Morgunblaðið - 21.01.1992, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANUAR 1992
Niðursoðinn sparn-
aður í menntamálum
eftirHeimi Örn
Herbertsson
Á síðustu vikum og mánuðum
hafa nemendur fengið ýmsar fréttir
af niðurskurðarhugmyndum rík-
isstjórnarinnar í menntamálum.
Skólaárið hófst á mótmælastöðu
nemenda við setningu Alþingis
vegna fyrirætlana menntamálaráð-
herra um að hækka stórlega skóla-
gjöld í framhaldsskólum. Hætt var
við þau áform á endanum eftir mikl-
ar umræður en enginn velktist leng-
ur í vafa um hver væri stefna ríkis-
stjórnarinnar í menntamálum.
Að undanförnu hafa váleg tíðindi
borist nemendum til eyrna hvað
varðar niðurskurð í framhaldsskól-
um landsins. Okkur er ljóst að
niðurfelling hugmynda um hækkun
skólagjalda var gálgafrestur.
Ákveðið hefur verið að skera út-
gjöld skólanna niður um 8% þar sem
megináherslan er lögð á launa-
kostnað. Til þess að sýna hvaða
áhrif þetta hefur í menntakerfínu
tek ég Menntaskólann í Kópavogi
sem dæmi.
Framhaldsskólar án nemenda?
Niðurskurður sem þessi hefur í
för með sér fækkun kennslustunda
og uppsagnir kennara. I MK eru
nú kenndar 900 kennslustundir á
viku sem hingað til hafa rétt dugað
svo hægt sé að útskrifa stúdenta
við skólann. 8% niðurskurður hefur
í för með sér fækkun kennslustunda
um 77 alls eða niður í 823 stundir
á viku. Ef þetta verður að veruleika
munu framhaldsskólamir eiga mjög
erfitt með að innrita nemendur á
næstu misserum, og skólar sem
ekki geta tekið inn nýnema eru
dauðadæmdir. En það em til. fleiri
leiðir. Möguleiki er að fjölga nem-
Margrét Pétursdóttir, Vesturgötu
61, Akranesi, fæddist í Geirshlíð í
Flókadal 21. janúar 1902. Hún var
sjöunda og næstyngsta bam for-
eldra sinna, hjónanna Önnu Katrín-
ar Jónsdóttur og Péturs Þorsteins-
sonar bónda þar, en hálfbróður átti
hún einnig, sem hún hafði mikið og
gott samband við. Pétur faðir henn-
ar lést þegar hún var aðeins þriggja
ára gömul, en móðir hennar stóð
fyrir búinu næstu árin ásamt eldri
bömunum. En þegar elsti bróðirinn
tók alfarið við búinu fluttist Mar-
grét 10 ára gömul til móðursystur
sinnar, Sigríðar Jónsdóttur á Ákra-
nesi. Sigríður var ekkja, en börn
hennar tvö vom þá uppkomin, eða
19 og 21 árs gömul. Sigríður og
eldra bam hennar létust 6 ámm
síðar í spönsku veikinni 1918, en
yngra barnið hennar, Björnfríður
Björnsdóttir, var Margréti ætíð sem
■ BHMR mótmælir harðlega þeim
áformum ríkisstjórnarinnar að
skerða almennan ellilífeyri þeirra
sem hafa launatekjur. BHMR vill
benda á að réttur til almenns ellilíf-
eyris er lögbundinn réttur sem
byggir á áratuga framlögum allra
þegnanna. Skerðing á þessum rétti
er því sérstaklega ámælisverð. Einn-
ig vill BHMR benda á að með ítrek-
aðri aðför að þessum rétti hefur líf-
eyrisþegum verið gert enn nauðsyn-
legra en fyrr að afla sér tekna
umfram áunninn lífeyrisrétt þrátt
fyrir háan aldur og jafnvel veikindi.
BHMR mótmælir einnig því að rétt-
ur sumra örorkulífeyrisþega verður
skertur í því skyni að bæta rétt
annarra örorkubótaþega. Afkoma
allra örorkulífeyrisþega er svo slæm
endum í hópum frá t.d. 25 uppí 40
nemendur í hóp. Það þýðir að minni
tími verður til að aðstoða þá nem-
endur sem þegar eiga í erfiðleikum
í námi og árangri hrakar.
Einnig er hægt að banna nem-
endum að ljúka fleirum en 35 ein-
ingum á ári. Samkvæmt nýrri
reglugerð um stúdentspróf þurfa
nemendur að Ijúka 140 einingum á
fjórum árum. Þetta er einfalt
reikningsdæmi: 35x4=140. Ef
nemandi svo mikið sem fellur á
prófi í eitt einasta skipti þá seinkar
honum í námi um eitt ár. Langlík-
legast er að allar þessar leiðir komi
til framkvæmda að einhverju leyti
svo sýnilegt er að ástandið í skólun-
um verði uggvænlegt.
