Morgunblaðið - 06.12.1991, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 06.12.1991, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 Ættbók og saga íslenzka hestsins Gunnar Bjarnason fv. ráðunaut- ur, hefur lokið ritverki sínu uni ættir og sögu íslenzka hestsins á 20. öld. Síðasta bindið er kom- ið út, það sjöunda í röðinni. Ut- gefandi er P.O.B. á Akureyri. Hér fer á eftir kafli úr bókinni og segir þar frá skoðanaskiptum og átökum vegna hestaræktar- innar í landinu nú á dögum: Ég vil nú (í ágúst 1991) að gefnu tilefni bæta nokkrum orðum við þennan 14 ára gamla fyrirlestur, en tilefnið er það, að fyrir fáum dögum heyrði ég Kristin Hugason hrossaræktarráðunaut halda því fram í útvarpssamtali, að á íslandi væri aðeins einn hrossastofn, og þessu hef ég áður heyrt báða ráðu- nautana halda fram með áherzlum. Það þykir ekki gott, þegar nýjar kynslóðir fagmanna fara að breyta merkingu klassískra fræðiorða, t.d. þeim sem skipta máli í skipulagðri búfjárrækt. Ég skýri þetta hér með ■ tilvísun til hinnar alþjóðlegu skil- greiningar, sem ég lærði í háskóla (1939) og byijaði að nota við kennslu á Hvanneyri strax 1944 í samráði við Halldór Pálsson, þá sauðfjárræktarráðunaut, sem óþarft er að kynna frekar. Ég nota til samanburðar erlent tungumál, t.d. þýzkuna. íslenzki hesturinn er sérstakt hrossakyn = á þýsku rasse. Búfjárkynin greinast í stofna = á þýsku stamme. Stofnar greinast í ræktunarlínur (ættir) = á þýsku zuchtlinien. Línur greinast í fjölskyldur eða stóð = á þýsku population. Öll markvís hrossarækt (kynbæt- ur) byrjar með því að hreinrækta með nokkurri skyldleikarækt, pop- ulation, sem þýðir hópur einstakl- inga með mjög líka genasamsetn- ingu. Populationin (t.d. Svaðastað- astóðið) fær nú útbreiðslu vegna kynfastra kosta, og þegar hún hefur breiðst út yfir heilt hérað eða landshluta fara að myndast úr henni nýjar populationir (Kolku- -ósshrossin, Hofsstaðahrossin, Kirkjubæjarhrossin o.s.frv.). Þess- ar populationir eru flokkaðar sam- an í ræktunarlínur (ættir). Verði línurnar margar og ríkjandi i land- inu, eru þær fræðilega flokkaðar í stofna (Svaðastaðastofninn). Verði nú öllum hrossaættum á ís- landi útrýmt í sláturhúsum, öðrum en af nokkuð hreinræktuðum Svaðastaðastofni (um eða yfir 50% erfðafræðilega metið), þá er Svað- astaðastofninn orðinn að landskyni (Rasse). Ég vil nú biðja hesta- menn, bændur og skólakennara að varðveita þessa klassísku skil- greiningu innan búfjárræktarinnar og kenna ráðunautum, ef þörf er á, þessi einföldu fræði, sem þeir eldri á sínum tíma lærðu hjá mér í háskóladeildinni á Hvanneyri og raunar líka í bændadeildinni. Á sama hátt vil ég biðja menn að taka ekki upp nýyrðið „hormóna sjokk” (K.H.) fyrir orðin „kynæs- ingur” eða „gredda”. Ég vil einnig bæta hér við nokkr- um orðum um framfarirnar og gæðaaukningu íslenzka hrossa- kynsins sl. 40 ár, eða frá 1950, þegar ég fékk því til leiðar komið, að reiðhestaræktin yrði ræktunar- stefna Bfl. ísl. eftir Þingvallasigur- inn það ár. Hinar