Morgunblaðið - 21.01.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 21.01.1992, Síða 1
56 SIÐUR B r 16.tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þverrandi stuðningur Stuðningur við Zviad Gamsak- hurdia, sem bolað var nýverið frá völdum í Georgíu, virðist al- mennt vera á þrotum. Mestur hefur stuðningur hans verið í heimahéraði hans Megrelia í vesturhluta landsins en sveitir herráðsins eru hins vegar smám saman að leggja það allt undir sig og er mótspyrna við framrás þeirra sögð vera lítil sem engin. Ekkert sést nú til þeirra þung- vopnuðu sveita sem vörðu for- setahöllina í Tbilisi meðan á umsátrinu um hana stóð og eru flestir sjáanlegir fylgismenn Gamsakhurdia nú aðallega vopn- aðir haglabyssum. Myndin var tekin í Tbilisi um helgina er nokkur hundruð stuðningsmenn Gamsakhurdia komu þar saman. Vopnaðar sveitir stuðnings- manna herráðsins komu á vett- vang með alvæpni og brutu mót- mælin á bak aftur. Reuter Talsmaður hersins gagnrýnir Úkraínuforseta harðlega: Pólitískur stöðugleiki undir hemum kominn Moskvu.Reuter. VALERÍJ Manílov hersliöfðingi og talsmaður hers Sovétríkjanna fyrrverandi réðst í gær harkalega á Leóníd Kravtsjúk, forseta Úkra- ínu, og minnti á að pólitískur stöðugleiki í Samveldi sjálfstæðra ríkja væri undir hernum kominn. Þýskaland: Tveir landa- mæraverðir sakfelldir Berlín. Reuter. DÓMUR var í gær kveðinn upp í máli fjögurra austur-þýskra landamæravarða sem voru á vakt 6. febrúar 1989 er landi þeirra reyndi að flýja yfir Berlínarmúr- inn. Maðurinn var skotinn til bana. Verðirnir fjórir sem ákærðir voru heita Ingo Heinrich, Andreas Kiihnpast, Michael Schmidt og Peter Schmett allir á þrítugsaldri. Þeir voru saman á vakt er Chris Gueffroy, austur-þýskur þjónn, reyndi að flýja yfir til Vestur-Berlínar. Heinrich hlaut þyngstu refsinguna því talið var að kúlan sem banaði Gueffroy hefði komið úr byssu hans. Heinrich hefði augljóslega ætlað sér að bana manninum og því hefði verið um nokkurs konar aftöku að ræða. Var Heinrich dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Andreas Kúhnpast var dæmdur fýrir manndrápstilraun og fékk tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Schmidt og Schmett voru sýknaðir. Schmidt, yfirmaður hinna þriggja, fyrirskipaði að sögn dóms- forseta að skotið skyidi á Gueffroy en í því skyni að stöðva flóttann en ekki í því augnamiði að fella mann- inn. Schmett var sýknaður á þeirri forsendu að hann hefði miðað á jörð- ina umhverfis Gueffroy. Dómsforsetinn sagði í rökstuðn- ingi fyrir dómnum að austur-þýsk lög um verndun landamæra kæmu ekki í veg fyrir að mönnum væri skylt að hlíta þeirri siðferðisreglu að vernda skyldi mannslíf: „Slík lög bökuðu mönnum ekki skyldu. Það var ekki rétt að fara eftir lögun- um.“ Gueffroy var 200. og jafnframt síðasti Austur-Þjóðveijinn sem skot- inn var við Berlínarmúrinn. Dómur- inn var kveðinn upp í sakadómi í Berlín og hafa veijendur hinna sak- felldu tilkynnt að honum verði áfrýj- að. Réttarhöldin yfir landamæravörð- unum íjórum hafa vakið deilur og gagnrýnt hefur verið að þar séu dregnir fyrir rétt óbreyttir opinberir starfsmenn en ekki yfirboðar þeirra sem gáfu fyrirskipan um að þeir sem reyndu að flýja land skyldu skotnir. Manílov sagði að stjórnmálaleið- togar eins og Kravtsjúk gætu ekki daufheyrst við kröfum eins og þeim sem bornar voru fram á fundi fímm þúsund yfírmanna í hernum í Moskvu síðastliðinn föstudag unp atvinnuör- yggi og trygga félagslega stöðu. „Við verðum að ganga út frá þeirri staðreynd að her Sovétríkjanna fyrr- verandi er einn af öflugustu og nú- tímalegustu heijum heims. í honum eru 3,7 milljónir hermanna sem ráða yfír nýjustu vopnatækni þ. á m. stór- um kjarnorkuherafla," sagði Man- ílov. „Stjórnmálamenn heima og er- lendis mega ekki gleyma að taka þetta með í reikninginn. Uppbygging þessa herafla tryggir stöðugleika." Ummæli Manílovs eru fyrstu við- brögð foringja í hernum