Aðgerðir án árangurs
Ljóst er að sparnaðurinn sem
stefnt er að mun nást á því ári sem
aðgerðirnar hefjast á. En hvað svo?
Hvað gera allir þeir nemendur sem
ekki geta lokið stúdentsprófi vegna
nýrra og hertra reglna? Hætta þeir
í skólanum og lifa á foreldrum sín-
um fram á ellilífeyrisaldurinn? Nei,
þeir fara einfaldlega aftur í skólann
og ljúka prófum. Þannig minnkar
kostnaðurinn á hvem nemanda ekki
neitt. Skammsýni stjórnmálamann-
anna er með ólíkindum.
Það er augljóst að þessar aðgerð-
ir munu ekki skila neinum árangri
þegartil lengri tíma er litið. Einung-
is er horft til dagsins í dag ef það
er þá hugsað svo langt. Reyndar
hefur menntamálaráðherra lýst því
yfir að skólameisturum sé frjálst
að ná þessum sparnaði með hvaða
leiðum sem þeir kjósa. Engar til-
skipanir verði gefnar. Þvílík ein-
feldni.
Það vita allir sem við þessi mál
starfa að skólamir komast ekki af
með minna fjármagn ef halda á
nánasta systir, allt til þess að hún
dó 1982. Margrét bjó á heimili þess-
arar frænku sinnar mikið til, þar til
hún giftist sjálf.
Margrét gekk í bamaskóla á
Akranesi og unglingaskóla þar, en
um eiginlegt framhaldsnám var ekki
að ræða. Hins vegar lærði hún karl-
mannafatasaum í tvo vetur á ámn-
um fyrir tvítugt og kom það nám
henni vel, þegar hún varð ekkja
með tvö böm, bæði kornung.
Fjölbreytni í atvinnulífi var ekki
mikil á þessum ámm, en Margrét
gekk að því sem gafst, fiskinum á
Akranesi og víðar, kaupamennsku
í sveit eða vist á velmetnu heimili.
Akranes var þá frægt fyrir góðar
kartöflur og fagrar konur. Það var
viðhæfi.
Árið 1928 giftist Margrét Áma
Guðmundssyni (f. 1899), sjómanni
frá Heimaskaga á Akranesi. Þau
að ekki er réttlætanlegt að skerða
lífeyri þeirra . BHMR vill vekja at-
hygli á því að þessar ráðstafanir og
einnig skerðing barnabóta og sjó-
mannafsláttar þýða í raun að ríkis-
stjórnin hefur komið á nýju skatt-
þrepi sem einungis nær til þessara
hópa, bamafólks, lífeyrisþega og
þeirra sem hafa atvinnu af sjó-
mennsku. BHMR mótmælir þessum
aðgerðum sérstaklega fyrir þá sök
að þær skapa óöryggi um þau
grundvallarréttindi sem fólk hefur
aflað sér. BHMR vill að lokum benda
á að ríkisvaldið gat aflað þeirra
fjármuna sem sparast við ofan-
greindar aðgerðir með því að taka
tillit til fjármagnstekna við ákvörð-
un um tekjutryggingu.
„Menntastefna ríkis-
stjórnarinnar ber æ
meiri keim af því að það
eru krónurnar en ekki
kunnáttan sem skipta
máli þegar möguleikar
til náms eru annars
vegar. f nútímaþjóðfé-
lagi verður menntun æ
mikilvægari ef stefna á
til framfara. Sú þróun
á ekki eftir að snúast
við, svo mikið er víst.
Það er sorgleg stað-
reynd að núverandi
ráðamenn þjóðarinnar
hafa misst sjónar á
þeim markmiðum sem
munu skila íslensku
þjóðinni mestum arði
þegar fram í sækir.“
uppi óskertri kennslu. Allar þessar
aðgerðir miða að skammtíma-
markmiðum þar sem vandanum er
velt á undan sér rétt eins og venju-
lega.
Hvað er til ráða?
Ef menntakerfið er skoðað niður
í kjölinn koma í ljós ýmsir augljósir
gallar sem hafa mikinn kostnað í
för með sér fyrir skólana. Alla sam-
ræmingu vantar á milli mismunandi
skólastiga. Þegar nemendur eru að
ljúka grunnskólaprófum skiptir
minnstu máli hvort þeir standast
þau próf eða ekki, framhaldsskól-
amir standa þeim opnir hvort sem
hófu búskap sinn í leiguíbúð á Akra-
nesi, á Grímsstöðum, sem nú myndi
líklega vera Vesturgata 52, ef það
hús stæði þar enn. Þau eignuðust
tvær dætur, 1929 og 1931. Þau
hugðu nú til húsbyggingar og fengu
lóð á Vesturgötu 61, en Árna auðn-
aðist aldrei að gera þá lóð að meiru
en kartöflugarði, því hann veiktist
af berklum eftir þriggja ára hjóna-
band, var á Vífilsstaðahæli í eitt ár
og lést 1932.