miklu framfarir kynsins á árunum 1920-1950 und- ir leiðsögu hins gáfaða og mikil- hæfa forvera míns í starfi, Theód- órs Arnbjörnssonar frá Ósi í Mið- firði, byggðust allar á hans glögg- skyggni að finna hjá nokkrum bændum og í nokkrum sveitum ~ talsvert hreinræktaðar population- ir (stóð). Víðast hvar í landinu var Gunnar Bjarnason hæfileikalítið hrossarusl. Ég hélt svo áfram þeirri alþjóðlegu reglu í hrossarækt, sem Theódór byijaði á að framkvæma hér, að velja kynbótahesta af þeim population- um, sem mesta höfðu kynfestu í sköpulagi og hæfileikanum, s.s. af Svaðastaða-, Hornafjarðar- og Geitaskarðsstofnunum og nokkr- um fleiri, og flytja þá vítt og breitt um landið í hrossaræktarfélögin 50, sem þá voru starfandi. Sumir þessir kynbótahestar settu strax nokkuð sterkan svip á einblending- ana í íyrsta ættlið. Menn fóru að fá hæfileikahesta í heimasveitum sínum og þurftu ekki lengur að sækja þá til annarra héraða. Þann- ig var staðan 1950. Hæfileikamiklir ræktunarmenn hafa síðan haldið áfram að rækta og kynbæta hina gömlu stofna, s.s. bændurnir á Kirkjubæ, Rang. og nú síðast þar búandi, Sigurður Haraldsson. Á Árbakka í Land- sveit rækta bræðurnir Anders og Lars Hansen aðra ræktunarlínu Svaðastaðastofnsins, Kolkuóss- ættlínuna. Hinn mikilhæfi hrossa- ræj<tandi, Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki, er á góðri leið með að mynda nýja norðlenzka popul- ation, Sauðárkrókshrossin, með markvísri blöndun frá öðrum norð- lenzkum ættum inn í erfðasjóð Svaðastaðastofnsins. En sé það stefna Bfl. ísl. nú að gera blendingsræktunina að lands- stéfnu í hrossarækt og afneita hreinræktun populationa, þá er svo sem engin hætta á ferðum, og kynið tapar ekki þeim framförum, sem þegar eru orðnar. Gæðalínurit kynsins (Binomial-kúrvan) mun haldast, en breytast mjög hægt og jafnvel breikka á grunninum. Hér Fjöldi tek ég samlíkingu, sem ég held að flestir munu skilja: Það væri erfitt að draga fjallið Skjaldbreið til norðurs í heilu lagi! Eina leiðin til að breyta stöðu þess og gerð væri að flytja að efni í fjallið að norðanverðu og flytja efni úr suð- urhlíðum þess eitthvað burt. Þann- ig er unnið með kynföstum stóð- . hestum, mokað genflygsum í „norðurhlíðar fjallsins” (Binomial- kúrvu erfðanna), en fjarlægja lak- ara erfðamagnið að sunnan (vinstra megin á þessum „Skjald- breiði”), þ.e. að „henda eistunum í hundana”. Grunnlína Binomial- kúrvunnar lengist þá kostamegin til hægri en styttist gallmegin til vinstri, og öll kúrvan mjókkar og hækkar, og þá fer hún að líkjast mynd af ijallinu Herðubreið. Sjá teikningu hér. Fjórir ættliðir - fjórir gullklumpar Þrenn gullverðlaun Týs til heið- urs, og varðveittum menningararfi í íslenzkum sveitum I. ættliður: Hörður 591 frá Kolkuósi, f. 1957 (gullklumpur). F: Brúnn frá Brekkum. Hreinn Svaðastaðastofn. M: Una frá Kolkuósi, undan Létti frá Kolkuósi og Kolbrúnu s.st, sem var undan Herði s.st. nr. 112, ættföður Kolkuósslínu Svaðastaðastofnsins. Undan Herði 591 er kynbótahest- urinn: