Morgunblaðið - 21.01.1992, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs:
„Aftur á móti var annað stríð“
• ••
Síðari grein
Bókmenntir
Dagný Kristjánsdóttir
Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs verða veitt í þrítugasta
skipti 23. janúar, hér í Reykjavík.
Þjáningarnar ómældar
Önnur bókin sem Finnar leggja
fram í ár er skáldsagan Johan och
Johan (Jóhann og Jóhann) eftir
Olli Jalonen. Bókin segir frá finnsk-
um feðgum, Jóhanni eldra og yngra.
Faðirinn hefur barist með rauðlið-
um í borgarastríðinu og valið að
láta sig hverfa yfir landamærin til
Sovétríkjanna til að taka þátt í
uppbyggingu sósíalismans. I Finn-
landi er hann talinn af.
Sonur hans elst upp hjá móður
og stjúpföður við ástleysi og rudda-
skap sem gerir hann harðan og
óbilgjarnan þó að hann búi yfir
miklum tilfinningum. Bókin skiptist
í 9 hluta og sögur feðganna eru
sagðar til skiptis. Sagt er frá ólýs-
anlegri æfi föðurins í Síberíu þar
sem tr<%lega gengur að byggja
þúsundáraríkið undir forystu Stal-
íns. Fólkið sem ekki er í náðinni
dregur frarh lífið á mörkum mann-
legrar tilvistar, kuldinn, hungrið og
yfirvofandi dauði er eitt, en kannski
er rökleysi og merkingarleysi þeirra
undarlegu kerfa sem það lifir við
enn verra. Fólkið sem er ekki í
náðinni eru útlendingar, þeir
óhlýðnu eða þeir sem kærðir hafa
verið á laun fyrir yfirmönnunum
út af einhveiju sem engu máli skipt-
ir.
Það eru skelfilegar sögur sem
sagðar eru í þessari bók. Frásagnar-
hátturinn er raunsær, kaldur, ger-
sneyddur allri tilfinningasemi eða
sálfræðilegum útleggingum. Þrátt
fyrir agaðan, ópersónulegan frá-
sagnarháttinn (eða kannski vegna
hans) verður textinn svo áleitinn
að hrollur er í lesanda löngu eftir
að bókin hefur verið lesin.
Álandseyjar
Hin bókin sem Finnar leggja
fram heitir Stora várlden (Hinn
stóri heimur) eftir Ulla-Lena Lund-
berg. Þetta er ættarsaga sem gerist
á fyrstu áratugum aldarinnar á
Álandseyjum og í Finnlandi en sag-
an berst líka til Ameríku og um
heimshöfin þar sem álenskir sjó-
menn sigldu sínum stoltu seglskút-
um langt fram á tíma gufuskip-
anna.
Stora várlden er önnur bókin í
miklu sagnaeposi um Álandseyjar.
Bræðumir fimm sem eru aðalper-
Anne Marie Ejrnæs.
sónur bókarinnar eru eins konar
millikynslóð í sögu ættarinnar og
eyjanna; tveir þeirra gerast
menntamenn í Finnlandi, einn bóndi
í eyjunum og tveir verða skipstjór-
ar. Frásögnin og sjónarhornið fær-
ist á milli fjögurra persóna, það er
hraði í frásögninni, þjóðfélagslýs-
ingin er breið og mannlýsingar
glúmar. Martröð borgarastríðsins í
Finnlandi kemur líka fram í þessari
skáldsögu en hún er öll léttari en
skáldsaga Jalonen.
Heil eða hálf
Létt er hins vegar ekki bók Anne
Marie Ejmæs Sneglehuset (Kuð-
ungurinn) sem Danir leggja fram
til bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs. Sögumaðurinn sem birt-
Ulla-Lena Lundberg.
Seren Ulrik Thomsen.
ist okkur í fyrsta kafla bókarinnar
er nútímakona, hijáð af alvarlegum
þunglyndisköstum sem draga hana
niður í hringiðu merkingarleysis og
dauðalöngunar. Hún veit að amma
hennar er reið við hana. Ömmu
hennar líkar ekki við hana. Hvers
vegna? Og hvaða máli skiptir það?
Amman er búin að vera dáin í 21 ár.
Það, hvers vegna amman hafnaði
henni, skiptir sögumann máli og
hún ákveður að svara spuming-
unni: Hvers vegna? Ekki á sínum
forsendum heldur á forsendum
ömmunnar. Saga ömmunnar verður
þannig að sjálfsleit dótturdóttur
hennar og við fáum enn eina ættar-
söguna.
Langamman hafnar dóttur sinni,
ömmunni og á enga hlýju til að
gefa henni. Hún hefur misst sex
börn, hvert á eftir öðm og hjóna-
bandið er ekki gott. Amman, Marie,
sem sagt er frá í Sneglehuset, verð-
ur pabbastelpa, snemma fullorðin,
hugsandi og sjálfstæð alþýðustelpa
á Mið-Jótlandi undir aldamót.
