Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
49
Ferðamál
eftir Gunnlaug
Eiðsson
Oddný Sv. Björgvins sér astæðu
til að hnýta í okkur leiðsögumenn
á síðum Morgunblaðsins. Finnst
henni heldur lítils virði þegar leið-
sögumenn „tjá sig um atvinnugrein
sína og ferðamál i heild“. Ekki kom
mér við þessar áhyggjur Oddnýjar.
Aftur á móti hnaut ég um þau brot
úr símbréfi, sem hún hafði eftir
fulltrúa Flugleiða í Frankfurt. Vil
ég nú gera lesendum Morgunblaðs-
ins nokkra grein fyrir málinu.
Hér á landi starfar austurrísk
ferðaskrifstofa, nefnd Kneissl, í um
það bil tvo mánuði á ári gjaldfrítt
og leyfislaust. A vorin flytur ferða-
skrifstofan inn í landið marghátt-
aðan búnað til atvinnustarfsemi
sinnar, svo sem tjöld og allt sem
þarf til matseldar, potta og prí-
musa og mat í svo miklum mæli,
sem ítrustu lög leyfa. Engir tollar
eru greiddir af þessum aðföngum.
Birgðastöð er komið upp á tjald-
stæðinu í Laugardal í Reykjavík
og þaðan er stjórnað tjaldferðum
um allt landið. Á haustin er svo
pakkað saman og haldið heim með
gróðann af íslandsrekstrinum eins
og dönsku einokunarkaupmennirn-
ir gerðu fyrrum. Auk alls annars
innflutnings kemur ferðaskrifstof-
an einnig með vinnuafl inn í land-
ið, bæði til að elda ofan í farþeg-
ana og stjórna ferðalaginu. Þetta
gagnrýna leiðsögumenn auðvitað
þegar útlendingar eru látnir ganga
í störf íslendinga. Þá segir Flug-
leiðamaðurinn í Frankfurt: „Fróð-
legt væri að vita hvað mörg dags-
verk væru ekki „til“, ef við hefðum
ekki haft útlenda ferðaheildsala
eins og t.d. Kneissl.“
Kneissl er alls ekki ferðaheild-
sala. Kneissl á engin viðskipti við
íslenskar ferðaskrifstofur og selur
ekki ferðir og þjónustu íslendinga
á austurrískum markaði. Kneissl
rekur sína eigin ferðaskrifstofu hér
á landi án þess að hafa hér atvinnu-
rekstrarleyfí eða ferðaskrifstofu-
leyfi. Kneissl selur í Austumki ein-
göngu sínar eigin ferðir um ísland.
Þessi títtnefnda ferðaskrifstofa
leigir hér hópferðabíla með íslensk-
um bílstjórum og kannski fljúga
farþegar þeirra með Flugleiðum og
íslenskum áhöfnum, en það eru þá
öll dagsverkin, sem Kneissl skapar.
Einu sinni voru ferðaskrifstofur
þeirra Úlfars Jacobsens og Guð-
mundar Jónassonar langstærstar í
tjaldferðum um landið. Varla þarf
að hafa mörg orð um það hvílíkar
tekjur þær og aðrar slíkar hafa
fært inn í íslenska hagkerfið. Tjöld-
in framleidd hér innanlands, annað
flutt inn með háum tolli. Öll mat-
væli keypt hér heima og að stærst-
um hluta framleidd hér. Hópferða-
i bílstjórar og íslenskar flugáhafnir
fengju vinnu við að flytja farþeg-
ana, námsmenn og aðrir fengu
j vinnu við matseld og leiðsögn. Allt
þetta borguðu útlendingar í bein-
hörðum gjaldeyri. Stór hluti tekn-
anna lenti auðvitað í sjóðum ríkis
og sveitarfélaga. Smámsaman fóru
útlendingar, þar á meðal Kneissl,
að mjaka sér inn á þennan mark-
að. Til að standast samkeppni við
rótgrónar íslenskar ferðaskrifstof-
ur beittu þeir ýmsum bellibrögðum.
