Morgunblaðið - 23.01.1992, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.01.1992, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992 Hf. Skallagrímur 60 ára: Akraborg flytur 260 þúsund manns á árí Hf. Skallagrímur, hlutafélag um rekstur ferju milli Reykjavíkur og Akraness, á 60 ára afmæli í dag. Hlutafélagið var upphaflega stofnað af borgfirskum bændum til að koma í veg fyrir að vöru- og fólksflutningar um Faxaflóa legðust af í kjölfar þess að Eimskip- afélag Suðurlands, sem annaðist þessar siglingar, hætti starfsemi. Hf. Skallagrímur hefur hætt siglingum til Borgarness en flytur að meðaltali 74.000 bíla og 260.000 manns milli Reykjavíkur og Akra- ness á hverju ári. Meirihluti hlutafjár í fyrirtækinu er nú í eigu rikisins (65%), Akranesbær á stóran hlut (29%) en aðrir minna (6%). Laxfoss strandar á Kjalarnesi 1952. Upphafið Við erum stödd á almennum borgarafundi í Borgamesi síðla árs 1931. Borgfirskir bændur fela hreppsnefndinni að festa kaup á Suðurlandinu á sanngjörnu verði ella leita fyrir sér erlendis um kaup á heppilegu skipi. Nefndin kaupir skipið á 65 þúsund krónur og hefst þegar í stað handa við undirbúning hlutafélags til að ganga inn í kaup- in og reka skipið. Hlutafélagið er stofnað áður en janúarmánuður er úti og félags- stjóm skipuð þeim Magnúsi Jóns- syni, Borgamesi, formanni, Her- valdi Bjömsyni, Borgamesi, og Davíð Þorsteinssyni, Ambjarg- arlæk. Varamenn voru Halldór Vihjálmssson, Hvanneyri og Sig- urður Fjeldsted, Ferjukoti. Heimili og vamarþing félagsins var í Borg- amesi frá 23. janúar 1932 til 9.ágúst 1974 er það var flutt til Akraness. Fáum ámm síðar ákvað félagið að láta smíða fyrir sig nýtt skip í Álaborg. Nýja skipið, sem fékk nafnið Laxfoss, kom til landsins 11. júlí 1935 og hóf áætlunarferð- ir milli Reykjavíkur og Borgar- ness, með viðkomu á Akranesi, skömmu síðar. Deilur komu upp um að tvö farrými væru á skipinu og var ákveðið að gera þau að einu. Skipið rúmaði 180 farþega og 5 bifreiðar á þilfari. Ganghraði þess var 12 sjómílur. Hrakningar Laxfoss Alvarlegar vélarbilanir komu í ljós í skipinu fyrsta árið og átti félagið í nokkm stappi við skipa- smíðastöðina um úrbætur á því. Engu að síður gekk rekstur skipsins vel um hríð eða þar til farið var í örlagaríka siglingu með 80 manns, m.a. alþingismenn úr jólaleyfi og stjóm Síldarverksmiðja ríkisins, 10. janúar 1944. Lentvar á skeri við suðvesturhom Örfiris- eyjar og lagðist skipið á hliðina. Ákveðið var að endurbyggja skipið en á meðan á því stóð vom aðrir bátar, varðskipið Þór, línu- veiðiskipið Sigríður, Faxaborg, Víðir o.fl. fengnir til þess að ann- ast flóaferðimar. Laxfossi var hleypt af stokkun- um að nýju árið 1945 en strandaði í annað sinn 7 ámm seinna. Um atvikið, sem átti sér stað við Kjal- amestanga, segir m.a. í riti Jóns Helgasonar „Hundrað ár í Borgar- nesi“: „Skutur skipsins seig brátt í kaf, og horfði ólíklega um björg- un. Þó var freistað að ná því upp, og tókst loks að lyfta því á belgjum og fleyta því inn í Kleppsvík. En þegar að var hugað, kom í ljós, að botn skipsins hafði orðið eftir á strandstaðnum. Urðu sjóferðir Laxfoss því ekki fleiri.