Morgunblaðið - 18.12.1991, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.12.1991, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 Aftaka smábátaútgerðar eftir Birgi Hermannsson Sá flokkur trillukarla sem átti trillur undir 6 tonnum og valdi sér aflamarkið um sl. áramót, er svo gott sem horfínn af sjónarsviðinu. Það tók ekki nema þessa fyrstu 8 mánuðina, að afmá þá að mestu úr kerfinu. Við úthlutunina í sept- ember sl. lentu þeir sem eftir voru flestir undir hungurmörkunum, hafa orðið að selja kvótann sinn og ganga nú um með hendur í vösum og bátamir þeirra lítils eða einskis virði. Það er ekki alveg rétt sem and- stæðingar veiðileyfisgjaldsins halda fram, að það fé sem varið er til kvótakaupa, verði eftir sem áður í veltu útgerðarfyrirtækjanna. Úgerðir sem selja eilífðarkvótann, oftar en ekki smábátaeigendur, eru í fletum tilfellum að pakka saman og hætta alfarið í útgerð. Hugsanlega mætti taka upp veiðileyfagjaldið í stað kvótakerfis- ins, ef treysta mætti því að þeir stjómmálamenn sem með stjórn landsins fara á hverjum tíma, gætu staðist freistinguna að mið- stýra því, eins og þeir hafa gert á öðmm sviðum sjávarútvegsins í gegnum tíðina. Sporin hræða. Ef að líkum lætur, myndu gælu- fyrirtæki þeirra er í stjórn væm á hveijum tíma, eiga möguleika á að fá víkjandi lán, eða jafnvel að pennastrikum yrði lofað undir rós, ef illa gengi hjá þéim. Þau fyrir- tæki sem ekki væru í náðini hjá úthlutunarmönnum færu á hausinn í hinum endalausa „sósíalisma and- skotans" íslenskra stjórnmála. Það er eins víst og dagur fylgir nótt, að krókaleyfið verður afnum- ið, enda þarf akki að breyta neinum lögum til þess. Það væri gjörsam- lega siðlaust að láta það haldast eftir að hundraðir manna sem glöptust á að velja aflamarkið hafa misst atvinnu sína og afkomu- möguleika. í réttarríkinu hlýtur það sama að ganga yfir alla, skyldi maður ætla. Svo er það aftur jafn- víst að smábátaútgerð mun leggj- ast af hér á landi um og uppúr 1995, að kalla. Smábátaeigendur hafa litla sem enga möguleika á að kaupa kvóta í samkeppni við öflug útgerðarfyrirtæki og hagn- aður stórútgerðarfyrirtækjanna kemur ekki frá því að snudda í smábátaúgerð. Kerfi réttarríkisins Hvernig skyldu svo hin voldugu útgerðarfyrirtæki fara að því að kaupa viðbótarkvóta? Svo vel vill til að sum útgerðarfyrirtæki á ís- landi eru allt í einu farin að sýna hagnað og hefur það ekki oft hent áður. Gerum því skóna að útgerð- arfyrirtæki sjái fram á 100 milljóna króna hagnað á árinu. Hvað er þá til ráða? Nú er ekki svo brýn þörf á að kaupa tap annars fyrirtækis. Það eru slegnar margar flugur í einu höggi. Keyptur er kvóti fyrir þessar 100 milljónir og skatturinn verður þar með af nær helming þeirrar upphæðar vegna þessarar frábæru fjárfestingar. Síðan eru þessar 100 milljónir afskrifaðar á næstu 5 árum, þ.e. 20 milljónir á ári, og þar með hefur skatturinn, þ.e. ríkið, greitt fyrir kvótakaup hins öfluga fyrirtækis, svo til upp í topp. Geri aðrir betur. Rökleysan í öllum þessum ferli er með slíkum eindæmum að menn vilja helst ekki hugsa þetta dæmi til enda, heldur slá því frá sér. Hvernig má það vera, að hægt sé að afskrifa lifandi fisk á Halanum eða Sel- vogsbanka, sem þessir sömu menn ætla sér og erfingjum sínum einum að veiða svo lengi sem landið verð- ur í byggð? Flestallir þeir útgerðar- menn sem eru að afskrifa fisk, eiga einnig nokkur hundruð eða þúsund tonn, sem þeir fengu út- hlutað ókeypis frá ríkinu í upphafi og engin leið er að afskrifa eða bókfæra, en þau erfast. Hagræðingarorðaleppurinn