Morgunblaðið - 18.12.1991, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 18.12.1991, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 Nokkur orð um listina eftir Bjarna Jónsson Það er kominn tími til að óánægðir listunnendur láti frá sér heyra varðandi Kjarvalsstaði og Listasafn íslands. En það mun vera einsdæmi meðal siðmenntaðra þjóða, að fámenn harðsvíruð klíka fái umboð til að segja fólkinu hvað því á að þykja fallegt og hvað ljótt í listum. Fræðingamir og hirð þeirra sem eru orðin allsráðandi hjá söfnum og sýningarsölum virðast halda að þeir og engir aðrir hafi vit á list. Einstrengingsháttur og hroki þessa fólks er slíkur, að með ein- dæmum er. Tískustraumar erlendis frá eru það eina sem þykir boðlegt íslenskum skoðendum, og valið er einkum það sem er nógu ógeðs- legt, illa unnið og ljótt. Nú niá ekki sjást fallegt handbragð eða góð teiknikunnátta, nei, það er talið best sem er nógu viðvanings- legt og hugmyndasnautt. Það má greinilega rekja verk margra þeirra sem fræðingarnir halda mest á lofti, til fyrirrriyndar úr erlendum listtímaritum, þar sem um er að ræða nærri nákvæmar eftirlíkingar. Skal þar til nefna Flash art, Art in America, Art news o.fl. get ég nefnt. Má hér í leiðinni benda fræðingunum á, að það eru nokkuð margir hér á landi, ÚT ER komin bók á ensku um Þorleif Repp. Hún heitir: The Anglo man - Þorleifur Repp, Philology and Nineteenth-Cent- ury Britain og er eftir dr. Andrew Wawn, sem er kennari í íslenskum fræðum við Háskól- ann í Leeds. Er þetta rit 49. hefti í ritröðinni Studia Islandica sem Bókmenntafræðistofnun Há- skóla íslands og Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefa út. í kynningu segir: „í bókinni rek- ur Andrew Wawn æviferil Þorleifs Repps (1794-1857), en megihluti rannsóknarinnar beinist þó að dvöl hans á Bretlandi þar sem hann var bókavörður við The Advocate’s Library í Edinborg. sem fylgjast vel með því sem er að gerast í listum erlendis, og kunna heilmikið fyrir sér. Það er því miður búið að gera opinberar listastofnanir að einka- fyrirtækjum fámennra hópa manna og kvenna, sem virðast steypt í sama mót og eru komin í þá aðstöðu að koma sínum skjól- stæðingum á framfæri hvar og hvenær sem er. Forstöðumaður Kjarvalsstaða hefur gengið ötullega fram í því að eyðileggja og brjóta niður áhuga fólks á myndlist. Hér á ég við, að Kjarvalsstaðir áttu að vera must- eri íslenskrar myndlistar, ásamt því að hýsa verk meistarans. Ég er alveg hissa á því, að Jóhannes blessaður skuli ekki ganga hressi- lega aftur og ásækja stjórnendur staðarins. Ég þekkti hann vel frá því ég var í æsku mikið á vinnu- stofum hans, og tel mig því geta fullyrt að núverandi vinnubrögð og rekstur staðar sem kenndur er við hann, væri honum ekki að skapi. Þetta er ekki í anda þessa mikla menningar- og heiðurs- manns. Nú er svo komið, að ijöldi fólks sem áður hafði ánægju af að skoða sýningar, er hætt að fara í Kjarv- alsstaði. Það þýðir ekkert fyrir stjórnendur stofnunarinnar að birta einhveijar aðsóknartölur, því margir fara eingöngu til að forvitn- Gerir Wawn rækilega grein fyrir margháttuðum lærdómsstörfum Repps á Bretlandi, þýðingum hans, málfræði- og bókmenntaskýring- um, ritgerðasmíð og blaðadeilum. Þá rekur Wawn tildrög og orsak- ir þess að Þorleifur Repp hraktist úr starfí í Edinborg. Loks er honum fylgt aftur til Kaupmannahafnar og lýst athöfnum hans þar til kynn- ingar á enskri menningu og viðhorf- um. í ritinu öllu er mjög stuðst við áður óbirt gögn úr fórum Þorleifs Repps og þeirra sem hann átti skipti við, góð og ill.“ The Anglo Man er 270 bls. að stærð og er prentuð í Prenthúsinu. ast um þau endemi sem þar getur að líta. Éf fram færi skoðanakönn- un meðal landsmanna um starf- semi Kjarvalsstaða þá er hætt við að niðurstaðan verði stjórnendum og menningarmálanefnd ekki í hag. Sama má segja um Listasafn íslands, því kaup „listaverka" til safnsins eru vægast sagt furðuleg. T.d. datt safnstjórninni í hug að gamalt strauborð með ínegldum nöglum og öðru drasli, væri óskap- lega merkilegt listaverk, og keypti það fyrir offjár. Ætli fræðingamir hafi verið búnir að gleyma strau- járninu, með álóðuðu nöglunum, sem Man Rey gerði 1921. En það mætti segja mér, að höfundur strauborðsins hafi séð það. Þvílíkt hugmyndaflug. Góðir landsmenn! Látið ekki bjóða ykkur svona lag- að. Þetta eru peningar okkar allra, sem notaðir eru þarna af misvitrum fræðingum, og hefur vakið furðu erlendra gesta sem skoðað hafa safnið. Þjóðin á rétt á því, að safnr- áð og menningarmálanefnd geri opinberlega