Morgunblaðið - 23.01.1992, Side 42

Morgunblaðið - 23.01.1992, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992 er a.á> auho^ mogufeifcasia,." TM Reg. U.S. Pat Off.—all nghts reserved Ég finn það á mér. Þetta er dagur sem ég mun ekki líða neinum neitt... Heimskulegt að skattleggja sparifé Eitt er rétt af því, sem forsætis- ráðherra vor sagði um áramótin: „Hræddir menn fremja heimskup- ör.“ Nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn undir hans stjórn að láta vinstri flokkana hræða sig til að skatt- leggja það sem kallað er fjármagns- tekjur. Eg held að þeir, sem það vilja hafi ekki bara „kalt höfuð“. Ég held, að það sé frosinn í þeim heilinn. Ég er launþegi og hef alltaf ver- ið. En ég hef reynt að spara, nýta og fara vel með. Ég hef líka neitað mér um ýmislegt sem öðrum finnst sjálfsagt t.d. að fara út að borða, ferðalög til útlanda á hveiju ári o. s. frv. Ég á heldur ekki örbylgjuofn, videotæki eða sumarbústað. Þannig hef ég, eða við hjónin, getað lagt fyrir þó nokkra upphæð, sem við höfum hugsað okkur að gott væri að eiga og grípa tii, ef eitthvað óvænt kæmi uppá. Fyrir þessa peninga hef ég keypt Spariskírteini ríkissjóðs og með því stuðlað að því að minnka erlendar skuldir. Nú á að skattleggja sparifé. Það á að refsa fólki sem hefur sparað. Hvernig ætla þeir að skattleggja útlendinga, sem við fáum lán hjá? Stundum er talað um of miklar skuldir við útlönd, en það á að refsa Islandingum sem spara. Það þýðir ekkert að segja að fólk megi eiga einhveija hámarksupphæð án þess að borga skatt. Fólk er búið að borga skatt af launum sínum og á að fá að hafa afganginn í friði ef einhver er. Engan kvóta á sparnað! Mín áramótaheit eru því: 1. Um leið og ijármagnstekjur verða skattlagðar tek ég peningana mína og eyði þeim. 2. Ég ætla aldrei að kjósa þá flokka sem standa að því að fikta við lánskjaravísitöluna og skatt- leggja sparifé, m.ö.o. eyðileggja sparnað og gera hann verðlausan. Við annað fólk vil ég segja: 1. Ef einhver afgangur er af laun- um ykkar, eyðið honum. 2. Trúið ekki auglýsingum sem hvetja fólk til sparnaðar. Fjármagnseigandi • • KOTTTUR Fríða Dís fór frá heimili sínu í Gijótaþorpinu snemma á sunnu- dagsmorgni 19. janúar. Hún er vön að skila sér eftir 2 til 3 tíma en nú er hennar sárt sakanað af eigendum sínum. Heimilisfang hennar er Mjó- stræti 23 og síminn þar 16959. Hún er eyrnamerkt ROH 192. íbúar í Miðbæ og Vesturbæ vinsamlegast kanni bílskúra og kjallara sína ef vera skyldi að hún hafi lokast inni. Átaksverkefni fyrir sveitimar Víða les maður í blöðum og heyr- ir í útvarpi hvað atvinnuástandið í sveitinni sé ótryggt og slæmt vegna þess hvað mikið er þrengt að sauðfjárbúskapnum og kúabúun- um. Ég var að lesa fréttabréf frá Hvammstanga, þar sem er meðal annars talað um að reyna nýtt átaksverkefni og snúa til fyrri verkefna í sveitinni og senda þijár konur suður til Hvaneyrar, til að læra tóvinnu eins og gert var í gamla daga, undirbúa margháttaða ullarvinnu og spinna. Og er þetta mjög athyglisvert og gleðileg fram- för. Árið 1934 komu víða um sveit- irnar spunavélar sem leystu rokk- ana af hólmi. Það voru bændur í sveitinni sem smíðuðu þessar spunavélar, þær voru 10 þráða og sumar 15 þráða vélar. Þessum vél- um var tekið mjög vel því nú voru það fjórir til fimm bæir sem slóu sér saman og keyptu vél. Og það var spunnið næstum á hvetju heim- ili bæði af konum og körlum. Væri nú ekki hugsanlegt að fara að nota aftur þessar vélar ef á annað borð á að glæða nýverkefni í stijálbýlinu með gömlum aðferðum. Þetta mætti vinna sem hópverk- efni ef fengnar yrðu tvær til þijár vélar í gott húsnæði. Mætti nota stóra bílskúra, vel upphitaða og uppgerða. Þarna myndu svo spinna á vélarnar bæði karlar og konur. Einnig þarf að hespa bandið og seinast að þvo það og undirbúa undir sölu. Þarna yrði verkefni fyr- ir 8-10 manns eða fleiri og mætti hugsa það sem aukabúgrein í sveit- inni. Svo er það vefnaðurinn - hann er ekki síður tilvalinn í þetta átaks- verkefni. Endilega ætti að hefjast handa sem