„Ef við íslendingar vilj-
um sinna útlenskum
ferðamönnum, þá getur
ferðaþjónusta orðið ein
sterkasta stoðin í efna-
hagslífi okkar og staðið
undir stórum hluta svo-
nefnds velferðarkerfis.
En aðeins ef ferðaþjón-
ustan er íslensk.“
Hliðruðu sér hjá íslenskum lögum
og reglugerðum og nutu þeirra fríð-
inda, að yfii-völd hér, félagsmála-
ráðuneytið, útlendingaeftirlitið og
lögregla, kæra sig ekki um að
skipta sér af þessu. Ár frá ári óx
starfsemi útlendinganna og svo fór
að lokum, að dæmið snerist við.
Nú er Kneissl ríkjandi á hálendi
íslands, með 30-40 tjöld á hverju
tjaldsvæði þegar íslenskar ferða-
skrifstofur mega þakka fyrir að
hafa þar 15 tjöld samtals. Og enn
er starfsemi Kneissl ólögleg og enn
beitir ferðaskrifstofan sömu brögð-
um og fyrr og enn stendur hún í
skjóli íslenskra yfirvalda.
Hver eru þá þessi bellibrögð,
spyr nú einhver. Til dæmis að reka
hér ferðaskrifstofu án atvinnu-
rekstrarleyfis. Með því sparast
margs konar opinber gjöld, sem
íslendingar veða að greiða eins og
tekjuskatt, útsvar og tryggingar-
gjald. Þessir útlendingar hafa held-
ur ekkert ferðaskrifstofuleyfi og
losna þá við sérstaka tryggingu,
sem íslenskar ferðaskrifstofur
þurfa að greiða. Mest munar út-
lendingana þó um það, að geta flutt
inn tollfrítt bæði mat og annað,
Gunnlaugur Eiðsson
jafnvel eigin hópferðabíla til notk-
unar hér allt sumarið og ódýrt
vinnuafl. Það skipti einmitt sköpum
í samkeppni íslenskra ferðaskrif-
stofa við útlendingana þegar „mat-
árskatturinn" var lagður á. Svona
er allt gert til að drepa íslenskt
atvinnulíf í dróma. Launin, sem
Kneissl greiðir þeim útlendingum,
;em ganga í störf matreiðslufólks
)g leiðsögumanna, eru langt undir
lögbundnum lágmarkslaunum. Og
þar sem útlendingarnir vinna hér
án atvinnuleyfis sparast verulegar
fjárhæðir í tollum, beinum og
óbeinúm sköttum, launum og
launatengdum gjöldum. Fyrir þetta
hefur Kneissl landið allt frjálst
undir atvinnurekstur sinn. Með
þessu hefur Kneissl náð austurríska
markaðnum algerlega undir sig.
Nú sjást Austurríkismenn ekki
lengur í tjaldferðum hjá íslenskum
feðaskrifstofum.
Fyrir síðustu Alþingiskosningar
varð sumum frambjóðendum tíð-
rætt um ferðaþjónustu. Hún var
eina bjargráðið. Henni var teflt
fram gegn nýju álveri. I ferðaþjón-
ustu lá framtíð íslands. Nú eru
þessar raddir vitanlega þagnaðar.
Og hvað átti að gera til þess að
efla untrædda atvinnugrein? Ein
framsóknarfrú í Reykjavík vildi
sýna útlendingum hraun og fossa
eins og gert væri í Búlgaríu þar
sem hún var einu sinni fararstjóri.
Kvennalistakonur í borginni álitu
að brýnast væri að konur í sveitum
hekluðu og prjónuðu minjagripi
handa erlendum ferðamönnum.
