Morgunblaðið - 26.02.1992, Side 2

Morgunblaðið - 26.02.1992, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1992 - Mogunblaðið/Sverrir Flugafgreiðsla við kertaljós Rafmagnslaust varð víða í mið- og vesturbæ Reykja- víkur á áttunda tímanum í gærkvöldi en rafmagn komst víðast aftur á innan klukkustundar. Þó var rafmagnslaust í litla Sketjafirði fram að miðnætti og einnig í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn Inga Sigurðssonar, aðstoðarafgreiðslustjóra, voru um 450 manns, sem beðið höfðu eftir fiugi, nýfarnir er rafmagnið fór af. Starfsfólk flugvallarins kveikti á kertum í flugafgreiðslunni og farþegar sem komu til Reykjavíkur hjálpuðu sér sjálfir við að fínna farangur. Sj ömannanefnd: Mikið tjón er Hug- inn fékk á sig brot Vestmannaeyjum. LOÐNUSKIPIÐ Huginn VE 55 fékk á sig tvo brotsjói er skipið var á f leið til Eyja í gærmorgun með fullfermi. Tvær rúður í brú brotnuðu og urðu talsverðar skemmdir á tækjum. Þá brotnaði einnig loðnuskilj- ari og fleira á dekkinu. Engin slys urðu á mönnum og kom Huginn | til Eyja síðdegis í gær. Það var um hálf níu í gærmorgun sem Huginn fékk fyrra brotið á sig. Skipið var þá statt út af Dyrhólaey á leið til Eyja í sunnan/suðvestan spænuroki og foráttusjó. Gluggi í brú brotnaði í brotinu og talsverður sjór komst í brúna. Skipverjar gengu frá hlera fyrir gluggann og síðan var förinni haldið áfram til Eyja. Varðskip sem statt var við Eyjar hélt til móts við Hugin til aðstoðar ef á þyrfti að halda. Klukkan rúm- lega tólf fékk Huginn svo annað brot, mun stærra en það fyrra. Skip- ið var þá statt út af Pétursey. Skip- verjarnir sögðust hafa séð brotið koma framundan á bakborða og beygði skipstjórinn upp í veðrið. Brotið skall á skipinu með miklum þunga og önnur rúða í brú brotn- aði. Einnig brotnuðu loðnuskiljari og fleira á dekki. Sjór komst í raf- kerfi í brú og aðalvél skipsins drap á sér. Fljótlega tókst að koma vél- inni í gang á ný og skipveijar settu hlera fyrir gluggann. Huginn hélt síðan ferð sinni áfram til Eyja í fylgd varðskips og kom þangað síðdegis í gær. Engin meiðsl urðu á mönnum. Flest tæki í brú skipsins voru óvirk og eru talsvert skemmd ef ekki ónýt og búnaður á dekki var brotinn og snúinn. Grímur Heijólfur komstekki > inn í Þor- 1 lákshöfn > Mikill ágreimngur um fram- tíðarskipan mjólkuriðnaðar Óvíst hvort tekst að skila tillögum um grundvöll að búvörusamningi MIKILL skoðanaágreiningur er nú innan sjömannanefndar, sem vinn- ur að því að gera tillögur um hagræðingu í mjólkuriðnaðinum. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er deilt um það hvort gefa eigi alla verðlagningu mjólkurafurða frjálsa, eða hvort hagræðingu innan greinarinnar verði komið á með skipulögðum hætti undir einni yfir- stjórn í mjólkuriðnaðinum. Tillaga um fijálsa verðlagningu í mjólkurframleiðslunni var sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins nýlega lögð fram á fundi sjömanna- nefndar með tilvísun til væntanlegs REYKJAVÍKURBORG ver 2,7 milljörðum kr. til bygginga- framkvæmda á þessu ári, sam- kvæmt endurskoðaðri fjár- hagsáætlun borgarinnar. Fram- kvæmdum við Ósabraut lýkur innan þriggja ára. Þetta kom fram á borgarafundi sem Mark- ús Örn Antonsson borgarstjóri og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi héldu í Grafar- vogi í gær. Af þessari fjárhæð renna um 800 milljónir kr. til framkvæmda í Grafarvogi, þar af um 330 millj- ónir kr. til byggingar íþróttahúss í Húsahverfi. í máli borgarstjórans kom fram að borgin ætti nægt land á þessu svæði til ársins 2010 og talið væri að heildarlandareign borgarinnar dygði allt til ársins 2040 ef miðað væri við eðlilega íbúaaukningu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði að framkvæmdum við Osa- braut lyki á næstu þremur árum og rætt hefði verið um að flýta þeirri framkvæmd vegna atvinnu- ástands í borginni. Vegurinn mun liggja frá Kleppsmýrarvegi að Gullinbrú og er áætlaður kostnaður um 800 milljónir. í aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðabyggð á uppfylltu svæði í námunda við smábátahöfn við Gullinbrú. Fram- innflutnings á búvörum í framtíð- inni. Ekki væri um það að ræða að algjöru fijálsræði yrði komið á í einni svipan, heldur aðlögun sem nauðsyn- leg væri vegna breyttra aðstæðna. kvæmdir við uppfyllingu á svæðinu heíjast innan eins og hálfs til tveggja ára. Þá væri með þessu verið að þrýsta á um tillögur frá mjólkuriðnaðinum sjálfum, en sumum fulltrúanna í sjö- mannnefnd þykir greinin treg til þess að leggja fram tillögur um hvemig hægt væri að leysa aðsteðj- andi vanda. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa fulltrúar mjólkurfram- leiðenda innan sjömannanefndar lagt á það áherslu, að ef koma eigi á fijálsræði í mjólkuriðnaðinum og knýja framleiðendur út í fijálsa sam- keppni, þá verði þeir sjálfir að fá tækifæri til að ráða ferðinni í þeirri samkeppni. Á þetta geta ákveðnir aðilar innan nefndarinnar hins vegar ekki fallist. Framleiðendur vilja að mjólkuriðnaðurinn verði undir einni ákveðinni yfirstjórn sem komi á auknu fijálsræði og hagræðingu með skipulögðum hætti, en bæði kúabændum og mjólkurbúum verði ekki att út í innbyrðis samkeppni sem komi þeim aðilum best sem næstir eru markaðnum. Þá telja þeir jafnframt ósvarað þeirri grund- vallarspurningu hvort neytendur eigi að fá aðgang að mjólkurvörum á sama verði hvar sem þeir búa í land- inu. Sjömannanefnd er skipuð fulltrú- um launþega, atvinnurekenda, bænda og stjórnvalda, og voru tillög- ur nefndarinnar um hagræðingu í sauðfjárframleiðslunni lagðar til grundvallar nýjum búvörusamningi sem gildi tekur í haust. Ljóst þykir að ef byggja eigi þann hluta búvöru- samningsins sem snýr að mjólkur- framleiðslunni á tillögum frá nefnd- inni verði þær að liggja fyrir á allra næstu vikum, svo hægt verði að fá staðfestingu Alþingis á samningnum og gera nauðsynlegar lagabreyting- ar fyrir þinglok í vor. Náist hins vegar ekki málamiðlun innan nefnd- arinnar verða engar tillögur lagðar fram og mun nefndin þá væntanlega hætta störfum. Vestmannaeyj um. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur komst ekki inn til Þorlákshafnar í gær vegna óveðurs og hafróts. Skipið sneri frá eftir að hafa hald- ið sjó utan við Þorlákshöfn í klukkustund, hélt til Eyja á ný og kom þangað eftir tæplega níu tíma ferð. Heijólfur hélt frá Eyjum áleiðis til Þorlákshafnar kl. 7.30 í gærmorg- un. Veður versnaði talsvert á leiðinni og er skipið kom að Höfninni var foráttubrim og innsigling vonlaus. Skipið hélt þá sjó í klukkutíma til að kanna möguleika á að komast inn. Það reyndist ekki unnt og sneri því skipið til Eyja á ný og kom þang- að á fimmta tímanum. _ Grímur Brotist inn um hábjartan dag BROTIST var inn í íbúð á Seltjarn- arnesi í gær. Þegar íbúðareigand- inn kom heim um kl. 17 hafði ýmsum smámunum verið stolið, svo sem litlum ferðageislaspilara. Auk þess var búið að taka ýmsan fatnað saman í kassa og setja hljóm- flutningstæki að svalahurð. Lögreglunni var tilkynnt um tvö önnur innbrot í gær og hefur að hennar sögn mikið verið um innbrot í borginni að undanförnu. Eldingaveður í A-Landeyjum: Bláir blossar gengu út úr öllum rafmagnstækjum Hvolsvelli. MESTA mildi var að ekki fór ver þegar eldingu laust í rafmagns- línu á milli bæjanna Litlu-Hildiseyjar og Hallgeirseyjar í Austur- Landeyjum um áttaleytið síðastliðið sunnudagskvöld. „Ég þakka Guði fyrir að enginn skyldi slasast. Það komu eldglæringar út úr eldavélinni sem lentu á Jóni manninum mínum, en hann meiddist ekkert," sagði Jóna Jónsdóttir, húsfreyja á Hallgeirs- ey, en hún vár ásamt manni sínum, vinafólki og sonardætrum að baka flatkökur þegar eldingunni laust niður. Ein kýr drapst er eldingunni laust niður og er talið að hún hafi þá verið að drekka. Ásdís Guðbjörnsdóttir, tengdadóttir hjónanna í Hall- geirsey, var að skrúfa frá kran- anum í eldhúsvaskinum þegar eldingunni laust niður, og sagði hún að við það hefði engu verið líkara en þungt farg hefði lagst á bijóstkassann, og því ekki létt fyrr en rafmagninu hefði slegið út. „Það heyrðist alveg gífurlegur hvellur líkt og sprenging hefði orðið, og síðan gengu bláir bloss- ar út úr öllum rafmagnstækjum á heimilinu. Þegar ég leit út sáust eldglæringar, sérstaklega á milli húsa hér. Mér leið eins og ég hefði misst andann og var nokk- urn tima að jafna mig. Stelpum- ar mínar voru niðri hjá ömmu og afa, en ég var með strákinn hérna uppi. Þau urðu ekki mjög hrædd, en töluðu mikið um eldinn sem þau sáu á veggjunum. Mér fínnst alveg furðulegt að raf- magnstækin á heimilinu eru heil því ég er viss um að spennan sem fór í gegnum þau var gífurleg,“ sagði Ásdís. Hún var sú eina sem fékk stuð er eldingunni laust nið- ur, en hún var við hliðina á upp- þvottavél sem er eina tækið á bænum sem virðist hafa orðið fyrir skemmdum. Síma- og raf- magnslaust var á Hallgeirsey Mprgunblaðið/Slcinunn Ásdís Guðbjörnsdóttir í eldhús- inu á Hallgeirsey. þangað til seinnipartinn á mánu- dag. Þá skemmdust fjórir spenn- ar hjá Rafmagnsveitum ríkisins af völdum eldingaveðursins, og er tjónið áætlað um 400 þúsund krónur. S.O.K. Endurskoðuð fjárhagsáætlun borgarinnar: 2,7 milljarðar kr. til byggingaframkvæmda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.