Morgunblaðið - 18.12.1991, Side 50

Morgunblaðið - 18.12.1991, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 Minning: Jón Bergsteinsson m úrarameistari Fæddur 30. júní 1903 Dáinn 9. desember 1991 Minningar streyma um hugann, skarð hefur verið höggvið í ástvina- hóp. Mig tekur sárt að kveðja elsku- legan stjúpföður sem ávallt var til- búinn að rétta öðrum hjálparhönd ef á þurfti að halda. Hann var hæglátur, rólegur en ákveðinn mað- ur sem hafði ekki stór orð um hlut- ina. Aldrei heyrði ég hann rífast við nokkum mann, hann lét sína meiningu í ljós í fáum vel völdum orðum sem hitti í mark án þess að særa viðkomandi. Eg kynntist Jóni fyrst þegar hann kvæntist móður minni þegar ég var 13 ára gömul. Okkar kynni voru alltaf mjög góð og kær og ég þekki fáa sem mér þykir vænna um en hann. Hann var alltaf tilbúinn að styðja við bakið á okkur systkin- um hvenær sem við þurftum á að halda og áttum við alltaf tryggan og traustan vin þar sem hann var. Samband móður minnar og stjúp- föður var alltaf mjög innilegt og kært og er söknuður hennar mikill. Jón kunni að meta fagrar listir. Hann hafði mikið yndi af píanóleik og kunni hann mjög góð skil á öllum mestu tónskáldum og píanóleikur- um heims. Hann hafði mikið yndi af ferða- lögum. Fyrir 2 árum fórum við til Kýpur og þaðan til Egyptalands og ísrael. Meðal annars komum við til Jerúsalem og gengum „Via del a Rosa“ þá leið er Kristur bar kross- inn. Hann talaði oft um þá ferð og langaði að ferðast þangað aftur. Síðastliðinn september fórum við í ferðalag um Þýskaland. Var hann mjög ánægður með þá ferð og var farinn að hlakka til næstu ferðar sem því miður verður aldrei farin. Þó svo að Jón hafi verið 88 ára gamall var hann mjög unglegur, sérlega skýr og minnugur og var hann mjög fróður um marga hluti. Hafði hann meðal annars gaman af því að rekja sögu Reykjavíkur, þekkti hann byggðasögu hennar mjög vel enda mikils metinn múrar- ameistari til margra ára. Og eru þær byggingar sem hann byggði góður minnisvarði um vandvirkni hans og kunnáttu. Sjúkralega hans var ekki löng. Hann trúði því alltaf að honum mundi batna. Fyrir hönd móður minnar og okkar allra langar mig að senda sérstakar þakkir öllu starfsfólki á deild 2B á Landa- kotsspítala fyrir mikla alúð og hlýju sem það veitti honum og þann styrk sem það gaf okkur á erfiðum stund- um. Megi Guð fylgja þeim og störf- um þeirra um ókomna tíð. Ég vil fá að þakka með þessum fátæklegu orðum allar þær dýr- mætu stundir og minningar sem við eigum eftir. Megi Guð gefa móður minni og okkur öllum styrk á þessari erfiðu skilnaðarstund. Anna Edda Asgeirsdóttir Samferðamennirnir týna tölunni, einn af öðrum, eftir því sem á ævina líður. Góður vinur, Jón Bergsteinsson múrarameistari, er kvaddur í dag. Hann var orðinn 88 ára að aldri, en hafði aldrei gefíð sér tíma til að eldast, svo að árafjöldinn varð langt á eftir venjubundnum hætti við að setja mark sitt á manninn, eða eins og það er orðað, Jón hélt enn andlegri og líkamlegri heilsu, allt fram að síðustu vikum ævinnar. Enda þótt hæfíleikinn til að gleyma sé mikilsverður, því að eng- inn reiðir með sér endurminning- amar um allt sem honum hefur að