Morgunblaðið - 06.12.1991, Side 57

Morgunblaðið - 06.12.1991, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAQUR 6. DESEMBER 1991 57 Marta K. Eggerts- dóttir — Minning gler og svo pijónaði hún mikið. Hún átti prjónavél og nutum við, afkom- endur hennar, góðs af, því lang- amma pijónaði á okkur hlýjar flíkur fyrir veturinn. Okkur þykir mjög vænt um að hafa kynnst langömmu því hún var mjög góð kona, jákvæð og innileg. Langamma hefur nú fengið hvíld og vitum við að nú líður henni vel. Blessuð sé minning hennar. Kaliið er komið, komin er nú stundin, vinaskilaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé-lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að saknai Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Sirrý, Gugga og Pétur. 26. nóvember sl. lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði amma mín Sigurveig Jónsdóttir. Amma I fæddist 23. október árið 1900 í Hléskógum í Suður-Þingeyjarsýslu en fluttist ung með foreldrum sínum I vestur á firði og ólst upp í Hvammi í Dýrafirði. Hún giftist afa, Sigurði Pálssyni. (f. 4. apríl 1897, d. 1973), ( árið 1926 og bjuggu þau á Naut- eyri við ísafjarðardjúp til ársins 1953 að þau fluttust til Isafjarðar. Afi átti eina dóttur er þau giftust, Arndísi, sem búsett er á Patreks- firði, henni gekk amma í móður- stað. Saman áttu afi og amma 4 börn, þau eru í aldursröð: Sigríður, f. 1927, Páll, f. 1928, Helga Guð- rún, f. 1934, d. 5. júlí 1991, og Elínborg, f. 1941. Amma og afi fluttust til ísafjarð- ar fæðingarárið mitt og keyptu þar hús ásamt foreldrum mínum. Það eru margar góðar minningar og ómetaplegar að fá að alast upp í sama húsi og afi og amma, þau i niðri og við vorum fimm á efri hæðinni. Mér eru minnisstæð kvöld- in þegar ég laumaðist niður í ömmu a holu, lagðist þar og hlustaði á takt- fast hljóðið í pijónavélinni hennar, mér fannst það notalegt hljóð, jafn- á vel að sofna við. Hún amma pijón- ' aði næstum öll kvöld að loknum vinnudegi í Niðursuðuverksmiðj- unni, hún tók að sér að pijóna fyr- ir fólk í bænum. Allt fram á síðasta ár ptjónaði hún á barnabarnabörnin sem voru að fæðast ákveðinn skammt af pijónlesi, ullarboli, sokkabuxur o.fl. Amma og afi bjuggu með okkur í 14 ár, þá átti afi orðið erfltt með að ganga brekkuna svo þau keyptu sér lítið hús við Sólgötu, rétt við hliðina á Helgu dóttur sinni. Þar bjó amma til ársins 1983 að hún fluttist að Hlíf. Hún amma var einstök kona, ég . heyrði hana aldrei kvarta og hún I réð yfir mikilli skapstillingu, hún hafði sínar ákveðnu skoðanir, flík- A aði þeim ekki en Iét þær í ijós á 'i réttum stundum. Það var gott að koma til ömmu og fá ráð eða ró t því hún kunni að hlusta og gefa I góð ráð og heid ég að þeir séu margir sem þegið hafa góð ráð frá henni. Það sýndi sig vel á Hlíf síð- ustu árin þar sem oft var mikið um góða gesti. Þar var alltaf tekið á móti okkur af reisn og myndar- skap, hellt upp á könnuna, tínt fram bakkelsið og alltaf passað að eiga það meðlæti sem okkur þótti best, fyrst mér en nú síðast var alltaf til kakan sem litlu dóttur minni þótti best. Amma var mjög heilsuhraust kona, hún lagðist fyrst inn á sjúkra- hús komin hátt á níræðisaldri, þá vegna þess sjúkdóms sem smátt og smátt tók á krafta hennar. Undan- farin ár þurfti amma svo að leggj- ast oft inn á sjúkrahúsið til blóðgjaf- ar í stuttan tíma í einu, hún kom inn létt á fæti og í fasi og fór allt- af sæl heim aftur. Ég vil þakka starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins fyrir allt sem það gerði fyrir ömjnu. Elsku amma sem hefur verið fastur hluti af lífi okkar, það er erfitt að átta sig á því að hún er hér ekki lengur en við megum ekki vera eigingjörn. Hún var orðin þreytt síðasta mánuðinn og vildi hvílast. Hún náði því að verða 