Morgunblaðið - 12.02.1992, Síða 31

Morgunblaðið - 12.02.1992, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992 31 INGALÓ Anægð með viðtökur áhorfenda Kvikmyndin Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen var frumsýnd síð- asta laugardag. Með hlutverk Ingu- lóar fer Sólveig Arnarsdóttir en meðal annarra leikara eru Ingvar Sigurðsson, Þorlákur Kristinsson (Tolli), Róbert Arnfinnsson, Bríet Héðinsdóttir, Gísli Halldórsson, Þrá- inn Karlsson og Haraldur Hallgríms- son. Ásdís Thoroddsen sagði á mánu- dag að hún væri ánægð með viðtök- ur áhorfenda. Til stendur að hún geri stutt myndband fyrir sjónvarpið í sumar. Ásdís lauk námi í Kvik- myndaskólanum í Berlín árið 1989. Ingaló er fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd en hún hefur gert Qölda stuttra mynda. Ingaló fjallar um 17 ára stúlku úr litlu sjávarplássi á Ströndum. Hún lendir í útistöðum við foreldra sína, fer að heiman og gerist kokkur á Matthildi ÍS 167, 100 tonna báti úr öðru plássi. Sagan berst síðan víða um Vestfirði. Kvikmyndin er tekin upp síðastliðið sumar á Drangsnesi, Hólmavík, Flateyri, Suðureyri og fleiri stöðum á Vestfjörðum og Vesturlandi. Myndin er framleidd af Gjólu hf. í samvinnu við Trans-Film GmbH, Filminor Oy og Norræna kvik- mynda- og sjónvarpssjóðinn. LIST Dúkur á hvítum kassa * Olafur Gíslason, sem sýnir þessa dagana í Gallerí Einn Einn og Gallerí Gangur, er einnig með sýningu í Shedhalle í Rote Fabrik í Zúrich. Hún var opnuð í lok jan- úar og stendur fram í miðjan mars. Ólafur sýnir þar níu verk, allt hvít- málaða hluti sem koma í stað ann- arra hluta. Meðal listaverkanna eru fimm kassar í innkaupapokum frá fimm verslunum: Magasin í Danmörku, Macy’s í Bandaríkjunum, Kaupstað í Mjódd á íslandi, Karstadt í Þýska- landi og de Bijenkorf f Hollandi, lítill kassi sem er sniðinn fyrir bögglabera á reiðhjóli og hvítur dúkur á livítum kassa. Ólafur býr í Hamborg og hefur sýnt víða erlendis. Listamennimir Dieter Wymann og Tony Tasset sýna um leið og hann í Shedhalle. Sýningarsalurinn er stór og rúm- góður. Hann er til húsa í gamalii verksmiðju sem róttækir listiðkend- ur borgarinnar tóku yfir fyrir nokkrum árum og er nú rekin með styrk frá borginni. ÁTAK Dreymir um nafn sitt í heimsmetabókinni Craig Shergold er sjö ára gam- all breskur drengur sem er þungt haldinn af krabbameini. Hans heitasta ósk er að eignast heimsins stærsta nafnspjaldasafn og komast þannig í heimsmetabók Guinness. Þess er óskað að sem flestir hér á landi sjái sér fært að senda honum eintak af nafnspjaldi sínu er hér með komið á fram- færi, en heimilisfang litla drengs- ins er: 36 Shelby Road, Carshal- ton, Surrey, SN8 ÍLD England. Einnig geta þeir sem vilja komið nafnspjöldum til Asiaco, við Vesturgötu 2 í Reykjavík fyrir nk. þriðjudag og mun fyrirtækið sjá um að koma þeim áleiðis. Snyrtisérfræðingur kynnir vorlitina frá DIOR frá kl. 12-17 í dag. HYGEA, Austurstræti 16. Velferð á varanlegum grunni a—f trvggingamálaráðherra, Sighvats Björgvinssonar á Norðurlandi. Akureyri - miðvikudaginn 12. febrúar. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 9-12. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 21000. Opinn fundur í Alþýðuhúsinu kl. 20.30. Húsavík - Fimmtudaginn 13. febrúar. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 9-12. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 41222. Fundur á Hótel Húsavík kl. 20.30. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Saltaðumeð Of hár blóðþrýstingur er algengur sjúkdómur og er taliö aö 5. hver full- oröinn íslendingur þjáist af honum. Þú getur reynt aö halda þessum sjúkdómi niöri meö því að: Boröa hollari fæöu • Minnka reykingar • Hreyfa þig • Nota SELTIN í stað venjulegs salts. SELTIN inniheldur kalium og magnesium, auk venjulegs matarsalts. Venjulegt matarsalt hækkar blóðþrýsting en kalium vinnur gegn þess- ari hækkun. Magnesium minnkar hættuna á hjartsláttartruflunum. SELTIN erframleitt (samráöi við sænska lækna. Saltaöu meö SELTIN, ef þú vilt lifa heilbrigðara lífi, án þess að neita þér um salt. Fæst í apótekum og helstu stórmörkuðum. NÚ ER SELTIN EINNIG FÁANLEGT SEM JURTASALT, ' fílövp m! m Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.