Morgunblaðið - 06.12.1991, Síða 61
,MQRGUNBLAÐJÐ FÖSTUDAGUR 6., ÐESEMBER Í9£>1
■61
Þórdís Eyjólfs-
dóttir - Minning
Fædd 8. ágúst 1898
Dáin 28. nóvember 1991
Látin er í Reykjavík ömmusystir
mín, Þórdís Eyjólfsdóttir, 93ja ára
að aldri. Við kölluðum hana aldrei
annað en Dísu frænku. Dísa frænka
bjó á Vesturgötu 59, þangað til
fyrir ijórum árum. Hún ól pabba
og systkini hans þar upp þegar
móðir þeirra lá langdvölum á
sjúkrahúsi. Þannig varð hún fóstur-
móðir í þeirra augum. Eiga þau
henni svo óendalega mikið að þakka
og sýndu það í verki, sérstaklega
síðustu æviár Dísu. Er ég svo hepp-
in að fá að bera nafn hennar.
Hún bjó á umönnunarheimilinu
Skjóli síðustu þijú ár ævi sinnar.
Þar leið henni vel enda var starfs-
fólkinu þar greinilega annt um hana
og fékk hún þar hina bestu aðhlynn-
ingu. Hún hafði aldrei búið við mik-
il fjárráð um sína ævi og á Skjóli
naut hún þess að leyfa sér ýmsa
hluti sem hún hafði ekki áður gert
svo sem að fara í fót- og handsnyrt-
ingu eða hárgreiðslu og ljómaði
þegar hún sýndi manni afrakstur-
inn.
Hvernig hún reyndist mér og
systkinum mínum var ómetanlegt
og gekk hún okkur í ömmustað.
Alltaf var okkur tekið opnum örm-
um á Vesturgötunni, þar sem við
fundum fyrir svo mikilli hlýju og
einlægni frá þessari gömlu góðu
konu. Áhuginn og væntumþykjan
sem hún sýndi okkur systkinunum
var mikil, aldrei gleymdi hún mikil-
vægum stundum og gjafirnar frá
henni voru rausnarlegar þrátt fyrir
lítil efni. Ósjaldan var stungið bíó-
peningum í lófa manns. Þegar ég
var yngri var fastur liður að við
systkinin fengum það sem við köll-
uðum „kaffisuli” hjá Dísu þegar við
komum í heimsókn, en það var
uppáhaldið okkar. Hún passaði allt-
af uppá að eiga kringlur handa
okkur út í kaffið og seinna kökur
og þegar hún var komin inn á Skjól
var manni alltaf boðið upp á konf-
ekt. Alveg sérstakt var þó samband-
ið milli hennar og yngri bróður
míns, en hún var orðin 76 ára göm-
ul þegar hann fæddist. Hún passaði
hann og hafði yndi af enda var hún
mikil barnagæla. Löngu eftir að
hann gat séð um sig sjálfur sátu
þau oft saman og spjölluðu um
daginn og veginn á Vesturgötunni
og síðar á Skjóli. .
Dísa frænka var mjög heilsu-
hraust alla sína löngu ævi. Fram á
síðustu daga var hún með á nótun-
um og spurði alltaf um líðan fjöl-
skyldumeðlima, sérstaklega þeirra
yngri. Sjóninni fór þó hrakandi síð-
ustu árin og fór bróðir minn oft til
að lesa fyrir hana.
Skrýtin tilviljun var, að ég, nafna
hennar, skyldi eignast mitt fyrsta
barn, stúlku, einmitt á afmælisdeg-
inum hennar, 8. ágúst.
Ég gleðst yfir að hafa fengið að
kynnast og vera með Dísu frænku.
Hún átti svo margt að gefa og svo
margt var hægt að læra af henni.
Ég á aðeins góðar minningar um
þessa góðu frænku mína. Blessuð
sé minning hennar.
0 Drottinn, nær sem dauðans hönd
frá dufti mínu skilur önd,
mig lykja láttu hvörmum
sem barn við móðurbijóst og fá
þann blund, er værstan hljóta má,
í þínum ástarörmum.
(Grundtvig - Helgi Hálfdánarson)
Þórdís Signrðardóttir
Það er erfitt í þeirri sorg sem
maður upplifir nú að taka sér penna
í hönd og reyna að hripa niður á
blað einhver fátækleg minningarorð
um Dísu frænku.
Hún var fædd á Stokkseyri 8.
ágúst 1898. Amma mín og systir
hennar, Gjaflaug Eyjólfsdóttir, lést
rúmu ári áður en ég fæddist. Því
má segja að fyrir mig hafí Dísa
komið í ömmu stað. Ekki var hægt
að hugsa sér manneskju betur til
þess fallna en hana.
Þær voru ófáar samverustundirn-
ar sem ég og Dída áttum saman.