höndum borið allt frá æskudögum, þá lifa þó í hugskoti flestra manna svipir fáeinna förunauta, sem hafa orðið þeim samferða um langt eða skammt skeið ævinnar. Flestir þess- ara förunauta, sem lítt gleymast hafa vitanlega verið manni náskyld- ir eða nátengdir. Jón Bergsteinsson var borinn og barnfæddur Reykvíkingur og sam- gróinn höfuðborginni svo sem best má verða um trausta syni hvers byggðarlags. En Rangæingur var hann í ættir fram. Forldrar hans vom Bergsteinn Jóhannesson múrarameistari í Reykjavík og kona hans, Ranghildur Magnúsdóttir. Föðurafi hans var Jóhannes Berg- steinsson bóndi í Litlagerði Sigurðs- sonar bónda á Árgilsstöðum. Báðir þessir bæir eru í Hvolhreppi í Rang- árþingi. En móðir Jóhannesar bónda í Litlagerði var Ragnhildur Þorsteinsdóttir Bjarnasonar bónda á Minna-Hofí á Rangárvöllum. Móðurafi Jóns var Magnús Magnús- son bóndi í Holtsmúla á Landi, Guðmundssonar bónda á Reyðar- vatani á Rangárvöllum Tómasson- ar. Margir þekktra og merkra ís- lendinga eiga rætur í báðum þess- um ættstofnum. Jón Bergsteinsson fetaði í fótspor föður síns og varð múrarameistari ungur að árum. Hann varð brátt vel þekktur í höfuð- borginni, sem traustur fagmaður, en ekki aðeins það, heldur einnig og fremur sem mikilvirkur og fram- sýnn verktaki, meðal virtustu og stórtækustu byggingarfrömuða höfuðborgarinnar. Maður sem átt hefur dijúgan þátt í hraðvexti byggingartækni þjóðarinnar um miðja öldina. Einn þeirra iðnjöfra sem trúðu á betri framtíð íslendinga og lá aldrei á liði sínu. Jón hefur því líka, sem stórhuga og djarfur verktaki, verið vinnuveitandi fjölmargra elju- og dugnaðarmanna, sem lærðu að virða hann og meta sem réttsýnan og ósérhlífinn atorkumann. Auk þess varð Jón Bergsteinsson matsmaður nýbygginga árum sam- an, sem trúnaðarmaður Lands- banka Islands, lífeyrissjóða og ann- arra lánveitenda og ferðaðist hann víða um land þeirra erinda. Með- fædd vandvirkni hans og samvisku- semi ásamt óskeikulli þekkingu og dómgreind á sviði byggingarmála sköpuðu honum álit og farsæld, einnig á því sviði. Jón Bergsteinsson var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Marta Guðnadóttir hjúkrunarkona Þórðar- sonar bónda á Ljótarstöðum, Austur-Landeyjum, Rangárvalla- sýslu. Þau giftu sig árið 1928 og eignuðust fjögur börn, en urðu fyr- ir þeirri þungu sorg að missa dreng, Stein Rafnar, aðeins ellefu ára að aldri árið 1944. Aðeins þremur árum síðar kveður dauðinn enn dyra er Jón missir Mörtu konu sína. Hún andaðist árið 1947. Hin börnin þrjú er upp komust syrgja nú ást- kæran föður, sem var stoltur af þeim og fjölskyldum þeirra. Þau eru: Þórður Haukur aðstoðarfor- stjóri, kvæntur Regínu Gísladóttur, þau eru búsett í Garðabæ. Ragn- hildur hjúkrunarkona, gift Lárusi Helgasyni lækni í Reykjavík. Gunn- ar múrarameistari, kvæntur Krist- ínu Sigrúnu Halldórsdóttur, þau eru búsett í Kaliforníu. Bamaböm Jóns eru tíu og bamabarnabörnin em fimmtán. Jón kvæntist á ný árið 1961 og er seinni kona hans Svanbjörg Hall- dórsdóttir Jónssonar fiskkaup- manns í Reykjavík. Með Svan- björgu, eftirlifandi eiginkonu sinni, eignaðist Jón fjögur stjúpbörn, sem öll gerðust nánir vinir hans og þar var um