Morgunblaðið - 18.12.1991, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 18.12.1991, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 37 BfflpWK Ekið aftan á kyrrstæðan bíl Ekið var aftan á kyrrstæða bifreið á Svalbarðsstrandar- vegi við afleggjarann að bænum Meyjarhóli síðdegis í gær. Maður sem var í bílnum var fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri en var ekki teljandi slasaður og fékk að fara heim að skoðun lokinni. Bifreið hans fór ekki í gang og var hann nýkominn inn í bílinn eftir að hafa athugað hvað orsakaði gangtruflunina þegar fóðurbíl var ekið aftan á hana. Fóðurbíllinn kastaðist út af veginum, en ökumaður hans meiddist ekki. SJÁVARÚTVEGS- og landbúnaðarráðherra Oman, Sheik Mo- hammed Bin Abdullah Bin Zaher AI-Hinai, mun væntanlega koma hingað til lands í opinbera heimsókn í boði Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegsráðherra á næsta ári, en reiknað er með að hann verði hér á landi seinni hluta febrúarmánaðar. Heimsókn hans verður fyrsta skrefið í að koma á opinberum samskiptum milli landanna, en í október síðastliðnum fóru þeir Þórhallur Bjarnason, tæknifræðing- ' ur hjá Slippstööinni á Akureyri, og Jón Hjaltalín Magnússon verk- fræðingur til Oman á vegum Atvinnumálanefndar Akureyrar til að kanna möguleika á samvinnu milli landanna á sviði sjávarút- vegs. Unnið er að undirbúningi stofnunar fyrirtækis á Akureyri á meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi sem halda á utan um væntan- leg viðskipti milli landanna í framtíðinni. íslendingar hafa hvorki við- skipta- né stjórnmálaleg samskipti við Oman, en vonast er til að í kjölfar heimsóknar sjávarútvegs- ráðherrans hingað til lands megi koma á viðskiptasambandi við landið. Þórhallur Bjarnason sagði að viðtökurnar í Oman hefðu verið mjög góðar og jákvæðar, en þeir ræddu m.a. við sjávarútvegsráð- herrann í ferðinni sem sýndi mik- inn áhuga á að heimsækja ísland. Hann hefur nú fengið formlegt heimboð frá Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra og er stefnt að því að hann komi hingað til lands í opinbera heimsókn í fební- ar á næsta ári og er ætlunin að hann muni koma til Akureyrar og kynna sér fyrirtæki á sviði sjávar- útvegs. Akureyrarbær var kynntur þar syðra sem miðstöð sjávarútvegs á landinu, þar væru fjölmörg sterk fyrirtæki á þessu sviði, útgerð, fiskvinnsla og skipasmíðastöð, þjónustufyrirtæki við sjávarútveg- Leiðrétting I frétt í blaðinu á laugardag, þar sem greint var frá því að Arn- ar Páll Hauksson hefði verðið ráð- inn forstöðumaður Ríkisútvarpsins á Akureyri var rangt farið með nafn eiginkonu hans. Hún heitir Aldís M. Norðfjörð, en ekki Alda eins og sagt var. Um leið og það er leiðrétt er beðist velvirðingar vegna þessa. inn auk þess sem við Háskólann á Akureyri væri kennd sjávarútvegs- fræði þar sem til staðar væri mik- il þekking. Unnið er að stofnun fyrirtækis meðal hagsmunaaðila tengdum sjávarútvegi í bænum, sem mun liafa með höndum öll tengsl og viðskipti við Oman í framtíðinni og er stefnt að því að það verði komið á legg í byijun næsta árs. Oman er syðst á Arabíuskagan- um og liggur að Indlandshafi. Landið hefur 200 mílna lögsögu og er strandlenga þess um 1.700 kílómetrar, en landið er um 350.000 ferkílómetrar að stærð og íbúafjöldinn tæpar 2 milljónir. Allt fram til 1970 ríkti mikil stöðnun í landinu, en á síðustu 20 árum hefur mikil uppbygging átt sér stað eftir að nýr soldán tók við völdum og hóf að nýta olíu sem fannst í landinu. Þórhallur sagði að