Hennar eigið hjónaband verður
mjög farsælt og hún eignast sjö
börn. Annað barnið, dóttirin Thea,
drukknar fjögurra ára gömul og
Marie er þá ófrísk að lítilli stúlku
sem fær nafn systurinnar. Móðirin
er of hrædd um þetta litla barn,
það tengist of miklum sársauka til
að hún geti bundist henni á sama
.eðlilega hátt og öðrum börnum sín-
um. Sagan endurtekur sig sem sagt,
móðir hafnar dóttur, og sögumaður
okkar er sennilega dóttir þeirrar
Theu sem lifði — en það fáum við
þó ekki að vita með vissu.
Saga langömmunnar, tengda-
móður Marie og Marie sjálfrar er
saga af linnulausri baráttu fyrir líf-
inu, fyrst og fremst lífi barnanna.
Það kemur fyrir að þessar konur
veikjast, verða geðveikar, gefast
upp — en aldrei lengi í einu því að
á hverri þeirra hvílir þung ábyrgð
og ef þær eru ekki heilar hallast
allt á ógæfuhlið. í lok bókarinnar
rifjar sögumaður upp gamla sögu;
hún sjálf er bam og reynir að gera
sig til fyrir ömmunni sem hrökklast
undan í skelfingu af því að hún sér
strax hræsni og leikararskap barna-
barnsins. Hún sér að hún er hálf
en ekki heil. Við fáum ekki að vita
í lok Sneglehuset hvort amman er
ennþá reið eftir að dótturdóttirin
hefur sett sig í hennar spor — en
mér er næst að halda að sú gamla
hafi tekið gleði sína.
Sneglehuset er firna vel skrifuð
bók og einkar „líkamlegur“ texti; í
textanum er miðlað ljúfri snertingu,
bragði og ilm, t.d. af gróðri eða
nýbökuðu brauði. Líka er lýst daun-
inum af úrgangi fólks og dýra,
uppköstum, vindgangi og fleiru því
sem fýlgir tormeltum mat og melt-
ingarvandkvæðum eða sjúkdómum.
Persónurnar fá þannig ekki aðeins
rödd og sögu heldur líka líkama,
sögulega skilyrta líkama.
Ljóð um lifið og tímann
Seren Ulrik Thomsen er ein af
skærustu stjömum Dana í ljóðagerð
í dag og þeir leggja framrljóðabók
hans Hjemfalden (Innheimtur?).
Hann kom fyrst fram á níunda ára-
tugnum og tilheyrði hóp ungskálda
sem nutu mikillar hylli danska stór-
gagnrýnandans Poul Borum. Þessi
hópur ungra ljóðskálda var kallaður
„de vilde firserne" en ef marka má
þessa nýju ljóðabók Sarens er hann
farinn að róast.
í Hjemfalden hittum við fyrir ljóð
sem eru þroskuð og um leið ótrú-
lega fersk. Ljóð þessi tjá hvort
tveggja í senn grillulausa lífssýn
og eins konar hrifna undrun yfir
manneskjunni og möguleikum
hennar. Það er ort um einmanaleika
og nánd eða leit að nánd. Ort er
um tímann og dauðann en fyrst og
fremst er þó ort um orðið, textana
sem þessi ljóð spretta af til að fæðar
af sér nýja texta. Því að orðið til-
heyrir engum, eins og skáldið segir
í síðasta ljóði bókarinnar:
Ég gef þér gjöf, sem þú getur ekki tekið við;
eins konar bók með veðruðum blöðum.
En gjöfin kostar engan neitt
nema gefandann sjálfan.
Klingjandi bjalla!
Hvert orð hefur verið borgað og tilheyrir
engum.
í þetta sinn hefur mér tekist að ná
hinu ýtrasta, næstsíðasta orði.
Hið síðasta átt þú.
Grænlandskróníka
Færeyingar, Grænlendingar og
samar eiga ekki fastan fulltrúa í
dómnefndinni en taka sæti í henni
ef þeir kjósa að leggja fram bók-
menntaverk. Að þessu sinni eru
hvorki Færeyingar né samar með
en Grænlendingar leggja fram bók-
ina: Mit land - hvor hen gár din
fremtid? (Land mitt, hvert stefnir
þú?) eftir Frederik Nielsen. Frederik
Nielsen er eilítið yngri en Halldór
Laxness, fæddur 1905 og hefur
verið brautryðjandi í skóla- og
menningarmálum á Grænlandi um
árabil.
Skáldsaga hans lýsir vaknandi
þjóðemisvitund Grænlendinga á
þessari öld og baráttu aldamóta-
kynslóðarinnar fyrir því að opna
landið, kenna börnunum dönsku til
að þau hafi í fullu tré við herraþjóð-
ina og geti menntað sig í Dan-
mörku. Fyrr en varir hefur svo
danskan tekið yfir í skólakerfinu á
Grænlandi og róttæk börn og
barnabörn gömlu mannanna lýsa
„framförunum" sem árás á mál og
menningu þjóðarinnar og hinu
mesta skaðræði. Þetta upplifir aðal-
persóna bókarinnar Pittaq (Pétur)
sem er brautryðjandi í skóla- og
menningarmálum á Suður-Græn-
landi og virkur í stjórnmálabarátt-
unni fram yfir miðja öld. Bókin lýs-
ir stjórnmálabaráttu aldarinnar eins
og Pittaq og vinir hans sjá hana
og inn í þá frásögn eru fléttuð
ræðubrot og greinastúfar um vel-
ferð Grænlands og þjóðarheill.