Hún passaði mig mikið sem lítinn
snáða. Áður en varði var ég sjálfur
farinn að koma í heimsókn til henn-
ar á Vesturgötuna. Þar eyddum við
heilu klukkustundunum saman, og
ekki skorti eitthvað til að dunda sér
við. Þar spiluðum við, röbbuðum
saman auk margs annars. Og iðu-
lega sendi hún mig út í sjoppu með
• •
Svavar Orn Höskulds-
son — Minning
Fæddur 3. febrúar 1933
Dáinn 8. nóvember 1991
&
Þá er elskulegur hálfbróðir minn
farinn yfir móðuna miklu, en andlát
hans kom ættingjum og og vinum
hans ekki á óvart, því síðustu 8
árin hafði hann átt við vanheilsu
að stríða sem kom í kjölfar hjarta-
áfalls árið 1983. Hann hafði farið
utan til Englands að leita læknis-
hjálpar og bundnar voru vonir um
bata, en heilsa hans varð aldrei söm
eftir. Þrautseigja Svavars bróður
míns var mikil sem og ætíð áður,
og aldrei kom til mála að gefast
upp, því það var ekki hans „mottó”,
og ef allir hefðu slíkan lífsneista,
sem hann hafði fengið sem guðs-
gjöf þá væri lífsbaráttan léttari hjá
þeim hinum sömu. Bjartsýni hans
var ávallt mikil og með þrautseigju
og dugnaði kom hann miklu í verk,
og aldrei var gefið eftir. En það er
eins og hjá miklum ákafamönnum,
að eitthvað verður undan að láta.
Um nokkurra ára bil átti ég þess
kost að vinna hjá honum í sam-
bandi við múrverk og kynntist ég
þá best dugnaði hans, áræðni og
seiglu, og þótt við værum ekki allt-
af sammála, hvort heldur var á
vinnustað eða í systkinahópi þá
skildum við alltaf sáttir.
Svavar fæddist á Akureyri 3.
febrúar 1938. Móðir hans var
Bryndís Helgadóttir, en faðir hans
var Höskuldur Hallsson frá Grís-
hóli í Helgafellssveit, en hann fór
utan til náms í mjólkurfræðum en
lést þar eftir skamma dvöl.
Svavar dvaldist hjá móður sinni
og móðurömmu, Halldóru Tómas-
dóttur fyrstu 3 árin en föðursystir
Svavars, Jófríður, sótti fast að fá
að ala drenginn upp, sem og varð.
Það var ekki alveg sársaukalaust
fyrir móður Svavars og Halldóru
ömmu hans, að þetta skyldi lausn
á málum, en tíminn læknaði þánn
sársauka. Svavar var um tíma á
Gríshóli en fluttist síðar með Jófríði
til Reykjavíkur þar sem hún stöfn-
aði til búskapar með Dagbjarti Gísl-
asyni múrarameistara þar.
Svavar gekk í Iðnskólann í
Reykjavík og tók þaðan próf í múr-
verki og eftir það sá hann um og
stóð fyrir stórframkvæmdum í
Reykjavík og annars staðar á land-
inu.
Hann var þekktur fyrir vand-
virkni í hvívetna og áreiðanlegheit.
Kristrúnu Ásu Krsitjánsdóttur
kvæntist Svavar 21. júlí 1959. Þau
eignuðust 2 syni, Guðmund Rúnar
Svavarsson múrarameistara og
Svavar Örn sem er nemi í hár-
greiðslu í Reykjavík. Þau skildu, en
fyrir það hjónaband eignaðist Svav-
ar dreng með Ástu Kristjánsdóttur,
Höskuld, sem nú er bifreiðastjóri í
Reykjavík. Ég vil að lokum nefna
hálfsystkin Svavars en þau eru,
peninga frá' sér. Gjafmildi hennar
var mikil og viilist engin takmörk
eiga. Henni fannst sannarlega sælla
að gefa en þiggja.
Fyrir u.þ.b. þremur árum fluttist
hún á hjúkrunarheimilið Skjól, þar
sem hún var orðin nokkuð heilsu-
veil. Á Skjóli leið henni vel enda
var þar hlúð einstaklega vel að
henni og ber að þakka fyrir það.
Allra síðustu vikur hrakaði heilsu
hennar svo mjög að hún varð rúm-
liggjandi. Þó virtist hún harka það
af sér um tíma og kom þá í ljós
sá baráttuvilji sem einkenndi hana
alla ævi. Er ég sá hana hin allra
síðustu skipti virtist henni líða vel,
talaði þá um að hún gæti brátt
komist á ról. En örlögin vildu annað.
Nú hefur góður Guð veitt henni
frið. Þó maður syrgi hana býr þó
innst inni gleði því ég veit að nú
er hún í góðum höndum. Hún er
nú á þeim stað sem hún þráði að
komast á, því hún var mjög trúuð
allt sitt líf, þó ekki bæri mikið á því.
