Morgunblaðið - 21.01.1992, Page 29

Morgunblaðið - 21.01.1992, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992 29 Svíþjóð Tvö eignarhaldsfélög Wallen- berg samsteypunnar sameinast ÁKVEÐIÐ hefur verið að sam- eina eignarhaldsfélögin Inve- stor og Providentia sem mynda kjarna Wallenberg-iðnaðarsam- steypunnar í eitt félag undir nafni Investor. Sameiningunni er ætlað að ein- falda innri gerð Wallenberg-veldis- ins og auka greiðslugetu fyrir- tækisins á fjármagnsmörkuðum í Svíþjóð sem og erlendis. Breyting- unni er einnig ætlað að auka arð- semi hlutafjár hluthafa til langs tíma. Peter Wallenberg, stjórnar- formaður beggja félaga, sagði að erfitt hefði verið að skýra upp- byggingu félaganna fyrir erlend- um fjárfestum. Heildareignir hins nýja félags verða um 850 milljarðar íslenskra króna en í dag er talið að heildar- Tryggingastarfsemi verðmæti hlutaijár þeirra sé um 275 milljarðar króna. Hluthafar Providentia munu eiga um 60% í nýja félaginu en sameiningin fer þannig fram að hlutabréfum þeirra verður skipt út fyrir bréf í nýja félaginu. Sérstakur aðalfundur verður haldinn hjá Providentia 19. desember þar sem mælt verður með tillögunni og þykir næsta víst að hún verði samþykkt. Investor var stofnað árið 1916 af Wallenberg Enskilda-bankan- um í kjölfar nýrrar löggjafar um fjárfestingar banka. Providentia var stofnað árið 1946 sem eins konar systurfélag Investors innan Wallenberg-veldisins. Wallenberg- fjölskyidan mun eiga um 25% hlut- afjár hins nýja félags og fara með 26,1% atkvæðamagns. Félögin tvö eru að mörgu leyti svipuð. Eignaraðildin er svipuð, starfsemin og reksturinn byggja á sömu stefnu og aðferðum og sam- an eiga þau stóran hlut í Saab- Scania. Einnig sitja mikið til sömu menn í stjórnum þeirra. Claes Dahlberg verður áfram aðalforstjóri Investors en aðalfor- stjóri Providentiu, Per Lundberg, verður sérstakur fulltrúi hans. Aðstoðarforstjórar verða Bo Berg- gren og Anders Scharp, stjórnar- formaður Electrolux. STJÓRNARFORMAÐUR — Peter Wallenberg er stjórn- arformaður beggja félaganna sem sameinast, Investor og Providentia. Frakkland Motorola ogAlcatel gera samning vegna Evrópska farsímanetsins Búist við verulegum breytingum hjá Lloyds Enska tryggingafélagið Lloyds hefur átt við mikla erfiðleika að elja að undanförnu eins og fram hefur komið í fréttum og tapað miklu fé á skömmum tíma. Kem- ur þetta allt fram í viðamikilli skýrslu um fyrirtækið, sem var birt í London um miðjan mánuð- inn, en þar er lagt til, að veruleg- ar breytingar verði gerðar á uppbyggingu þess. Um 300 ára skeið hefur venjan verið sú, að Lloyds-félagarnir eða meðlimir fyrirtækisins hafa ábyrgst tryggingarnar með öllum eigum sínum, en lagt er til, að í þess í stað verði teknar upp endurtrygg- ingar eins og tíðkist hjá öðrum tryggingafélögum. Þá er ennfremur talað um, að tekin verði upp eigin- leg hlutaijáreign og í framhaldi af því, að hluthafar fái meiri aðgang að upplýsingum og meiri aðild að stjórnun