menn gerðu sér grein fyrir að olíuna þryti eftir um 25 til 30 ár og horfðu til þess að sjávarútvegur tæki þá við sem aðal gjaldeyristekj- ulind þjóðarinnar. Heildarafli Omanbúa hefur verið um 120 þús- und tonn fram til þessa, en fyrir- hugað er að auka hann upp í allt að 420 þúsund tonn á ári. Sótt er á litlum smábátum með utanborðsmótor, auk þess sem tog- urum annarra þjóða er leyft að veiða í lögsögunni gegn hlutdeild í afla. Sagði Þórhallur að stefnt væri að því að stækka fiskiskiþa- flota landsins og þróa búnað og tæki og það væri m.a. ástæða þess leitað hefði verið til Islendinga. Þá Utgerðarfélag Akureyringa: Árbakur EA-308 til heimahafnar í dag ÁRBAKUR EA-308, hinn nýi togari Útgerðarfélags Akureyringa, kemur til heimahafnar um hádegi í dag, iniðvikudag. Ferð skipsins frá Hirtshals á Norður-Jótlandi hefur sóst vel, en hann var um fjóra sólarhringa á leiðinni. Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa, sagði að Árbakur færi beint í slipp hjá Slippstöðinni á Akureyri þar sem setja á m.a. upp aðgerðar- og þvottaaðstöðu á vinnsludekk. Reiknað er með að skipið verði allt að _tvo mánuði í slipp. Útgerðarfélagið mun halda gamla Sólbak EA-305 úti á veiðum þann tíma, en fyrirhugað var að leggja honum um áramót. Haffærn- iskírteini hans rennur þá út, en félagið hefur sótt um framlenginu á því þann tíma sem Árbakur verð- ur í slipp. „Það er okkur mjög mikil- vægt að hafa fimm ísfisktogara á veiðum til að sjá vinnslunni í landi fyrir nægu hráefni, þannig að við sóttum um framlengingu fyrir Sól- bak,“ sagði Gunnar. Árbakur EA-308 er væntanlegur til Akureyrar um hádegi í dag og sagði Gunnar að vissulega yrði tek- ið hlýlega á móti honum. Skautasvellið um jólin: Skautaskóli og diskó Sjávarútvegsráðherra Oman væntanlegur í heimsókn: Fyrirtæki undirbúið um viðskipti milli landanna sagði hann að landinu svipaði nokkuð til íslands að því leyti að það væri byggt upp á fjölmörgum litlum sjávarþorpum meðfram strandlengjunni, en ætlun Omanbúa væri að efla þessi þorp og styrkja m.a. með því að þróa sjávarútveg sinn. ÞAÐ VERÐUR mikið um að vera á skautasvellinu á Akureyri yfir jólahátíðina, skautaskóli verður starfræktur, jólatrésfagnaður verður haldinn og skautadiskó- tek. Skautaskólinn verður í gangi frá 28. desember til 3. janúar og stend- ur frá kl. 13 til 14. Skólanum stjórn- ar finnski þjálfarinn Pekka Santan- en. Föstudaginn 27. desember verð- ur jólatrésfagnaður Skautafélags Akureyrar haldinn. Listhlauparar sýna ýmsar kúnstir, fréttamenn taka sér kylfu í hönd og spila ís- hokkí við guttalið S.A., jólasveinar sýna sitt rétta andlit og gefa börn- unum sælgæti. Foreldrar þurfa ekki að greiða aðgangseyri, svo fremi sem þeir noti tækifærið og stígi á skauta. Skautadiskótek verður haldið á svellinu laugardagskvöldið 28. des- ember frá kl. 20 til 23 og má þá búast við mikilli ljósadýrð yfír svell- Kvöldstund við kertaljós Kvöldstund við kertaljós verður haldin í Laufáskirkju annað kvöld, fimmtudagskvöldið 19. desember, kl. 21. Dagskráin verður sniðin fyrir alla fjölskylduna, m.a. syngur kirkjukór- inn jólalög, böm annast tónlistar- flutning, fluttur verður stuttur leik- þáttur og jólasaga lesin. Magnús Aðalbjömsson, yfirkenn- ari í Gagnfræðaskóla Akureyrar, flytur jólahugvekju. Að síðustu fá bömin kerti og sungið verður Heims um ból. Akureyri iRITANIR 1BÓKVAL a snxfsJt ~~ Avita cftiftttldn bX ' tMitt er þitt)- Ki. i6.oo-n.oo Kl. 20.00-22.00 «^5^« Skytd' Dengsl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.