“ (bls. 295). Mannbjörg varð í báðum ströndun- um og engin slys á fólki. Leiguskip tók við af Laxfossi þar til fyrsta Akraborgin kom ný frá Danmörku árið 1956. Sigldi hún á milli þriggja áætlunarstaða í upphafi en brátt kom að því að Borgamesferðirnar vom lagðar niður í lq'ölfar þess að bærinn var ekki sama umferðarmiðstöðin og áður þegar áætlunarbifreiðar norð- ur á land lögðu þaðan upp. Akra- borgin lagðist að bryggju í Bráka- rey í síðasta skipti 26. apríl 1966. Þá hafði skipaferðum verið haldið uppi milli Reykjavíkur og Borgar- ness í hálfan áttunda áratug. Fyrsta eykiskipið Árin liðu og auknar kröfur voru gerðar um ferjuflutninga. Bæjar- stjórnin á Akranesi fór þess á leit við Hf. Skallgrím að könnuð væm kaup á bílafeiju árið 1973 og ári seinna var varð sú ósk að vem- leika. Um var að ræða 690 brúttólesta skip, sem keypt var af Norðmönn- um, og hlaut nafnið Akraborg. Ganghraði skipsins var 14 sjómíl- ur, gat það flutt 40-50 bíla í hverri ferð og var þannig gert að aka mátti í það og úr. Útbúið var feiju- lægi á Akranesi og flotbryggjur vora gerðar í báðum höfnunum. Fylgdi geysileg aukning farþega og bifreiða nýja skipinu. Síðasta heila árið sem nýja Akraborgin var notið (1973) ferðuðust 57.660 far- þegar með henni og 2500 bílar. Fyrsta heila árið, sem nýja Akra- borgin var í rekstri, var tala far- þega 101.785 og bílar 19.543. Feijan skilaði hámarks afköst- um árið 1979 og varð fólk frá að hverfa. Var þá gripið til hagræð- ingar og ferðum fjölgað. Skiluðu aðgerðimar sér í auknum flutning- um og betri afkomu árið eftir. Ekki var þó umflúið að festa kaup á stærra skipi og var feija frá Kanaríeyjum í eigu norsks útgerð- arfýrirtækis fyrir valinu. Gengið var frá kaupunum 1982 og kom þriðja Akraborgin til landsins 17. júní sama ár. Akraborgin er 999 brúttólesta og getur flutt 68-70 bíla í einu. Starfsmenn fýrirtækisins em 40 en í stjórn þess sitja: Guðbjartur Hannessson, formaður, Ingibjörg Pálmadóttir, Skúli Alexandersson, Andrés Ólafsson og Elís Jónsson. AGÓ Fyrsta skip Hf.Skallagríms, Suðurland. Strætó okkar Skagamanna - segir Guðbjartur Hannesson stjórnarformaður Hf. Skallagríms ÓFÁIR íslendingar eiga minningar tengdar faxaferjunum og ýmis- legt hefur verið brallað á þeim. Leikin hefur verið danstónlist á þiljum, þar hefur fólk stigið dans, notið veislurétta og vitað er að eitt par hefur gengið í það heilaga í einni ferju Hf. Skallgríms. Hér er einungis fátt eitt talið og ljóst að ólíkar ástæður hafa orðið til þess að fólk hefur tekið sér ferð með skipinu. Sumir sækja vinnu á áfangastað, aðrir skreppa í heirasókn til vina og ættingja en tilgang- ur enn annarra er ef til vill einungis að njóta stuttrar siglingar. Eitt er víst að feijumar hafa verið ómetanlegt samgöngutæki fyrir Akumesinga og verða senni- lega þar til fólk getur stytt sér leið um Hvalfjörðinn með öðmm hætti. „Ferjan er eins konar strætó okkar Skagamanna," segir Guðbjartur Hannesson, stjórnarformaður Hf. Skallgríms, þegar blaðamaður sækir hann og Helga