fyrirtækisins en verið hef- ur. Styrkur Lloyds og á seinni árum veikleiki félagsins er hin sérstaka uppbygging þess. Lloyds er að þvi leyti ólíkt öðrum tryggingafélögum, að það er í raun ekki tryggingafé- lag. Réttara er að tala um „mark- Sænska stjórnin hefur ákveðið að nema úr gildi lög, sem banna meirihlutaeign útlendinga á hlutabréfum í sænskum fyrir- tækjum. Segir Anne Wibble fjár- málaráðherra, að þetta verði gert á þessu ári eða því næsta, að minnsta kosti áður en Evrópu- bandalagið krefst þess vegna væntanlegrar aðildar Svía. Svíar sóttu um aðild að Evrópu- bandalaginu 1. júlí á síðasta ári og vonast til að fá hana á árinu 1995. Sænsku hlutafélagalögin samrým- ast hins vegar ekki reglunum innan EB og raunar er ekki alveg ljóst hvaða reglur koma til með að gilda um þessi efni innan Evrópska efna- hagssvæðisins ef af því verður. Um áramótin varð einnig sú laga- breyting í Svíþjóð, að fyrirtæki geta nú breytt forgangsbréfum í venju- leg hlutabréf án formlegs leyfis frá yfirvöldum. Forgangsbréfunum hefur fylgt og fylgir miklu meiri atkvæðisréttur en venjulegum bréf- um og í skjóli þeirra hafa sumir sænskir iðnjöfrar, til dæmis Wallen- að“, sem samanstendur af „hóp- um“, samtökum, og „nöfnum", ein- staklingum, sem ábyrgjast persónu- lega að greiða hugsanlegt tap en njóta líka hagnaðarins þegar um hann er að ræða. Um áratugaskeið hafa „nöfnin“, ávallt menn í góðum efnum, haft góðar og oft mjög miklar tekjur af starfseminni en um miðjan síðasta áratug varð breyting þar á. Ollu því meðal annars náttúruhamfarir ýmiss konar, fellibylir og eldgos, og óhöpp eins og skipskaðar. Afleið- ingin var mikið og vaxandi tap. Byijað var á fyrrnefndri skýrslu í nóvember 1990 þegar fyrirsjáan- legt þótti, að mikill taprekstur væri framundan og þróunin reyndist raunar alvarlegri en nokkurn grun- aði. Fyrir liggur uppgjör fyrir 1988 og þá töpuðu „nöfnin“ 57 milljörð- um ÍSK. og búist er við, að þegar reikningarnir fyrir 1989 liggja á borðinu síðar á árinu verði útkoman enn verri. Áætlað er, að um 9.000 „nöfn“ eigi í verulegum fjárhagserf- iðleikum af þessum sökum. Þá hafa um 8.000 „nöfn“ yfirgefið Lloyds á síðustu tveimur árum þannig að nú eru Lloyds-„nöfnin“ talin vera 22.500. berg-fjölskyldan, getað ráðið fyrir- tækjum án þess að eiga meirihluta í raun. Á síðasta ári neyddust 47.777 fyrirtæki í Bretlandi til að hætta rekstri eða urðu gjaldþrota og var það hvorki meira né minna en 65% aukning frá árinu áður. Kemur þetla fram ly'á fyrirtæk- inu Dun & Bradstreet, sem miðl- ar upplýsingum um atvinnulífið. Á síðustu þremur mánuðum lið- ins árs var 995 fyrirtækjum lokað í hverri viku en um 900 framan af árinu. Á árinu 1990 var 28.935 fyrirtækjum lokað og hafði þá fjölg- TVEIR af stærstu framleiðend- um heims á sviði fjarskiptabún- aðar, Motorola og Alcatel í Frakklandi, hafa undirritað samning sem veitir Alcatel leyfi til að nota búnað frá Motorola. Hann er háður einkaleyfuin Mot- orola og er nauðsynlegur til að