Og svo er bara að sjá hver þess-
ara ágætu bóka verður hlutskörp-
ust og fær bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs 1992.
--- > ♦ »
Fyrirlestur
um frímerki
FRÍMERKJASÉRFRÆÐINGUR
Sotheby’s heldur fyrirlestur í kvöld
í húsakynnum Félags frímerkja-
safnara, Síðumúla 17 og hefst fund-
urinn klukkan 20. í laugardagsblað-
ið Morgunblaðsins sagði að fundur-
inn verði haldinn 21. febrúar, en
þar átti að sjálfsögðu að standa 21.
janúar.
■ ---♦ ♦-------
Þorrablót
sjálfstæðis-
félaganna
AÐ VENJU munu Sjálfstæðisfé-
lögin í Reykjavík halda þorrablót
nú í ár. Verður það laugardaginn
25. janúar nk., 2. dag þorra, í
Valhöll v/Háaleitisbraut og hefst
kl. 19.00.
Blótin hafa notið mikilla vinsælda
undanfarin ár og hefur jafnan verið
húsfyllir í Valhöll. Vandað er til
allrar dagskrár og veitinga en verði
stillt í hóf. Veislustjóri verður Ámi
Sigfússon borgarfulltrúi en hátíðar-
ræðu flytur Davíð Oddsson, forsæt-
isráðherra.
Miðapantanir verða í Valhöll.
(Frcttatilkynning)
Um bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs
Bókmenntaverðlaunin
Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs em veitt í tengslum við
fund Norðurlandaráðs ár hvert.
Verðlaunin em veitt fyrir bók-
menntaverk sem skrifað er á ein-
hveiju Norðurlandamálanna.
Markmið verðlaunanna er að
vekja áhuga Norðurlandabúa á
bókmenntum og menningu hverr-
ar annarrar.
Verðlaunin voru fyrst veitt árið
1962, þá var verðlaunaupphæðin
50.000 danskar krónur. Nú er
upphæð verðlaunanna 150.000
danskar krónur eða rúmar 1.400
þúsund íslenskar krónur.
Dómnefndin
í dómnefndinni sitja tíu dóm-
nefndarmenn, tveir frá hveiju
Norðurlandanna: íslandi, Noregi,
Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.
Dómnefndarmenn em skipaðir af
ráðherranefnd Norðurlandaráðs
til fjögurra ára. Enginn dóm-
nefndarmaður getur setið lengur
en tvö fjögurra ára tímabil. Auk
dómnefndarmannanna er skipað-
ur einn varamaður og um hann
gilda sömu reglur.
Hægt er að leggja fram bók-
menntaverk á samísku, græn-
lensku og færeysku og sé það
gert tekur fulltrúi þessara mál-
svæða sæti í nefndinni auk reglu-
legra meðlima.
Sigurður A. Magnússon, rithöf-
undur, og Dagný Kristjánsdóttir,
lektor, sitja í dómnefndinni af ís-
lands hálfu. Varamaður er Þórður
Helgason, kennari.
Valið
Dómnefndir hvers lands þurfa
að hafa skilað rökstuddri tilnefn-
ingu fyrir 15. nóvember ár hvert
og þá em bækurnar sem lagðar
eru fram sendar dómnefndar-
mönnum. Þeir eiga að hafa fengið
allar bækumar 15. desember. Is-
lendingar þurfa að ganga frá sínu
vali mun fyrr því að það verður
að þýða íslensku bækurnar á eitt-
hvert Norðurlandamálanna fyrir
15. nóvember.
Dómnefndin öll heldur fund í
kringum 20. janúar pg þar er
verðlaunaverkið valið. Atkvæða-
greiðsla fer fram eftir föstum
reglum og er mjög formleg. I fyrri
umferð mega menn ekki greiða
bókmenntaverkum eigin lands at-
kvæði, í seinni umferð em greidd
atkvæði um verkin sem flest at-
kvæði hafa fengið og meirihluti
ræður hinu endanlega vali.
Bókmenntaverðlaununum og
tónlistarverðlaunum Norður-
landaráðs er síðan úthlutað við
hátíðlega athöfn á meðan á fundi
ráðsins stendur í síðustu viku fe-
brúar.
V erðlaunahafar
Á tímabilinu 1962-1990 hafa
Svíar ellefu sinnum fengið verð-
launin, Finnland og Noregur fimm
sinnum hvort, Danir fjómm sinn-
um, íslendingar þrisvar, Færey-
ingar tvisvar og samar einu sinni.
Ólafur Jóhann Sigurðsson fékk
bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs árið 1976, Snorri Hjartarson
árið 1981 og Thor Vilhjálmsson
árið 1988.
Konur hafa aðeins tvisvar (á
28 árum) fengið bókmenntaverð-
launin, þ.e. Sara Lidman árið
1980 og Herbjörg Wassmo árið
1987.