grein fyrir listaver- kakaupum og birti hverju sinni í dagblöðum og öðrum ijölmiðlum áætlanir sínar um kaupin með mynd og með hvaða rökum ákvarð- anir eru teknar. Viðkomandi aðilar þurfa miklu meira aðhald, því þeir hafa sýnt, að þeir eru vart hæfir til að ráðskast svona með fjármuni landsmanna. Einar Hákonarson skrifaði skel- egga grein í Morgunblaðið og lét skoðanir sínar einnig í ljós í út- varpi. Eins og hans er von og vísa, var hann ómyrkur í máli um rekst- ur Kjarvalsstaða og þeir eru fleiri íslenskir myndlistarmenn sem eru óánægðir, þó þeir nenni ekki að standa í blaðaskrifum. Skora ég hér með á fólk að láta frá sér heyra. Útlendingur nokkur lét í sér heyra um íslenska myndlist fyrir nokkrum árum og þótti honum það sem honum var sýnt hér, lélegar eftirlíkingar erlendra listaspíra. Þá fengu ráðamenn listastofnananna hland fyrir hjartað, vegna þess að flett var ofan af þeim. Listsagnfræðingamir eru bók- námsfólk sem hefur lært um sögu myndlistarinnar, stíla og stefnur á hveijum tíma, en vita nákvæmlega ekkert meira en hver annar um það sem verið er að gera í dag og Bjarni Jónsson „Það er því miður búið að gera opinberar lista- stofnanir að einkafyrir- tækjum fámennra hópa manna og kvenna, sem virðast steypt í sama mót og eru komin í þá aðstöðu að koma sínum skjólstæðingum á fram- færi hvar og hvenær sem er.“ á morgun í myndlist. Ættu þeir því að haida sig frekar við sagn- fræðileg skrif, heldur en að þykj- ast vera hæfir til að vega og meta verk starfandi listamanna. Þeir hljóta að verða hlutdrægir eins og hefur berlega komið í ljós. Það er hægt að heilaþvo fólk á þessu sviði eins og öðrum með auglýsingaskr- umi og hástemmdum umsláttar- setningum sem enginn skilur. Allt er hægt að selja af sölumaðurinn er nógu sannfærandi. Oft er lista- maður settur í tísku af áhrifa- mönnum og þá þykir mörgum sjálf- sagt að kaupa verk hans af því hann hlýtur að vera góður. Verkin enda svo oft á afviknum stöðum. Einhver besta saga sem skrifuð hefur verið er Nýju fötin keisarans eftir H.C. Andersen, og er hún í fullu gildi í dag. Margt af því sem verið er að gera erlendis, er miklu fjölbreyttara heldur en það sem fólki er boðið upp á hér, og marg- ar listastefnur og listamenn njóta fullrar virðingar þess fólks sem lagt hefur sig fram um að kynna sér og skoða list. Formaður Menningarmála- nefndar Reykjavíkur, Hulda Val- týsdóttir, skrifaði grein í Morgun- blaðið 5. nóvember þar sem hún gerir grein fyrir vinnubrögðunum. Ætli nefndarmenn hafi nokkurt vit á list umfram hinn venjulega mann og hefur þá forstöðumaður Kjarvalsstaða sem ráðgjafi ekki nokkuð góða aðstöðu til þess að koma sínu fram. Hvað ætli Reykja- víkurborg eigi mörg verk eftir fáa útvalda en ekki eitt einasta eftir marga listamenn sem starfað hafa að list sinni ártugum saman. Form- aðurinn nefnir líka í grein sinni, að stuðlað sé að eflingu nýsköpun- ar í myndlist. Viðkomandi virðist lítið þekkja til þess sem gert var fyrir mörgum áratugum, því megn- ið af því sem haldið er fram að sé nýtt og frumlegt, voru t.d. dada- istarnir, feure-istarnir og ex- pression-istarnir búnir að gera. Sem sagt útþynntar eftirapanir að miklu leyti. Marcel Duchamp, Piczbiz, Man Rey o.fl. mundu blómstra á Kjarvalsstöðum sem nútíma menn. Nei, þetta fólk virð- ist lítið vita hvað það er að tala um og hvar er íslensk menning? Máli mínu til stuðnings ætla ég að benda á þær sýningar á Kjarv- alsstöðum sl. sumar sem áttu að sýna það merkilegasta sem verið væri að gera erlendis og kynna það fyrir Islendingum. Osköp er nú sjóndeildarhringurinn þröngur hjá þessu fólki, ef það heldur að þetta sé það merkilegasta. Sem betur fer eru meðal siðmenntaðra þjóða, fræðingar sem hafa ekki allir sömu skoðun á list, og þess vegna njóta mismunandi lista- stefnur sömu réttinda. Það kemur að því að fólk lætur ekki lengur hafa sig að fíflum, og sá hlær best sem síðast hlær. Góðir lands- menn! Munið eftir nýju fötunum keisarans og látið í ljós skoðanir ykkar. Höfundur er listmálari. Bók um Þorleif Repp TTvo NWf Vofk ^ ___ . METSÖLUBÓKIN FYRSTAFLOKKS SPENNUBÓK Nýr spennusagnahöfundur Martin Cruz Smith kveður sér hljóðs á íslandi. Einstök frásagnargáfa. Óvenjulegt sögusvið. Dularfullt dauðsfall á sovésku verksmiðjuskipi. Rannsókn veldur árekstrum milli kerfisins og einstaklinganna. 10% af andvirði bókarinnar renna í Þyrlukaupasjóð. PÓLSTJARNAN - Þitt framlag til Þyrlukaupa. PÓLSTJARNAN - 6 mánuði á metsölulista í Bandaríkjunum. Bókaútgáfan ALDAMÓT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.