II. ættliður: Stígandi 625 frá Kolkuósi, f. 1962. M: Jörp frá Kolkuósi undan Létti s.st. Mm: Miklhóls-Jörp s.st. undan Herði s.st. nr. 112. Seldurtil Sviss, en þaðan til Schwörer í Schloss- Neubronn í Þýzkalandi. Stígandi er metinn í hæsta gæða- flokki kynbótahesta á meginland- inu (gullklumpur). Undan Stíganda 625 er hinn marg- verðlaunaði fegurðargæðingur: III. ættliður: Thor frá Sporz í Sviss, f. 1976 (Thor var síðar í eigu Peters Boe- heme í Minden í N-Þýzkalandi). M: Perla frá Kolkuósi. Mm: Perla II frá Kolkuósi, undan Létti frá s.st. Hún er dótturdóttir Perlu nr. 2282. (Þetta er Perluættlínan á Kolkuósi.) Mf: Hörður 591 Kolku- ósi, sem er líka föðurafi Thors (sjá I. ættlið). Thor var talinn vera fegursti og hæfileikamesti kynbótahestur á meginlandinu (gullklumpur), unz á þessu ári (1991) kom til keppni glæsihestur sem sló öll met á heimsmeistaramótinu og kynbóta- 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 Gæðaskali Týr frá Rappenhof. Alþjóðlegur kynbótahestur. Hreinræktaður „Svaðastaða-Kolkuósshestur”. Höfuðverkur BLUP-manna Búnaðar- félags Islands, þó að ástæðulausu, því að hreinræktað erfðaeðli (gens- trúktúr) þessarar populationar er víða til hér á íslandi hjá gáfuðum hrossaræktarmönnum. Stígandi 625 frá Kolkuósi. hrossasýningunni sumarið 1991, en það er sonur hans, stóðhestur- inn Týr frá Rappenhof. IV. ættliður: Tyr frá Rappenhof, f. 1985. Eig- andi hans er Andreas Trappe í N-Þýzkalandi. M: Gríma nr. 3468 frá Kolkuósi (gullklumpur). Mf: Hörður 591 frá Kolkuósi. Mm: Yngri-Mósa nr. 3348 frá Kolkuósi, undan Létti frá Kolkuósi (sjá Mm. Thors) og Eldri-Mósu undan Herði nr. 112 frá Kolkuósi. Frægðarferð þessa sexvetra unga kynbótahests endaði um miðjan ágúst á heimsmeistaramótinu fyrir íslenzk hross í Norköbing í Svíþjóð þar sem hann fyrstur allra sýn- ingahesta í 23 ára sögu FEIF, vann þrenn gullverðlaun: 1. Vann tölthornið, 1. verðl. Gjöf frá ísl. ríkisstjórninni. (Farandbik- ar frá 1960.) 2. Vann íjórganginn (fet, tölt, brokk, stökk). 3. Dæmdist bezti og fegursti stóð- hesturinn í Evrópu í hópi yngri stóðhesta. Þessi glæsilegi og harðskyldleika- ræktaði stóðhestur, sannkallaður „gullklumpur” af Kolkuóssræktun- arlínu Svaðastaðastofnsins, vann ekki aðeins sjálfum sér til þrennra gullverðlauna, heldur einnig ís- lenzka hestakyninu og ræktunar- menningu íslenzku bændastéttar- innar og hestamannanna. Það mun sýna sig æ betur er stundir fram líða, að þessi þáttur af þjóðmenn- ingu íslendinga mun standa jafn- fætis og metin til jafns við aðrar gi'einar íslenzkrar listmenningar, þótt listfræðingar vorir í nútíman- um skynji það lítið betur en kolleg- ar þeirra á 18. öld, Árni Magnús- son og Thomas Bartholin, eða á síðustu öld á tíma Fjölnismanna og Rasmusar Kristjáns Rasks, þeg- ar tungumál okkar og fornbók- menntir lifnuðu til nýs lífs á vor- dögum evrópskrar nýmenningar. Fjöldi cinstakl- inga 10 „Herðubreið“ stofnrækt 6 7 8 9 Gæöaskali 10 11 12 13 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.