Ibsen, fram- kvæmdastjóra, heim í tilefni af- mælisins. Guðbjartur leggur einnig áherslu á að feijan þjóni öðmm Vestlendingum og Norðlendingum sem kunni að notfæra sér ferðir hennar. Guðbjartur Hannesson, stjórnarformaður, og Helgi Ibsen, fram- kvæmdastjóri. Akraborgin sem nú er í ferðum milli Reykjavíkur og Akraness. Helgi segir að raunar sé því þannig farið að fleiri komi að sunn- an en norðan og bendir í því sam- bandi á að fólki þyki gott að byija á því að stytta sér leið og lengja hvfldina þegar það haldi í langferð- ir norður í land. Hann segir að mun meiri umferð hafí áður verið yfír sumarið en veturinn en sá munur hafi aðeins minnkað senni- lega vegna þess að fólk óttist að keyra landleiðina í snjó og hálku að vetrarlagi. „Þá er líka ástæða til þess að hvetja fólk til að nota frekar skipið," segir Helgi og bend- ir í því sambandi á að skipið sé góður kostur í öðmm áttum en hvassri vestanátt. Þá ráðleggi hann sjóveikum að aka fyrir Hvalfjörð- inn. Talið í feijuna Gengið hefur á ýmsu í sögu Hf. Skallagríms og ýmis tímabil em eftirminnilegri en önnur. „í stríðinu var til dæmis mjög mikið að gera,“ segir Helgi. „Þá tók fólk bátinn til Borgarness en þar biðu áætlunar- bílar eftir því og fóm norður í land. Nokkmm sinnum gerðist það þá að lögreglan reyndi að telja farþega inn í skipinu en gekk illa því að fólk vildi fara aðrar leiðir en eftir landgangi. Spegillinn gerði mikið grín af þessu og teiknaði fólk sem hékk utan á skipinu." Guðbjartur man ekki svo langt en segist aftur á móti reka minni til þess að hafa farið með stútfullu skipinu á kappleik til Keflavíkur. Þá segist hann minnast þess að í deilum um kaup á annarri Akra- borginni hafí Björn á Löngumýri látið þau orð falla að skipið væri svo lélegt að hann myndi ekki tre- ysta sér til að fara með Skjónu sína á því. Áðurnefnd gifting fór fram á skipinu árið 1974 meðan rúntað var með veislugesti um Hvalfjörð- inn eins og Þorvaldur Guðmunds- son, núverandi skipstjóri Akra- borgarinnar, orðar það. Nokkmm árum seinna var 100 frönskum blaðamönnum boðið hingað í eins dags ferð í þeim einum tilgangi að snæða miðnæturkvöldverð um borð í Akarborginni og stuttu seinna var frumflutt revía um feijurnar eftir Valgarð Egilsson. Slæmt í sjóinn Færri vita um smærri atvik sem ekki hafa komist í blöðin. Þorvald- Þorvaldur Guðmundsson skipstjóri. ur Guðmundsson minntist eins þeirra þegar haft var samband við hann. „Það var þannig að strákur, sem rekur bifvélaverkstæði í Borg- arnesi og kaupir stundum tjónabíla af tryggingafyrirtækjunum í Reykjavík, hafði fest kaup á fjómm slíkum bílum og var búinn að koma þeim niður á höfn. Við stóðum þarna nokkrir á sólbjörtum vordegi og voram að virða fyrir okkur bíl- ana þegar gamall maður kom þar að, heilsaði okkur, virti fyrir sér bílana og sagði: „Jæja strákar var vont í sjóinn." Þorvaldur hefur ver- ið skipstjóri á Akraborginni í 18 ár en 30 ár samtals á sjónum. Afmæli Hf. Skallagríms er í dag en starfsmenn fyrirtækisins ætla að halda upp á daginn 8. febrúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.