Það var einstök góðmennska sem
fylgdi Dísu. Henni þótti vænt um
hvetja einustu manneskju sem hún
þekkti og vildi ávallt hag allra sem
bestan. Aldrei korn af hennar vörum
ijlt tal um eitt né neitt. Því lærði
ég margt af henni, en sárast er þó
að hafa aldrei fengið tækifæri til
að fullþakka henni þá ást og vænt-
umþykju sem hún sýndi okkur.
Ég vil að lokum þakka fyrir að
hafa fengið að kynnast þessari
hjartgóðu manneskju. Minningarn-
ar sitja eftir og að þeim býr maður.
Drottinn blessi hana Dísu okkar.
Jón Sigurðsson
Auður Gunnur Halldórsdóttir búsett
í Grundafirði, Helga Halldórsdóttir
búsett í Reykjavík, Hugrún Hall-
dórsdóttir búsett á Bíldudal, Halla
Halldórsdóttir búsett í Reykjavík,
Sigrún Halldórsdóttir búsett í Hafn-
arfirði, Sævar Halldórsson búsettur
í Vestmannaeyjum og undirritaður
sem búsettur er í Reykjavík. Stjúp-
faðir Svavars er Halldór Ágúst
Gunnarsson sem er húgvörður í
Reykjavík.
Meira væri hægt að skrifa um
Svavar Örn Höskuldsson, en hér
skal láta staðar numið. Við hálf-
systkini hans og faðir okkar vottum
sonum hans og öðrum afkomendum
hans og ástvinum innilega samúð
okkar.
Friður sé með honum.
Gunnar Halldórsson
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SUMARLIÐI GUNNAR JÓNSSON,
Fjólugötu 29,
Vestmannaeyjum,
andaðist í Landspítalanum þann 5. desember.
Jarðarförin auglýst siðar.
Hilma Marinósdóttir,
Einar Ársæll Sumarliðason, Oddbjörg Inga Jónsdóttir,
Guðrún Erla Sumarliðadóttir, Halldór Egill Guðnason
og barnabörn.
t
Móðir mín,
tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
JÓNBORG ÞORSTEINSDÓTTIR,
Austurbyggð 21,
Akureyri,
andaðlst 23. nóvember sl. Útförin hefur farið fram.
Edda Magnúsdóttir, Jóhann Gauti,
Vilborg Gautadóttir, Hlynur Jónasson,
Magnús Gauti Gautason, Hrefna G. Torfadóttir,
Elín Gautadóttir, Steinþór V. Ólafsson,
barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langarama,
BERNÓDIA S. SIGURÐARDÓTTIR,
Kirkjuvegi 59,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn
7. desember kl. 14.00.
Hlöðver Haraldsson, Þorbjörg Ólafsdóttir,
Dóra Haraldsdóttir, Friðrik Oskarsson,
Ársæll Sveinsson, Sigrún Óskarsdóttir,
Sveinn Sveinsson, Jenný Jóhannsdóttir,
Arna Huld Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlif,
(safirði,
sem andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á (safirði 26. nóvember,
verður jarðsungin frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 7. desember
kl. 15.00.
Arndís Sigurðardóttir,
Sigríður Sigurðardóttir,
Páll Sigurðsson,
Elínborg Sigurðardóttir,
Ólafur Bjarnason,
Gunnar Pétursson,
Hólmfríður Pálsdóttir,
Geir Guðbrandsson,
Guðbjörn Ingason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur,
JÓN HALLDÓR BRAGASON,
Njarðvíkurbraut 13,
Ynnri-Njarðvík,
verður jarðsunginn frá Innri Njarðvíkurkirkju laugardaginn
7. desember kl. 13.00.
Bragi Guðjónsson,
Kristján Bragason,
Margét Bragadóttir Williams,
Einar B. Bragason,
Asta Andersen,
Ágústa K. Bragadóttir,
Robert Williams,
Elísa D. Bragadóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar eigin-
konu, móður, tengdamóður og ömmu,
JONNA FANNÝ H. VINTHER,
Hringbraut 80,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans
og starfsfólks Sjúkrahúss Keflavíkur.
Þorsteinn Þorsteinsson,
Sigurður Þ. Þorsteinsson,
Lilja Þorsteinsdóttir, Sigurður Ólafsson,
Marjun Hamer, Paul Hamer,
Tommy Kjærbo, Laila Kjærbo
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÓLAFS GESTS GUÐJÓNSSONAR,
Sigtúni 57,
„ , , Patreksfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafia Margrét Sveinsdóttir,
Anna Gestsdóttir, Rafn Hafliðason,
Ingveldur Gestsdóttir, Haraldur Arason
og barnabörn.