Því er haldið fram að kvótakerfið hafí í för með sér mikla hagræð- ingu innan útgerðarinnar, allavega verði svo innan tíðar. Hagræðingin á m.a. að myndast af því að heim- ilt er að framselja kvótann að vild UR HUGSKOTI Ingimár Erlendur Sigurðsson rithöfundur Bókastríð Bókaútgáfa fyrir jólin minnir fremur á skotrhíð en flóð — bóka- flóð, eins og sagt er. Skothríð þar sem margir hníga sárir, falla á líkhvítan pappír eins og merking- arlausir bókstafir. Bókastríð væri því réttnefni. Það er miskunnar- laust stríð, einkum höfundum, en einnig útgefendum — og jafnvel lesendum; eins og stríð allra við alla, allsheijarstríð. Ef líkingu við flóð er haldið, þá ætti að kafa dýpra og tala um syndaflóð, þar sem Nói og fjöl- skylda komust ein manna af, ásamt eintökum af öllum dýrateg- undum — sem hvorki vom læs né skrifandi. En þó mikil synd búi í bókum, ekki síst jólabókum, er flóð vart við hæfi; til þess er svokallað bók- aflóð of þurrt fyrir síþyrstan anda, lítið um lífsins vatn: einn og einn dropi sem fellur í vitund eins og tár, eins og ljóð. Stakir dropar mynda ekki flóð, þeir em eins og vinjar í eyðimörk. Skotrhíð er betur við hæfi, þó ekki væri nema vegna hávaðans sem fylgir bókaútgáfu; en hún ætti að vera kyrrlát, ekki aðeins vegna jóla — heldur vegna bóka, sem em í eðli sínu þöglar og ein- ar með lesanda og sálarþröng hans, þar sem þær eiga heima sem hvergi annars staðar. Hávaðinn kringum þessa þögn, skothríðin, er orðinn meiri en hríð- skotabyssur popphljómlistar- manna framleiða, hljóðfæri þeirr- ar hávaðakynslóðar. Síðasti griða- staður sálar, bókin, síðasta vígi þagnar, er að falla fyrir bók- menntabröskurum — og skáldin með. Allir fjölmiðlar, útvörp, blöð, sjónvörp, verða á aðdraganda frið- arhátíðar, aðventu, að fallbyssum þeirra sem segja í nafni bók- mennta sálUm stríð á hendur. Dögum og vikum saman dynur á þeim skothríð: kauptu, kauptu, kauptu; uns allir vitundarveggir eru hmndir og hvergi skjól — þagnarskjól — í þessu ómerkilega sölustríði, þessu ágenga hávaða- stríði, þessu andlausa bókastríði. Vígvellir þess færast inn í bó- kelska vitund, þar sem barist er um hveija bók og hvern höfund. Hershöfðingjar þessa stríðs, stofnendur þess, eru bókaútgef- endur, auglýsingar eru víkinga- sveitir þess, fótgöngulið þess eru umtal, liðforingjar þess em gagn- rýnendur, peningar eru herná- mslið þess, fórnarlömb þess les- endur — og rithöfundar. Um hvað er svo barist? Um fé og frægð og frama, vanhelga þrenningu heimsins, sem er eins og skrumskæling af heilagri þrenningu. Þar kemur fé í stað frelsunar, frægð í stað dýrðar, frami í stað helgunar. Féð rennur til útgefanda, en frægðin og fram- inn til rithöfunda. Búnar eru til metsölubækur og höfundar, settar á svið skotkeppn- ir: hver geti skotið — flesta hugi, kaupenda, gefenda, lesenda. Tí- undaðar eru svörtum stöfum á hvíta blaðveggi, síður blaða, meira og minna tilbúnar markatölur — markaðstölur. Eins og í kauphöll, þar sem braskarar kaupa verð- bréf, vilja flestir höndla bækur sem hæst em metnar að sinni; eignast hlutabréf — í vinsældum, þeirra höfunda sem taldir eru hittnastir. Baráttan er því hörð um kaup- endur og gefendur bóka, hver muni njóta mestrar hylli lesanda um stundarsakir. Þegar skothríð- inni er lokið, að baki jóla, þegar bókastríðinu er lokið, þá er eins og flestar þessara bóka hafi aldr- ei komið út: þær eru dauðar og höfundar þeirra líka — sem rithöf- undar. Þótt flest séu skotin í þessu hégómastríði púðurskot, enda við hæfí flestra bóka, þá er einnig skotið föstum skotum; framdar