gagnkvæma vináttu að ræða. Þau kunnu jafnt að meta mannkosti hans og hann kunni að meta manndóm þeirra, alúð og vin- áttu. Ég sagði fyrr að Jón Bergsteins- son hefði átt dijúgan þátt í hrað- vexti í byggingartækni þjóðarinnar, en í því sambandi vil ég gjarnan geta þess að hann var engan veginn uppnæmur fyrir öllum nýjungum, vildi alltaf meta þær eftir eðli þeirra og gildi, velja úr þeim og viður- kenna ef honum þótti þær horfa til bóta, en hafna þeim ella. Hann lét þá sannfæringu sína ráða og fengu aðrir ekki breytt því. Sumir kunna að telja það íhaldssemi en fleiri munu þó kalla litla skynsemi í að varpa því fyrir borð sem vel hefur gefíst og gleypa óhugsað við hverri nýjungabólu. Slíka afstöðu nefndi Jón fljótfæmi, jafnvel vanhyggju. Jón var mjög sjálfstæður og óháður í skoðunum sínum á mönn- um og málefnum, fór sínar eigin götur, fylgdi fast eftir sannfæringu sinni, þegar því var að skipta. Með öðmm orðum vil ég segja að hann var ekki undanlátssamur í skap- lyndi, en af því að á bak við ríka skapsmuni var réttlætiskennd og drengileg hreinskiptni aflaði þetta honum ekki óvinsælda heldur virð- ingar samtímamanna hans. Að öðm leyti var skaplyndi hans svo farið að hann var hógvær maður og kyrr- látur, ljúfur í viðmóti og svo óáleit- inn við aðra að verða mætti til fyrir- myndar, enda aðalsmerki vandaðra heiðursmanna. Ekki fer á milli mála að Jón Bergsteinsson var farsæll maður eftir því sem menn geta orðið í lífi og starfi, búinn góðum hæfíleikum og happadijúgur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Að leiðarlokum kveðjum við hjón- in hinstu kveðju góðan vin okkar um áraraðir. Jón Bergsteinsson var minnisverður maður þeim, sem hon- um kynntust, og á marga lund sér- stæður heiðursmaður. Það er gott að hafa átt vin, sem maður vill ekki gleyma. Hallur Hermannsson í dag fer fram frá Dómkirkjunni útför Jóns Bergsteinssonar sem lést á Landakotsspítala 9. þessa mánað- ar. Hann fæddist á Strönd í V- Landeyjum 30. júní 1903. Foreldrar hans voru Ragnhildur Magnúsdóttir frá Holtsmúla á Landi og Berg- steinn Jóhannesson múrarameistari frá Litla-Gerði í Hvolshreppi. Systk- ini Jóns voru: Arnheiður húsmóðir, fædd 1902, látin árið 1986; Jóhann- es múrarameistari, fæddur 1912; Magnús trésmíðameistari, fæddur 1915; Þórir múrarameistari, fæddur 1917, látinn; og Gunnar, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fæddur 1923. Foreldrar Jóns fluttu til Reykja- víkur er hann var á fyrsta ári. Jón minntist oft með hlýju foreldra- heimilis síns. Þar ríkti vinátta og 7 SONGFÉLAGAR jkJ A EinnöcAtta EINN & ÁTTA flytja tónlist úr ýmsum áttum. Hér flytja þeir ■# StL ;* : íslensk lög, sígild u ■ xlp xAif, m m erlend lög og lög af 11 .f H VI 9 ~ H-- léttara taginu. Einnog átta fást á hljómplötu, f f- f- geisladisk og kassettu. Pöntunarsími: 812003 r \ jj^Sn/érdntai! Söngsveitin Fílharmónía ásamt Kammersveit Aðventutónleikar í Kristskirkju, Landakoti Aukatónleikar vegna mikillar aðsóknar fimmtudaginn 19. des. kl. 21.00. Efnisskrá: Jóla- og hátíðarlög. Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Missa Brevis í D-dúr eftir Mozart. Einsöngvarar: Elísabet Erlingsdóttir, Guðlaugur Viktorsson, Björk Jónsdóttir, Baldur F. Sigfússon. Konsertmeistari: Szymon Kuran. Stjórnandi: Úlrik Ólason. Aðgöngumiðar seldir í bókabúðinni Kilju, Háaleitisbraut 58-60, og við innganginn. samheldni og þangað leituðu marg- ir. Jón lauk sveinsprófi í múraraiðn 1923 og naut mikillar virðingar fyrir störf sín í þeirri iðn. Hann var meistari við fjölda stórbygginga svo sem Oddfellow, Búnaðarbankann, stækkun Landsbankans, Morgun- blaðshúsið og Norræna húsið. Jón var einn af stofnendum Múrara- meistarafélagsins, gjaldkeri þess um tíma og formaður árin 1938 til 1941 og 1951 tii 1956. Hann var virðingamaður m.a fyrir veðdeild Landsbanka íslands og trygginga- félög. Segja má að þeim störfum hafi hann sinnt fram til þess síðasta. Árið 1927 hafði Jón tekið að sér múrverk nýbyggingar á Kleppi. Þar kynntist hann fyrri konu sinni, Mörtu Guðnadóttur, f. 1. mars 1899. Hún var frá Ljótarstöðum í A-Landeyjum. Börn þeirra eru: Þórður Haukur, framkvæmdastjóri hjá Vátryggingarfélagi íslands, kvæntur Regínu Gísladóttur ritara; Steinn Rafnar er lést 11 ára; Ragn- hildur hjúkrunarfræðingur, gift undirrituðum; og Gunnar múrara- meistari, kvæntur Kristínu Hall- dórsdóttur fasteignasala. Þau búa í Kaliforníu. Marta lést 5. júní 1947. Hún var elskuð og dáð af öllum er til þekktu. Jón hélt heimili fyrir börn sín er voru 3ja, 11 og 17 ára er Marta lést. Hann var svo lánsamur að fá ágætis konu, Guðfinnu Guðjóns- dóttur, til að sjá um heimilið. Árið 1961 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Svanbjörgu Hall- dórsdóttur. Hann unni henni mjög mikið og reyndist hún honum sér- staklega vel. Þau voru mjög sam- hent og áttu yndislegt heimili. Gott var þau heim að sækja. Svanbjörg átti fyrir 4 börn: Karl framkvæmda- stjóra, Sigurð vélstjóra, Guðrúnu deildarstjóra og Önnu Eddu nær- ingarráðgjafa. Dæturnar voru um fermingu er þau Jón giftust. Hann gekk þeim í föðurstað og var sam- band þeirra einstaklega gott. Þær reyndust honum alla tíð sérstaklega vel. Tengdaföður mínum kynntist ég fyrst haustið 1957. Hann var traustur maður og orðheldinn. Jón flíkaði ekki tilfínningum sínum en var næmur fyrir viðkvæmni ann- arra. Hann reyndist sérstaklega vel þeim er áttu á brattann að sækja. Eitt sinn spurði ég hann um hvað hann mæti mest hjá fólki. Hann svaraði eftir nokkra umhugsun: „Allt.“ Jón sinnti störfum sínum af kost- gæfni. Eftir langan vinnudag settist hann við bókhald eða að ganga frá mati. Undir nótt var oft farið aftur á vinnustað til að sjá um að allt væri í lagi. Jón var víðlesinn og fróður um margt, einkum um allt er varðaði störf hans. Ég man vel eftir göngum með honum um götur erlendra borga þegar hann lýsti stíl og aldri ýmissra glæsibyginga er urðu á vegi okkar. Jón var einn þeirra merkismanna er prýða þjóð vora. Ég þakka honum fyrir langa og trausta vináttu. Ég sakna hans. Við hjónin vottum Svanbjörgu okkar innilegustu sam- úð. Veiti Guð henni styrk í sorg sinni. Lárus Helgason Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður 'grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Mikil áhersla er á það lögð að hand- rit séu vélrituð með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.