Morgunblaðið - 26.02.1992, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.02.1992, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1992 21 Leita að leyni- sjóðum Saddams Kúvæt, New York. Reuter. BANDARÍKJAMENN freista þess nú að finna milljarða dollara leynisjóði sem Saddam Hussein Iraksforseti hefur notað til þess að kaupa nauðsynjar og smygla til landsins vegna viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna (SÞ), að sögn Richards Newcombs, deild- arstjóra í bandaríska fjármála- ráðuneytinu. Með þessu móti hafi hann getað haldið völdum eftir lok Persaflóastríðsins. Að sögn Newcombs er áætlað að Saddam hafi haft aðgang að 10 til 30 milljarða dollara leynisjóðum sem notaðir hafa verið til að kaupa ýmsar nauðsynjar og aðrar vörur sem smyglað hefur verið til íraks. Um sé að ræða varning til einka- nota Saddams og til þess að fæða þá sem forsetinn þurfi að fæða til þess að halda völdum. Fullyrt er að Saddam hafi komið miklum fjármunum fyrir á leyni- reikningum erlendis og fest fé í mannvirkjum með því að stofna fyrirtæki sem í raun séu aðeins til á pappírnum. Útsendarar hans sjái um að ráðstafa fénu. Bandaríkjastjórn hefur veitt heimild til þess að eignir þeirra sem staðnir verða að því að selja vörur til íraks verði gerðar upptækar. Þá hafa Bandaríkjamenn átt viðræður við ríki sem land eiga að írak um að koma í veg fyrir alla vöruflutn- Saddam Hussein inga þangað. Tilgangurinn er að þrengja að Saddam en vegna lengd- ar írösku landamæranna er talið að mjög erfitt muni reynast að stöðva flutninga þangað eða smygl með öllu. Tvenn mannréttindasamtök sögðust í gær hafa komist yfir ný sönnunargögn sem bentu til þess að hersveitir Saddams íraksforseta hafi stundað kerfisbundnar aftökur á Kúrdum eftir lok Persaflóastríðs- ins, jafnvel tugþúsundum manna. Sovétríkin: Kirkjuleiðtogar vændir um sam- starf við KGB LÍKT og annars staðar í Austur- Evrópu eru menn í Moskvu og víðar teknir að freista þess að hafa upp á þekktum Sovétborg- urum er störfuðu fyrir öryggis- lögreglu kommúnista, KGB. Munurinn er hins vegar sá að í Sovétríkjunum fyrrverandi hef- ur almenningur litinn áhuga á slíkum upplýsingum og menn þeir sem sannað þykir að unnið hafi fyrir KGB halda störfum sínum athugsemdalaust. Dagblaðið International Herald Tribune greindi nýlega frá því að í ljós hefði komið að Pitirim, erki- biskup Rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar hefði unnið fyrir KGB og gengið þar undir dulnefni. Kom þetta að sögn blaðsins í ljós er könnuð voru skjöl fjórðu stjórnar- deildar KGB sem hafði eftirlit með kirkjunnar mönnum. í skjölunum kemur einnig fram að Pitirim var ekki sá eini af leiðtogum kirkjunn- ar er gekk öryggislögreglunni á hönd. Þar er einnig að finna dul- nefni fleiri kirkjuleiðtoga m.a. „Potemkins" og „Gregory". „Árið 1982 fóru 1809 fundir fram og tekið var við 704 skýrslum. Fund- irnir fara fram á 13 stöðum, sem eru leynilegir, og tvær íbúðir eru notaðar til að unnt sé að funda með njósnurunum," segir í skýrslu KGB frá þessum tíma er fjallar um samstarfið við kirkjunnar menn. Auk Pitirims hefur verið fullyrt að Filaret, erkibiskup (metropolitani) úkraínsku kirkj- unnar', hafi unnið fyrir KGB. Pitirim erkibiskup hefur neitað þessum ásökunum. Hann hefur hins vegar viðurkennt að hafa komið skýrslum varðandi sam- skipti við útlendinga á framfæri við þá deild kirkjunnar er sér um erlend samskipti. Starfsmenn þeirrar deildar komu þeim