Morgunblaðið - 18.12.1991, Page 41

Morgunblaðið - 18.12.1991, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 41 Einn og átta Hljómplötur Oddur Björnsson Söngfélagar Einn & átta flytja tónlist úr ýmsum áttum. SF 001P. Hljómplata sem þessi ætti að hafa tryggan aðdáendahóp og nokkuð vandséð, hvernig á að mæla með henni fram yfir það, enda þótt hér sé um prýðilegan flutning að ræða hvað snertir alúð og ágæta snyrtimennsku. Laga- syrpan hans Arna Thorsteinsson- ar (í útsetningu Jóns Þórarinsson- ar) er vel sungin og með ágætum takti, enda það efni á plötunni sem féll yfirrituðum best í geð. Falleg- ur og mjög geðfelldur söngur í ágætri útsetningu. Hitt er svo sem ekkert til að angra mann, en sumt er betra en annað (eða verra). Sum lögin gjalda þess að maður hefði getað hugsað sér stærri kór (einsog þau rússnesku) og önnur kalla á meiri „sönggleði“ (ein- hvernveginn „frjálsari" flutning) án þess ég sé að gera lítið úr „fag- mennsku" og samhæfingu einka- framtaksins. Það mætti líka á hinn bóginn hugsa sér öðruvísi lagaval og meiri „upplýsingu“ um lögin sjálf, þ.e. einhvern ákveðn- ari túlkunarmáta, sem segði manni eitthvað. Ekki er alveg ljóst, eftir að hafa hlustað á plöt- una, hvaða erindi þeir félagar áttu til Úkraínu annað en að skemmta sjálfum sér, sem er hið besta mál, enda tel ég víst að þeir hafi verið þar með þjólegri söngskrá og vonandi eftirtektar- verða. Það er nefnilega ekki nóg að syngja skammlaust og vel, ef menn vilja vekja athygli á því sem þeir hafa fram að færa. Dæmi um það, sem ég kalla snoturt en misheppnað er lag Orlandos Lasso, þar vantar þá stíltilfmn- ingu og „dynamisku" uppbrot (einsog reyndar víðar) sem lagið (og tíminn) krefst. Sama gildir um madrigalann. Og persónulega er ég orðinn leiður á rússneskum lögum í íslenskum flutningi, enda er þetta meira eða minna sama lagið (Kalinka) og reyndar allt í lagi að syngja það heima hjá sér, þegar þessi þörf fyrir rússneskan „blues“ dembist yfir mann. Semsagt: frambærileg ísiensk afurð, og ekkert vísvitandi svindí, einsog í gaffalbitadollunum í gamla daga. Ríó: Landið fýkur burt Góð tónlist fyrir góðan málstað Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Ósjálfrátt setur maður sig í jákvæðar stellingar þegar fjalla þarf um hljómplötur sem gefnar eru út til styrktar góðum mál- stað. Þó held ég að slíkur málstað- ur hefði ekki þurft að vera fyrir hendi til að láta sér vel líka nýju plötuna með Ríó; „Landið fýkur burt“. Á henni eru tíu prýðileg lög eftir Gunnar Þórðarson, við af- bragðsgóða texta Jónasar Frið- riks og þeim Ríó-mönnum bregst ekki bogalistin við flutninginn frekar en fyrri daginn. Forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, ritar formála að fylgibæklingi geisladisksins þar sem hún fjallar um gróðureyðingu á íslandi og segir meðal annars: „Hægt og bítandi höfum við snú- ist til varnar og munar þar mest um einlægan vilja okkar lands- manna allra til þess að snúa vörn í sókn. Með þessu framtaki og framlagi listamanna og fjölda annarra er lagt enn eitt lóð á vogarskálar til þess að sigrast á gróðureyðingu." - Að vísu er að- eins eitt lag á plötunni þar sem beinlínis er fjallað um þessi mál í textanum, það er titillagið, „Landið fýkur burt“, og hefði ef til vill mátt undirstrika málstaðinn enn rækilegar með fleiri textum um þessi mál. En tiltillagið er afbragðsgott og eitt þeirra laga sem festast í huga manns og skjóta upp kollinum í tíma og ótíma. Lagið er í suðrænum salsa- takti, en þó með þjóðlegu ívafi og í hópi hinna betri sem Gunnar Þórðarson hefur samið á seinni árum. Besta lagið á plötunni að mínum dómi er þó lagið „í nótt“, þar sem saman fer góð laglína, ágætur texti og stórgóður flutn- ingur bæði söngvara og hljóðfær- aleikara. Sign'ður Beinteinsdóttir syngur þar með Ríó eins og henni einni er lagið og Rúnar Georgsson á þar eitt af sínum „eðalsólóum" á saxafóninn. Hann leikur einnig á saxafón í öðru lagi á plötunni, „Svona er ástin“, en það lag er eins og úr gamalli jólamynd með Bing Crosby, Ijúft og þægilegt. Þar syngur Sigríður Guðnadóttir með Ríó og gerir það vel. Textar Jónasar Friðriks eru kapítuli út af fyrir sig og á þess- ari plötu kemur glöggt fram hví- líkur yfirburðamaður hann er á þessu sviði. I því sambandi vil ég sérstaklega benda á „Enginn sendir lengur blóm“ og „Grá- mann“. Fyrrnefnda lagið íjallar á áhrifaríkan hátt um hlutskipti hinna öldruðu, sem stundum vilja gleymast í hraða nútíma þjóðfé- lags: „Sjálfumglaður er son- urinn./ Sér ei neitt fyrir hroka./ Ekkert líkur þeim ljúflingi sem dó./ Draga mætti úr drambinu/ drengstaulans þó./ En heiðarleg dama heldur sinni ró.