gerast aðili að evrópska farsíma- netinu (GSM). Motorola hefur áður gert sambærilegan samning við Spán, Þýskaland og Svíþjóð. GSM-farsímanetið mun gera not- endum kleift að hringja til 19 Evrópulanda. Erik Hornun, yfirmaður sölu- deildar hjá Motorola í Danmörku segir að fyrirtækið vilji stuðla að útbreiðslu opins GSM-kerfis til að Bandaríska flugfélagið Americ- an Airlines ætlar að segja upp 1.200 starfsmönnum sínum á næstunni. Er aðallega um að ræða fólk, sem unnið hefur í skamman tíma hjá félaginu, til dæmis við farangursafgreiðslu, ræstingar og þess háttar. Eftir mikinn uppgang í heilan áratug er American Airlines nú stærsta flugfélag í Bandaríkjunum en það er svo aftur hluti af AMR- samsteypunni. Hjá henni starfa nú 110.000 manns, helmingi fleiri en 1982. Á síðasta ári varð American hins vegar ekki síður fyrir barðinu að mikið frá 1988 þegar þau voru 16.652. Sú tala virðist raunar líka vera nokkuð há og ekki síst með tilliti til þess, að á þessu ári, 1988, voru uppgangstímar. Til saman- burðar má nefna, að á samdráttar- árunum 1980-81 voru gjaldþrotin 10.650 og 13.200. „Það, sem veldur mestum áhyggjum, er, að ástandið virðist fara versnandi," segir Philip Mellor hjá D&B. „Gamalgróin fyrirtæki fara nú yfir um ekkert síður en nýgræðingarnir.“ tryggja viðskiptavinum sínum gi-eiðan aðgang að GSM-farsíma- neti annarra Evrópulanda. Þess vegna leggi Motorola mikla áherslu á að koma GSM-búnaði sínum á markaði í öðrum löndum. Þrátt fyrir samninginn við Motor-' ola mun Alcatel halda áfram að bjóða viðskiptavinum sínum eigin búnað fyrir GSM-netið þar á meðal símstöðvar og fjarskiptabúnað. Að mati beggja fyrirtækjanna mun opið net, þar sem í er búnaður frá mörgum framleiðendum, styrkja GSM-kerfið í heild sinni. Fulltrúar Alcatel hafa meðal ann- ars komið til íslands til viðræðna við fulltrúa Landsvirkjunar um framleiðslu á sækapli fyrir íslend- inga. á Persaflóastríði og hærra olíuverði en önnur flugfélög og við þeim erf- iðleikum er nú verið að bregðast. Farþegaflutningar hafa að vísu aukist aftur en ekki er búist við, að hagur flugfélaganna fari al- mennt að vænkast fyrr en með vorinu. PJENNINN SETUR LAGT VORUVERÐ AODDINN 0 ESSELTE gatapokar A4 100 stk. í kassa á kr. 560,- Þú sparar 140 kr. 1 iHl ]l\\l HALLARMÚLA 2 • 813211 AUSTURSTRÆTl 18*10130 Svíþjóð Hlutafélagalögum breytt Bretland Gjaldþrotum hef- urfjölgað um 65% Flug Miklar uppsagnir hjá American PJENNINN setur LAGT VORUVERÐ AODDINN C 260.12 stafir í skjó, rouður minus. Hentug vél fyrir minna ólag. Sértilboðsverð kr. 6.660,- Þú sparar 1.350,- kr. HALLARMÚLA 2 » 813211 AUSTURSTRÆT118 »10130 PENNIHN SETUR LAGT VORUVERÐ AODDINN LEITI bréfabindi 25 stk. í kassa 6 kr. 5.500,- Þú sparor l .700,- kr. HALLARMÚLA 2 * 813211 AUSTURSTRÆT118 » 10130 PENNINN SETUR LAGTVORUVERÐ AODDINN DISKLINGAR 3bt1,2“ HD 25 stk. í pakka á kr. 2.320,- Þú sparar 580 kr. HALLARMÚLA 2 » 813211 AUSTURSTRÆT118* 10130' Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.