síðan áleiðis til stjórnvalda og loks lentu þær í höndum KGB. Þetta kveðst Pitirim ekki hafa vitað. Þingmenn sem fengið hafa leyfi til að kynna sér gögn KGB telja skýringar hans ekki sérlega sannfærandi og benda á að enginn kirkjuleiðtoganna hafi höfðað mál sökum þessa áburðar. Pitirim erkibiskup heldur áfram störfum sínum í þágu kirkjunnar líkt og ekkert hafí í skorist. „Þetta gæti aðeins gerst hér, í þessu landi,“ sagði Lev Ponomarev, sem er formaður þingnefndar þeirrar er falið hefur verið að kanna starf- semi KGB. Raunar hafa sárafáir njósnarar á vegum KGB verið handteknir frá því að valdarán harðlínukommún- ista fór út um þúfur í ágústmán- uði. Fyrrum yfirmaður öryggislög- reglunnar, Vladímír Ktjútskov, er í fangelsi ásamt nokkrum helstu aðstoðarmönnum sínum, sem þátt tóku í valdaránstilrauninni. Á þessu eru einkum tvær skýringar. I fyrsta lagi hefur almenningur lít- inn áhuga á máli þessu enda eru efnahagsörðugleikarnir þvílíkir að menn hugsa tæpast um annað en að komast af. í öðru lagi voru njósnarar og uppljóstrarar örygg- islögreglunnar hlutfallslega mun fleiri i Sovétríkjunum en í öðrum ríkjum Austur-Evrópu. „Ein millj- ón manna átti ef til vill einhvers konar formlegt samstarf við KGB,“ sagði Oleg Kalúgín, fyrrum ofursti í KGB og núverandi örygg- isráðgjafi Borís N. Jeltsíns Rúss- landsforseta. „En margar milljónir manna aðstoðuðu KGB með ein- hveijum hætti. Á hverri skrifstofu og á hveijum vinnustað voru út- sendarar öiyggislögreglunnar. Þjóðin er margklofin, jafnt á sviði stjórnmála, félagsmála sem efna- hagsmála. Það verður að gæta þess að auka ekki enn á biturleik- ann og að grunsemdir haldi ekki áfram að vakna," bætti hann við. ■ DETROIT - Rekstrartap bandaríska risafyrirtækisins Gen- eral Motors (GM) í fyrra nam 4,45 milljörðum dollara, jafnvirði 267 milljarða ÍSK, að því er skýrt var frá í gær. í fréttatilkynningu frá GM sagði að brugðist yrði við tap- rekstrinum með ýmsum ráðstöfun- um. Ætlunin væri að fyrirtækið skilaði hagnaði á þessu ári og í því skyni var 16.299 starfsmönnum sagt upp í fyrradag. Tap GM, sem er stærsti bílaframleiðandi heims, er hið mesta sem sögur fara af í bandarísku atvinnulífi. Þá var af- koma bílaframleiðslufyrirtækjanna bandarísku í fyrra sú versta frá upphafi því auk slæmrar afkomu GM tapaði Ford 2,26 milljörðum dollara og Chrysler 795 milljónum. Heildartap risanna þriggja nam því 7,51 milljörðum dollara eða jafn- virði 450 milljarða ÍSK. Megnið af tapi GM er rakið til 2ja milljarða gjalds sem fyrirtækið varð að greiða af veltu fyrir skatta til þess að hagræðingaráætlun sem samþykkt var í desember sl. næði fram að ganga. Samkvæmt henni mun GM loka 21 verksmiðju og segja upp 74.000 starfsmönnum á næstu fjór- um árum. Þrír frábærir dvalarstaðir, Kitzbuhel, Zetí am See og Mayrhofen. Ennþá eru laus sæti í Beintflug til Salzburg á eftirtaldar þrjár ferðir: laugardögum Töfrandi skíðalönd við allra hæfi þar sem gefst einnig kostur á skíðakennslu. 7. mars. 1 vika verð frá 50.400 kr. m.v. tvo í herbergi. 14. og 21. rnars: 1 vika verð frá 39-900 kr. m.v. tvo í herbergi. Tveggja vikna ferðir eru einnig í boði. Hafðu samband við þína ferðaskrifstofu, söluskrifstofur okkar og umboðsmenn um allt land eða í síma 690 300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 - 18). Flugvallarskattur, 1250 kr., er ekki innifalinn í ofangreindu verði. FLUGLEIDIR Traustur /slenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.