Morgunblaðið - 21.01.1992, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992
13
PC tölvunám
stýrikerfið • ritvinnsla • töflureiknir
• windows
70 stunda vandað nám
Framsóknarmenn
og vamarmálin
eftir Þorstein
Sæmundsson
í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs-
ins hinn 4. janúar er fjallað um al-
þjóðamál og uppgjör við fortíðina.
Þar segir á einum stað:
„Allan þann tíma, sem baráttan
stóð við einræðisöflin í austri gældi
Framsóknarflokkurinn við þau.
Framsóknarmenn voru alltaf tvíátta
í þessum átökum. Tvisvar sinnum
mynduðu þeir ríkisstjórn sem hafði
það á stefnuskrá sinni að segja upp
varnarsamningnum við Bandaríkin.
En til þess að allrar sanngirni sé
gætt verður þó að segja, að í síðara
skiptið gáfu Olafur Jóhannesson og
Einar Agústsson til kynna með ýms-
um hætti, að þeir meintu ekki það
sem þeir sögðu ...“
Þessi fullyrðing er síðan endurtek-
in í ritstjórnargrein Mbl. hinn 18.
janúar. Þar segir:
„Á árinu 1971 myndaði Fram-
sóknarflokkurinn enn vinstri stjórn,
sem hafði það á stefnuskrá sinni að
segja upp varnarsamningnum við
Bandaríkin. Þar var enn um það að
ræða, að forystumenn Framsóknar-
flokksins voru tilbúnir til að skrifa
undir slíka stefnuyfirlýsingu. Hins
vegar skal ítrekað það, sem að var
vikið í Reykjavíkurbréfí sl. sunnu-
dag, að þeir gáfu jafnframt til
kynna, að þeim væri ekki full al-
vara...“
Það verður ekki hjá því komist
að spyija ritstjóra Morgunblaðsins,
hvaða heimildir þeir hafí fyrir þess-
ari sérstæðu söguskoðun. í júní 1973
fór ríkisstjóm Islands þess formlega
á leit við NATO að varnarsamningur
Bandaríkjanna og íslands yrði end-
urskoðaður. Ólafur Jóhannesson var
þá forsætisráðherra en Einar Ág-
ústsson utanríkisráðherra. Um
haustið 1973 fór Einar Ágústsson
til Washington til viðræðna við
bandarísku stjórnina um þetta mál.
Yfírlýst markmið með viðræðum
þessum var að varnarliðið færi af
landinu fyrir lok kjörtímabils þáver-
andi ríkisstjórnar, í samræmi við
málefnasamning stjórnarflokkanna.
Þetta kom m.a. fram á fréttamanna-
fundi sem Einar Ágústsson hélt í
Bandaríkjunum 2. október 1973 og
stefnan var staðfest í áramótagrein
forsætisráðherra, Ólafs Jóhannes-
sonar, sem birtist í Tímanum 30.
desember sama ár. Hvergi kom fram
að forsætisráðherra eða utanríkis-
ráðherra hyggðust ekki standa við
orð sín. Þeir voru að framfylgja
stefnu sem samþykkt hafði verið á
flokksþingum Framsóknarflokksins
1967 og 1971 og trúðu því bersýni-
lega, að þetta væri það sem íslenska
þjóðin vildi. Einar Ágústsson hélt
því beinlínis fram í viðtali við er-
Líftryggingar
Scandia Island
féllu niður
I sérblaði Morgunblaðsins um
Fjármál fjölskyldunnar sl.
fimmtudag, var m.a. fjallað um
liftryggingar og dæmi tekin um
hvað slíkar tryggingar kostuðu,
miðað við þrítugan karlmann
annars vegar og hins vegar þrít-
ug hjón. í blaðinu féllu niður lín-
ur með dæmi frá tryggingarfé-
laginu Scandia ísland og er beð-
ist velvirðingar á því. Dæmið er
eftirfarandi:
Hjá Scandia ísland kostar 3ja
milljón króna líftryggingin kr.
7.290 á ári fyrir þrítugan mann,
en 5 milljón króna trygging kostar
hann kr. 12.150. Scandia ísland
veitir fastan 10% afslátt fyrir hjón
og með honum kostar 3ja milljóna
tryggingin fyrir þrítug hjón kr.
10.368 og fímm milljón króna líf-
tryggingin kostar þau 17.280.
Þorsteinn Sæmundsson
„Morgunblaðið heldur
því nú fram, að Einar
hafi þarna talað þvert
um hug sér, og trúi því
hver sem vill. En Morg-
unblaðið þyrfti sérstak-
lega að gera grein fyrir
því, hvenær þeir Ólafur
og Einar hafi látið efa-
semdir sínar í ljósi.“
lenda blaðamenn, að meirihluti ís-
lendinga væri fylgjandi því að varn-
arliðið yrði látið fara.
Það var því ekki að ástæðulausu,
að hafist var handa um undirskrifta-
söfnun undir kjörorðinu „Varið land“
snemma árs 1974. Undirtektir
landsmanna urðu meiri en flesta
hafði órað fyrir, og ástæðan var
fyrst og fremst sú, að þjóðin var
sannfærð um, að ríkisstjóminni væri
alvara og að hún ætlaði að láta her-
inn fara. Ef forsætisráðherra og
utanríkisráðherra hefðu gefíð það
til kynna með ýmsum hætti að þeir
meintu ekki það sem þeir segðu, og
að þeim væri ekki full alvara, svo
að vitnað sé í Morgunblaðið, hefði
undirskriftasöfnunin verið óþörf og
undirtektir orðið samkvæmt því.