við þeirri ákvörðun Kravtsjúks að þekkjast ekki boð um að ávarpa fund liðsfor- ingjanna sl. föstudag. Kravtsjúk rök- studdi þá ákvörðun sína um helgina í sjónvarpsviðtali og sagði eftirfar- andi um kvartanir yfir því að hann skyldi ekki hafa mætt: „Það varðar mig álíka miklu og tunglmyrkvi." Douglas Hurd utanríkisráðherra Bretlands átti í gær fund með Borís Jeltsín, forseta Rússlands, í Moskvu. Rætt var um aðstoð vestrænna ríkja við Rússland, örlög sovéskra kjarna- vopna og framtíð samveldisins. Áður hafði Hurd heimsótt Úkraínu og Kazakhstan. Nursultan Nazarbajev, forseti Kazakhstans, fullvissaði Hurd um að stjórnvöld þar í landi gerðu ekki kröfu um yfirráð yfir kjarna- vopnunum sem þar eru staðsett. Major fellst ekki á afsögn Brooks Króatískir Serbar and- vígir friðaráætlun SÞ Belgrad. Reuter. LEIÐTOGI Serba í Krajina-héraði í Króatíu hótaði í gær að koma í veg fyrir friðartilraunir Sameinuðu þjóðanna nema hugsanlegir friðargæsluliðar tækju sér stöðu við núverandi víglínu milli Serba og Króata. Varnarmálaráðuneytið í Belgrad hefur vísað á bug fullyrð- ingum um, að sambandsherinn og serbneskir skæruliðar hafi unnið grimmdarverk á Króötum. Skipst var á skotum víða í Króa- tíu í gær þrátt fyrir vopnahléið og talið er að 10 manns af liði beggja, Króata og Serba, hafi fallið um helg- ina. Þá sprakk sprengja fyrir utan kaffihús í bænum Mostar í Bosníu- Herzegovínu en manntjón varð ekk- ert. Fimmtíu manna lið frá Samein- uðu þjóðunum, SÞ, er nú að undirbúa komu 10.000 friðargæsluliða en Milan Babic, leiðtogi Serba í Krajina- héraði í Króatíu, hefur ítrekað and- stöðu sína við friðaráætlunina, sem stjórnvöld í Króatíu og Serbíu hafa samþykkt. Hafa Serbar í Krajina, um 300.000 talsins, lýst yfir stofnun sjálfstæðs ríkis og sagði Babic, að friðargæsluliðarnir yrðu að taka sér stöðu á landamærum þess og Króa- tíu. Samkvæmt áætlun SÞ verður komið upp sérstökum verndarsvæð- um í þeim héruðum í Króatíu þar sem Serbar eru fjölmennir en jafnframf. á sambandsherinn að fara þaðan. Alls eru Serbar í Króatíu um 600.000 af 4,7 milljónum íbúa. Júgóslavneska varnarmálaráðu- neytið hefur vísað á bug skýrslu, sem Evrópubandalagið lét vinna, en þar er komist að þeirri niðurstöðu, að sambandsherinn og serbneskir skæruliðar hafi unnið mikil grimmd- arverk í Króatíu. Sagði í yfirlýsingu ráðuneytisins, að EB hefði látið taka saman skýrsluna til að réttlæta viðurkenningu á sjálfstæði Króatíu og Slóveníu. Belfast. Daily Telegraph. PETER Brook, sem fer með I málefni Norður-írlands í bresku | ríkisstjórninni, bauðst í gær til að segja af sér starfi en John Major forsætisráðherra, hafn- aði því. Major sagðist bera fyllsta traust til Brooks, en sambandssinnar á Norður-írlandi hafa gagnrýnt hann harðlega fyrir að koma fram í samtalsþætti írska sjónvarpsins í Dyflinni á föstudagskvöld og syngja kráarsöngva, aðeins nokkr- um klukkustundum eftir að sjö byggingaverkamenn biðu bana í bílsprengingu á Norður-írlandi. í umræðutíma á breska þinginu í gær baðst Brooks afsökunar á þátttöku sinni í sjónvarpsþættin- um. Afhenti hann Major afsagnar- bréf í gærmorgun, en eftir heim- sókn til Norður-írlands í gær sagð- ist breski forsætisráðherrann telja að Brooks hefði haldið það vel á I málefnum héraðsins að brýnt væri I að hann sæti áfram. Trúaðir of- sóttírí Kína Washington. Reuter. KÍNVERJAR ganga harðar fram en nokkru sinni áður gegn þeini sem iðka trúar- brögð sín, að sögn mann- réttindasamtakanna Asia Watch. Að sögn Asia Watch hafa nokkrir kaþólskir biskupar hrein- lega horfið og vitað er um einn sem dó í fangelsi. „Ofsóknir gegn trúuðum eru ákafar. Fjöldi manna hefur verið fangelsaður frá 1989 er aðförin hófst af full- um þunga, einkum kaþólikkar og mótmælendur," sagði fram- kvæmdastjóri samtakanna. Hann sagði þá flesta hljóta allt að 10 ára fangelsisdóm og væru sumir dæmdir án réttarhalda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.