fyrst, því enn þá eru til vefnaðarkennarar eftir að kvennaskólanum var lokað. Það eru margir vefstólar til, t.d. á kvenna- skólanum á Blönduósi voru lagðir til hliðar 10 vefstólar eða fleiri, og enn ónotaðir. Og kannski er til annað eins á Hallormsstað og Laugarvatni. í gamla daga var vefstól! til á hveiju heimili og mikið ofið. Það er bæði skemmtileg vinna og holl hreyfing. Þetta yrði líka að vera hópverkefni því það þarf tvo til að setja upp vef (vonandi fæst enn þá tvistur en mér er ókunnugt um það). Þarna mætti vefa gólfmottur, handklæði og milliskyrtuefni - einnig peisufatasvuntur sem von- andi yrðu eftirsóttar. Þó peisufötin séu í mikilli lægð nú getur þetta breyst til batnaðar aftur. Vefnað- inn ætti endilega að endurreisa í sveitinni - nota þessa vefstóla sem standa ónotaðir í aflögðum kvenna- skólum og rykfalla þar í brúkunar- leysi. Vefnaðinn á að endurreisa og skapa með því vinnu og verð- mæti í stijálbýlinu, sérstaklega hjá sveitakonunum. Vefnað má vinna í áföngum á veturnar helst þegar minna er^að gera við hefðbundinn búskap. Á eftir vefnaðinum gætu svo þrjár til fjórar konur sett upp saumastofu til að sauma það sem ofið væri og ganga frá því til sölu. Ég hef aðeins hreyft þessu máli - ef einhver vildi vinsamlegast skrifa meira um þetta þá er tilgangi mín- um náð. Gömul sveitakona HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar Bréf hefur Víkveija borist frá tollstjóranum í Reykjavík, þar sem afsökunar er beðist á hótunar- bréfinu sem embættið sendi frá sér og gert var að umtalsefni í þessum dálki sl. föstudag. Víkvetji tekur þessa afsökunar- beiðni til greina og er ákaflega glað- ur að vera ekki lengur á svokall- aðri stöðvunarskrá hjá lögreglunni. Víkveiji veit um sómakært fólk sem ekki þorði að aka um götur borgar- innar fyrst eftir að bréf tollstjórans barst af ótta við að verða stöðvað af lögreglumönnum með númera- klippurnar á lofti. Hins vegar kom engin skýring fram í bréfi tollstjórans á því hvers vegna viðbótargjöld eru lögð á þá bifreiðaeigendur sem fengu nýja bíla á árinu 1991. Tollstjórinn eða lögfræðingur hans, sem ritar undir bréfin, þurfa að útskýra þetta fyrir fólki. Og eitt að lokum. Þarf ekki toll- stjórinn að kanna skrifstofuhaldið hjá sér þegar í ljós kemur að 12 þúsund bréf eru send út vegna mis- skilnings? XXX Sérkennileg frétt birtist í síðasta tölublaði Pressunnar. Þar segir að öryggisfyrirtækið Vari geti með engu móti sinnt öllum fyrirtækjum og stofnunum, sem það hefur tekið að sér að vakta. Og þegar eitthvað komi upp á sé því einfaldlega sleppt að vakta fyrirtæki Reykjavíkur- borgar, sem Vari annast gæslu á. Aðrir fjölmiðlar hafa ekki tekið þetta mál upp, hugsanlega vegna þess að það birtist í Pressunni. En Víkveija finnst þetta alvörumál því hann á sinn hlut í umræddum eign- um eins og allir Reykvíkingar. Nauðsynlegt er að borgarstjórinn eða upplýsingafulltrúi hans svari því hvort allt er með felldu í þessu máli. Ef svo er ekki, þarf að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gæta eigna borgarinnar. Víkveiji fékk dálítið sérkennileg svör um daginn, þegar hann hringdi til Stöðvar 2 til að fá gefið upp lykilnúmer afruglara. Eftir að hafa eytt dijúgum tíma við símann þar til samband loks náðist voru svör símastúlkunnar á þá leið, að ekki væri hægt að sinna þessu er- indi. Ástæðan væri sú, að eftir sam- einingu Bylgjunnar og Stöðvar 2 væri álagið mjög mikið á skiptiborð- ið. Nokkru síðar hringdi Víkveiji aftur til Stöðvar 2, í öðrum erinda- gjörðum. Aldrei reyndi á hvernig því erindi yrði tekið, því eftir 5 mínútna bið þar til skiptiborðið svaraði og 15 mínútna bið á meðan reynt var að ná sambandi við áskriftadeildina, gafst Víkveiji upp. Þessu ætti Stöð 2 að huga að. Oft hefur Víkveiji orðið var við að skiptiborðið annaði ekki hringing- um, en ef ástandið hefur enn versn- að er auðvitað tími tii kominn að grípa til einhverra ráðstafana. Varla getur stöðin leyft sér að láta áskrifendur sitja svona á hakanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.