Jafnvel eftir kosningarnar 1974,
þegar framsóknarmenn tóku sæti í
ríkisstjórn undir forystu sjálfstæðis-
manna, var ekki að sjá að frammá-
menn flokksins hefðu skipt um skoð-
un í varnarmálunum. Einar Ágústs-
son var þá aftur orðinn utanríkisráð-
herra, að þessu sinni í ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar. Einar þurfti
nú, fyrir kaldhæðni örlaganna, að
framfylgja nýrri og gerólíkri utan-
ríkisstefnu og semja við Bandaríkja-
menn um áframhaldandi dvöl vam-
arliðsins í samræmi við vilja meiri-
hluta landsmanna. Af því tilefni átti
Þjóðviljinn langt viðtal við Einar hinn
19. september 1974. Þótt mér sé
óljúft að vitna í Þjóðviljann, vil ég
benda ritstjómm Morgunblaðsins á
að lesa þetta viðtal. Þar kemur fram
að Einar sé enn sömu skoðunar og
áður og vilji helst láta herinn fara,
en hafí orðið að beygja sig fyrir stað-
reyndum. Einar segir:
„En ég vil segja, að það hefur
verið mín skoðun, að friðartímar í
okkar heimshluta væra núna. Þess
vegna stóð ég að þessum tillögum
ásamt samráðherram mínum, sem
gerðu ráð fyrir brottflutningi hersins
á tilteknum tíma. Og ég endurtek
það sem ég sagði áðan, að það er
okkar stefna, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn þekkir og ég hef gért forsætis-
ráðherra grein fyrir. Hins vegar
sýndu úrslit kosninganna það, að
þeir flokkar sem stóðu að þessum
tillögum náðu ekki nægilegum þing-
styrk til þess að þessar tillögur
næðu fram að ganga. Þess vegna
höfum við orðið að sveigja af leið ...
en fórnuðum þá í bili stefnu okkar
í herstöðvamálinu.
I lok viðtalsins spyr blaðamaður
Þjóðviljans:
„Að lokum: Stefnubreyting hefur
orðið í herstöðvamálinu án þess að
sérstakar breytingar hafí orðið á
utanaðkomandi aðstæðum. Þú hefur
verið utanríkisráðherra beggja þess-
ara tímabila. Er ekki dálítið erfítt
fyrir þig sem stjómmálamann að
eiga þátt í svona snöggum breyting-
um á svo skömmum tíma?“
Einar svarar: „Já, ég hef nú mik-
ið hugleitt þetta, og að sjálfsögðu
hugleiddi ég það áður en ég tók að
mér að verða utanríkisráðherra í
þessari stjóm sem nú situr. Ég álít
fyrir mitt leyti að menn verði að
horfast í augu við staðreyndir. Nú
er ekki þingmeirihluti fyrir því að
segja varnarsamningnum upp og
losna við herinn á tilteknu tímabili.
Þess vegna fínnst mér vel réttlætan-
legt frá minni hálfu að taka að mér
að reyna að vinna þessu máli það
gagn sem ég get í núverandi stjóm-
arsamstarfi og það mun ég reyna."
Morgunblaðið heldur því nú fram,
að Einar hafi þarna talað þvert um
hug sér, og trúi því hver sem vill.
En Morgunblaðið þyrfti sérstaklega
að gera grein fyrir því, hvenær þeir
Ólafur og Einar hafi látið efasemdir
sfnar í ljósi. í ritstjóraargrein Morg-
unblaðsins er þetta orðað svo:
„ ... þeir gáfu jafnframt til kynna
að þeim væri ekki full alvara...“
Af orðalaginu mætti ætla, að þetta
hafí gerst á sama tíma og þeir þótt-
ust vera að semja um brottför varn-
arliðsins. Ef Morgunblaðinu var
kunnugt um málið á þessum tírha,
hvers vegna sagði það ekki lesendum
sínum frá því? Var Morgunblaðið að
blekkja lesendur sína og hræða þjóð-
ina fyrir kosningarnar 1974? Varla
fara ritstjórar Morgunblaðsins að
játa á sig slíka óhæfu. Sennilegra
er, að þær heimildir sem þeir telja
sig hafa séu seinna til komnar, og
getur þá hver maður séð hversu
áreiðanlegar þær muni vera. Það er
alkunna að stjómmálamenn vilja
endurskoða söguna sér í hag og
reyna þá gjarna að gleyma því að
þeir hafí fylgt stefnu sem seinna
reyndist röng eða á misskilningi
byggð. En slíkar tilraunir eru auð-
virðilegar og það er lítill greiði við
látna menn að eigna þeim óheilindi
af því tagi sem Morgunblaðið lýsir,
þótt blaðinu fínnist „sanngirni" að
segja frá því.
Höfundur vnr einn nf
forvigismönnum
undirskriftnsöfnunnrinnnr „ Vnrið
innd" árið 1974.
Nú býðst þér einstakt tækifæri til að sanna
hve góður kokkur þú ert.
Sendu uppskrift að uppáhalds karrýréttinum
þínum til Lindarinnar Rauðarárstíg 18, fyrir
7. febrúar n.k., undir dulnefni.
Farið verður yfir uppskriftirnar og þær
áhugaverðustu lesnar upp á Aðalstöðinni
en síðan eldaðar og framreiddar
í Veitingahúsinu Lindinni.
Verðlaun fyrir bestu uppskriftirnar eru:
1 . Ferð fyrir 2 til Lundúna með Sólarflugi.
2. Gisting, morgunverður og kvöldverður
fyrir 2 á Hótel Lind.
3. Kvöldverður fyrir 4 á Lindinni.
4. Hádegisverður fyrir 2 á Lindinni.
Sinn