslu á að fram kæmi að Hall- dór talaði ekki í umboði félagsins þegar hann lýsti skoðunum sín- um á BLUP-inu í ræðu og riti. Nokkuð heitar umræður urðu um þessa tillögu og tóku margir til máls. Til orðaskaks kom milli Krist- ins Hugasonar hrossaræktarráðu- nautar og Halldórs og fór svo að Halldór gekk af fundi meðan á málflutningi Kristins stóð. Að öðru leyti fór fundurinn friðsamlega fram. Af öðrum samþykktum má nefna tillögu þar sem segir að Félag hrossabænda beiti sér fyrir því af alefli að rannsóknir verði gerðar á sumarexemi og fjár aflað til þess verkefnis. Fram kom á fundinum að sumarexemið geti orðið veruleg hindrun á útflutningi í framtíðinni. Þá var samþykkt áskorun til Búnað- arfélags íslands að gefínn verði kostur á að íslensk hross á erlendri grund eigi möguleika á dómi þar sem dæmt er eftir íslensku dðm- kerfi svo dómar á þeim nýtist til útreikniriga á kynbótamati (BLUP). Samþykkt var ályktunartillaga þar sem lagt er til að öll lágmarksverð á hrossum sem seld eru úr landi verði endurskoðuð. Einnig að út- flutningstollar á kynbótahrossum verði lækkaðir og lög og reglugerð- ir um stofnverndarsjóð verði endur- skoðaðar. í greinargerð segir m.a. að öll verðlagsákvæði og tollar munu þegar til lengri tíma er litið veikja samkeppnisaðstöðu íslenskra hrossaræktenda umfram það sem þegar er orðið með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Við endurskoðun á lögum og reglum um Stofnvernd- arsjóð verði sérstaklega hugað að því að rýmka_ heimildir til útlána úr sjóðnum. I stjórnarkjöri voru Birna Hauksdóttir og Kjartan Ól- afsson endurkjörin. Að loknum fundi sem dróst nokk- uð á langinn bauð landbúnaðar- ráðuneytið fundarmönnum til hófs og meðal þess sem á boðstólum var má nefna hrátt hrossakjöt sem framreitt var að hætti Japana en þeir hafa sem kunnugt er keypt nokkuð af hrossakjöti héðan. Eitt korta kvenfélagsins, Skarfamessa. Jólakortasala Hringsins í Stykkishólmi Aðalfundur félags hrossabænda: Ritnefnd íslenskrar samtíðar. Frá vinstri: Pétur Már Ólafsson, Gunn- ar V. Andrésson, sem sá um ljósmyndir, Valgerður Benediktsdóttir, Vilhelm G. Kristinsson, ritstjóri, Ólafur Ragnarsson og Kristinn Arnarsson. eru liðlega 230. íslensk samtíð 1992 er að öllu leyti unnin á íslandi. Prentsmiðjan Oddi hf. sá um alla prentvinnslu. Kápuútlit var unnið hjá Vöku-Helgafelli. Islensk samtíð kemur út árlega með nýju efni og er hver bók algjör- lega sjálfstætt verk. Saman munu bækurnar hins vegar smám saman mynda íslenskt alfræðiritsafn með aðgengilegum fróðleik um ísland og íslenskt þjóðlíf.” Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Frá aðalfundi Félags hrossabænda sem haldinn var í Bændahöllinni. Dagatal MM ekki á veg- um Ríkisútvarpsins Ríkisútvarpið stendur að útgáfu á jóladagatali fyrir börn í tengsl- um við sjónvarpsþættina um Stjörnustrákinn, eftir Sigrúnu Eldjárn, sem nú er verið að sýna í Sjónvarpinu. I athugasemd frá RUV, kem- ur fram að útgáfa barnaklúbbs Máls- og menningar á jóladagatali með skýrskotunar til efnis í þáttunum, sé ekki á vegum RÚV og að með útgáfunni sé verið að brjóta á rétti Sjónvarpsins. Fram kemur að ailur ágóði af sölu jóladagatals RÚV renni til framleiðslu á innlendu dagskrárefni fyrir börn. Sigríður Ragna Sigurð- ardóttir hjá sjónvarpinu sagði, að bókin Stjörnustrákur eftir Sigrúnu Eldjárn væri gefin út af Forlaginu en það fyrirtæki er í eigu Máls- og menningar. Sigrún hefur teiknað myndirnar en þær væru í eigu Sjón- varpsins. „Við viljum vara fólk við þegar aimanak er keypt að ekki er verið að styrkja innlenda dagskrárgerð Sjónvarpsins með því að kaupa da- gatal barnabókaklúbbsins,” sagði Sigríður. „Þetta er þriðja árið sem Sjónvarpið gefur út jóladagatal fyr- ir börn og hefur þeim verið mjög vel tekið.” Sagði hún að verið væri að kanna til hvaða frekari aðgerða yrði gripið og að ákvörðunar væri að vænta næstu daga. SIEMENS Litlu raftœkin frá SIEMENS gieðja augað og eru afbragðs jólagjafir! kaffivélar Jj hrærivélar I brauðristar vöfflujárn strokjárn handþeytarar eggjaseyðar dj úp steikingarpottar hraðsuðukönnur dósahnífar áleggshnífar kornkvamir 5>raclette“-tæki veggklukkur vekjararklukkur rakatæki bílryksugur handryksugur blástursofnar hitapúðar hitateppi o.m.fl. Lítiö inn til okkar og skoöiö vönduö tœki. Muniö umboösmenn okkar víös vegar um iandið! Stykkishólmi KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í Stykkishólmi hefur nú starfað hér í Hóiminum um 85 ára skeið, Um 10 þúsund eintök af Land- ið fýkur burt hafa selst LANDGRÆÐSLAN gaf fyrir skömmu út hljómplötu Ríó Tríós- ins Landið fýkur burt, og hafa nú selst um 10 þúsund eintök af plötunni. í fréttatilkynningu frá Land- græðslunni segir að platan hafi selst með dyggri aðstoð Lionshreyfingar- innar á íslandi og nú sé platan komin í almenna sölu í hljómplötu- verslunum, bensínstöðvum og víðar. Auk þess fáist hún á skrifstofu Landgræðslunnar að Laugavegi 120. Landgræðslan vill. jafnframt þakka góðar móttökur landsmanna og vonar að allur almenningur hugsi jafn vel til Landgræðslunnar og hingað til. Allur ágóði af sölu plötunnar rennur til landgræðslu og styrkir það starf sem framundan er. en það var stofnað árið 1907. Hefur það sem önnur slík félög unnið að menningar- og líknar- málum. Það hefur aflað tekna bæði með basar o.fl. og nú með sölu jólakorta sem Guðmundur P. Ólafsson rithöf- undur og náttúrufræðingur hefur hannað. Kortin eru prentuð í Prent- smiðju Stykkishólms sem þær Fransiskusystur á sjúkrahúsinu starfrækja og hafa starfrækt um tugi ára. - Árni Leikföng án ofbeldis SAMTÖK „Friðaramma” hafa sent frá sér áskorun til amma og afa, þar sem skorað er á þau að gefa ekki börnum leik- föng, sem gera ofbeldi að leik og skemmtan. I áskorunni segir m.a.: „Ömmur og afar! Tökum nú höndum saman og sýnum í verki þá væntumþykju og ábyrgðartil- finningu, sem við berum til barnanna okkar. Gefum þeim ekki stríðs- eða önnur ofbeldis- leikföng í jólagjöf.”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.