“ Grámann fjallar hins vegar á skemmtilegan, en þó átakanlegan hátt um mið- aldra mann, sem haldinn er „gráa fiðringnum" svokallaða og efast ég um að í annan tíma hafi það fyrirbrigði verið orðað betur en hér. Lagið við þetta ágæta kvæði er hins vegar það lakasta á plöt- unni og ef til vill ekki nægilega aðgengilegt til að vekja þá at- hygli á textanum sem hann verð- skuldar. Gunnar Þórðarson annast allar útsetningar og ferst það vel úr hendi og auk þeirra flytjenda sem áður eru nefndir og Ríómanna sjálfra, Gunnars, Ágústs Atlason- ar, Helga Péturssonar og Ólafs Þórðarsonar koma við sögu Gunn- laugur Briem á trommur og slag- verk, Jón Kell Seljeset á hljóm- borð, Friðrik Karlsson á hljómgít- ar, Peter Tompkins á óbó og tólf manna strengjasveit undir stjórn Szymon Kuran. Allt þetta fólk skilar góðu verki eins og við var að búast. Jólasöngvar kórs Langholtskirkju Hljómdiskar Oddur Björnsson Jólasöngvar kórs Langholts- kirkju. Kór Langholtskirkju. Skólakór Árbæjarskóla. Stjórnandi: Áslaug Bergsteins- dóttir. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Studio Langholtskirkju. Þessi hljómdiskur með gömlum og nýjum jólalögum mætti vera á hverju heimili, ákaflega vel valin lög í framúrskarandi flutningi. Auðvitað er Kór Langholtskirkju og stjórnandi hans, Jón Stefáns- son, trygging fyrir vönduðum kórsöng, enda fært okkur í lifandi ilutningi mikilfenglegustu kór- verk tónbókmenntanna gegnum tíðina. Útsetningar fyrstu og elstu laganna á hljómdiskinum eru skínandi fallegar, og yfirleitt allt gert af smekkvísi og góðum sans. Einsöngvarar (með Ólöfu Kol- brúnu í broddi fylkingar) eru góð- ir, einnig hljóðfæraleikarar og innlegg Barnakórs Árbæjarskóla fallegt. Hljóðritun er ágæt í alla staði og hvað er þá að vanbúnaði? Vonandi ekki drungi og dapur- leiki í hjörtum manna. Ef svo er, þá er ágætt að hlusta á „Heimi í, hátíð er ný“ á þessum hljóm- diski. Svo er bara að óska öllum gleði- legra jóla og ekki síst Kór Lang- holtskirkju og stjórnanda hans, Jóni Stefánssyni. Skáldsaga eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttur ÚT ER komin skáldsagan Sagan af gullfuglinuni og Grímu eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttur. Sagan af gullfuglinum og Grimu er önnur bók höfundar en fyrri bók hennar, smásagnasafnið í hilling- um, kom út árið 1990. Í kynningu höfundar segir: „Sagan segir frá Grímu, Tuma og Auðar-stelpunni sem eru fullkomn- un hverdagsleikans, hamingjusöm fyrirmyndarfjölskylda. Þegar for- tíðin gerir svo hvert áhlaupið á fætur öðru á virki nútíðarinnar vakna óvelkomnar spurningar.“ Bókin er unnin í Ódda og gefin út af höfundi. Kápumynd er eftir Ríkey Ingimundardóttur. Sigrún Birna Birnisdóttir Ljóð eftir Svein S. Sveinsson SVEINN S. Sveinsson, 18 ára nemi við Menntaskólann á Egils- stöðum, hefur gefið út frumraun sína á sviði skáldskapar, ljóða- bókina Andhverfur. Bókin hefur að geyma 19 ljóð frá eins árs-tímabili. Á bókarkápu segir m.a.: Ljóð þau sem hér birt- ast eru af ýmsum toga. Sum draga upp myndir, önnur fjalla um sam- skipti milli manna eða lýsa djúp- stæðum tilvistarvanda. Öll bera þau vitni um athyglisverða tilraun höfundar til að finna tilfinningum sínum skiljanlegan búning. Þrátt fyrir að hér sé um frumraun að ræða ætti enginn að vera svikinn af afrakstrinum.“ Sveinn S. Sveinsson H IÐUNN hefur gefið út bókina Auðunn og ísbjörninn sem er gamall íslenskur söguþáttur endursagður fyrir börn. Það er Njörður P. Njarðvík sem endur- segir söguna og hún er mynd- skreytt af sænska listamanninum Ulf Löfgren. í kynningu útgef- enda segir: „Sagan segir frá Auðuni vestfirska sem hélt út í heim til að freista gæfunnar. Hann ákvað að færa konungi ísbjörn að gjöf og lenti í ýmsum ævintýrum og erfiðleikum á för sinni. En Auðunn lét aldrei deigan síga og sýndi bæði þor og hreysti. Eftir þriggja ára ferðalag hafði hann lokið ætlunarverki sínu, gengið á fund konunga og kynnst hinum stóra heimi. Og þá var hann reiðu- búinn til heimferðar aftur, heim í þrönga fjörðinn sinn til gamallar móður sinnar. Njörður P. Njarðvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.