91 árs eins og hún hafði eitt sinn gefið í skyn við mig, við munum öll sakna hennar mikið en geyma dýrmætar minningar í hjörtum okkar. Blessuð sé minning ömmu minnar. Veiga Fædd 30. maí 1934 Dáin 28. nóvember 1991 Þegar ég minnist elskuiegrar móðursystur minnar, Möitu Krist- ínar Eggeitsdóttur, á ég hlýjar minningar. Didda skildi gleði eftir í hjarta mínu þegar ég heimsótti hana á erfíðri stundu á Landspítal- ann. Stundin var erfiðaðri en mig grunaði. Þannig vildi hún hafa það. Hana langaði helst til að bjóða mér veitingar enda gestrisin kona. Didda vildi reisa sig upp á meðan ég var bjá henni. Þú varst allra best, sagði hún og ég barðist við tárin eftir þessi hlýju orð. Hún brosti til mín og sagði mér að nú væri tími til kominn að reisa ættar- óðal og við urðum sammála að þar væri pláss fyrir alla ættmenn. Við vissum bara ekki hvar það ætti að standa og hlógum. Þegar ég vand- ræðaðist yfír að koma tómhent til hennar og spurði hvort ég mætti koma aftur, brosti hún til mín og jánkaði. Nú stendur jólarósin á borðinu hjá mér og minnir mig á Diddu. Það niunu rauðar jólarósir gera í framtíðinni. Didda tók á móti mér með reisn á spítalanum. Þannig vildi hún láta mig minnast sín eins og ég man hana alltaf. í huga mínum nú ríkir söknuður og gleði. Því veit ég hvar óðalið okkar er og hún fór til að byggja það. Langri baráttu er lokið í þessu lífi og nú lifir hún með guði. Ég votta systkinum, ástkærum sambýl- ismanni hennar, bömum og barna- börnum mínum dýpstu samúðar- kveðjur og bið guð að gefa þeim styrk á þessari stundu. Far þú I friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gakkt þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Margs er að minnast, margs er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin strið. (Sb. 1886 - V. Briem) Steinunn Arnórsdóttir Jólasveinar ganga um gólf með gylltan staf íhendi móðir þeirra sópar gólf .. Já jólin nálgast og þau skilja eftir sig slóða, barr frá jólatréinu, ösku og kusk. Grýla sópar gólfin en nútímaheimili nota BLACK & DECKER handryksugu og óhreinindin eru ekkert vandamál. BLACK & DECKER handryksugurnar hafa mikinn sogkraft, langan notkunartíma og eru alltaf tilbúnar til notkunar BLACK & DECKER handryksugan Tilvalin jólagjöf UTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík og nágrenni Borgarljós, Skeifunni, Eiðistorgi B.B. byggingavörur, Suðurlandsbraut 4 B.V. búsáhöld, Lóuhólum 2-6 Brynja, Laugavegi 29 BYKO, Kringlunni, Kópavogi, Hafnarfirði Fristund, Kringlunni Glóey, Ármúla 19 H.G. Guðjónsson,Stigahlið 45-47 Hagkaup, Kringlunni, Skeifunni Húsasmiðjan Ljós og raftæki, Strandgötu Hf. Ljósabær, Faxafeni 14 Rafbúð sambandsins, Holtsvegi Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hf. Rafglit, Blönduhlíð 2 Rafvörur, Langholtsvegi 130 S. Guðjónsson, Auðbrekku 9-11 Sindrastál, Borgartúni Smiðsbúð, Garðatorg Vesturland Einar Stefánsson, Búðardal Guðni E. Hallgrímsson, Grundarfirði Húsið, Stykkishólmi Jónas Þór, Patreksfirði Lúx, Borgarnesi Óttar Sveinbjörnsson, Hellissandi Raftækjaþjónusta Sigurdórs, Akranesi Norðurland Aðalbúðin hf., Siglufirði Kaupfélag Skagfirðinga K.V.H., Hvammstanga Radiovinnustofan, Akureyri Rafsjá, Sauðárkróki Raftækjavinnustofan, Ólafsfirði Torgið, Siglufirði Valberg, Olafsfirði Verslunin Ósbær, Blönduósi Öryggi, Húsavík Austurland Kaupfélag Vopnfirðinga.Vopnafirði Sveinn Guðmundsson, Egilstaðir Sveinn Ó. Elíasson, Neskaupsstað. Suðurland Árvirkinn, Selfossi K.R. Hvolsvelli Neisti, Vestmannaeyjum Rafborg, Grindavík ! I ! Jólagjöfin I ár Cooper ÍSHOKKÝVÖRUR Bauer skautar þeirra BESTU Jvr/i ÍSHOKKÝVÖRUR Heildsala Macom hf., sími 91-67 52 70. Útsölustaðir í Reykjavík: H UTIUF Glæsibæ Borgarkringlunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.