skyndiaftökur. Dauðadómar eru felldir af einskonar herrétti, sem tekur aðeins mið af sjálfum sér og hafnar í raun áfrýjun. Gagn- rýnendur era ábyrgir fyrir þeim föstu skotum, þó dregið hafi úr einsýni þeirra og yfirgangi; enda margir sárir eða fallnir sjálfir og komnir til sögu öllu fijálsbornari ungliðar í þeirri stétt. Hörmulegastar eru samt þær aftökur, sem komnar eru í tísku og birtast í mynd ævisagna. Þær eru ýmist skráðar af þeim sem lifðu þá ævi eða fengnir til þess leigupénnar. En það breytir ekki því að þær jafngilda flestar sjálfs- morði, eða sjálfsvígi eins og nú er hjásagt. Hver bókarhöfundur af öðrum gengur fram á vígvöllinn og hefur skothríð á náunga sinn, vopnaður sjálfsréttlætingu — og fellur fyrir eigin tilverknað; því eftir sigur er ekkert eftir nema ósigur. Enginn sjálfhverfingur lifir af ævisögu sína, óskmynd sína og ímynd, hún miklar höfund sinn, uns hann springur og verður nán- ast að engu — minni en hann var. Meira að segja snillingur eins og Stefan Zweig neyddist til að svipta sig lífi, fremja raunverulegt sjálfsmorð, eftir ævisögu sína Veröld sem var, svo hann lifði hana af í ódauðleika. Það er ekki á færi mistækra ævisagnahöfunda íslenskra að leika slíkt eftir og styrkja þannig ímyndun um ódauðleika í annarra augum; til þess em þeir þegar of forgengilegir. Þeir verða að halda áfram að vera samviskuleysis- fangar jólamánaðar, haldnir sjálfsréttlætingu sem gyllir yfir- sjón þeirra, en leiðir til dauða — í bókargröf. Hvað er svo helst til varnar gegn skothríð, púðurskotum jafnt sem föstum skotum, hvað er til varnar gegn þessum hávaða, hvað til varnar í þessu stríði gegri sál- inni? Það sama og gildir gagnvart öllum styijöldum. Neita að gegna herþjónustu og taka þátt í þessu bókastríði, neita að hlýða hers- höfðingjum þess — auglýsingum, áróðri, umtali. Hver og einn skyldi læsa augum og hlustum á meðan þessi ósköp standa yfír, skothríð, aftökur og sjálfsmorð. Þannig varðveitist dómgreind gagnvart bókum, sem teknar skulu til hljóðlesturs úr kyrrð; þannig lifa bækur, lesendur, höf- undar af: ein og ein bók opnast og skýtur — rótum í hjartastað; þannig fellur eitt og eitt tár, sem aldrei verður kennt við flóð. Birgir Hermannsson „Smábátarnir eru lagð- ir til hliðar, sumir ný- smíðaðir og eilífðar- kvótar þeirra fluttir yfir á nýsmíðuð flaka- frystiskipin, sem síðan eru í beinni samkeppni við frystihúsin í landi um fiskinn. Atvinna dregst óhjákvæmilega saman og verstöðvar smábátaútgerðar koma til með að leggjast af.“ og fækka þannig skipunum. Satt best að segja, hefur þetta oft á tíðum virkað þveröfugt, a.m.k. hvað togaraflotann varðar. Hafi menn þar á bæ einhverra ástæðna vegna ekki náð kvótanum sínum, s.s. vegna vélarbilunar eða uppá- fallandi óáran, að ekki sé nú talað urh að þeir séu skussar, þá hafa þeir einfaldlega fleytt sér áfram með því að leigja til annarra þann fisk sem þeir sáu fram á að geta ekki veitt sjálfir. Ef blessaður kvót- inn hefði ðkki verið kominn til sög- unnar, væri oft á tíðum fátt til bjargar, að því tilskyldu að ríkið hlypi ekki undir bagga. Þær toga- raútgerðir sem lagt hafa upp laup- ana í seinni tíð, hafa undantekn- ingarlaust lent í þeim hremmingum vegna þess að frystihús þeim tengd voru orðin það skuldsett að enginn réð neitt við neitt. Fyrir tveimur áratugum var svo komið að enginn vildi helst eiga eða gera út togara. Nú er enginn maður með mönnum í útgerð, nema hann eigi togara fyrir landi. Varlá er sá vertíðarbátur eða hum- arpungur endurnýjaður að ekki komi togari í staðinn. Þó að lengd togarans