Morgunblaðið - 18.12.1991, Page 4

Morgunblaðið - 18.12.1991, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 A • • • * Snæfellingur í Olafsvík kaupir eignir þrotabús HO; Bæjarstjórn í viðræð- nni við Grundfírðinga SNÆFELLINGUR á Ólafsvík hefur keypt eignir þrotabús Hrað- frystihúss Ólafsvíkur fyrir 110 milljónir króna. Meðal annars er þar um að ræða þijú skip og togara. Kaupin eru gerð með vitund og vilja Landsbankans en með yfirtöku á skuldum er verðið uin 410 milljónir sem Snæfellingur greiðir fyrir eignirnar. Snæfellingur er alfarið í eigu bæjarsjóðs Ólafsvíkur og eru nú hafnar sameining- arviðræður milli bæjarsljórnar og Hraðfrystihús Grundarfjarðar. Stefán Garðarson bæjarstjóri í Ólafsvík segir að með þessum kaupum hafí bæjarstjóm náð markmiðum sínum en það var að halda kvótanum innan bæjarfélags- ins. Kvótinn sem fylgir með fyrr- greindum skipum er 3.500 tonn af þorskígildum, um helmingur af heildarkvóta Ólafsvíkinga. „Nú höfum við gert okkar og það er annarra að taka við dæm- inu,“ segir Stefán. „Það var aldrei ætlunin að reka hér einhvetja bæj- arútgerð og ef okkur tekst ekki að sameinast öðrum um rekstur skip- anna liggur ekki annað fyrir en að selja þau. Að vísu gætum við vel hugsað okkur að reka togarann áfram sjálfír." Gengið var frá kaupsamningnum um helgina. Að sögn Stefáns nær samkomulagið til alls ágreinings við hlutafélögin Tungufell og Vara- koll. Felur samkomulagið í sér sölu á bátunum Tungufelli og Tindfelli, sölu á 90% hlutafjár í Varakolli, sölu á Garðari II. og afhendingu á þremur skuldabréfum útgefnum af SH. Fyrir þetta greiðast 110 miilj- ónir í reiðufé, 35 milljónir við undir- skrift og eftirstöðvar í janúar og febrúar. Stefán segir að auk þess sé að finna í samningi þessum ákvæði þar sem Landsbanki íslands fellur frá gjaldfellingu á lánum til Tungufells. „í framhaldi af þessum kaupum hófum við síðan viðræður við Hrað- frystihús Grundarfjarðar um sam- einingu þess og Snæfellings," segir Stefán. „Þessar viðræður eru komnar skammt á veg ennþá en við ætlum okkur að setjast niður í vikunni og fara yfír allt dæmið með forráðamönnum hraðfrysti- hússins." í ináli Stefáns kemur einnig fram að óformlegar þreifingar eru hafn- ar við Hraðfrystihús Hellissands um þátttöku í þessum sameining- arviðræðum. VEÐUR IDAGkl. 12.00 Heimild: Veöurstota íslands (Byggt á veöurspá W.V16.151 gær) VEÐURHORFUR í DAG, 18. DESEMBER YFIRLIT: Við suðausturströndina er 950 mb lægð á leiö norðaust- ur og frá henni liggur lægðardrag í norður í aðra lægðarmiðju sem er skammt suður af Jan Mayen. SPÁ Minnkandi norðvestanátt og á Norðausturlandí dregur smám- saman úr snjókomu eða éljum. Um sunnan- og vestanvert landið verður léttskýjað í fyrramálið en heldur þykknar í lofti er líða tekur á daginn með hægum suðaustanvindi. Vægt frost verður víðast um landið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Austlæg átt víðast fremur hæg. Dálítil rigning og hiti 2 til 4 stig á Suðausturlandi, en úrkomulítið og vægt frost í öðrum landshlutum. HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðaustanátt. Snjókoma eða él á Norð- ur- og Norðausturlandi en léttskýjað um landið sunnan- og vestan- vert. Talsvert frost um land allt. Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600'. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. * Él V / / / / / / / Rigning = Þoka / / / = Þokumóða * / * 5 5 Súld / * / * Slydda • / * / 'oo Mistur * * * 4 Skafrenningur * * * * Snjókoma * # # K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hiti 0 0 veður skýjað slydda Bergen 6 rigning Helsinki 0 skýjað Kaupmannahöfn 4 þokumóða Narssarssuaq +6 skýjað Nuuk +8 léttskýjað Osló 4 skýjað Stokkhólmur 4 þokumóða Þórshöfn 6 haglél Algarve 17 þokumóða Amsterdam 5 þoka Barcelona 11 mistur Berlín 4 mistur Chicago vantar Feneyjar 8 þokumóða Frankfurt 0 þoka Glasgow 10 rigning Hamborg 3 þokumóða London 11 súld á síð.klst. Los