Þá fóru erfið ár í hönd hjá ekkj-
unni með litlu dæturnar tvær, og
engar vom tryggingamar þá til að
létta fátækum lífsbaráttuna. En
dugnaður og útsjónarsemi þessarar
þrítugu konu hefur verið með af-
brigðum. Hún reisti tveggja hæða
hús á lóðinni sinni og flutti inn í
það 1936 fullfrágengið, en hún
þurfti að vísu að leigja út mestan
hlutann af því húsnæði til að bjarga
fjármálum sínum. Hún var þó kom-
in í eigið húsnæði og hluti af lóð-
inni var eftir til kartöfluræktar.
Ekki nægði það þó til framfærslu,
heldur stundaði hún fatasaum hjá
Árna Ingimundarsyni klæðskera-
meistara, samfellt í níu ár, að mestu
leyti í heimahúsum.
Þá tók við ýmiskonar vinna,
verslunarstörf m.a., en vinnan við
fiskinn var þó alla tíð síðan hennar
aðalstarf. Lengst af mun hún hafa
unnið hjá Haraldi Böðvarssyni &
Co., en hún var einnig allmörg sum-
ur við síldarsöltun fyrir norðan og
austan, á Siglufirði, Raufarhöfn og
í Neskaupstað. Ekki lét hún deigan
síga við þessi erfíðu störf, fyrr en
hún var komin hátt á áttræðisaldur,
og á síðasta sumri ræktaði hún enn
þá garðinn sinn.
Eins og áður segir eignaðist
Margrét tvær dætur. Sú eldri, Sig-
ríður, er bæjarbókavörður við Bæj-
ar- og héraðsbókasafnið á Akra-
nesi, gift Braga Níelssyni lækni. Þau
eiga 4 börn, 9 barnabörn og eitt
bamabarnabam, svo þar er kominn
Heimir Örn Herbertsson
er. Nemendur bera því enga virð-
ingu fyrir þeim áfanga að komast
á æðra menntastig. Framhaldsskól-
arnir þurfa að taka við öllum þeim
nemendum sem þangað vilja fara
burtséð frá getu þeirra til að stunda
nám. Hvers vegna þurfa nemendur
ekki að sýna fram á einhvem árang-
ur eftir margra ára skólasetu? Þeg-
ar kemur í framhaldsskóla endur-
tekur sagan sig. Stúdentsprófið er
illa lagað að frekara námi sem sýn-
ir sig í slökum árangri margra nem-
enda sem fara í háskóla. Otrúlega
margir komast upp með að drattast
í Háskóla íslands með lágar eink-
unnir af því að allan gmnn til
menntunar vantar þar sem þeir
geta svo verið að þreifa sig áfram
á námslánum ámm saman. Hvers
konar kerfi er þetta? Hagsmunum
hverra á það að þjóna?
Raunverulegar lausnir
Það á að skylda nemendur til að
hafa ákveðna lágmarksþekkingu ef
þeir vilja halda áfram námi eftir
gmnnskólas. Það á að samræma
kennslu í framhaldsskólunum við
HÍ þannig að nemendur séu betur
undirbúnir fyrir nám á því stigi.
Það á að gera nemendum að stand-
ast próf ef þeir vilja stunda nám í
skólum landsins. Fyrr í þessari
grein minntist ég á afleiðingar þess
fimmti ættliðurinn. Yngri dóttirin,
Amfríður, er húsmóðir á Vesturgötu
61, þar sem þær hafa búið allt frá
1936. Arnfríður er gift Sólberg
Björnssyni skipasmið og eiga þau 3
syni og 7 barnabörn.
Ekki veit ég með vissu hversu
mikið Margrét hefur skipt sér af
félagsmálum, en þó held ég, að hún
hafi ekki mikið gefið sig að forystu
í þeim málum, en í þess stað verið
góður og ötull félagsmaður þar sem
hún hefur átt þátt að. í ungmenna-
félagi var hún, enda vafalaust flest
ungt fólk þess tíma í slíku félagi,
því þar brann hugsjónaeldur alda-
mótakynslóðarinnar, þeirrar kyn-
slóðar, sem fölskvalausast og óeig-
ingjamast hefur unnið landi sínu
og þjóð.