sé e.t.v. ekki sú sem út- gerðarmaðurinn hefði helst kosið sér, er það bætt upp með því að hafa nokkurra þúsunda hestafla vélar um borð, sem gefa afl til að toga með hvaða stærð af trolli sem er, hvar sem er. Næsta skref hefur heldur ekki látið á sér standa. Þessir „bátar“ eru margir hannaðir með það fyrir augum að í þá megi setja, ef það er ekki þegar fyrir, vinnslusal og frystilest. Að þessu loknu kallast „bátarnir“ flakafrystiskip, frysti- togari' er víst eitthvað annað, eða hvað? Fjölgunin í togaraflotanum fer öll fram bakdyramegin, væntan- lega í því augnamiði að menn taki ekki eftir henni. Af hveiju skyldi þessi ásókn í að komast yfir skut- togara, helst frystitogara, vera slík sem hún er? Svarið liggur tæplega í því að lífsreyndir útgerðarmenn, sem beijast um í kerfinu til að breyta fleytum sínum í togara, geri það með því hugarfari að hlaupast fýrir björg fjárhagslega. Hveijir skyldu það svo vera sem sækjast mest eftir eilífðarkvótum smábátaútgerðanna? Smábátarnir eru lagðir til hlið- ar, sumir nýsmíðaðir og eilífðark- vótar þeirra fluttir yfir á nýsmíðuð flakafrystiskipin, sem síðan eru í beinni samkeppni við frystihúsin í landi um fiskinn. Atvinna dregst óhjákvæmilega saman og ver- stöðvar smábátaútgerðar koma til með að leggjast af. Hið miðstýrða kvótakerfi, sem Halldór Ásgrímsson barði í gegn með slóttugheitum, stuðlar að því leynt og ljóst að leggja smábátaút- gerð í rúst. Það afl sem þarna var að baki er hið almáttuga LIU. Þetta er allt gert í nafni hagræð- ingarinnar, þrátt fyrir að margs- annað sé að hagkvæmasta sjósókn- in er stunduð á smábátunum. Enn- fremur er hráefnið sem þeir koma með að landi það besta sem völ er á og fer nær allt til vinnslu innan- lands. Eitt sinn var gamall skipstjóri á ísafirði að reyna að skila sér heim eftir langa og stranga drykkju. Hafði hann girðingu sér til halds og trausts, en þar kom að girðing- una þraut og hann komst ekki lengra. Þá heyrðist í kalli: „Ég heimta meira stakket." Fáránleiki hagræðingarinnar hjá sjávarútveginum er að komast á svipað stig. Höfundur er trillukarl og fyrrverandi fiskverkandi. Helgi Hálfdanarson: V erðlaunaþras í Þjóðviljanum 12. þ.m. birtist grein eftir Þorgeir Þorgeirsson rithöfund um „íslensku bók- menntaverðlaunin" svo kölluðu. Þar segir í upphafi máls; „Einstöku ríthöfundar hafa náð þeim tekjum að þeir geta hrækt á verðlaunaveitingar. Eg man í svipinn eftir Helga Hálf- danarsyni hérlendis og Vilhelm garnla Moberg í Svíþjóð á sínum tíma.“ Ég fer að halda, að Þorgeir vinur minn sé slyngari persónu- njósnari en ég hugði, fyrst hanif velkist ekki í neinum vafa um tekjur mínar og gjörvallan fjár- hag. Og þó að hjartahlý ósk- hyggja hans um hagsæld mína kunni þar einhvetju að ráða, kann ég ekki við að amast við því. Raunar hélt ég að Þorgeir vissi mætavel hvers vegna ég hef hvað eftir annað afþakkað svo kölluð „bókmenntaverð- laun“, sem hann kallar svo smekklega, að ég hafi „hrækt á“. Fyrst hann á annað borð veit, að ég hef andmælt hvers konar vérðlaunum af því tagi, þá hlýtur hann að vita, að til þess lágu aðrar ástæður en fjár- hagur minn, hvernig sem hann skal metinn, enda hef ég marg- oft gert því máli skil opinber- lega. Um það siðlausa hneyksli, sem hér um ræðir sérstaklega og nefnist „íslensku bókmennta- verðlaunin", vísa ég til greinar minnar í Morgunblaðinu 26.9. 1989. Þó að prangara-happ- drætti þetta hafi að mínum smekk tvívegis álpast til að koma maklega niður, breytir það í engu því sem þar var sagt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.