Frambjóðendurnir og reyndar allt
of margir, sem hafa stjórnmál að
atvinnu, þekkja greinilega ekkert
til ferðamála. Ferðaþjónusta er al-
gerlega tilgangslaus, nema hún sé
í höndum okkar íslendinga sjálfra.
Aðeins þá er hún ábatasöm auð-
lind. Annars er hún ekkert nema
átroðningur. Og ég get ekki séð,
að einhver dagsverk tapist þó Aust-
urríkismenn ferðist um landið á
vegum íslenskra ferðaskrifstofa.
Þrátt fyrir allt skilar ferðaþjónusta
verulegum gjaldeyristekjum í þjóð-
arbúið. Og menn bljóta að sjá hví-
lík endemis vitleysa það er, að ís-
lenskar ferðaskrifstofur skuli þurfa
að standa í samkeppni um lægsta
verðið, minnstu gjaldeyristekjurn-
ar, mesta tapið. Eða af hveiju eru
fiskimiðin umhverfis landið ekki
frjáls öllum útlendingum eins og
landið er lagt að fótum erlendra
ferðaskrifstofa? Útlensk stóriðja
lýtur í hvívetna íslenskum lögum:
I mengunar- eða náttúruverndar-
málum, í skattamálum og atvinnu-
málum til dæmis. En af hveiju gild-
ir þá annað um ferðaþjónustu, sem
er líklega þriðji stærsti gjaldeyris-
útvegur okkar á eftir sjávarútvegi
og stóriðju?
Ef við íslendingar viljum sinna
útlenskum ferðamönnum, þá getur
ferðaþjónusta orðið ein sterkasta
stoðin í efnahagslífi okkar og stað-
ið undir stórum hluta svonefnds
velferðarkerfis. En aðeins ef ferða-
þjónustan er íslensk.
Höfundur er leiðsögumaður.
MITSUBISHI
HQ myndbandstæki
30 daga 8 stöðva upptökuminni
Þráðlaus fjarstýring • Euro skart
samtengi • Sjálfvirkur stöðvaleit-
ari • Klukka + teljari • Skipan-
ir á skjá • Fullkomin kyrrmynd.
Sértilboð 36.950,-
stgr.
3HAUSAR
Afborguníirskiknálar
WlLJðMCO
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005
N Y B 0 K F
A E L L E R T
S C H R
Ég bið lesendur um að taka þessa bók ekki hátíðlega.
Hún er hvorki gamansaga né lifsreynslusaga. Og þó hvort tveggja.
Bókin er brot úr starfi og Iffi og leik, sýnishorn af hugmyndaflugi
góðlátlegt grín að grafalvarlegum hlutum.
MEÐAL EFNIS:
Af fingrum fram
Fyrsti kossinn
Orrustan við Landakot
Stéttaskipting í stóöinu
Flöskur í farteskinu
Nú er hún Snorrabúö stekkur
Meö vitiö i fótunum
Viö græna boróið
Er súpan innifalin?
[ kröppum sjó
Hinn sanni karlmaöur
Ástir samlyndra hjóna
Óviðkomandi bannaöur aögangur
ístööuleysið borgar sig
Af aurum api
Ruglaö fólk og óruglaö
Þingmennskan er ekkert grín
Minn pólitíski kapall
Bannsetta frelsiö
Þingmaður þjóöarinnar
Aö missa af strætó
Yfir lækinn i leit aö vatni
Týnda kynsióöín
[ fimmtugsafmæli
Nafli alheimsins
Eins og fólk er fíest
Á flótta undan fríinu
Dömufrí
Afkomendur Göngu-Hrólfs
[ sumarbústaó
Hristu af þér slenið
Draumur hlauparans
Einstæöingar ellinnar
Saga úr hvunndagslífinu
Hver er þessi trú?
Ég átti mér móður
ÚTGEFANDIFRJÁLS FjöLMIÐLUN HF. FÆSTIÖLLUM BÓKAVERSLUNUM.