I stjórnmálum hafði Margrét sig
ekki í frammi, en hún mun þó að
jafnaði hafa fylgt Alþýðuflokknum
að málum og kosið hans menn til
sveitarstjóma, en til þings kaus hún
að banna nemendum að ljúka fleir-
um en 35 einingum á ári. Ef nem-
andi fellur á einu prófi þá seinkar
honum um eitt ár. En allir geta
misstigið sig á leiðinni að lokamark-
inu. Ef ekki er gefið tækifæri til
að bæta fyrir mistökin í tíma þá
hefur menntakerfið villst langa leið
frá upphaflegu markmiði sínu.
Að lokum er einn þáttur sem
ekki hefur verið minnst á en það
er gildi verkmenntunar í íslenska
menntakerfínu. Á undanförnum
árum hefur verið litið á verkmennt-
un sem annars flokks menntun.
Bóknám hefur setið í öndvegi. Ef
vegur verkmenntunar verður auk-
inn þá munu margir hefja nám fyrr
á sviðum sem þeim henta. Fjölda-
margir hefla nám í bóknámsskóla
og eru þar í eitt til tvö ár að kom-
ast að því að bóknám á ekki við
þá og árangurinn er oftast eftir því.
Framtíðarsýn
Framtíðarsýn nemenda í dag er
ekki björt. Það stefnir í minnkandi
þjónustu í framhaldsskólunum.
Lánasjóður íslenskra námsmanna
hefur verið skertur svo að sú aðstoð
sem nemendur geta fengið úr hon-
um er að snúast uppí hálfgerðan
skrípaleik. Forráðamenn HI hafa
orðið að minnka þjónustu við nem-
endur vegna bágrar fjárhagsstöðu.
Menntastefna ríkisstjórnarinnar
ber æ meiri keim af því að það eru
krónumar en ekki kunnáttan sem
skipta máli þegar möguleikar til
náms em annars vegar. í nútíma-
þjóðfélagi verður menntun æ mikil-
vægari ef stefna á til framfara. Sú
þróun á ekki eftir að snúast við,
svo mikið er víst. Það er sorgleg
staðreynd að núverandi ráðamenn
þjóðarinnar hafa misst sjónar á
þeim markmiðum sem munu skila
íslensku þjóðinni mestum arði þegar
fram í sækir.
Það er von mín að ráðherrar rík-
isstjómarinnar staldri við og hugsi
málið til enda. Hætti að segja eitt
í dag og annað á morgun. Það er
kominn tími til að svörin við vanda-
málum dagsins í dag verði einnig
svörin á morgun.
Höfundur er formaður
Nemendafélags Menntaskólans í
Kópavogi.
alltaf sjálfstæðismanninn Pétur
Ottesen, enda var hann bindindis-
maður auk annarra kosta.
Já, Bakkus var enginn vinur
hennar, og hún var snemma í stúku
og er enn, og starfaði þar lengi.
Meðal áhugmála stúkunnar í upp-
hafi var bygging sjúkraskýlis, sem
svo hét þá.
Stúkan stóð fyrir stofnun bygg-
ingarsjóðs, og sé ég Margréti í söng-
kór, sem stofnaður var til fjáröflun-
ar fyrir sjóðinn. Sá sjóður varð síðan
upphafsfjármagn til byggingar
Sjúkrahúss Akraness.
Margrét hafði dálæti á söng, og
söng ekki aðeins með stúkunni,
heldur var hún í kirkjukórnum í
§ölda ára, allt frá 12 ára aldri.
Margrét er trúuð kona og hefur auk
kirkjustarfsins verið virkur þátttak-
andi og félagi í starfi KFUM og K
og er enn.
Ég kann ekki við að ausa Mar-
gréti Pétursdóttur lofi og á hún það
þó margfaldlega skilið. Þessar línur
lesa sennilega fáir aðrir en þeir sem
hana þekkja og fyrir þeim þarf ég
ekki að tíunda ágæti þessarar
merku konu, og væmið væri að segja
frá, hversu ágæt og elskuleg hún
hefur verið mér í alla staði.
Ég veit einnig að samferðarfólk
hennar í félagsskap og starfi ber
til hennar alveg sérstakan hlýhug.
Mér er það t.d. minnisstætt, fyrst
eftir að ég flutti hingað til Akra-
ness, að ef ég, aðkomumaðurinn,
kynnti mig gömlum Skagamönnum
sem tengdason Möggu P., þá hlaut
ég að vera ágætismaður og vel tæk-
ur í samfélag útvalinna. Níutíu ár
er hár aldur og „víst er gaman að
hafa lifað svo langan dag“, ekki
síst fyrir þá, sem eins og Margrét,
halda svo frábærlega andlegri
heilsu, þó hin líkamlega sé farin að
slakna.
Ósk mín er, að auðnan megi veita
henni fagurt og gott ævikvöld.
Bragi Níelsson.
Afmæliskveðja:
Margrét Pétursdóttir