Angeles 15 alskýjað Lúxemborg 5 þoka Madn'd 4 þoka Malaga 16 hálfskýjað Mallorca léttskýjað Montreal vantar New York *4 aiskýjað Orlando vantar París 6 skýjað Madeira 17 skýjað Róm 10 þokumóða Vín +4 hrlmþoka Washington 0 alskýjað Winnipeg +14 heíðskírt Sól hf. selur * vatn til Astralíu SÓL hf. er nú að afgreiða fjóra gáma með 70 tonnum af vatni í dósum til útflutnings til Ástralíu. Þetta mun í fyrsta sinn sem íslenskt vatu er flutt til Ástralíu en gámar þessir eru hluti af tíu gáma pöntun sem borist hefur frá stórum innflytj- enda þarlendis. AIls mun verðmæti pöntunarinnar nema rúm- lega 12 milljónum króna. Davíð Scheving Thorsteins- son framkvæmdastjóri Sólar hf. segir að fyrirtækið hafi lagt áherslu á að ná þessum samn- ingi þar_ sem útflutningur á vatni til Ástralíu á þessum tíma geti jafnað út árstíðabundnar sveiflur í vatnsútflutningi þeirra til Bretlands og Bandaríkjanna. „Nú er sumar í Ástralíu en vet- ur á Bretlandseyjum og i Banda- ríkjunum. Sala okkar á vatni hefur alltaf dottið mjög niður yfir háveturinn,“ segir Davíð. í máli Davíðs kemur fram að það háfi tekið þá um hálft ár að ná þessum samningi við ástr- alska innflytjendann og hafi margar prufur verið sendar á þeim tíma. „En hann sló loksins til og við vonum að framhald geti orðið á þessum viðskiptum okkar,“ segir Davíð. „Sala á vatni til Ástralíu gæti orðið góð búbót fyrir fyrirtæki okkar.“ Samningnr Dagsbrúnar og MS: Ábatakerfi skilar 5% hækkun á ári SÉRSAMNINGUR sá, sem Mjólk- ursamsalan og Dagsbrúnarmenn, sem þar starfa, hafa gert með sér, kveður á um að ábatakerfið, sem komið verður á, eigi að skila verkamönnum 5% tekjuhækkun miðað við 40 stunda vinnuviku innan árs frá upptöku þess. Ella Byggingavísitala: Mælir 0,8% verðbólgu HAGSTOFAN hefur reiknað út vísitölu byggingakostnaðar eftir verðlagi um miðjan desember 1991. Reyndist hún vera 187,4 stig eða óbreytt frá því í nóvemb- er. Þessi vísitala gildir fyrir jan- úar 1992. Síðastliðna 12 mánuði hefur bygg- ingakostnaðarvísitalan hækkað um 6,2%, en síðustu þrjá mánuði nemur hækkun hennar 0,2%, sem samsvar- ar 0,8% árshækkun. verði grundvöllur kerfisins end- urskoðaður. Þetta á þó ekki að hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir samsöluna, enda á kerfið að hafa í för með sér hagræðingu. Grundvöllur samkomulagsins er að tekið verði upp ábatakerfi, eða bónuskerfi, sem byggist á aukinni hagræðingu í rekstri Mjólkursamsöl- unnar. Ábatakerfinu verður komið á laggimar á fyrri hluta næsta árs. Stefnt er að því að það verið farið að skila árangri ekki síðar en 1. júní næstkomandi, en aðilar hyggjast í sameiningu kappkosta að það verði fyrr. Ef dráttur verður á þessu, verð- ur Dagsbrúnarmönnum greitt bið- gjald, sem svara til 800 kr. á viku, þar til kerfið verður komið i gang. Samkomulaginu fylgir yfirlýsing um veikindamál, þar sem lýst er sameiginlegum vilja MS og trúnað- armanna Dagsbrúnar til að breyta reglum um launagreiðslur í veikinda- og slysatilfellum. Markmiðið er að tcyggja þeim meira öryggi, sem eru frá vinnu langtímum saman vegna veikinda, en á móti lækki greiðslur vegna skemmri veikinda. Slösuðust alvarlega í bílveltu í Borgarfirði TVÖ ungmenni, 19 og 21 árs, voru flutt alvarlega slösuð með þyrlu til aðgerðar á Borgarspítalanum í Reykjavík í gær eftir að Pajero- jeppi sem þau voru á valt norðan við Skarðslæk skammt frá Svigna- skarði. Stúlkan skaddaðist á hrygg, pilturinn í andliti. Þau gengust bæði undir aðgerð í gær en voru að sögn lækna ekki talin í bráðri lífshættu. Fólkið var á leið norður frá Borg- arnesi þegar bíll þeirra valt á ísing- arkafla á auðum malbikuðum veg- inum. Þau voru ekki í bílbeltum. Þyrla var strax kölluð til og síð- degis í gær fengust þær upplýs- ingar á slysadeild Borgarspítalans að líðan fólksins væri eftir atvikum; það væri alvarlega slasað en ekki í bráðri lífshættu. k . . í j i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.